Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 Frettir Máli kyrrsetta drengsins í Bandaríkjunum vísað frá: Loksins, loksins - segir faðirinn Máli kyrrsetta drengsins í Portsmouth í Virginíu-fylki í Banda- ríkjunum var vísað frá á dögunum og er drengurinn nú hjá foreldrum sín- um. Ragnar Davíð Baidvinsson og Ryan Conners sem starfaði hjá Bandaríkja- her á Keflavíkurflugvelli, voru sökuð um að hafa veitt 5 mánaða syni sínum líkamlega áverka á höfði og var dreng- urinn kyrrsettur í Bandaríkjunum af þeim sökum. Dómarinn í málinu taldi það ekki vera byggt á haldbærum sönnunar- gögnum heldur ágiskunum einum og því væri málinu vísað frá. Að sögn Ragnars sagði dömarinn við það tæki- færi að „nú yrðu þeir að fara að fylgja lögunum" en allt hafði þá verið reynt til að kasta rýrð á trúverðugleika for- eldranna. Sagður í afneitun Ragnar og Ryan voru send í sál- fræðimat fyrir réttarhöldin og hélt Ragnar því þar staðfastlega fram að hann væri saklaus. „Sálfræðingurinn mat það sem svo að ég væri í afneitun, líkt og þekkist Bam með þjófavörn Barnaverndaryfirvöld í Bandaríkjun- um létu setja armband á fót Tiarnan Smára sem sendi frá sér boö um aö loka öllum útgöngum ef foreldrarnir skyldu reyna aö nema hann á brott frá fósturheimllinu. hjá drykkjusjúklingum. En dómarinn hafði að eigin sögn vonast eftir hald- bærari sönnunum úr sálfræðimatinu því hann gat ekki sakfellt okkur á þessum sönnununargögnum sem byggöar eru á líkindum," segir hann. Að sögn Ragnars hafði komið fram í réttarhöldunum að þau, foreldrar bamsins, hefðu verið í návist fjölda fólks þann tíma sem þau áttu að hafa veitt baminu áverkana en sækjandinn lét ekki þar við sitja. „Sækjandinn sagði að þótt við hefð- um ekki veitt honum þessa áverka þá væri það á ábyrgð okkar vegna þess að við hefðum sett son okkar í þær að- stæður þar sem honum vom veittir þessir áverkar," segir hann. Það kom fram í málflutningi for- eldranna að bamið hafði nýlega verið í læknismeðferð við sjúkdómi sínum en drengurinn greindist með Goldenh- ar-einkenni skömmu eftir fæðingu. Stuttu áður en foreldramir vom ásak- aðir um að misþyrma drengnum hafði hann verið í sársaukafullri rannsókn á íslandi þar sem hann þurfti meðal annars að vera með heymartól og sett að lögsækja barnaverndaryfirvöld - Foreldrarnir ætla Eftir uppskurðinn Ryan Conners meö son sinn, Tiarnan Smára, sem varö 5 mánaöa daginn sem málinu gegn foreldrum hans var vísaö frá. Drengurinn var meö gifsum- búöir eftir umfangsmikinn uppskurö á dögunum sem bjargaöi honum frá því aö lamast fyrir neöan mitti. vom rafskaut á enni hans og bak við eyrun. Svikin af hernum í kjölfar ásakana um að misþyrma bami sínu missti Ragnar starf sitt hjá bandaríska sendiráðinu og Ryan var færð frá Keflavíkurflugvelli. „Herinn ákvað að gera þetta tO þess að strákurinn verði nálægt stór- um herspítala og hún getur ekkert sagt við þessu þvi að skipanir em skipanir hjá hemum. Við viljum skora á sendiherra Bandaríkjanna á íslandi að ganga í þetta mál og leyfa henni að snúa aftur á Keflavíkurflugvöll. Ég hef 6 mánaða leyfi til að vera héma og ég má ekkert vinna héma