Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 6
6 Viðskipti__________ Umsjón: Víðskiptablaðið Kjötiðjan á Húsavík og Kjöt- iðnaðarstöð KEA sameinast áætluð ársvelta Norðlenska matborðsins 1700 milljónir króna DV-MYND KPJ Norðlenskur kjötrisi Kjötiöjan á Húsavík og Kjötiönaöarstöö KEA hafa sameinast í kjötiönaöarfyrirtækiö Norötenska matboröiö. Kjötiðjan á Húsavík og Kjötiðn- aðarstöð KEA hafa sameinast i kjötiðnaðarfyrirtækið Norðlenska matborðið. Fyrirtækiö verður frá stofnun eitt öflugasta framleiðslu- fyrirtæki landsins á sviði kjötvöru. Áætluð ársvelta þess er um 1700 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu frá fé- laginu að markmiðið með stofnun Norðlenska, eins og fyrirtækið verður nefnt í daglegu tali, er að sameina undir einu nafni gæða- vöru frá Kjötiðnaðarstöð KEA og Kjötiðjunni á Húsavík, stórefla fjöl- breytni framleiðslunnar og gera reksturinn hagkvæmari á markaði þar sem samkeppnin verður stöðugt meiri. Engar uppsagnir Hjá Norðlenska starfa 35 manns á Húsavík og 90 á Akureyri en sex manns verða á söluskrifstofu fyrir- tækisins í Reykjavik. í sláturtið bætast að auki við um 80 manns á Húsavík í um það bil níu vikur. Ekki mun koma til neinna upp- sagna í kjölfar sameiningarinnar heldur er búist við að störfum muni fjölga hjá fyrirtækinu á næst- unni vegna aukinna umsvifa. Markaðsstaða fyrirtækisins verður sterk. Norðlenska framleið- ir viðurkennda vöru, býr að mikilli fagmennsku og þekkingu og rekur einhver stærstu og best búnu slát- urhús landsins. Framtíðarsýn Norðlenska er að auka markaðs- hlutdeild sína og verða eitt af leið- andi fyrirtækjum í sinni grein. Norðlenska mun leggja áherslu á að svara þörfum markaðarins um vöruþróun, ekki síst í fullunnum réttum. Framleitt undir þrem merkjum Norðlenska mun framleiða vörur undir þremur merkjum: KEA, Naggalínan og Húsavíkurkjöt. KEA er aðalmerki fyrirtækisins á öllum almennum kjötvörum. Undir því merki verður framleitt álegg, hangi- kjöt, pylsur, niðursuðuvörur eins og skinka, kæfur og margs konar réttir, léttreykt kjöt, ofnsteikur og fleira. Naggalínan er nýtt vörumerki fyrir forsteiktar og mótaðar vörur, seldar kældar í bökkum og frosnar í pökk- um. Húsavíkurkjöt er merki sem eingöngu er boðið á heimamarkaði á Húsavík og í ákveðnum verslunum. Kjötiðnaðarstöð KEA og Kjötiðjan á Húsavík sameina langa og ríka hefð í kjötvinnslu og slátrun. Kaup- félag Eyfirðinga hóf starfsemi árið 1907 og leggur fyrirtækinu til 5000 fermetra húsnæði þar sem undir einu þaki má fmna stórgripaslátur- hús og fullkomna kjötvinnslu, auk frysta, kæla og skrifstofu. Kjötiðjan á Húsavík var stofnuð árið 1999 sem sérstakt fyrirtæki en var áður hluti af KÞ. Framkvæmdastjóri Norðlenska verður Helgi Jóhannesson. Hann er vélaverkfræðingur og hefur ára- langa reynslu af kjötiðnaði - hin síð- ustu ár sem framkvæmdastjóri Kjöt- iðnaðarsviðs KEA. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri verður Jón Helgi Björnsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Kjötiðjunnar á Húsa- vík. Eins og nafnið gefur til kynna býður Norðlenska kjöt af norðan- verðu íslandi. Svæðið er þekkt fyrir hreinleika sem endurspeglast í kjör- orðum fyrirtækisins: Heimkynni gæðanna. Skuldabréfamarkaður: Ávöxtun fyrirtækja á VÞÍ frá áramótum Vísbendingar um betri tíð Erfiðir tímar hafa verið á skuldabréfamarkaði í rúmt ár og hafa afleiðingarnar verið minnk- andi velta og lítill seljanleiki bréfa. Þetta kemur fram í Mark- aðsyfirliti Landsbankans. Hefur þetta jafnt átt við um virka flokka ríkisverðbréfa, sem og minni útgáfur skuldabréfa fyrir- tækja og sveitarfélaga. Nokkrir samverkandi þættir hafa orsakað það ástand sem ríkt hefur og má þar nefna aukinn áhuga fjárfesta á hlutabréfum í stað skuldabréfa, vaxandi fjárfestingar innlendra aðila á erlendri grundu, gríðar- mikla útgáfu húsbréfa og mikla útlánaaukningu, auk þess sem ýmsar umbætur á markaði hafa dregist lengur en markaðsaðilar gerðu sér vonir um. „Ýmsir þættir benda nú til þess að betri tímar geti verið i vænd- um á skuldabréfamarkaði. Lána- sýsla ríkisins og íbúðalánasjóður hafa boðið út viðskiptavakt með helstu flokka ríkisverðbréfa, hvort í sinu lagi, og er vaktinni ætlað að stuðla að meiri seljan- leika og traustari verðmyndun á þeim bréfum sem mynda grunn- inn að verðlagningu flestra ann- arra afurða á verðbréfamarkaði. Samhliða þessu hafa Lánasýslan og íbúðalánasjóður boðað bætta upplýsingagjöf til markaðarins varðandi hagstærðir sem máli skipta við verðmyndun bréfanna. Rafræn eignaskráning verðbréfa er loks komin í gang og á næstu vikum og mánuðum munu helstu flokkar ríkistryggðra bréfa verða skráðir með þeim hætti. Ávinn- ingurinn er minni umsýslukostn- aður og öruggari uppgjörsmáti, sem jafnframt opnar erlendum fjárfestum greiðari leið að ís- lenska markaðnum. Loks má nefna að samstarf norrænna kauphalla (NOREX), þar sem Verðbréfaþing íslands er meðal þátttakenda, mun opna enn frek- ar fyrir aðgang erlendra aðila að íslenskum verðbréfum," segir Landsbankinn. Árið 2000 fór vel af stað fyrir eig- endur hlutabréfa. Fyrstu tvo mán- uði ársins héldu hlutabréfavísitölur áfram að hækka en um miðjan febr- úar varð nokkur viðsnúningur. Sið- an hefur hlutabréfaverð lækkað jafnt og þétt. Á listanum, sem feng- inn er úr nýrri afkomuspá FBA, er að finna hvernig ávöxtun fyrirtækja á VÞÍ hefur verið frá áramótum. 1 Opin kerfi hf.................113,5% 2 Össur hf.......................72,5% 3 Skýrr hf.......................70,7% 4 Pharmaco hf....................64,5% 5 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. 57,3% 6 Lyfjaverslun Islands hf........52,4% 7 Eignarhfél. Alþýðub. hf.........45,9 8 Oliufélagið hf.................43,8% 9 Þróunarfélag íslands hf. . . .40,40% 10 Nýherji hf....................36,6% 11 Delta hf......................27,6% 12 íslenskir aðalverktakar hf. .26,8% 13 Tæknival hf...................23,2% 14 Baugur hf.....................2,2% 15 Hampiðjan hf.................18,8% 16 Búnaðarbanki Islands hf. . .15,8% 17 Sláturfélag Suðurlands svf. 15,5% 18 Kaupfélag Eyfirðinga svf. . .14,3% 19 Fóöurblandan hf..............12,1% 20 Tryggingamiðstöðin ...........10,1% 21 Hraðfrystistöð Þórsh. hf. . .10,0% 22 Vinnslustöðin hf...............9,2% 23 Hans Petersen hf...............8,8% 24 Frumherji hf...................7,4% 25 Síldarvinnslan hf..............4,7% 26 Olíuverslun íslands hf.........1,8% 27 Sölum. hraðfrystih. hf.........0,3% 28 SR-mjöl hf....................