Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 7
Fyrsta bindi - skrautleg stælbindi „Svona skáröndótt bindi voru kölluð kassabindi af þvi að góðar frænkur gáfu strákum slík bindi i kassa. Okkur táning- um þóttu slík 'bindi feiknalega ljót og tákna ofríki fullorð- inna sem vissu ekki að við hötuðum þver- röndótt bindi og vild- um fijáls og skraut- leg stælbindi. Þegar ég var í fyrsta skipti skotinn í stelpu losaði ég mig við ok sal leysisins meí því að fela kassabindið og kaupa stælbindi á s vörtum með mynd af bikini- stelpu að dansa undir pálmatré. Það er því miður týnt en ekki gleymt - ekki frekar en fomar ástir,“ sagði Ámi Bergmann rithöf- undur þegar fókus bað hann að segja frá ævi sinni í bindum. Annaö bindi - litháískt, grænt og þjóölegt „Svo fór ég til Moskvu að læra en þetta er ekki rússneskt bindi. Mynstrið er litháískt, grænt og þjóðlegt og það er gjöf frá vini mín- um frá Litháen. Við vorum stund- um að þusa hvor yfir öðrum um stórþjóðir, Ameríkana eða Rússa, sem töldu sjálfsagt að smáþjóðir á þeirra svæði öpuðu allt eftir þeim og espuðum hvor annan upp í smá- þjóðaþvermóðsku sem ég hefi haldið mig við síðan. Ekki af því að Litháar og íslendingar séu eitt- hvað merkilegri en Kanar eða Rússar held- ur af því að sérviskan er skemmtilegri en þessi stóru heimsþorp þar sem allir japla á því sama.“ Þriöja bindi - rautt eins og byltingin „Svo kom ég heim og fór að vinna á rauð- asta dagblaði landsins, Þjóð- viljanum. Þess vegna er bindið rautt eins og byltingin en það er líka með hvítum doppum sem tákna hófsemi og hentistefnu sem fylgir allri pólitík. Við erum allir að verða kratar, sagði Gúnther Grass, og það voru orð að sönnu.“ „Rautt eins og byltingin en það er líka með hvítum doppum sem tákna hófsemi og hentistefnu sem fylgir aliri pólitík." Fjórða bindi - mildi og viska Fjóra bindi er eiginlega ekkert bindi því í þrjátíu ár hef ég gengið I rúllukragapeysum. Bindi eru háskaleg, það er hægt að hengja mann í hálsbindi og er oft gert í bíó. En rúllukraginn er mjúkur og hlýr og boðar mildi og visku og hann er opinn og hringlaga eins og sjálf eilífðin. Hans tími tekur eng- an enda.“ -þor „Þetta var í sveitinni og vínið var inni í ís- skáp, ábyggilega orð- ið 10 daga gamalt. Ég ákvað bara aö smakka þaö þótt ég mættl auðvitað ekki gera þaö og fékk mér elnn tappa af því.“ Þorri Hringsson listmálari: j Stjáni bróðir Árið ‘77 komst ég í kynni við vínið Chateau la Salle sem flestir þekkja undir nafninu Stjáni bróðir. Þetta var sætt múskatvín frá Bandaríkjunum. Vínið var það fyrsta sem ég smakkaði og það er mér mjög eftirminnilegt. Þetta var í sveitinni og vínið var inni í ísskáp, ábyggilega orðið 10 daga gamalt. Ég ákvað bara að smakka það þótt ég mætti auðvitað ekki gera það og fékk mér einn tappa af því. Mér þótti það nokkuð gott enda var það disætt. Vínið þykir ægilega vont og þú fyndir engan vínsmakkara sem myndi mæla með því. Þetta fæst ekki lengur og ég sakna þess svolít- ið og ég vildi gjaman að það fengist Aþótt það sé nú kannski ekki mikill missir að því. Alvaran Árið ‘87 má segja að ég k hafi í fyrsta skipti ■ smakkað svona al- " vöruvín og það var franskt vín sem heitir Chateau Brane Can- penec frá árinu ‘82. Þó það sé kannski ekki svo hátt skrifað þá var þetta algjör upplifun fyrir mig. Ég keypti Y/*///?/ flöskuna í New York og ég gaf Guðmundi Oddssyni lækni hana en hann er mikiil vínáhugamaður. Ég bjóst við því að hann ^ myndi geyma hana í 10 ár en hann var svona rífandi ánægður með að fá hana að hann opnaði hana bara á staðnum. Hann gaf mér að smakka og þetta var al- veg einstakt fyrir mig því þetta var i fyrsta skipti sem ég smakkaði svona alvöruvín. Þama kviknaði eiginlega áhugi minn fyrst á því að smakka góð vin. Besta vínið Þriðja vínið er Búrgundarvín sem ég smakkaði ‘97 og það heitir Savigny les Beaune frá ‘81, frá Hospice de Beaune. Þetta vín kom mér og gestgjafanum sem bauð mér það hvað mest á óvart af þeim vín- um sem við höfum smakkað. Þetta er held ég besta vín sem ég hef smakkað. Enginn átti von á því sem leyndist í flöskunni, því þetta var bæði það vín sem kom mér mest á óvart og var að auki það besta sem ég hef smakkað." -þor 1' Þorri Hrings- son listmálari er líka mikill vínáhugamað- ur. Hann lýsti ævi sinni í glös- um. „Þrjú ártöl eru mér ofarlega í huga, það eru árin ‘77, ‘87 og ‘97. A hádegi Fáeinum árum seinna var ég með hádegisþátt á Bylgjunni sem hét Á hádegi. Hann er mér afskaplega eftirminnilegur því ég vaknaði á hverjum einasta morgni og fór út með upptöku- tækið og safnaði viðtölum í þátt- inn sama dag. Þetta var rosalega spennandi; að búa til nýjan þátt á hverjum einasta degi úr þvi efni sem rak á fjörur mínar. í þættinum var ég fyrst og fremst með viðtöl um hversdagslega hluti sem ekki þóttu fréttnæmir. Ég held að þarna hafi áhugi minn kviknað á því hversdags- lega, sem sumir kalla það venju- lega. Ég er ennþá þeirrar skoð- unar að stærstu fréttirnar sé að finna í nöktum hversdeginum. Þetta líf. Þetta líf Ég var svo lengi vel með laug- ardagsþátt á Rás 2. Það var í kringum ‘90 og þátturinn hét Þetta líf. Þetta lif. Mér fannst mjög erfitt að vakna á laugar- dögum en þetta var engu að síð- ur skemmtilegt. Þátturinn var settur saman úr fremur þung- lyndislegri tónlist og viðtölum. Ég held að þetta hafi þótt frem- ur furðulegur þáttur. Ég var mjög upptekinn af hljóðum og röddum á þessum tíma og var lengi vel heltekinn af hljóðinu eingöngu. Svo hefur myndin smám saman bæst við hin seinni ár. Þrívíddin sem fæst með hljóði og mynd er skemmti- leg, ég tala nú ekki um þegar ég er að taka myndir sjálfur, sem ég geri mikið af. Þetta tímahil, þegar ég var að gera Þetta líf, er mér minnisstætt þótt ég viti ekki hvort sama máli gegni um hlustendur. Örlög útvarps- mannsins eru einfaldlega þau að efnið fer ósýnilegt út í andrúms- loftið og er að eilífu glatað nema það nái að festast i minning- unni. Ég byrjaði svo að vinna við ísland í dag fyrir fjórum árum og er takk ágætlega sátt- ur.” -þor 30. júní 2000 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.