og hef því eng- in laun fengið lengi. Við lifum því á launum Ryan hjá Bandaríkjaher og þau em ekki beysin,“ segir Ragnar. Hann segir kostnaðinn við málsvörnina og uppskurði sem dreng- urinn hefur þurft að fara í vera byrði sem fjölskyldan ræður ekki við undir þessum kringumstæðum. „Herinn ætlaði að borga okkur fyr- ir ýmsan kostnað sem við höfum orð- ið fyrir en það var svikið og við erum í miklum bobba,“ segir Ragnar. Foreldramir íhuga nú lögsókn á hendur barnaverndaryfirvöldum í Virginíu fyrir ólögmæta lögsókn á hendur sér. „Þetta er ótrúlegt ofstæki og hystería í kringum þetta og þeir hafa farið eins illa með okkur og þeir gátu,“ segir Ragnar. -jtr Saman á ný Jóna Gylfadóttir, amma barnsins, og faöirinn, Ragnar Davíö Baldvinsson, eru aö vonum ánægö eftir úrskurðinn. Fjölskyldan er saman á ný DV-MYND KK Stlglö Inn i bílaleigubílinn Bítillinn heimsfrægi, Paul McCartney, var í Perlunni í gærkvöld ásamt fylgikonu sinni Heather Mills. Á innfelldu myndinni bíöur einkaþota poppgoösins á Reykjavíkurflugvelli. Koma stórpopparans Sir Pauls McCartneys hefur vakið mikla at- hygli hér á landi. Samkvæmt upp- lýsingum DV kom popparinn hing- að til lands í fyrrakvöld á einkaflug- vél og fylgdi hann lagskonu sinni, Heather Mills, á ráðstefnu breska fyrirtækisins Landmark um jarð- sprengjur. Ráðstefnan var haldin í Perlunni i gærkvöld. Þar náði ljós- myndari DV mynd af goðinu en leynd hafði hvílt yfir ferðum bítils- ins í gærdag. Jón Ólafsson tónlistarmaður fékk pata af þvi í fyrrakvöld aö poppgoð- ið væri statt á Café Óperu og ákvað að freista þess að berja það augum. “Þetta er líklega annar af tveimur mönnum sem ég væri virkilega til i að hitta i eigin persónu og þegar ég heyrði að hann væri staddur á Café Óperu í gærkvöld ákvað ég að skella mér á staðinn. Þegar ég kom inn var þéttsetið þar og einu lausu stólamir voru við borð McCartneys og fylgikonu hans. Ég hafði því ástæðu til þess að ganga að borðinu og kasta á hann kveðju. McCartney er ákaflega afslappaður náungi. Hann var mjög vingjamlegur og laus við stjörnustæla. Eftir að við Stefán Hilmarsson kláruðum úr glösunum gáfum við okkur á tal við hann. Stefán kynnti mig til leiks sem „virtan íslenskan tónlistar- Stórpopparinn og bítillinn Paul McCartney á íslandi: Islenskir bítlar ásamt Paul McCartney - Stefán Hilmarsson og Jón Ólafsson spjölluðu við goðið mann“ og McCartney spurði á hvaða hljóðfæri ég léki. Eftir að hafa sagt honum að ég léki á píanó bað hann mig að spila á flygilinn á Óperunni. Ég afþakkaði boðið bros- andi og bætti því við að það væri of kostnaðarsamt fyrir Café Óperu,“ sagði Jón og hló. Jón bætti því þó við að hann hefði verið svo séður að grípa ein- tak af plötu frá McCartney með sér til þess að fá áritaða og það hefði gengið eftir skammlaust. Sagan segir að McCartney sé einn af þeim poppurum sem einstaklega erfitt sé að ná til og er þess skemmst að minnast þegar haldin var Sgt. Peppers-hátíðin í Háskóla- bíó um árið. Við undirbúning hátíð- arinnar var linnulaust reynt að ná í goðið, mánuðum saman, án árang- urs. Bítillinn naut veðurblíðunnar i gær og skoöaði nokkrar