-0,3% 29 Samherji hf...................-0,5% 30 Landsbanki íslands hf ........-2,9% 31 Jarðboranir hf................-2,9% 32 Marel hf......................-3,3% 33 Samvinnuferöir-Landsýn hf . .-5,4% 34 Eskmarkaður Breiöafj. hf. . . .-5,5% 35 Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. .-5,6% 36 Stáltak hf...................-6,3% 37 Héöinn hf....................-6,5% 38 Grandi hf....................-7,1% 39 Skeljungur hf................-8,0% 40 Tangi hf....................-10,1% 41 Skagstrendingur hf..........-10,5% 42 Guðmundur Runólfsson hf. -10,5% 43 Bakkavör hf.................-13,3% 44 Haraldur Böðvarsson hf . . .-13,6% 45 Plastprent hf...............-13,8% 46 Þormóöur rammi-Sæberg hf. -14,7% 47 Vaki-DNG hf.................-15,8% 48 Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. -17,0% 49 Sæplast hf..................-18,6% 50 Skinnaiðnaður hf............-21,4% 51 Hraöfrystihúsið-Gunnvör hf. -22,6% 52 Þorbjörn hf.................-25,8% 53 Útgerðarf. Akureyringa hf. .-26,5% 54 Eimskipafélag Islands hf . .-27,3% 55 Rugleiðir hf ...............-28,6% 56 Islenska járnbl.félagið hf. .-35,1% 57 Sölus. ísl. fiskframl. hf. . . .-42,2% Búnaðarbankinn slær stóru bönkunum við - í annaö sinn sem þessi árangur næst Búnaðarbankinn er í fyrsta sæti á lista sem birtir mánaðarlega spá helstu banka heimsins um gengis- þróun. Spá bankans reyndist ein- ungis innihalda 0,45% skekkju frá raunverulegu gengi. Könnunin nær til þriggja geng- iskrossa: Sterlingspund/dollar, evra/dollari og dollari/yen. Næstir í röðinni á eftir Búnaðarbankanum voru Dresner Bank í Frankfurt með 0,61% skekkju og Centrosim í Mílanó með 0,62% skekkju. Deutsche Telekom og Sprint ræða sameiningu Deutsche Telekom hefur átt óformlegar samrunaviðræður við bandaríska fjarskiptafyrirtækið Sprint. Bæði bandarísk og evrópsk samkeppnisyfirvöld lögðust í síð- ustu viku gegn fyrirhugaðri samein- ingu Sprint og WorldCom. í erlend- um miðlum kemur fram að búast megi við að sameining Sprint og Deutsche Telekom muni mæta and- stöðu á Bandaríkjaþingi. ST6/DLR EUR/DLR DLR/YEN Skekkja 1. Búnaðatbankinn 1,5000 0,9500 106,00 0,45% 2. Dresdner Bank, Frankfurt 1,5000 0,9500 06,50 0,61% 3. Centrosim, Mílanó 1,5152 0,9600 107,00 0,62% 4. Royal Bank of Scotland, Ldn 1,5300 0,9500 105,00 0,68% 5. Exane, Paris 1,5300 0,9500 107,00 0,69% 6. Julius Baer, Frankfurt 1,5000 0,9500 105,00 0,76% 7. BPI, Lissbon 1,5161 0,9400 107,00 0,76% 8. UBM, Mílanó 1,5000 0,9500 107,00 0,77% 9. BCI, Mílanó 1,5200 0,9500 108,00 0,79% 10. Lloyds TSB, London 1,5200 0,9400 107,00 0,82% 11. Bankgesellschaft, Berlín 1,5100 0,9500 108,00 0,86% 11. Gandon Capital Mkts, Dublin 1,5100 0,9500 108,00 0,86% 13. Sella Asset Mgt, Mflanó 1,5100 0,9400 105,00 0,89% 14. Commerzbank, Frankfurt 1,5100 0,9400 107,00 0,90% 15. Bank of Tokyo-Mitsubishi,Ldn 1,5250 0,9400 107,00 0,93% 16. Aurel, Paris 1,5300 0,9500 108,00 1,01% 17. American Express Bank, Ldn 1,4900 0,9400 106,00 1,02% 18. Natexis Banques Popul, Paris 1,5100 0,9700 105,00 1,08% 19. Lehman Brothers, London 1,5300 0,9500 108,40 1,13% 20. Commonwealth Bank Austral. 