Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 5
ÞRI Ð. JUDAGUR 4 5 DV Fréttir Héraðsdómur Norðurlands eystra: Innleysti ávísun alnafna - og fékk fyrir 3 mánaða skilorðsbundinn dóm DV, AKUREYRI;_____________________ Tæplega þrítugur Akureyringur hefur verið dæmdur í þriggja mán- aða skiiorðsbundið fangelsi fyrir að hafa innleyst ávísun frá rikisfé- hirði sem ætluð var alnafna mannsins en send honum fyrir mistök. Akureyringurinn fékk 425 þús- und króna ávísun frá ríkisféhirði senda í febrúar sl. Ávísunin var stíluð á nafn mannsins, en hafði átt að fara til alnafna hans sem er bóndi í Húnaþingi vestra. Yfirdýralæknir hafði sent ríkis- féhirði bréf með ósk um að hann greiddi bóndanum svonefndar fórg- unarbætur. Það var gert, og er ekki ágreiningur um að á fylgiskjali með ávísuninni var m.a. ritað „til- vísun yðar: förgunarbætur". Akureyringurinn fékk á árinu 1997 134 þúsund krónur í barnabæt- ur og 22 þúsund í vaxtabætur. Árið eftir námu vaxta- og barnabætur til mannsins rúmlega 90 þúsund krón- um en á síðasta ári fékk hann eng- ar bætur. í febrúar sl. voru 33 þúsund króna barnabætur til mannsins teknar upp í vangreidd meðlög hans og önnur opinber gjöld. Manninum voru hins vegar greidd- ar 33 þúsund krónur í barnabætur inn á reikning hans i apríl. Við yfirheyrslu hjá lögreglu við- urkenndi maðurinn að hann hefði ekki átt von á ávísun frá ríkisfé- hirði. Hann geymdi ávisunina í einn dag en framseldi hana síðan í banka og notaði peningana til greiðslu á gjaldfollnum skuldum sínum. Sagðist hann hafa gert það til að forða íbúð sinni frá uppboði. Fyrir dómi breytti maðurinn framburði sínum, sagðist hafa ver- ið óöruggur við skýrslutöku hjá lögreglunni og að hann hafi allt eins átt von á greiðslu úr rikis- sjóði. Niðurstaða dómsins varð samt sem áður sú að sú skýring mannsins væri ótrúverðug og þótti ekki mark takandi á breyttum framburði hans. Maðurinn fékk 3 mánaða fangels- isdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára. Þá greiði hann ríkisféhirði fyr- ir hönd ríkissjóðs 425 þúsund krón- ur ásamt dráttarvöxtum og máls- kostnað. -gk DVMYND ÞÖK Minnir á verstu nasista Herra Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup íslands, var ómyrkur í máli þegar DV ræddi viö hann á laugardag. Hann telur þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa sökum Kristnihátíöar minna á þaö versta í málflutningi kommúnista og nasista. Biskup óánægður með gagnrýni á Kristnihátíð: Minnir á verstu nasista - sagði herra Sigurbjöm Einarsson í samtali við DV Herra Sigurbjörn Einarsson, fyrr- um biskup íslands, telur að þær gagnrýnisraddir sem komið hafa fram á sl. dögum sökum Kristnihá- tíðar endurspegli and-kristin við- horf þeirra sem um ræðir. Undan- farna daga hafa gagnrýnisraddir heyrst viða í þjóðfélaginu og eitt af því sem hefur verið sagt er að pen- ingunum sem varið var í Kristnihá- tíð heföi verið betur varið í það að leysa indversk börn úr ánauð. Sömu aðilar hafa bent á það að slíkt væri mun kristilegra en hátíð þar sem hundruðum milljóna væri sólundað til þess eins að kirkjunnar menn gætu fengið birtar myndir af sér í blöðum og í sjónvarpi. „Ég er ekki hrifinn af þeirri ólund og því suði sem komið hefur fram síðastliðna daga,“ sagði herra Sigurbjöm í spjalli við DV á Þing- völlum á