Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 24
Bensín og tryggingar hækka útgjöld bíleigenda um 15%: Hvar eru sam- keppnisyfirvöld? - spyr Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna „Ég er ekki ánægöur með þessar hækkanir," segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytenda- samtakanna, um stórfelld- ar hækkanir bifreiða- trygginga sem Sjóvá AI- mennar urðu fyrstar til að tilkynna. Von er á því að ’sTíleiri tryggingafélög fylgi á eftir og ef iðgjöld hækka allstaðar um 30% verður það til þess að vísitala neysluverðs hækkar um 0,12%. Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytenda- samtakanna. “Þetta er fákeppnis- markaðm- og skrýtið að ekkert heyrist í samkeppn- isyfirvöldum vegna þessa. Það er nokkuö um liðið síðan tilkynnt var um þessar hækkanir. Tjóna- sjóðimir bólgna út og tryggingafélögin fá háa vexti af lánum til bifreiða- kaupa en greiða hins veg- ar lága vexti til þeirra sem fyrir tjónum verða,“ segir Jóhannes. Kostnaður við rekstur einkabilsins hefur hækkað mjög á einu ári. Frá 1. júlí 1999 hefur bens- ínverð hækkað um 23,3% sem þýðir að sé meðalbifreið ekið 15.000 km á ári fer bensínkostnaður úr 118.125 krónum í 145.650 krónur en það er hækkun upp á 27.535 krónur. Meðal- hækkun tryggingar vegna sama bíls þýða 52 þúsund króna hækkun. Rekstur meðalbílsins, sem kostar nýr 1.350.000, hefur því á einu ári hækkað um tæpar 80 þúsund krón- ur, eða 15 %, vegna hækkana á tryggingum og bensíni einu saman. -vs/GAR Melody Maker fjallar um Reykjavík Music Festival: Bellatrix fær góða dóma n* - íslendingar ótrúlega drukknir, segir í blaðinu Breska tónlistartímaritið Melody Maker fjallaði um tónlistarhátíðina Reykjavík Music Festival á dögun- um. í blaðinu fær hátíðin afspymu- góða dóma, eða 4 af 5 mögulegum stjömum. Mikið er rætt um framgöngu hljómsveitarinnar The Bloodhound Gang og sviðsframkomu þeirra sem þótti vekja einstaka athygli. Talað er um að það hafi verið afrek hjá hljómsveitinni að spila einstaka lag í kringum alla þá tilburði sem þeir sýndu - nokkuð sem kom þeim í steininn nokkrum dögum síðar í Rússlandi. Hljómsveitin Bellatrix (fyrrum jj. Kolrassa krókríðandi) er eina ís- lenska hljómsveitin sem eitthvað er Fá góöa dóma Snillingarnir í fyrrum kvenhljómsveitinni Bellatrix fá góöa dóma í nýjasta hefti tónlistartímritsins Melody Maker. minnst á. Farið er lofsamlegum orð- um um sveitina og minnst á að eitt laga þeirra, Jediwannabe, hafl verið tilvalið til þess að kirja á þjóðhátíð okkar íslendinga. Blaðamanni Melody Maker þótti það greinilega fréttnæmt hversu drukknir íslendingar voru á hátíð- inni og sagði að hvaða fræðimaður sem er myndi telja þetta fólk þurfa á lífstuðningsvélum að halda til þess að draga andann. I niðurlagi greinarinnar segir að ekki hefði komið að sök að öll frægu eldfjöll íslands hefðu látið að stjóm - Reykjavík þurfti ekki á neinu eld- gosi að halda. Teitið hafði þegar haf- ist. -ÓRV íslendingur af stað - vantar byr Ofurölvi á Austurvelli Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af hópi ofurölvi fólks á Austurvelii í blíðviðrinu í gær. Að sögn lögreglu var um fyrrverandi viðskiptavini Keisarans að ræða, sem lokaði í