Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 13
startaði dæminu Pönkhátíðimar í Norðurkjallara MH eru mörgum í fersku minni enda annálaðar rokkveislur. Þær eru nú dauðar sökum stífni yfirvalda að mati Magnúsar Óskars Örkumlsmanns. Fókus bjallaði í strákinn og fékk hann til að segja frá disknum Pönkið er dautt sem gefinn er út í minningu hátíðanna og upplýsa af hverju leyfi fékkst ekki fyrir Pönk 2000. • • • « „Þetta er mjög eigulegur gripur því þarna eru 75 mínútur af tón- list frá hljómsveitum sem spiluðu á hátíðunum, allt frá harðasta grindcore niður í menn sem kunna ekki á hljóðfæri," segir Magnús Óskar Hafsteinsson, liðs- maður Örkumls, um diskinn Pönkið er dautt sem kom út á dög- unum. Um er að ræða safndisk með stúdíóupptök- um frá hljómsveit- um sem komu fram á pönktónleikunum í Norðurkjallara MH árin ‘96-’98, Spitsign, Bisund, Saktmóðigur, Mun- ir, Dr. Gunni, Roð, Fallega gulrótin, Örkuml, Kuml og Forgarður helvítis. Stjörnukerfi jfókus ★★★★★Gargandi snilld! ★Notist í neyð. * ** ★Ekki missa af þessu. qTímasóun. ***GÓS afþreying. V Skaðlegt. **Nothæft gegn leiðindum. plötudómar Forsiárhyggj- an stoppaöl þetta „Við ákváðum bara að kýla á þetta því við fengum ekki að halda tónleikana aftur og vildum ekki flytja þá neitt annað, enda alltaf sérstök stemning í kjallaranum," segir Maggi og er um leið spurður um ástæð- ur þess að þeir fengu ekki leyfið. „Á síðustu tónleikum fannst sprautunál og skeið inni í klósetti og það varð auðvitað allt brjálað. Okkur fannst þetta auðvitað mjög skrýtið en þetta er það eina sem hefur komið upp á þessum tón- leikum í gegnum tíðina. Á meðan eru framhaldsskólarnir með sín sveitaböll þar sem allt er flæðandi Magnús Óskar Hafsteinsson Örkumlsmaöur er tilbúinn aö leggja mlkiö á sig til aö kynna diskinn Pönkiö er dautt sem kom út á dögunum. Hér sést hann meö nafna sínum, Magnúsi málara, sem leist bara nokkuð vel á diskinn. í brennivíni þannig að mér finnst þetta bara vera forsjárhyggja," segir Maggi og bendir á að þeir einu sem hafi verið með einhver vandræði á tónleikunum í gegn- um tíðina hafi verið einhverjir gæsluvitleysingar sem stilltu sér upp fyrir framan sviðið. „Fólk var farið að gera sér að leik að hoppa á þá en þegar þeir fóru loks var allt í lagi því þá gat fólk farið að stökkva fram af svið- inu eins og það vill gera.“ Útgáfutónleikar á teikni- borðinu Diskurinn fæst í Japis á Lauga- vegi og Hljómalind og svo getur fólk pantað hann í gegnum heimasíðu Örkumls, www.isholf.is/orkuml „Já, diskurinn kom út 17. júní eins og sást á skjálftanum og svo stefnum við auðvitað að því að halda útgáfutónleika á næstunni. Þá reynum við væntanlega að fá sem flest af böndunum til að spila,“ segir Maggi og bendir fólki á að albúm disksins sé sérstak- lega skemmtilegt. „Albúm eru oft svo þunn og ómerkileg en okkar er sérstaklega glæsilegt og það eru þrír mætir menn, Arnar Egg- ert, Birkir úr Bisund og Siggi Pönk sem skrifa um sína upplifun af tónleikunum í gegnum tíðina. Siggi er svo auðvitað forsíðuand- lit disksins." endurlífgaðir The Presidents of the United States of America hættu fyrir þrem árum af þvi einn þeirra vildi helga sig fjölskyldunni og annarri tónlist. Þremenningamir eru nú komnir saman aftur af því það „eru töfrar í loftinu þegar við spil- um saman," eins og þeir segja. Þeir eru búnir að stytta nafnið á bandinu niður i The Presidents og gefa út nýja plötu, Freaked Out and Small, 12. september. Lögin á plötunni voru æfð og tekin upp á 10 dögum. „Þetta eru harðari lög en áður, gítardrifin og bílskúrs- leg,“ segja félagarnir. Hægt verður að panta plötuna á Netinu áður en hún kemur út og komast þeir sem það gera á þakkarlista plötunnar. -^dúkkar upp Axl Rose kom fram á tónleik- um í Los Angeles i síðustu viku, sjö áram eftir að hann sást síðast á sviði með Guns ‘N Roses. Axl stökk á svið- ið þar sem The Starfuckers (nýja bandið hans Gilby Cl- arke, fyrrver- andi gítarleik- ara GNR) lék fyrir 250 manns og söng tvö Roll- ing Stones-lög, Wild Horses og Dead Flowers. Næsta GNR-plata, „Chinese Democracy“, á víst að koma út síðar á árinu og einnig ný plata frá Slash’s Snakepit. Hamfarasaga 01’ Dirty Bast- ard, rapparans ógnarhressa úr