Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 x>v Fréttir Umsjðrc^__________ Garðar Örn lltfarsson notfang: sandkorn@ff.is Takk, Haraldur Lítið bar á fólki á aldrinum 15 til 35 ára á Kristnihátíð- inni. Hvers vegna sá hópur hélt sig fjarri Þingvöllum um helg- ina virðist engin sérstök ráðgáta því : þunglamaleg dag- skráin vakti einfaldlega ekki áhuga hans. Þá er þegar ljóst af frétt- um hvar yngsta fólkið í þessum fjar- stadda hópi hélt sig. Það flykktist þúsundum saman upp í Húsafell þar sem það undi sér við líkams- meiðingar og sumarbústaðabrennur. Eldri hlutinn virtist hins vegar dreifast vítt og breitt um borg og bý. Lausleg könnun í höfuðborginni þessa daga benti til að margir hefðu notað tækifærið og sent bömin með ömmu og afa yfir Mosfellsheiðina en flatmagað sjálfir í görðum sínum á meðan. Andinn var sérlega afslapp- aður enda hafði Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri heitið að enginn skyldi eiga afturkvæmt yfir heiðina að nýju fyrr en síðdegis... Höfuðið í sandinum Athygli hefur vakið hversu umferðarskipu- lag vegna Kristnihátíð- arinnar, sem miðaðist við fimmfalt fleiri gesti en komu, var ósveigjanlegt. En sér- staklega virtist sú staðreynd að ekki var gert ráð fyrir þátttöku fótfúinna í hundruð milljóna króna herlegheit- unum hafa komið almenningi á óvart. Alls ekki þótti koma til greina að koma á strætisvagnaferðum inn á hátíðarsvæðið frá bílastæðunum. Að sögn Jóns Bjartmarz yfirlögreglu- þjóns hefði þá þurft að koma fyrir sérstöku viðsnúningsstæðum fyrir vagnana inni á hátíðarsvæðinu með tilheyrandi raski. Á sunnudeginum var hins vegar ekið með gesti frá stæði nokkuð frá Þjónustumiðstöð- inni og sneru þeir vagnar við eins og að drekka vatn beint framan við tjaldið sem hýsti höfðustöðvar lög- reglunnar á staðnum... Sænskt vandamálaforrit Orkuveita Reykjavíkur á enn í vandræðum með sænska innheimtu- kerfið K-Plús sem Tæknival seldi fyr- irtækinu í fyrra og : ákveðið hefur verið að skila til fóður- húsanna. Kerfið er nefni- lega þrátt fyrir allt enn í notkun fyr- ir rafmagnsreikninga Orkuveitunnar og ber starfsfólk sitt aumlega. K-Plús er að vísu hætt að skrifa út raf- magnsreikninga á sænsku þó starfs- mennirnir fái reyndar enn stöku fyr- irmæli frá forritinu á þeirri tungu og upphæðir munu í megindráttum vera réttar. Verra þykir hversu sein- virkt kerfið er. Þannig mun ein starfsstúlkan hafa haft á orði að svigrúm væri til að leggja sig á með- an K-Plús væri að hugsa sinn gang... Kókbíll á Kristnihátíð Það var yfirmáta friðsælt á tjaldstæð- inu við Skógarhóla á Þingvöllum um helgina. Margir vorur þar mættir strax á fostudags- kvöldið til að forð- ast hugsanlegt um- ferðaöngþveiti Kristnihátíðar. Einn svartur sauður var þó mættur og hélt sá til ásamt fyrrverandi spænskum skiptinema, sem var í pílagrímsferð á fomar slóðir, I gömlum kókbíl. Hafði sá ís- lenski komið fyrir jólaseríu í fram- rúðu kókbílsins til að skapa stemn- ingu og hjólaði síðan upp og niður brekkur þar til hann lognaðist út af um miðnætti. Þegar aðrir gestir vöknuðu á laugardagsmorgun var kókbílinn horfinn. Þá hafði öllum leiðum frá Skógarhólum verið lokað og sennilega hafa félagarnir því hörfað lengra til fjalla... Dóms aö vænta í Kambselsmálinu: Krefjast ógildingar - mátti selja hverjum sem var, segir ríkislögmaöur Málflutningi vegna kæru tveggja bænda í Álftafirði á hendur land- búnaðarráðumeyti vegna sölu ráðu- neytisins á ríkisjörðinni Kambseli lauk fyrir Héraðsdómi Austurlands fyrir tæpum tveimur vikum. Bændumir tveir, Ásgeir Ásgeirs- son á Blábjörgum og Jóhann Einars- son á Geithellum