af helstu náttúruperlum landsins. -ÓRN Staðarhaldarar í sjokki Staðarhaldarar í Húsafelli sögðust í gær enn í sjokki eftir ólætin sem urðu um helgina. Talið er að allt að 6000 manns hafi safnast saman og þar af stór hluti ungmenna. Margir létu öllum illum látum, stunduðu gripdeildir, frömdu skemmdarverk, gengu öma sinna á almannafæri og eyðilögðu næturfrið fyrir því fjöl- skyldufólki sem fyrir var á svæðinu. Dagur sagði frá. Fundur um laun í dag Sáttafundur er boðaður í kjara- deilu Sleipnis og Samtaka atvinnu- lífsins klukkan hálftvö í dag. Eins og fram hefur komið hjá Þóri Einars- syni ríkissáttasemjara hefur þegar náðst samkomulag um önnur deilu- atriði en launaliði, þar sem enn ber nokkuð á milli aðila og verða launa- málin til umræðu á fundinum í dag. Mbl. sagði frá. Vöruskiptahalli tvöfaldast í maí sl. voru fluttar út vörur fyr- ir 12,1 milljarð króna á móti inn- flutningi að andvirði 20,7 milljarða króna. Vöruskiptahallinn varð því 8,6 milljarðar króna á móti 4 millj- örðum í sama mánuði 1999. Hallinn eftir fyrstu fimm mánuði ársins nam 16,3 milljörðum króna samanborið við 8,6 milljarða eftir sama tíma í fyrra. Dagur sagði frá. Nœr skaölaust grænmeti Samkvæmt niður- stöðum rannsóknar sem gerð var á ár- unum 1991-1999 og var birt af umhverf- isráðherra i gær er íslenskt grænmeti hollt og tiltölulega laust við skaðleg varnarefni. Erlent grænmeti sem selt er i verslunum hér á landi hafði töluvert meira af efninu þegar sýni voru tekin. Vísir.is sagði frá. Gæsluvaröhald framlengt Héraðsdómur Reykjaness fram- lengdi fyrr í dag gæsluvarðhald yfir unga manninum sem hefur viður- kennt að vera valdur að dauða stúlku á átjánda aldursári í Engi- hjalla í Kópavogi í júnímánuði. Vís- ir.is sagði frá. Vantar Hróarskelduvltni Danska lögreglan hefur óskað eftir því að allir þeir sem geti varpað ljósi á atburðina í Hróarskeldu síðastliðiö fóstudagskvöld hafi samband. Engar tæknilegar ástæður hafa fundist fyr- ir atvikinu hræðilega sem olli dauða átta tónleikagesta og öryggisgæsla virðist hafa verið til fyrirmyndar. Vísir.is sagði frá. VIII starfslokasamning Sigurður Ingvarsson, forseti Al- þýðusambands Austurlands, hefur óskað eftir að fá að hætta hjá samband- inu. Gert er ráð fyr- ir að gerður verið starfslokasamning- ur við Sigurð sem hefur verið sakaður um að hafa unnið gegn Bimi Grétari Sveinssyni. Jaröskjálfti við Kleifarvatn Jarðskjálfti varð klukkan 7.57 sem átti upptök sín nærri Kleifarvatni og var 2,4 stig á Ricther, samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofunnar. Að öðru leyti hefur skjálftavirkni verið lítil í nótt. Mbl. sagði ffá. Vilja hamfarasjóö Nefnd sem skipuð var af umhverf- isráðherra hefur lagt til að tekiö verði heildstætt á málefnum nátt- úruvár þannig að lög um vamir gegn snjóflóðum og skriðufollum verði endurskoðuð og nái til vama gegn allri náttúruvá. Mbl. sagði frá. Þjónustuhús Reykjavíkurborg ætlar að semja við Völundarverk ehf. um byggingu 525 fermetra þjónustu- húss við ylströnd- ina í Nauthólsvík. Húsið verður tilbúið næsta vor. Mbl. sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.