Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Síða 16
(II > en við höldiun einmitt upp á 1000 ára afmælið okkar á íslandi um þessar mundir. Það er eins og allir séu á móti okkur, allir með stæla og neikvæðni. Við byrjuð- um á því að skrifa biskupnum bréf þar sem við fórum fram á að mega kúka i kristniklósettin en fengum nei (alveg eins og ásatrú- arliðið). Við skrifuðum forsætis- ráðherra og báðum um að hann myndi heiðra djöflamessu þar sem við ætluðum að slátra geit og drekka blóð úr hreinni mey en hann hafði ekki einu sinni fyrir því að svara okkur sem var ... ... mjög særandi. Hann veit ekki hvað það er búið að vera mikið vesen fyrir okkur að finna hreina mey hérna á íslandi. Maður leitar og leitar en um leið og maður finnur stelpu sem er ekki búin að liggja undir öllum Skugga- bamum kemur erlent herskip í bæ- inn og allt er ónýtt. (Það eru reynd- ar nokkrar hreinar meyjar innan kirkjunnar en það eru konur sem ekki nokkur lifandi maður myndi kæra sig um að drekka blóðið úr, þið mynduð skilja mig ef þið sæjuð þær.) Og þetta er bara toppurinn ... á ísjakanum. Dagskráin sem við vorum búin að semja var miklu, miklu skemmtilegri en hjá þjóðkirkj- unni. Við vorum t.d. búin að semja við ýmsar útlendar rokk- hljómsveitir um að koma og spila, svo sem Kiss, AC/DC og Aero- smith (og þeir voru meira að segja búnir að lofa að spila sum lögin sin aftur á bak). Það þarf enginn að segja mér að þetta séu ekki skemmtilegri hljómsveitir en Klukknaprumpsveit Tippa- rassakirkju eða hvað þetta ... ... nú heitir. Annars er þetta ekkert nýtt. í gegnum alla íslandssöguna hefur íslenska þjóðkirkjan vaðið yfir okkur á skítugum skónum. Við fengum t.d. aldrei að brenna fólk á báli, drekkja einstæðum mæðr- um og höggva fólk á háls, þetta var allt gert á vegum kirkjunnar. Og allar tilraunir okkar til þess að vera verulega vondir hafa verið brotnar á bak aftur á síð- ustu árum með því að senda okkur til sálfræðinga og gefa ... okkur raflost. En við munum halda áfram bar- áttunni fyrir heiðarlegri djöfladýrk- un. Við verðum bara að leggja meiri áherslu á markaðsmálin. Það er ekki nokkur vafi á að í markaðs- málunum er þjóðkirkjan gersam- lega að jarða okkur. Þeir eru svo- leiðis með bæklingana og auglýs- ingarnar og sölutrixin í löngum röðum. Ég man t.d. hvað ég varð svekktur þegar ég heyrði að fyrir hverja fimm hundruð selda miða á Kristnitökuhátiðina myndi kirkjan bjarga einu bami úr þrældómi. Ég hugsaði: Af hverju datt mér þetta ekki í hug? Brilliant... ... sölutrix! Ef það væri ekki algerlega á móti okkar trúarsannfæringu auðvit- að. En við munum ekki leggja árar I bát. Næstu helgi, þegar það verður sjónvarpað frá hátíðinni á Þingvöllum, munum við í Félagi islenskra djöfladýrkenda (skammstafað FÍD) koma okkur fyrir í fé- lagsheimilinu okkar, með popp og kók, snúa sjónvarpinu á hvolf (þannig að krossarnir snúi rétt) og spila almennilega tónlist. 