1,5500 0,9550 105,00 1,13% 21. Pictet & Cie, Zurich 1,5300 0,9700 105,00 1,22% ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 I»V HEILDARVIÐSKIPTI 925 m.kr. - Hlutabréf 42 m.kr. - Húsbréf MEST VIÐSKIPTI 325 m.kr. © Talenta Lux. holding S.A10,5 m.kr. © Íslandsbanki-FBA 8,5 m.kr. ©Landsbanki íslands 2,7 m.kr. MESTA HÆKKUN ©íslenskir aðalverktakar 3,33% ©Skýrr 2,44% ©Eignarh.fél. Alþ.bank. MESTA LÆKKUN 1,98% © Samvinnuferöir Landsýn 8,57% © Frumherji 8,16% ©Talenta Lux. holding S.A 4,91% ÚRVALSVÍSITALAN 1.524,1 stig | - Breyting Q 1,07 % | Landsbankinn býður í Básafell Landsbankinn - Fjárfesting hf. sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem félagið býðst til að kaupa bréf í Básafelli á genginu 1,34. Söluþóknun félagsins í þessum viðskiptum er 2% af kaupverði og dregst hún frá við uppgjörið. Landsbankinn-Fjárfesting hf. var stofnað 6. október 1999. Félag- inu er ætlað að hasla sér völl á sviði viðskipta með hlutabréf eða hluti í lokuðum félögum til skamms tíma, m.a. í tengslum við samruna fyrir- tækja eða skráningu fyrirtækja á markaði. Félaginu er einkum ætlað að beina sjónum sínum að stærri fyr- irtækjum sem geta ýmist óbreytt eða 11OM.'i! >1-1 'A! 'J íl síöastliöna 30 daea © Húsasmiðjan 292.308 © Össur 249.366 © Íslandsbanki-FBA 244.957 0 Búnaöarbanki 196.595 ©Baugur 184.589 síðastliöna 30 tíaga 14% 12% 10% 10% 8% © Þorbjörn © Búnaðarbanki © Nýherji © Vinnslustööin © Jarðboranir síöastliörm 30 daga 1 © Loðnuvinnslan hf. -20 % © Marel -16 % 1 © Hraðf. Þórshafnar -15 % | © SR-Mjöl -14 % : ©Isl. járnblendifélagið -11% með sameiningu við annað eða önnur fyrirtæki myndað öfluga rekstrarein- ingu. Eignarhlutur Landsbankans- Fjárfestingar hf. í Básafelli í dag er 19,29%. Rekstur félagsins hefur verið erfiður frá upphafi og stendur félagið nú illa. Félagið hefur verið skráð á Verðbréfaþingi íslands en á hluthafa- fundi 4. apríl síðastliðinn var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um að óska eftir afskráningu af þingi. BraisnirnigamEBfgnpmni P7 DOW JONES 10560,67 O 1,08% [•ÍNIKKEI 17470,15 O 0,82% RSjs&p 1469,32 O 1,01% Hnasdaq 3991,93 O 0,65% ^FTSE 6423,70 0 0,72% Hdax 6927,51 0 0,45% 8 CAC 40 6472,00 O 0,56% 04.07.2000 kl. 9.15 KAUP SALA F Dollar 76,650 77,050 tj^Pund 116,000 116,590 Kan. dollar 51,710 52,030 jlSJoönak kr. 9,7420 9,7950 ÉeíÍNorskkr 8,8930 8,9420 CSsænsk kr. 8,6740 8,7210 BRmaik 12,2210 12,2944 iFra. franki 11,0774 11,1439 1 Belg. franki 1,8013 1,8121 Sviss. franki 46,7800 47,0400 C^HoH. gyllini 32,9729 33,1710 ™”;Þýskt mark 37,1519 37,3751 I Ih- l'ra 0,037530 0,037750 [/» Aust. sch. 5,2806 5,3123 P Port. escudo 0,3624 0,3646 j 1 'jSpá. peseti 0,4367 0,4393 I • i-lap- y«n 0,720600 0,725000 | írskt pund 92,262 92,817 SDR 101,950000 102,560000 Qecu 72,6627 73,0993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.