Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 20
36 ÞRI Ð. JUDAGUR 4 Tilvera ií I lí V J IJ R 1J Fagurtónleikar ÓPERA 1 ÐEIGLUNNI Kl. 20.00 verða fagurtónleikar í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 - Akureyri. Jóna Fanney Svavarsdóttir syngur við und- irleik Láru Rafnsdóttur. Aðgangseyrir kr. 1000. Jóna Fanney hóf söngnám á Akureyri 1990 og lauk þar 7. stigi í söng og útskrifaðist af tónlistarbraut frá Menntaskólanum á Akureyri. 1995 lá leiðin í Söngskólann í Reykjavík. Ári seinna hófu Jóna Fanney og Lára Rafnsdóttir píanóleikari samstarf sitt. 1997 lauk Jóna Fanney 8. stigi frá skólanum og i framhaldi af því fór hún í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Jóna Fanney hefur komið fram við ýmiss tækifæri og starfað með kór ís- lensku óperunnar og tekið þátt í upp- færslum með honum. Hún lék Lísu í Söngvaseiði hjá L.A. 1998 og söng á minningartónleikum um Jóa Konn með Kristjáni Jóhannssyni og Diddú. PoPP I PLASTTONLEIKAR A GAUKNUM Hinir geysivinsælu plasttónleikar verða haldnir enn einu sinni á Gauknum í kvöld og ætti fólk að vera farið aö þekkja hvaö gerist á slíkum kvöldum. Það er hinn stór- glæsilegi Biogen sem kemur fram ásamt Big band brutal. Fín þriðju- dagsstemmning á Gauknum. Klúbbar ■ MAD ERB A THOMSEN Mad Erb leysir Sóleyju af í kvöld á Thomsen í skemmtilegri þriðjudagsstemn i ngu. Eðal R’n’b tónar hristir saman með soul og diskó. Krár ■ LIUFT A CAFE ROMANCE Lifandi tónlist er öll kvöld á Café Romance með enska planóleikaranum og söngvaranum Miles Dowley frá 20-1. Kabarett l ÁLÞJOÐLEGUR LÍSTAHÓPUR í HA- SKOLABIO STOMP er alþjóðlegur hópur listamanna sem farið hefur um heiminn og vakið gígantíska lukku. STOMP notar hvorki hljóöfæri né texta, dansar ekki né syngur en held- ur samt uppi stanslausu stuöi í tvo klukkutíma. Þau leika á næstum hvað sem er, berja, blása og skapa ótrúlega hljóðveislu úr pottum og pönnum, öskutunnum, hjólbörðum, slöngum og vatnskönnum.STOMP verður hér til 9. júlí og veröur með 8 tónleika á tímabilinu. Miöasala er í Skífunnl í Kringlunni og á Laugaveg- Inum. Frekari upplýsingar- www.stomponline.com. Fundir ■ Fvrlrlestrar um búddisma Áframhald veröur á fyrirlestrum um búddisma í stofu 101 í Odda, Há- skóla íslands, í júlímánuði. Fyrirlestr- arnir verða þrír og bera yfirskriftina What’s love got to do with it. Fyrsti fyrirlesturinn veröur haldinn í kvöld kl. 20. Kennari verður, eins og áður, enski búddamunkurinn Venerable Kelsang Drubchen en Venerable Drubchen er kennari innan Nýju Kadampahefðarinnar og nú búsettur hér á íslandi. í fyrirlestrunum verður áhersla lögð á sambönd og sam- skipti viö annað fólk. Hver fyrirlestur er sjálfstæð eining og öllum opinn. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Óskabörn þjóöarinnar verður frumsýnd í haust: Raunsæissaga með vega- og grmívafi - segir leikstjórinn, Jóhann Sigmarsson Jóhann Sigmarsson er löngu landsþekktur fyrir myndir sínar Veggfóður (1992, handrit) og Ein stór fjölskylda (1998, leikstjórn og handrit) auk þess sem hann hefur haldið uppi Stuttmyndadögum árum saman. Hann hefur nú lokið við að leikstýra nýrri mynd, Óska- böm þjóðarinnar, sem frumsýnd verður I haust. Óreglufólk í Reykjavík Um tilurð myndarinnar segir Jó- hann: „Ég var að vinna í Hagkaupi og einhverju sinni er ég var að raða upp Seríós-pökkum rak Friðrik Þór Friðriksson augun í mig. Hann spurði forviða: „Jonni Sigmars. Ert þú að vinna héma.“ Síðan bauð hann mér á skrifstofuna sína í spjall 'i- '■ V-> Ó t K A. S a.R.JL þj* OA B og út úr því kemur þessi mynd.“ Jó- hann segist einnig vera himinlif- andi með álit Friðriks á myndinni en hann mun vera afskaplega hrif- inn. Óskaböm þjóðarinnar fjallar um óreglufólk í Reykjavík sem lifir í eigin draumaheimi sem á lítið skylt við raunveruleikann: „í brennidepli eru tveir vinir - smákrimmar. Áhorfendur kynnast sjónarhorni Una Kærasta Óla, sem leikin er af Ragnheiöi Axel. þeirra á líflð og aðra krimma. Þetta er raunsæissaga með grín- og vegaí- Óskabörnin Grímur Hjartarson, Jón Sæmundur Auöarson, Ragnheiöur Axel og Ótt- arr Proppe vafi. Þótt hún sé ekki sannsöguleg er hún líkt og allar myndir mínar byggð á reynslu minni - því sem ég hef séð og upplifað." Á