Wu-Tang Clan, er efni I bíómynd. Það nýjasta er að hann var dæmd- ur í 6 mánuða af- vötnunarmeðferð í Pasadena, Kali- og má ekki sig þaðan leyfis. Hann verður þá vænt- hvorki í stúdíóinu sem hinir eru að vinna að þriðja alvöru plötunni, né á tónleikatúr Klansins sem á að standa yfir i allt sumar og gengur undir nafninu Underground. Nýja platan á svo að koma út í október. hvaðf fyrir hvernf 'tck'k Hijómsveitin: Brain Police piatan: Glacisr Sun Útgefandi: Geimsteinn Lengd: 57:48 mín. Fyrsta plata fjögurra stráka sem helst hafa unnið sér það til frægðar að vinna Rokkstokk-keppnina í fýrra. Platan er sigurlaunin úr keppninni. Bandið var stofnað í nóvember 1998. Þaö spilar straumlínulagað og sandslípað eyðimerkurrokk, undir áhrifum frá eyðimerkurdrottningunni Rosalita, segja þeir. Miðlungshratt gítarrokk Brain Police er einfalt og byggt upp á töffara- legum riffum. Þeir eru lítið í fingraleikfimisólóum heldur byggja á þéttleikanum og vígalegum rifnum gítarvegg. Þeir minna oft á grugg- grúppur eins og Mudhoney og eiga margt sameiginlegt með sandgrúpp- unni Fu Manchu. ★★ Hljómsveitin: KÍd Rock piatan: The History of Rock Útgefandi: Atlantic / Skifan Lengd: 64:46 mín. Gamalt efni, sum lögin óútgefin, frá fánaveifandi rokk/rapp hvítingjanum. Eftir að hann sló í gegn með plötunni Devil Without a Cause þótti gráupp- lagt að safna saman því besta af gamla stöffinu fýrir nýju aðdáend- urna. Hér eru líka tvö splunkuný lög. Kid mallar saman testerón-element- unum úr hipp-hoppi og þungarokki og syngur eða rappar karlmannlega við. Markhópurinn er ungir hvítir karl- menn sem finnst fátt eftirsóknar- verðara en fýllirf, viljugar kerlingar og bílaviðgerðir. Born 2 B A Hick syngur Kid af raunsæi. ★★★★. Hljómsveitin: Tony TOUCh piatan: The Psece Maker Útgefandi: Tommy Boy / Japis Lengd: 69:49 mín. Tony Touch hefur lengi veriö þekktur fýrir mix-tape-in sln en þetta er hans fyrsta plata. Hann er af Taion indíána- og Púertó Ríkó-ættum og rappar jafnt á ensku og spænsku. Hann fær hér til liös við sig marga af þekktustu röppurunum vestanhafs og gerir 1 lag með hveijum. Hann mixar svo allt saman í óslitið verk. Gang Starr, Cypress Hill, Wu-Tang Clan, De La Soul, Mos Def, Eminem og KRS-One eru allir á meðal þeirra sem eiga stykki á plötunni þannig að þetta ætti að höfða til allra hip-hopp- hunda. skemmti legar staöreyndir niöurstaöa Strákarnir gáfu þessa plötu fyrst út á Netinu og segja aö hún hafi þannig verið fyrsta platan sem „kom út“ á þessu merkilega ári. Á www.brain- police.to má enn sækja plötuna en að visu í verri gæðum og það tekur óratíma. Lögin af plötunni The Polyfuze Met- hod (frá 1993) voru tekin upp aftur fýrir þessa plötu því upprunalegu teipin voru týnd. Lögin af Early Morn- in' Stoned Pimp (‘96) voru end- urunnin af því Kid á meiri peninga núna. Kappinn lofar glænýrri plötu á næsta ári. Tony Touch er fæddur í Brooklyn en flutti á níunda áratugnum til Orlando þar sem hann varð fljótlega þekktur bæði sem rappari og pródúser. Hann hefur gert ógrynni af freestyle-mixum en líka gert þema mix-tape, t.d. 5 Deadly Venoms of Brooklyn. Hann er meðlimur í hip-hopp-teyminu Diaz Bros. Þetta er ágætisplata hjá Brain Police. Hér eru margir hressilegir sand- spyrnurokkarar um kagga, píur og sandsléttur; She Devil, Erection Boogie og God's Cleavage, allt saman glimrandi lög. Platan er þó fulleinhæf en þetta er frumraun og strákunum er vel trúandi til að hnoða fjölbreyttara deig I framtíðinni. dr. gunnl Það er engin furða að Kid sló ekki í gegn fýrr en með nýjustu plötunni sinni. Margt af gamla stöffinu hans er nefnilega hálfómerkilegt. Þegar best lætur er hann eins og bónus- útgáfa af Beastie Boys. Nýju lögin eru þó spriklandi hress og gera þennan feita pakka að skyldueign fýrir aðdáendurna. dr. gunni Þetta er eitthvað það almagnaðasta hip-hopp-mix sem ég hef heyrt. Tónlist- in er mjög fjölbreytt en mixuö saman í flotta heild. Hún er frekar hrá og kem- ur stöðugt á óvart. Rappararnir standa sig líka allir vel, bæði stórstjörnurnar og þeir minna þekktu. Sannkölluð veisla fýrir hlustirnar frá konungi mix tape-sins. trausti júlíusson 30. júní 2000 f ÓkUS 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.