16 30. júní 2000 Fókusi er ekkert mannlegt óviðkomandi. Ef eitthvað kemur upp á í samfélaginu erum við með puttann á púlsinum. Og já, margt er í heiminum skrýtið. Það er slæmt að hugsa og því birtist hér lítil reynslusaga af manni sem hugsaði. Hugsarðu of • • • • mikið Þetta byrjaði allt svo sem frekar sakleysislega. Ég fór að hugsa annað slagið í partíum til að slaka á. En smám saman jókst þetta. Ein hugsun kallaði á aðra og smátt og smátt var þetta orðið annað og meira en félagsleg hugs- un. Ég fór að hugsa einn og taldi mér trú um að það væri til að slappa af. En ég vissi betur. Hugs- anirnir urðu alltaf mikilvægari og mikilvægari þáttur í lífl minu og á endanum var ég síhugsandi. Ég fór að hugsa í vinnunni. Ég vissi að hugsun og vinna eiga ekki vel saman en ég gat ekki setið á mér. Ég fór að snið ganga vini mína í hádeginu til að geta ótrufl- aður hellt mér niður í Nietzsche og Faucault. Þegar ég sneri aftur til vinnu var ég hálfvankaður og átti til að spyrja vinnufélagana hvað við værum í raun og veru að gera þama í vinnunni. Ástandið heima var litlu skárra. Eitt kvöldið slökkti ég á sjónvarpinu og spurði konuna hvern hún héldi tilgangs lífsins vera Hún rauk út og gisti hjá mömmu sinni um nótt- ina. Fólk fór að líta á mig sem mik- inn hugsuð. Einn daginn kallaði yfir- maðurinn mig teppið og sagði: Jói, mér líkar vel við þig og allt það, en hugsunin h þér er orðin vandamál. Annað hvort hættirðu að hugsa í vinnunni eða þú finnur þér annað starf.“ Ég var þungt hugsi eftir þetta samtal. „Þú hugsar eins og háskóla- prófessor og háskólaprófessor- ar skaffa ekki mikla peninga. Þetta endar meö því aö hugsa okkur í gjaldþrot." Ég fór snemma heim þennan dag. „Elskan," kallaði ég þegar ég kom inn um dymar, „ég hef verið að hugsa...“ „Ég veit að þú hefur verið að hugsa,“ svaraði konan. „Og ég ætla að skilja við þig út af því,“ bætti hún við. „En, ástin mín, þetta getur ekki verið svona alvarlegt?“ „Þetta er alvarlegt," svaraði konan og stappaði niður fæti til áherslu. Neðri vörin á henni titr- aði þegar hún bætti við: „Þú hugs- ar eins og háskólaprófessor og há- skólaprófessorar skaffa ekki mikla peninga. Þetta endar með því að hugsa okkur í gjaldþrot." „Þetta er undarleg rökhenda,“ svaraði ég af óþolinmæði og fór að gráta. „Viltu ekki bara fara bókasafnið til vina þinna," hreytti hún í mig, rauk inn í svefnher- bergi og skellti á eftir sér. Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar og rauk út. í bílnum stillti ég á Rás 1 og ók af stað í átt að Þjóðarbókhlöðunni. Ég fann að mér veitti ekki af góð- um slurk af Derrita og jók hrað- ann. Ég kom i loftköstum inn á bílastæðið, lagði beint fyrir fram- an útidymar og rauk að hurðinni ... en það var lokað. Bókhlaðan var lokuð. Ég trúi því í dag að æðri máttur hafi leiðbeint mér þennan dag. Þar sem ég stóð og starði í gegn- um glerdymar í veikri von um að koma auga á þó ekki væri nema kjölinn á einhverri hók sá ég plakat sem hékk uppi í anddyr- inu. Þar stóð þessi spurning: „Kæri vinur, em þungar hugsanir að rústa lífi þínu?“ Þið kannist sjálfsagt við þetta plakat. Það er auglýsing frá TA - Thinker’s Anonymous. Og sökum þoss að þetta plakat hékk þarna í anddyrinu akkúrat þegar ég var búinn að missa öU tök á lifi mínu þá er ég hugsuður í bata í dag. Ég missi sjaldan af TA-fund- um. Á hverjum fundi horf- um við á vídeó og deilum reynslu okkar af því hvernig okkur tókst að halda hugsunum írá okk- ur milli fúnda. Ég missti ekki vinn- una og allt gengur betur heima. Lifið virðist vera ... auðveldara á flestan hátt eftir að ég hætti að hugsa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.