Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 14
Hvers vegna er krakkapoppið vinsælasta tónlistin í dag? Hvers vegna fiæðir það út um alla fjölmiðla? Hverjir eru það sem stjórna brosandi strengjabrúðunum? Og ætlar þessu aldrei að Ijúka? Poppbransinn froðufellir! Krakkapopp hefur liklega aldrei verið jafnvinsælt og akkúrat síðustu mánuðina. Það flæðir út úr flestum fjölmiðlum og á vinsældalistunum verður ekki þverfótað fyrir því. Aldrei fyrr hefur smekkur krakka á aldrinum 9 til 15 ára verið jafnalls- ráðandi. Þeir sem viija höfða til eldra fólks eru sumir að gefast upp. Billy Corgan nennir þessu t.d. ekki leng- ur, haim ætlar að leysa The Smash- ing Pumpkins upp því plötumar hans seljast bara ekki lengur. Froðuflóð Það er auðvitað ekkert nýtt að krakkafroðan sé vinsæl. í Bandaríkjunum kom New Kids on The Block krökkunum bragðið í lok 9. áratug- arins. Nú er Maurice Starr, maðurinn á bak við NKOTB, bú- inn að endurtaka leikinn tvisvar, fyrst með Backstreet Boys (1.130.000 eintök af „Millennium" seld á einni viku) og síðan með ‘N Sync (2.140.000 eintök af „No Strings Attached" seld á einni viku). Fáir voru vinsælli en Bay City Rollers í Bretlcmdi á 8. áratugnum og Brother Beyond og Take That komu svo í lok þess niunda. Það vom þó Spice Girls og mark- aðsdeildin á bak við þær sem breyttu ásýnd poppheimsins. Áður en þær komu var það almennt viður- kennt að fimm ára krakkar keyptu ekki plötur. Hins vegar seldu Kryddpiumar milljónir platna og græddu annað eins á dúkkum, daga- tölum, bolum, krukkum, krúsum, pennaveskjum og öllu öðm sem var skreytt með andlitum þeirra og lógói. Fólkið sem vinnur við tónlistar- bransann er ekki frumlegt. Ef það sér eitt ganga vel dregur það þá ályktun að eitthvað sem er alveg eins eða svipað muni líka ganga vel. Þetta hafði gerst með uppgangi grugg- rokksins og síðar brit-rokksins þegar hvaða skítagrúppa sem er fékk feitan samning ef hún hljómaði svipað og Nirvana eða Oasis. í kjölfar vinsælda Spice Girls ruku þvi tékkheffin upp úr vösunum og allt sem hugsanlega var hægt að græða á jafnhratt og á Kryddpíunum fékk samning. Fjörutíu nýjum stelpnasveitum hefúr verið ýtt inn á markaðinn á þessu ári. Ekífi þarf lengur að spyrja: Verður Steps-súkkulaðiö vinsælt um næstu jól? „Hver er uppáhalds Kryddpían þín“ því nú geta börnin valið úr góðri hrúgu af Kryddpíu-effirlikingum. Við Lolly, B*Witched, Thunderbugs og Hepbum er hægt að bæta Kick Ang- el, Made In London, M2M, Sist- er2Sister, Madasun og Girl Thing. Strákaböndunum fjölgar líka jafn- gífurlega. í kjölfar Take That og Boyzone hafa t.d. komið 5ive, Al, Another Level og 911. Blönduðum sveitum gengur líka sumum vel, Steps og S Club 7 era góð dæmi um það. Þenslan í þessum poppgeira er gífúrleg og á meðan er eldri markað- urinn nánast sveltur af góðri tónlist. Plötur Macy Gray, Travis og Moby hafa þó slegið réttilega í gegn og veita froðunni smásamkeppni. Dýrar auglýsingaherferðir Fyrir utan tónlistina sjálfa er það vinnsluaðferðin sem er öðruvísi hjá krakkabandi og fullorðinsbandi. „Al- vöru“ hljómsveitir semja sína tónlist sjálf og ráða ferðinni. Krakkaböndin em nánast undantekningalaust bros- andi og dansandi strengjabrúður í ‘N Sync: 2.140.000 eintök á elnnl viku. höndum reyndra bransakarla og lagahöfunda. Svíinn Max Martm er einn helsti lagahöfundurinn. Hann sló fyrst í gegn með banjó- stuðlaginu „Cotton Eye Joe“ sem Rednex flutti (hvar em þau nú?) en hefur síðan samið lög fyrir Britney Spears, Backstreet Boys, 5ive og ‘N Sync. Það er dýrt að fá Max til að semja fyrir sig en þó ekkert á við kostnaðinn á bak við hina ómissandi auglýsingaherferð. Ef vel á að vera þarf að eyða í kringum 1,5 milljón pundum (180 milljónum ísl.kr.) i kynningu á nýrri hljóm- sveit. Útkoman er sú að ef bandið slær ekki um- svifalaust í gegn er það strax slegið af. „Ef fyrsta lagið fer ekki inn á topp 10 ertu í vondum málum,“ segir Simon Cowell, bransakarl. „Þú verður að selja 500.000 eintök af stórri plötu i Bretlandi og ann- að eins i öðrum löndum. Ef það gerist ekki er ekki lengur hægt að réttlæta kostn- aðinn.