I, sem sameigin- lega höfðu haft Kambsel á leigu frá 1993 en Jóhann frá 1982, krefjast þess að salan verði dæmd ógild enda hafi hún verið ólögmæt. Ríkis- lögmaður, fyrir hönd ráðuneytisins, og kaupendur, Atli Árnason og Helgi Jensson, krefjast hins vega sýknu. Bændumir halda því m.a. fram að með sölunni hafi jafnræðisregla stjórnarskrárinnar verið brotin, ekki hafi verið gætt að meginreglum stjómsýsluréttar um form ákvarðanatöku og að grundvaflarreglu stjóm- sýsluréttar um málefna- leg sjónarmið, allt í því skyni að tryggja að engir aðrir en Atli og Helgi gætu keypt Kambsel. Sala á elleftu stundu Ríkislögmaður og kaup- endur vísa hins vegar öll- um röksemdmn Ásgeirs og Jóhanns á bug. M.a. segja kaupendumir leigu- samningurinn sem bænd- Mátti hann selja eða ekki? Guömundur Bjarna- son seldi ríkisjörö- ina Kambsel á síö- asta degi sínum í embætti landbúnaö- arráöherra. umir gerðu á sínum tíma við ríkið um Kambsel sé enn í fullu gildi þótt leigj- endumir hafi trassað að greiða leiguna frá því nýir eigendur tóku við jörð- inni. Ríkislögmaður segir ríkið hafa mátt selja Kambsel hverjum sem það kysi enda hefði það laga- heimild til þess að selja jörðina. Það var Guðmundur Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem gekk frá sölunni á Kamb- seli til Atla og Helga 11. maí 1999, en það var síð- asti dagur Guömundar i ráðherraembættinu. Jörðin var ekki auglýst til sölu eins og starfs- reglur ráðuneytisins sjálfs þó kváðu á um. Atli og Helgi áttu fyrir jörð- ina Geitheflur n, sem er utan við Kambsel í Álftarfirði. Þeir eru hvor- ugur búsettir í byggðarlaginu en hyggjast nýta Kambsel undir skóg- rækt, eins og Geithellur II. Ásgeir og Jóhann hafa hins vegar nýtt Kambsel sem beitarland fyrir sauðfé sitt og segjast telja það sér nauðsynlegt í búrekstrinum. Ásgeir hefur nú reyndar hætt búskap og sagt leigunni á jörðinni Blábjörgum lausri, en hún er rikisjörð, eins og Kambsel var. Dóms er að vænta í málinu innan tveggja vikna. -GAR íslenskur ferðafrömuður í Narsaq óhress með samgöngur: Færeyjaþoka veldur truflun á Grænlandi nenni varla að standa í þessu, segir DV, NARSAQ: „Það er lítið hægt að treysta á beina flugið frá Reykjavík. Flugfé- lagið er með áætl- un til Narsarsuaq tæpa tvo mánuði á ári. Þessi flugleið mætir afgangi eins og sjá má af því að dæmi eru um að flug hafi verið fellt niður hingað vegna þoku i Fær- eyjum,“ segir Helgi Jónasson, ferðamálafrömuð- ur á Suður-Græn- landi, sem um margra ára skeið hefur staðið fyrir ferðum á veiðislóð- ir og til þeirra staða þar sem nor- rænir menn bjuggu allt frá ár- inu 1000 á Suður- Grænlandi. Hann rekur gistiheimili þar sem áður var refabú skammt utan við hinn 1800 manna bæ Narsaq. „Það er á mörk- unum að ég nenni lengur að standa i þvi að skipuleggja ferðir þegar allt skipulag hrynur vegna þess að flug- ið bregst af óskiljanlegum ástæðum. Þegar ég skipulegg fyrir hópa hing- að þarf að plana slíkt í samráði við fjölda aðila sem þjóna ferðafólkinu. Þegar flug raskast eöa fellur niöur eru allar þessar áætlanir í uppnámi og verið að valda fjölda manns tjóni,“ segir Helgi. Hann segir mikinn áhuga vera meðcd íslendinga á því að sækja Grænland heim og þrátt fyrir sam- drátt í fjölda ferðamanna þurfi hann sjálfur ekkert að kvarta yfir aðsókn. „Ferðamönnum frá íslandi hefur fjölgað mikið. Fyrsta árið í þessu var 1993 og þá komu hingað 15 manns á okkar vegum. Nú stefnir í metár hjá okkur eða sem nemur um 200 manns,“ segir Helgi sem er m.a. i samstarfi við Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónas- sonar hf. og Bjama Olesen á Selfossi sem