Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 11
+ Mötuneyti þeirra sem vinna á Skjá einum eða langar til þess. Á kvöldin er svo reykt, drukkið og ælt. Það er því ekki huggulegur morgunmatur á Prikinu þessa dagana. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. á DAIl im ★★ Þarna mætir fólk á óræðum aidri sem gjarnan þýr að tengslum við landsþyggðina. Fjölþreytnin á barn- um heldur fólki við efnið þannig fólk skemmtir sér jafnan vel. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. Kofi Tómasar frænda ★ Vægast sagt skelfilegur og sorglegt að svona þunglyndiskjallari skuli vera á svona góðum stað I þænum. Kostar inn? Nei. 1/2 l'itri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 870 kr. Café Gróf ★★★ Splunkunýr pöbb sem spilar Júro- teknó í eldgömlu húsi. Verður kúl og ferskur fram eftir vetri en við sjáum til hvað verður á nýju ári. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Rex ★★ Á kvöldin er þéttsetið viö borðin af fólki sem biður um nótu tyrir öllu sem það kaupir og setur það svo í risnu og notar sem skattaafslátt. Þú færð það því á tilfinninguna að þú sért að borga ofan í þetta fólk drykk- ina með sköttunum þínum. Enda eru allir þarna inni milljónamæringar en samt bara með 79 þúsund krónur á mánuöi. Kostar inn? Nei. 1/2 litri af bjór: 600 kr. 2-faldur vodki í kók: 1000 kr. 30. júní 2000 f Ó k U S f Ó k U S 30. júní 2000 Gaukur á Stöng ★★ Rokkbúllan góða er mörkuð af hljóm- sveitinni sem spilar það kvöldið. Bjórinn og vodkinn eru þó ekki með því ódýrara og það kosta alltaf inn. Kostar inn? 500-750 kr. eftir at- burðum. 1/2 lítri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Skipperinn ★ Ekki vera hræddur þótt bytturnar æsi sig. Hann Stebbi á Skippernum sér um að enginn sé drepinn á þessum rótgróna sjómannabar. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 450 kr. 2-faldur vodki í kók: 700 kr. Píanóbarinn ★ Alþjóðleg holdaveisla sem veldur því að staöurinn gengur stundum undir nöfnunum Litaver og félagsfræðiritgerðin. Það er þó ótrúlegt að blessaðir túristarnir og hinir vel- komnu nýbúar vilji skemmta sér á stað sem hefur svo fasiska dyraverði í vinnu. Kostar inn? Nei. 1/2 l'itri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. Dubliners ★★★★ írskur pöbb í hjarta borgarinnar. Dubliners hefur frá upphafi verið trúr sér og sínum. Ef þú hefur ekki efni á að ferðast ferðu á Dubliners. Kostar inn? Nei. 1/2 l'itri af bjór: 500-550 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. Rauði barinn ★ Miðaldra bisnessmenn og aðrir sem vildu óska þess að þeir væru mið- aldra sitja og sötra kaffi og koníak sem þeir vita ekki hvað heita en á móti kemur að þeir vita hvað hver einasta laxveiöiá á Islandi heitir. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodkl í kók: 900 kr. Naustkráin ★ Dagdrykkjufólk og aðstandendur þess halda mikið upp á Naustkrána. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Ó, nei. Það eru allir velkomnir. Kostar inn? 500 kr. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki i kók: 800 kr. Glaumbar ★★★ Hestamenn og aðrir úthverfaplebbar fylla barinn jafnt á virkum dðgum sem um helgar. Alltaf bjórgylliboð í gangi og hægt að hverfa ofan í þægi- lega bása til að eiga í innihaldsrikum samtölum um ístöð og annað lands- ins gagn og nauðsynjar. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 880 kr. Kaffíbrennslan ★★ Sólon íslandus fýrir hægri öfgamenn á borö við Hannes Hólmstein Gissur- arson. Hann sést allavega við og við á staðnum ásamt litlu sætu hægri strákunum sínum. Á Kaffibrennsl- unni er fullt af bjór, latneskir þjónar með hreim og lítið um sæti þó ekk- ert sé dansgólflð. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 800 kr. -a - ■ é ■ * 30; II i !f Astró ★★ Ef þú fílar að vefja þig inn í sellófan eða hella yfir maka þinn hvítri máln- ingu og riöa eins og ómálga api með smokka á öllum fingrum er Astró staðurinn tyrir þig. Það fattar þó eng- inn þessar lituðu bólur sem málaöar hafa verið á annars hvítan staðinn og græni liturinn minnir á leikskólann Grænuborg. Þetta er þó enginn leik- skóli. Héðan fer fólk ekki eitt heim. Kostar inn? 1000 kr. 1/2 iítri af bjór: 600 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Café Amsterdam ★ Þessi staður er fyrir það landflótta ut- anbæjarfólk sem kemur mjög langt að. Enda er hann svoldið eins og pöbb á Patreksfirði. Innréttingarnar eru þó eins og á börum Bretlands og þvl er hálf fáránlegt að taka upp veskið og greiða aðgangseyri. Kostar inn? 700 kr. 1/2 lítri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Kaffi Thomsen ★★★★ Eini almennilegi næturklúbburinn á íslandi. Hingað hafa eftirpartí út- hverfana fært sig og erum við því að tala um djamm fram eftir næsta degi. Thomsen er staðurinn. Kostar inn? 500 kr. f. 3 og 1000 kr. e. 3. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Frá horni Frakkastígs og Laugavegar og að Grófinni eru fimmtíu og tveir barir og hefur þeim fjölgað um 11 síðan Fókus dró upp landakort í fyrrasumar en þá hafði þeim fjölgað um tólf Segið svo að góðærið sé ekki gott við fyllibyttuna. Svona er miðbærinn í Reykjavík, svæðið sem er orðið heimsfrægt fyrir fyllirí. Um hverja einustu helgi upp úr miðnætti hópast hér saman um tuttugu þúsund manns, vafra á milli baranna, drekka, daðra og djamma, kaupa pulsu, stífla Austurstræti og hverfa svo jafnsnögglega og þeir komu. Efeinhvers staðar er þörfá góðu landakorti til að finna réttu staðina - og forðast þá röngu - þá er það hér. Landakort drykkjumannsins Kaffi Reykjavík ★ Ef þú býður mömmu þinni út að éta og gefur henni of mikið brennivín og týnir henni svo á endanum flnnuröu hana á Kaffi Reykjavík. Við skulum bara vona að hún sé ekki að slefa upp í einhvern sem afgreiddi I Karna- bæ á sínum tíma. Kostar inn? 800 kr. 1/2 lítri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Club Clinton O Verst innréttaði staðurinn í miðbæn- um. Ofsóttur af Þráni Bertelssyni og öðrum púritönum en hefur lifað allar kreddur Grjótaþorpsins af. Club Clinton er smekklaus. Kostar inn? 1000 kr. 1/2 Irtri af bjór: 600 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Kaffi Victor ★ Hér mætast kynslóðirnar og drekka vodka I kók. En stundum slysast þær stelpur inn á staðinn sem flnnst gott að djamma í nálægð Hlöllabát- anna margfrægu og ekki skemma spanjólarnir á barnum fyrir. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Apótek ★★ Einn af þessum nýju hvítu og sterílu veitingastööum sem hafa opið tii eitt og bjóða upp á listrænt súsjí og asnalegar kökur á allt of stórum diskum. Það er svo lágt til lofts á kló- settunum að eins gott að eigendurn- ir miði bara viö aö Eyþór Arnalds versli mikið á barnum. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 600 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Iðnó ★ Kaffibar fínu bóbóanna. Stundum laumast sjússafyllibyttur upp á bar- inn eftir leiksýningar og blanda geði við Iðnófólkiö. Barinn er ekki laus við að líta út eins og Ráöherrabústaður- inn og innréttingar það glæsilegar aö það mætti halda aö Helgi Hjörvar og Ingibjörg hefðu blætt. Kostar inn? Nei. 1/2 l'itri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. Wunderbar ★ Sú var tíðin að gott var að detta inn á Wunder á leiðinni upp Laugaveginn en nú er þaö allt búið. Áður fyrr voru líka strákarnir úr Skítamóral að trú- badorast þar en nú er play-listi Mono I geislanum. Þaö hlýtur aö teljast galli. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 500-550 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Nelly's Prísinn á barnum hefur alltaf veriö til fyrirmyndar og Júrópoppið þjónar sín- um. Það veröur þó að segjast eins og er aö fólk ætti að íhuga að klkja inn þó ekki væri nema fýrir það að ná sér I bólfélaga sem mun vera afar auðvelt. Kostar inn? 500 kr. 1/2 l'rtri af bjór: 290-330 kr. f. miðnætti og 500-600 e. miö- nætti. 2-faldur vodki í kók: 600 kr. f. miönætti og 850 e. miðnætti. Sólon Já, Sólon er algjör timasóun. Gamii háskólaplebbabarinn er oröinn svo troðinn af gelgjum að meira að segja Dalla forsetadóttir er hætt að mæta. Kostar inn? Nei 1/2 lítri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr. Klaustrið ★★★ Enn eitt afkvæmi Kidda Bigfoot sem fellur I góðan jarðveg en tónlistarvalið og innréttingar eru sérhannaðar fýrir lið- ið sem er of fint eða vill breyta til frá Skugganum og má gjaman rekast á myndarlegar og léttklæddar glæsimeyj- ar á dansgólfinu. Þeir sem fíla rytma og blús og vilja þykjast vera eitthvað ættu að láta sjá sig en þeir sem geta ekki sleppt gallabuxunum og leðuijakkanum skulu fara annaö. Kostar inn? 500 kr. 1/2 l'rtri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki I kók: 900 kr. Café París ★★★ Það er bara opiö til eitt á þessu ágæta kaffihúsi sem selur brenni- vln. Og þaö eitt og sér er efni I þrjár stjörnur þvi þú drekkur ekki kaffið þitt I ælu gærkvöldsins hér. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 950 kr. J Kaffi List ★★ Eftir flutningana upp á Laugaveg er jafnan fullt á Kaffi List en mörgum finnst gamla stemningin löngu horf- in. Enda er staðurinn of fínn fyrir gömlu áhangendurna. Kostar inn? Nei. 1/2 l'rtri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. Grand Rokk ★ Heimabar Hrafns Jökulssonar fékk smáuppreisn æru við flutningana en hefur verið á hraðri niöurleið slðan. Virðist versna meö hverri helginni. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 400 kr. 2-faldur vodki í kók: 700 kr. Blái barinn ★★★ Á efri hæð Pasta Basta og er annál- aður fyrir rólegheit. Þeir sem eru I slikum hugleiðingum geta örugglega fengið að vera I friði fýrir vitleysingun- um með lætin. Kostar inn? Nei. 1/2 l'itri af bjór: 550 kr. 2-faldur vodki í kók: 840 kr. Dillon ★★★ Skemmtiiegar innréttingar og ekki laust við að enn eimi svolítið eftir af stemningunni sem var I gæludýra- búöinni Amazon sem áður var I hús- næðinu. Góður þegar fólk vill setjast niður I einn kaldan og ekki skemmir verðið mikiö fýrir. Óráðlegt er þó fyrir heitustu djammarana að reyna að peppa upp einhverja stemningu. Kostar inn? Nei. 1/2 l'rtri af bjór: 400 kr. 2-faldur vodki í kók: 550 kr. Blái engillinn Astra-bjórinn útrunni er aðal stað- arins. Hann er að vísu rétt runnin út. Fór yfir um 16. desember I fyrra og að sögn smakkast hann miður vel. En þaö er karaókí á Bláa englinum. Undir eðlilegum kringumstæðum væri það plús. En útrunninn bjór er ekkert annað en hauskúpa. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 400 kr. flaska. 2-faldur vodkl í kók: 800 kr. Café Romance ★ Fólk sem einhvers staðar hefur lesið að það sé draumur I dós að drekka rauðvin undir rólegum planótónum mætir á Romance um helgar. Nafn staðarins segir líka allt um þessa eldgömlu klisju. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. flösku- bjór. 2-faldur vodki i kók: 900 kr. Enginn veit hvort FM eða Mono á staðinn. En stöðvarnar halda bjór- kvöldin sin þarna og bjóða stúlkum sem eyða sumarhýrunni I Top Shop eða Sautján. Þjónustan er brokk- geng. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki I kók: 900 kr. Spotlight ★★★ Leður og latex gætu verið einkunnar- orðin á þessum hommastað íslands sem alræmdur er fýrir klámkvöldin. Ljóst er að af stuöi er nóg en jarð- bundnir Islendingar ættu að halda sig viðs fjarri. Kostar inn? 500 kr. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki i kók: 800 kr. Kaffibarinn ★★★ Hvað á svo sem að segja um staö- inn annað en að hann þjónar tilgangi sinum sem samkomuhús þeirra sem eru inn I Reykjavik og þeirra sem vilja vera þaö. Allir vita aö þeim frægu er hleypt fram fýrir röðina og staðurinn er svo pakkaður að hættu- legt er aö reyna að hreyfa sig með bjór í höndunum. Kostar inn? Nei. 1/2 l'rtri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 750 kr. IM. JÍy Vitabar ★ Rétti staðurinn fýrir þá sem vilja drekka áfram daginn eftir fylliríið en sjarminn er ekki mikill fýrir þá sem þekkja ekki til fólksins eða staðar- ins. Kostar inn? Nei. 1/2 l'rtri af bjór: 400 kr. 2-faldur vodki í kók: 700 kr. & Kaffi Austurstræti Það fór þó ekki þannig að Keisara- þjóðflokkurinn gufaði bara upp. Ó, nei, hann skemmtir sér ágætlega á Kaffi Austustræti og er i stuöi. Pass- aðu þig! Kostar inn? Nei. 1/2 l'itri af bjór: 450 kr. 2-faldur vodki í kók: 700 kr. ■--- Skuggabarinn ★★★ Hefur helst unnið sér það til frægðar að vera soldið eins og S&M klúbbarn- ir í London. Það er dimmt og skugga- legt og gestirnir skima í gegnum myrkriö í leit aö einhverju til að sjúga, bita eöa samsvara sér með. Skugga- barinn feri manngreinarálit og rukkar inn eftir þvi hver þú ert. Kostar inn? 500-1000 kr. eftir því hver þú ert. 1/2 l'itri af bjór: 700 kr. (i gleri) 2-faldur vodki í kók: 1000 kr. ★ ★★★ Eftir eigendaskiptin er Óöal orðin ein vandaðasta klámbúila bæjarins. Hér má sjá aflakónga og forstjóra spútnikfyrirtækja tipsa dömurnar ásamt leikurum og kvikmyndafram- leiðendum. Kostar inn? 1000 kr. 1/2 lítri af bjór: 600 kr. flösku- bjór. 2-faldur vodki í kók: 800 kr. Sportkaffi ★ Sem fótboltabar fúnkerar allt vel á Sportkaffi en þeir sem viilst hafa inn um helgar vita að þar má finna leið- inlegasta fólk í Evrópu inn á milli og svo er rukkað inn i ofanálag. Kostar inn? 500 kr. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. IL m Sirkus ★★★ Eitt sinn hálfgerð rónabúlla sem hét Grandið en var tekin í gegn og hugs- uð sem rauðvínsbar. Ekki hefur gengið að halda menningarstandar- inum eins og ætlað var þvi unga fólk- ið sem kennt var við Café au Lait hefur hertekið staðinn og víst er að bjórinn selst grimmt. Þarna má sem sagt finna liðið í rifnu gallabuxunum og skopparafötunum sem reykir eins og strompar og drekkur stíft. Kostar inn? Nei. 1/2 l'rtri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 800 kr. Vegamót ★★ Staðurinn byrjaði með bústi en hefur verið á niðurleið siðan. Leikarar og hækjurnar þeirra hanga soldið þarna en aðallega er um að ræða fólk sem er annaðhvort orðið leitt á Kaffibarn- um eöa skuldar of mikið á barnum. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 750 kr. Café 22 ★★★ Gamli góði 22 með nýjum innrétting- um. Sama stemninginn en klósettin miklu hreinni. Kostar Inn? 500 kr. 1/2 l'rtri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. Litli Ijóti andar- unginn ★ Ef þig langar til að kynnast rammvillt- um túristum sem vita ekki hvar þessi kúlaða Reykjavik er þá er And- arunginn staðurinn. Hann er þó karakterslaus og nánast án fasta- gesta. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 400 kr. 2-faldur vodki í kók: 750 kr. X III Næsti bar ★ Teppalagður gólfflöturinn gefur staðnum undarlegt yfirbragð. Minnir á fundarherbergi í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Hjalti Rögn- valds les Ijóð og Húfan spilar pönk. Þverpólitískt stuð fyrir þá sem eru á móti öllu og öllum. Kostar inn? Nei. 1/2 l'itri af bjór: 400 kr. 2-faldur vodki í kók: 750 kr. Trés Locos ★★★ Eini staðurinn sem býður upp á margaritur og suðrænar fagurmeyjar þó reyndar hafi þeim fækkaö að und- anförnu. Yfirbragð staðarins og úr- valið á barnum krydda vel upp I eins- leitri flórunni í bænum og þvi á stað- urinn vel rétt á sér. Kostar inn? Nei. 1/2 lítri af bjór: 400 kr. 2-faldur vodki í kók: 800 kr. Vegas ★★ Ein af skástu klámbúllunum og skán- aði til muna eftir að hætt var að rukka inn á virkum. Gamlar syndir lifa þó enn með staðnum og ekki þora allir inn án umhugsunar. Kostar inn? Ókeypis inn á virkum dögum en 1000 kr. um helgar. 1/2 litri af bjór: 550 kr. flösku- bjór. 2-faldur vodki í kók: ca 800 kr. Stígvélaði köttur- inn ★ Það góða er ódýri bjórinn en það slæma er auðvitað liðið sem hangir þarna og er afskaplega sjoppulegt. Kostar inn? Nei. 1/2 l'rtri af bjór: 400 kr. 2-faldur vodki í kók: 700 kr. Leikhúskjallarinn ★★ Liklegast eini sveitaballastaöurinn i bænum og þrífst því á því. Húsakynnin eru vægast sagt slöpp og formlegir bar- þjónar hjálpa ekki mikið til. Fólk getur rétt ímyndað sér hversu ömurlegur staöurinn væri ef hljómsveitir héldu ekki uppi fjörinu. Kostar inn? ca 1000 kr. 1/2 l'itri af bjór: 600 kr. 2-faldur vodki i kók: 850 kr. L.A. café O Smekkleysan er algjör þarna og snúa margir við á punktinum þegar gengið er inn, enda staðurinn þekkt- ur fýrir óspennandi gesti og hörmu- lega tónlist. Kostar inn? 500 krónur inn á laugardögum. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 850 kr. Club 7 ★ Afskaplega týpísk íslensk tilraun við nektardansstað og sækja landsbyggð- armenn hann grimmt. Hvort þaö er mjög slæmur galli verður fólk að dæma um en Reykvíkingar kjósa augljóslega eitthvaö annað. Kostar inn? 1000. kr um helgar. 1/2 lítri af bjór: 500 kr. flöskubjór. 2-faldur vodki í kók: 800 kr. Stjörnugjöf: Mest er hægt að fá 5 stjörnur en enginn staður á íslandi nær þeim staðli vegna þess að hér vantar staðinn: pottþétta eöal- búllu sem stuðboltar fara á helgi eftir helgi í stað þess að vafra linnulaust á milli bara, alltaf að leita aö staönum sínum. Lægst er hægt að fá hauauskúpu og njóta tveir staöir þess vafasama heiðurs. Maxim’s ★★★ Geiri á Hafnarkránni sér um sina. Þó hann sé kannski ekki klámkóngur ís- lands þá lítur hann út sem slíkur. Stelpurnar sem dansa eru vinkonur eiginkonu Geira og því má segja að það sé heimilisleg stemning á Max- im's. Kostar inn? 500 kr. 1/2 Irtri af bjór: 500 kr. 2-faldur vodki í kók: 900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.