sumartúttum í hálku I aðalhlutverkum eru Óttarr Ólaf- ur Proppé, Grímur Hjartarson, Ragnheiður Axel, Davíð Þór Jóns- son og Jón Sæmundur Auðarson. Fjölmörg þekkt andlit birtast síðan í aukahlutverkum líkt og fyrmefndur Friðrik Þór, Sigurður Pálsson og Ámi Tryggvason. Jóhann segist hafa æft leikarana mjög vel áður en tökur hófust og handritinu hafi ver- ið fylgt ítarlega eftir: „Við hittumst fjórum sinnum í viku sumarið fyrir tökur. Þær reyndust síðan afskap- lega skemmtilegt ferli og ekki hægt að segja að þær hafi gengið snurðu- laust fyrir sig. Ein leikkona var rétt búin aö velta antikbens á sum- artúttum í hálku við Bláfjöll. Hún var ekki með bílpróf frekar en ég sem reyndi að leiðbeina henni úr farþegasætinu þegar bíllinn byrjaði að rása á veginum. Sem betur fer fór hún „réttum“ megin út af því þverhnipt var hinum megin. Við vorum þó ekkert að æsa okkur yfir þessu og drifum okkur beint í upp- tökur.“ Ef sama fjörið er í myndinni og var við upptökumar mega kvik- myndaunnendur búast við miklum fjörugheiturn í haust. -BÆN Bíógagnrýní Me, Mysetf & Irene - Laugarásbíó, Regnboginn og BÉóhöllin - ★★ Farrelly-bræðrum fatast flugið Charlie (Jim Carrey) lætur beljuna flnna fyrir því „Og þaö versta er aö sérgrein bræöranna - aulahúmorinn - veröur út undan og í litlum tengslum viö aörar frásagnir myndarinnar. í raun er einungis einn mjög góöur brandari í myndinni. “ Háðfuglarnir Bobby og Peter Farrelly eru heilamir á bak við þrjár af allra bestu grínmyndum tí- unda áratugarins: Dumb & Dumber (1994), Kingpin (1996) og There’s Something about Mary (1998). Sú fyrsta og besta kom Jim Carrey end- anlega á kortið og þvi ekki laust við að samvinnu hans og Farrelly- bræðra í Me, Myself & Irene væri beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þvi miður stendur hún engan veg- inn undir væntingum. Charlie Baileygates (Jim Carrey) er lögreglumaður til fjölda ára í bandarískum smábæ. Hann er ró- legheitamaður sem gerir ekki flugu mein. Hann hefur þó orðið fyrir ýmsum áföllum um ævina. Konan hans yfírgaf hann, erfmgjamir eru „líklega" ekki hans og þorpsbúar koma illa fram við hann. Einn góð- an veðurdag fer hann yfir um og kjaftfori „folinn" Hank kemur til sögunnar. Charlie verður Hank - sem gerir upp sakimar við þorps- búa og aðra. Inn í þennan persónu- klofning er síðan blandað róman- tískri ástarsögu og reyfarakenndum flótta. Irene Waters (Renée Zellweger) fellur fyrir Charlie - en ekki Hank - og saman leggja þau á flótta undan spUltum lögreglumönn- um. Líkt og söguþráöurinn gefur til kynna fær Carrey fjölmörg tækifæri til að geifla á sér kattliðugt andlitið en ekki alltaf til góðs - erfitt er þó að ímynda sér annan leikara í hlut- verkinu. Þá eru eiginlega hvorki Charlie né Hank sérstaklega fyndn- ar persónur og Carrey því nokkur vorkunn. Lítið er lagt upp úr öðrum hlutverkum og Renée ZeÚweger ger- ir t.d. fátt annað en brosa og vera sæt. Farrelly-bræður bregða enn á það ráð að leita til leikara sem þekktir em fyrir allt annað en gam- anleik en það gefur lítið af sér í þetta skiptið. Robert Forster og Björn Æ. Norðfjörð skrifar gagnrýni um kvikmyndir Chris Cooper eru sem steinrunnir í heldur óspennandi hlutverkum. Farrelly-bræðrum tókst ágætlega að blanda saman í There’s Some- thing about Mary aulafyndni og rómantík. Án efa átti það stóran þátt í vinsældum myndarinnar - hún virkaði á tveimur sviðum sem sjaldan er blandað saman. Nú ganga bræðumir enn lengra og bæta við hasarmyndagreininni en því miður er sá hrærigrautur lítt boðlegur. Og það versta er að sérgrein bræðr- anna - aulahúmorinn - verður út undan og í litlum tengslum við aðr- ar frásagnir myndarinnar. í raun er einungis einn mjög góður brandari í myndinni. (Undarlegt nokk birtist hann ekki með öllum hinum brönd- urunum í kynningarauglýsingum sem gera sjálfa bíóferðina næsta óþarfa.) Nóg er þó af ágætum hug- ' myndum en þær smella einhverra hluta vegna ekki. Galdurinn vantar. Leikstjórn: Bobby og Peter Farrelly. Handrit: Mike Cerrone, Peter og Bobby Farrelly. Aóalhlutverk: Jim Carrey, Renée Zellweger, Anthony Anderson, Mongo Brownlee, Jerod Mixon, Chris Cooper og Robert Forster.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.