selja feröimar á íslandi. Þá er mikið um að fólk skipuleggi sjálft ferðir sinar í samráði við Helga. Á Grænlandi hefur Helgi samstarf við Stefán Hrafn Magnússon, hrein- dýrabónda í Isortoq, sem tekur við hópum á hreindýrastöð sinni og sel- ur veiðileyfi á hreindýr. Þá hefur Helgi Jónasson aður sé fyrir hendi til að fljúga frá því í byrjun maí og út september. „Það er fyrst og fremst um að ræða veiðiferðir og undantekninga- lítið eru það karlar sem hingað koma til að veiða hreindýr eða á stöng. Þetta eru þvi sannkallaðar karlrembuferðir þó ein og ein kona slæðist með og oft er glatt á hjalla. Mér finnst þó full ástæða fyrir ís- lenskar konur að koma hingað. Hér er eitthvað fyrir alla og söguferðir um Eystribyggð er mjög góður kost- ur fyrir þá sem ekki eru með veiði- dellu,“ segir hann. Helgi, sem er stjómarmaður í grænlensku ferðamálasamtökunum Greenland Outfitter, ítrekar að erf- iðast við að eiga séu slæmar og ótryggar samgöngur við ísland. „Það verður að koma þessum málum i lag,“ segir Helgi. -rt Ovirkir hverir orðið virkir geta Almannavarnir ríkisins vilja minna fólk á að fara varlega í kringum jafnt óvirk sem virk jarðhitasvæði eftir jarðhræringamar Geysisgos síðustu vikur. Geysir í Hauka- „Það er vitað að dal hefur gosið í kjölfar jarðhrær- þrisvar af sjálfs- inga eykst hvera- dáöum eftir jarö- virkni almennt. skjálftana á Við erum að verða Suöuríandi vitni að því til dæmis í Haukadal, þar sem gamli Geysir er farinn að gjósa af sjálfsdáð- um sem hann hefur ekki gert í ára- tugi og þetta getur gerst víðar,“ sagði Hafþór Jónsson hjá Almannavöm- um. „Fólki er ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar, bæði á hverasvæðum og í nánd við þau, vegna þess að þar geta orðið skyndilegar breytingar." Haf- þór bætti því við að óvirk hvera- svæði geta vaknað til lífsins á ný eft- ir jarðskjálfta og haldið virkni í nokkur ár eða jafnvel áratugi. Ástæð- an er sú að við jarskjálfta brotnar bergið upp og ýmsar rásir sem áður vora lokaðar opnast. -SMK Islendingaferöir Helgi Jónasson er vakinn og sofinn í því að koma ísiend- ingum í snertingu viö grænlenska náttúru. Stærsti vand- inn er ótryggt flug frá ísiandi þar sem jafnvel færeysk þoka verður til þess aö flugið fellur niöur. Helgi samstarf við Frakkann Jacky Simond í Narsarsuaq sem tekur við og býður ferðamönnum kajakferðir, siglingar á vélbátum og vélsleða- ferðir. Hópamir frá íslandi dvelja gjarn- an á refabúi Helga utan við Narsaq. „Ég get tekið við mjög stórum hópum. Þægilegast er þó að hafa svo sem 15 til 20 manns. Það er erfiðara að skipuleggja fyrir stærri hópa,“ segir hann. Helgi segir að Grænland sé kjör- land fyrir ævintýrafólk. „Hér er fegursta náttúra heims og fólk kemst í snertingu við eitthvað sem á ekki sinn líka. Hér er gróður- sælt og ótal firðir og fjöll sem ekki eiga sinn líka. Samspil hafíss og gróðurs er einsdæmi. Gegnumsneitt - er fólk himinlifandi eftir heimsókn- ir hingað. Skrifstofuþrælar geta hent öllu tækjadraslinu frá sér og verið einir í náttúrunni sem er mörgum ómetanlegt. Til að upplifa landið á réttan hátt þarf fólk að veru með útbúnað í útilegu," segir hann. Flestir þeir sem sækja Suður- Grænland heim eru veiðimenn sem koma í júlí, ágúst og fram í byrjun september þegar áætlun Flugfélags íslands hættir. Helgi segir aö mark- H LEB S LU/ B0RVEL 3YSTEMVÖSkUr. ...fyrir öll verkfæri og þú kemur reglu á hlutina! Úruggur staður fyrir FEST0 verkfærin og alla fylgihluti ..það sem fagmafiurinn nntar! ArmúH 17, 108 Reyk/avik 5Ími: 533 1334 fax: 55B 0499 W W W . I S I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.