“ Simon er nýjasti prinsinn í krakkapopp- inu. Fyrir tveim árum benti Louis Walsh, umboðsmaður Boyzone, honum á vinsælasta bandið i bænum Sligo í N-írlandi. Simon flaug yfir til að sjá bandið, sem kall- aði sig IOU í þá daga, og ákvað að þrir meðlimir væm nothæfir en hina lét hann hverfa. Hann fann tvo sæta stráka i staðinn fyrir þá sem hann rak og útkoman varð Westlife sem nú hefur slegið met með því að eiga fimm lög sem öll hafa farið beint á topp enska smá- skífulistans. Simon á líka heiðurinn af því að hafa sett saman hljómsveit- ina 5ive. Hann sá að í auglýsingum frá Nike, Reebok og Adidas voru ung- lingsstrákar sýndir sem krúttlegir en um leið harðir og notaði þá uppskrift til að búa til 5ive. Nýjasta nýtt frá Simon er fimm manna kvennabandið Girl Thing sem sendi frá sér fyrstu smáskífuna í síð- ustu viku. Lagið hljómar nánast al- veg eins og „Wannabe" Kryddpíanna og fór í 8. sæti, svo kannski lifir það band eitthvað áfram. „Maður verður að hugsa a.m.k. tvö ár fram í tímann," segir Simon. „Ég setti Girl Thing saman árið 1998 af því ég sá fram á hrun Spice Girls árið 2000.“ Eins og frægt er orðið ráku Spice Girls sinn bransa- karl, Simon Fuller. Slmon Cowell Hann dó aldeilis fann upp ekki ráðalaus held- Westllfe, 5lve ur setti strax saman og gjr| Thinö S Club 7. Núna stendur það band fyrir sömu „popp- hljómsveit-sem-alheims-vörumerki“- heimspekinni og Spice Girls mddu brautina fyrir. í herbúðum Steps (uppskrift: Abba á sterum) er verið Pete Waterman semur smelllna fyrir Steps. Westlife: „Góði Guð, gefðu okkur einn smell í viðbót." að skipuleggja jólatömina. „Við verð- um með Steps-dúkkur, dagatöl, súkkulaði... nefndu það bara,“ segir umbi þeirra, Tim Byme, og iöar í skinninu. Maðurinn á bak við tónlist Steps er Pete Waterman. Hann er nú kominn á kortið aftur eftir að hafa samið smelli fyrir Rick Ashley og Kylie Minogue á 9. áratugnum. Minna vesen á vélmennum En hvað með dúkkumar sjálfar, andlitin sem brosa, dansa og syngja? Það era jú krakkar með metnað og sumir m.a.s. með hæfileika. Það get- ur tekið á að vera hin hreinlynda fyr- irmynd litlu krakkanna. Nokkrir meðlimir Westlife voru nappaðir baksviðs af umba sínum þar sem þeir sátu og reyktu. Umbinn skammaði þá svo rækilega að þeir brustu í grát. í viðtölum segja krakkapopparamir iðulega: „Við höfum engan tíma til að eiga kærastur/kærasta" sem er eðlilegt því að stórum hluta gengur poppið út á að selja sætar, gimilegar ímyndir. Það er auðvitað ekkert nýtt, t.d. hélt John Lennon því lengi leyndu í bítlaæðinu að hann væri giftur maður. Á sama hátt er það ör- uggt að Stephen Gately í Boyzone er ekki eini samkynhneigði strákurinn í strákabandi. „Það er einn hommi i hverju einasta strákabandi,“ segir innanbúðarmaður. „Ef þú ert streit viltu væntanlega vera í rokkbandi en ef þú ert hommi viltu væntanlega vera i strákabandi. Hinir í stráka- bandinu vildu líklega miklu frekar vera í rokk- eða hipp-hopp-grúppu en létu aðstæðumar stýra sér í þessa átt.“ Já, brúöumar geta verið erfiöar og helst vildu bransakarlamir auðvitað bara getað stjórnað vélmennum. Nýjasta uppfinning Toms Watkins, sem stjómaði East 17, er sýndarvera- leikapopparinn Kunani, sem flytur tónlist sem líkist soul-poppinu hans Jamiroquai. „Kannski höfum við farið eins langt og við komumst með manneskjur," segir Tom. Fyrsta plata Kunani er væntanleg en fyrst mun hann birtast í sjón- varpsþáttum og í auglýsingum. Er Garage-tónlistin málið? En það era blikur á lofti. Gervi- heimur froðupoppsins gæti farið að riða til falls, einfaldlega vegna of- framboðs og af því að svo mikið af tónlistinni er einfaldlega léleg. Fólk gæti farið að sjá í gegnum glans- myndina og jafnvel smákrakkamir gætu orðið leiðir á einhæfninni. Krakkapoppið hefúr náö hátindi sín- um og þaðan liggur leiðin niður. Jafnvel bransakarlamir finna fyrir breytingum. „Poppbransinn er gegnumsýrður af krakkapoppi," segir Rob Dickins, bransagaur. „Fólk segir: „Æ, nei, ekki enn ein dansandi krakkagrúpp- an. Ég er bjartsýnn á að smærri fyr- irtæki munu leiða okkur út úr þessu ástandi og þá munu stóra fyrirtækin taka við sér.“ Og hvað tekur þá við? Gæti bresk „garage“-tónlist verið málið? Helsta hetja þeirrar tónlistarstefnu er hinn 19 ára söngvari Craig David sem seldi 600.000 eintök af fyrstu smáskif- unni sinni, „Re-Rewind“. „Mjög margir krakkar á aldrinum 11-12 era gríðarlega áhugasamir um garage- tónlist," segir Stephen Jones, blaða- maður hjá tímaritinu Music Week. „Það er eitt af því merkilegasta sem nú er í gangi i grasrótinni og stóru fyrirtækin munu fýrr eða síðar taka við sér.“ En þangað til einhver breyting verður á popplandslaginu verðum við að þola fleiri innrásir vongóðra froðupoppara sem stökkva brosandi og dansandi fram með rándýr mark- aðsátök í vegamesti. Góða skemmt- un. (Unniö upp úr grein í Q.) 5ive: Krúttleglr, samt harólr. 14 f Ó k U S 30. júní 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.