Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 8
Háværar raddir eru nú uppi um lögleiðingu kannabisefna á íslandi. Lögreglan í Hollandi þakkaði á dögun- um kannabisefnum það hversu lítið hefur verið um ofbeldi á meðan á EM hefur staðið - á sama tíma og óöld ríkir í Belgíu. Ómar R. Valdimarsson kannaði þær fullyrðingar þjóðþekktra manna að umburðarlyndi fólks væri farið að aukast fyrir hassi og að þú gætir jafnvel kveikt þér í einni feitri á „artífartí" stöðum borg- arinnar - óáreitt(ur). Pabbi lemur þig ekki ef hann er skakkur Gamlar réttlætingar Páll Steinarsson er starfsmaður Jafningjafræðslunnar (JF). „Það er augljóst að umburðarlyndi fólks fyrir hassneyslu er farið að aukast. Fólk notar gjaman gamlar réttlætingar sem hafa verið við lýði lengi. Þetta aukna umburðarlyndi er hins vegar ekki bara bundið við ísland heldur hefur þetta færst í aukana víðs vegar um hin vestrænu lönd. Margir færa rök fyrir því að hassneysla sé hættuminni en áfengi og sjálfsagt má tína til eitthvað sem sýnir fram á það. Það breytir hins vegar ekki því að kannabisefni eru ólögleg á íslandi og þessi neysla er gegnumsneitt stunduð í skjóli nætur eða einhveij- ar fjallabaksleiðir famar í meðhöndl- un efnisins. Þetta leynimakk og rétt- lætingarnar sem neyslunni fylgja opna dyr inn í neyslu á öðrum efn- um og era þá gjam- Viggó Orn Jónsson, formaður Heimdallar, vill löglelða fíkniefni. an svipaðar eða ódýrari afsakanir not- aöar til þess að réttlæta nýju neysluna. En eins og ég kom að héma fyrst þá er það augljóst að „tolerance-ið“ eða um- burðarlyndi gagnvart kannabisneyslu er að aukast á íslandi." Don’t bend down for soap Ásamt því sem fólk kveikir sér í kannabisneyslu sé að færast í aukana. jónu, mallar bút, fær sér vafning, stuð, afgana, mola, hippa, mama eða hnulla, þá virðist andrúmsloftið í ýmsum fjöl- miðlum einnig kynda undir kannabis- neyslu. Verslanir á íslandi selja föt sem hafa kannabisefnið stimplað á garmana í bak og fyrir og moðhausar eins og söngvarinn og fyrrum aðal- sprauta Stone Roses, Ian Brown, mæta skakkir (skakkur þýðir dópaður á hasshausatungumáli) á tónlistarhá- tíðir. Stone Roses-„djönkarinn“ var samt ekki einn um það að reykja hass á íslandi á meðan á Reykjavík Music Festival stóð. Hljómsveitin Herbaliz- er lýsti því yfir í viðtölum við fjöl- miðla að þeir myndu fá hljómsveit, sem er búin að vera á barmi þess að meika það ansi lengi (og enginn veit hvort sé til enn þá) til þess að redda sér hassi á meðan á dvölinni á Fróni stæði. Hvort til þess kom eða ekki er óvitað. Hassverðið hefur farið lækkandi undanfama mánuði og setti Stóra fQmieöiamálið strik í reikninginn á eiturlyfjamarkaðinum hér á klakanum í vetur. Þegar dópkóngamir Ólafur Ágúst Ægisson og Sverrir Þór Gunnarsson vora handteknir fyrr í vetur (og dæmdir i fangelsi á þriðju- daginn. Sorrí strákar - ekki beygja ykkur eftir sápu á næstunni) hækkaði verðið umtalsvert og var komið upp í tvö-þrjú þúsund kall grammið. Menn hafa komið í mannanna stað og hefur verðlag náðst umtalsvert niður og er nú í kringum 1400-1500 kall. íslendingar flykkjast um þessar mundir á vídeóleigur borgarinnar til þess að næla sér i hinar og þessar úr- valsklámmyndir, fara á næturklúbba borgarinnar til þess fylgjast með kynstrunum öllum af erótískri skemmtun og reykja hass - óáreittir - á kaffihúsum og skemmtistöðum borg- arinncU’. Svo virðist sem íslendingar séu komnir með ákveðið „tolerance“ gagnvart hassreykingum og í dag er enginn að kippa sér upp við það þótt einhver á næsta borði kveiki sér í einni feitri. Fókus fór á stúfana og gróf upp ástæður þess að íslendingar era famir að vera opnari fyrir eitur- lyfjaneyslu. Neytendur yngri Þórarhm Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, kveðst ekki vita um mikið af ungu fólki sem hefúr í raun og vera áhuga á því að lögleiða kannabisefni. Hann tekur þó undir orð Páls hjá JF að viðhorf fólks á íslandi hafi breyst til eiturlyfjaneyslu. „ísland er náttúrlega opið land og verður fyrir áhrifúm frá ýmsum lönd- um og þjóðum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu era kannski helst þeir sem eiga hagsmuna að gæta í eiturlyfjaheim- inum - eiturlyfjasalar. Þeir moka að sjálfsögðu peningum í áróður ýmiss konar og uppskera eins og þeir sá.