vetur. Kvartanir bárust lögreglu vegna fólksins og fengu átta eða níu manns að gista fanga- geymslur lögreglunnar þar til runn- ið hafði af þeim. Ekki er óalgengt að lögreglan í Reykjavík þurfi að hafa > *»■ afskipti af þessum góðkunningjum sínum á blíðviðrisdögum. -SMK Víkingaskipið íslendingur lét úr Ólafsvíkurhöfn um kl. 7 í morgun. Þar með er hafin ferðin til Græn- lands sem er lengsti áfanginn í för skipsins vestur um haf. íslendingur á að vera í Bröttuhlíð á Grænlandi þann 15. júli nk og sá tími sem er til stefnu eru því yfrið nægur. Þegar DV heyrði í Óskari Geir Péturssyni, skipstjóra Hríseynnar, fylgdarskips íslendings, kl. 9 í morg- un, var íslendingur kominn tæpar 6 sjómílur frá landi og veður var hið besta. „Það er helst að það vanti byr og að hann fari að blása," sagði Ósk- ar. Hann sagði spenning í mann- skapnum og að það væri mikill létt- ir að vera lagður úr höfh. Spáð er hagstæðri átt þegar kemur út á sundið en við bestu aðstæður gæti íslendingm- verið 6 daga á leiðinni. Ennþá er ís við Grænlandsstrendur en hörfar þó hratt. Næsti viðkomu- staður eftir Bröttuhlíð er þorp á norðausturströnd Nýfundnalands en þar á að vera þann 28. júlí. -HH DV-MYND GVA Landsmót hestamanna sett Landsmót hestamanna veröur sett í dag og veröur af því tilefni farin stærsta hópreiö sem um getur á íslenskri grundu. Þar ríöur Óiafur Ragnar Grímsson forseti i fararbroddi á brúna gæöingnum Hirti frá Hjaröarhaga og leiöir um 2000 hross og knapa í kringum Rauöavatn og veröur endaö á Fákssvæðinu þar sem mótiö veröur haldiö. Myndin var tekin á nýjasta skeiövelli Fáks þar sem knapar æföu hesta sína fyrir landsmótsdagana. Búist er viö miklum fjölda áhorfenda, inniendra sem erlendra. Lögreglan gerði húsleit á bóndabæ á Norðurlandi og lagði hald á gróft efni: Dæmdur fýrir að taka barnaklám af Netinu 28 ára karlmaður, íbúi á bóndabæ á Norðurlandi, hefur verið dæmdur í 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa tekið bamaklám af Intemetinu og haft í fórum sínum með því að vista það á hörðum diski í tölvu sinni. Tölvan og á fjórða hundrað myndir á tölvutæku formi hafa ver- iö dæmd upptæk til ríkissjóðs. Samkvæmt upplýsingum DV var maðurinn kærður eftir að upplýs- ingar frá Reykjavík gáfu lögreglu nyrðra lýsingar af athæfi mannsins og uppátækjum hans á Netinu. Lögreglan á Akureyri rannsakaði málið og gerði húsleit á bænum 2. desember. Þetta endaði með ákæra ríkissaksóknara á hendur mannin- um. Honum var gefið að sök að hafa, þegar lögreglan gerði húsleit, haft í vörslum sinum á heimili sínu 339 Ijósmyndir og eina hreyfunynd með bamaklámi í tölvubúnaði heimilisins. Efnið sýndi böm á „kynferðislegan og klámfengin hátt“ í kynferðisathöfnum við önn- ur böm og fullorðið fólk. Maðurinn viðurkenndi það sem honum var gefið að sök. Við réttar- hald á Akureyri í síðustu viku bauð ákæruvaldið mannimnn að ljúka málinu með 150 þúsund króna dómssátt. Hann féllst á það og einnig upptöku á tölvu hans og tölvubúnaði auk hinna haldlögðu klámmynda. Samkvæmt nýlegum lögum varða brot sem þessi einnig fangelsisrefsingum. -Ótt Pantið i tima da^ai í Þjóðhátíð 31 FLUGFÉLAG ÍSLANDS 5 70 3030 Ú / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.