“ í nýútkominni skýrslu frá SÁÁ kemur fram að neytendur era sífellt að verða yngri og yngri og mikið hafi breyst frá því eina eiturlyfið hér á landi var hass. í skýrslunni segir að vimuefiiavandinn birtist íslendingum Þær eru skeleggar og sætar frænkumar, Mo Mowlan og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Umdeildar, báðar tvær, svo ekki sér meira sagt. Og líkar eru þær einnig. Ingibjörg hefur að vísu sloppið við að vera kölluð gleraugnagála. Hún hefur góða sjón og heilbrigðar tennur á meðan Mo Mowlan er ekki jafn myndarleg. Henni var líka bolað burt af mótmæl- endum en hér heima er Ibba dýrkuð af fylgjendum Lúthers. Karlmenn hræðast báðar kellingamar og allt þeirra fas bendir til þess að þær gangi í buxunum á sínu heimili. Mo og Ibba eru tvífarar vikmmar. Sæt- ar stelpur. Mo Mowlan stjórnmálakona. Inglbjörg Sólrún Gísladóttlr stjórn- f Ó k U S 30. júní 2000 á nýjan og ógnvænlegan hátt í dagleg- um vímuefnaneytendum sem era 20 ára eða yngri. Þeir vímuefiianeytend- ur nota aðallega kannabisefni í dag- neyslu en um helgar reyna þessir sömu aðilar gjaman við sterkari efni á borð við amfetamin, e-töflur, LSD og kókaín. JF ætlað góðverk frá Fram- sókn Máni Þorkelsson er dagskrárgerðar- maður á X-inu. „Það er engin spuming að kanna- bis er orðið meira „acceptable" á ís- landi en það hefúr verið. Það er að vissu leyti mjög sorglegt en að öðra leyti mjög skiljan- legt. Það liggur í augum uppi að pabbi gamli lemur þig ekki ef hann er skakkur í sófanum heima. Hafi hann aftur á móti dottið í það aukast líkumar verulega," segir Máni og minnir það Fókusmenn á ástandið sem skapast hefur á EM. Fót- boltabuilur hafa vaðið uppi með látum og ofbeldi í Belgíu en að mestu leyti verið rólegir f Hollandi - landinu þar Verð á dópi: Hass 1.440 krónur. Amfetamín: 3.900 krónur. Kókaín: 0.250 krónur. E-töflur: 2.900 krónur. LSD: 1.400 krónur. Heróín: 15.000 krónur. Uppl. fengnar á www.saa.is. af sínum ætluðu góðverkum í næstu kosningabaráttu," segir Máni. Nauðga börnunum sínum Sjálfstæðimenn innan vébanda Heimdallar hafa yfirleitt haft mjög sterkar skoðanir á málum er varða eit- urlyf og eiturlyfjaneyslu. Fókus setti sig í samband við formaim Heimdall- ar, Viggó Öm Jónsson, til þess aö fá fram skoðanir þeirra á þessu nýtiifundna viðhorfi til kannabisefna. „Því miður virðast viðhorf pólitikusa til þess- arra mála breytast litið og era þeir ekki í takt við al- menningsálitið. Innan Heimdallar er mjög stór og sterkur hópur^em hefur verið með u lögleidd á íslandi og ég er einnig þeirrar skoðunar. Að vissu marki ætti þó að hafa engin af- skipti af vímuefnasölu - það þarf að fjarlægja glæpinn frá þessu. Það er löngu kominn tími til þess að stjóm- málamenn horfist í augu við það að stríðið við fíkniefhi er tapað og að grípa þurfi til annarra aðgerða. Neysla „Pabbl lemur þig ekki ef hann er skakkur. ef hann hefur dottið í það.“ sem kannabis er löglegt. „Mér fmnst líka sú nálgun sem Jafningjafræðslan er með á vímuvam- ir ekki vera rétt. Þegar ég var 13 ára hafði ég ekki hugmynd um það hvað hass og annað dóp var. Hefði ég fengið JF rúllandi inn um dymar á skólastof- unni minni hefði það aftur á móti get- að kveikt einhvem áhuga. Ég held að JF sé fyrirbæri sem Framsóknarflokk- urinn bjó tO og ætlar að nota sem eitt eiturlyfja á Islandi." vegar töluvert hefur aukist gríðarlega á sl. árum og þær leiðir sem hafa verið famar hafa ekki dugað," sagði Viggó um klukkan 23.30 á þriðjudagskvöldið. „Þó geri ég að sjáifsögðu greinarmun á hinum og þessum efnum - kannski aðallega vegna mismunandi alvarleika efn- anna. Mergur málsins er að hið opin- bera getur ekki haft áhrif á neysiu al- mennings á ólöglegum vimuefnum. Þrátt fyrir að þjóðfélagið sé að breytast umtalsvert er það enn svo að þú get- ur nauðgað bömun- um þínum linnulaust í mörg ár og fengið skilorðsbundinn dóm. Þeir sem verða fyrir því óláni að kynnast eiturlyfium og feta villunnar veg eiga aft- ur á móti á hættu að sifia í fangelsi í mörg ár - fangelsi sem er undantekningarlítið glæpaháskóli og nauðgunarbúðir fyrir unga sem aldna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.