laugardaginn. „Því miður virðist þetta vera nokkuð algengt í þessu landi. Þetta er ekkert nema afneitun á þjóðar- arfi íslendinga. Sumt af því sem hef- ur verið birt á opinberum vettvangi minnir á það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma. Þetta endurspeglar andkristin við- horf þeirra sem um ræðir. Kostnað- ur þessarar hátíðar er síðan smá- vægilegur samanborinn við þann kostnað sem þjóðin leggur í skemmtanir um hverja helgi. Á þeim skemmtunum tapast ekki bara peningar því þar eru mannssálir einnig í húfi sem geta spillst og eyðUagst. Það er meira en lítil brenglun að finna að því að þessi hátíð kosti einhverja peninga. Ég hef enga trú á því að meirihluti þjóðarinnar telji þetta eftir kirkj- unni.“ -ÓRV 38 ökumenn teknir — fyrir of hraðan akstur Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af 38 ökumönnum vegna of hraðs aksturs um helgina. Sá sem hraðast fór var tekinn á 150 kílómetra hraða á klukkustund á Breiðholtsbrautinni, þar sem há- markshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var stöðvaöur á Kringlumýrarbrautinni á 135 kílómetrum á klukkustund og sá þriðji var tekinn á Gullinbrú á 128 kílómetrum á klukkustund. Einnig stöðvaði lögreglan 11 öku- menn vegna gruns um ölvun við akstur um helgina. Þar með lauk ekki afskiptmn lögreglunnar af bif- reiðum, því aðfaranótt sunnudags handtók hún einn góðkunningja sinn eftir að hann var staðinn að þvi að hleypa lofti úr dekkjum bíla á Eiðistorgi. Maðurinn var fluttur í fangageymslur lögreglunnar. -SMK Nýtt hótel á Hvalfjarðarströnd: Norræna skólasetriö verður Hótel Glymur DV, HVALFIRÐI:_______ Fyrir nokkru keyptu fjár- festar í Reykjavík og viðar Norræna skólasetrið af Vest- norræna lánasjóðnum og eru byrjaðir að reka þar hótel, Hótel Glym. Eins og kunnugt er var Norræna skólasetrið í eigu einstaklinga og bæjarfé- laga í Borgarfirði og einnig í Reykjavík en reksturinn gekk ekki of vel og fór á hausinn. Hótel Glymur á Hvalfjaröar- strönd getur nú þegar tekið á móti gestum og þar með er kominn nýr og spennandi kostur í gistingu og afþrey- ingu á Suðvestur- og Vesturlandi. Hótelið er í næsta nágrenni höfuð- sést yfir Hvalfjörðinn og út á Faxaflóann. Hótelið er hent- ugur áningarstaður með skoðunarferðir í huga. Á Hót- el Glym er gistirými fyrir alls 56 manns í 10 tveggja manna herbergjum og 12 þriggja manna herbergjum. í hverju herbergi er snyrting og sturta. í sumar er boðið upp á gistingu með morgun- mat. Á hótelinu er sérmatsal- ur, sérráðstefhu- og fundar- salur og bar í miðrými. Tíu mínútna gönguferð er í sund- laug og heita potta. í næsta nágrenni er golfvöllur, veiði í vötnum og hestaleiga svo eitthvað sé nefnt. -DVÓ , DV-MYND DVÓ I nágrenni höfuðborgarinnar Hótel Glymur er glæsilegt hótel á Hvalfjarðarströnd meö gistirými fyrir 56 manns. borgarsvæðisins, í fallegu umhverfi á frábærum útsýnisstað þar sem Eiqum þessi hjól fyrirliqqjandi á lager C R - 5 0 0 R 1 cyl. • 491 cc 65 hestöfl • 101 kg ^Verð kr. 685.000.-^ 2 cyl. • 996 cc 110 hestöfl • 192 kg ^Verð kr. 1.060.000.-^ 2 cyl. • 999 cc 136 hestöfl • 190 kg ^Verð kr. 1.430.000.-^ -1000 racing V T R 4 cyl. • 929 cc 152 hestöfl • 170 kg ^Verð kr. 1.239.000.-^ C B R - 6 0 0 F 4 cyl. • 599 cc 110 hestöfl • 170 kg Verð kr. 999.000,- 2 cyl. • 1099 cc 58 hestöfl • 279 kg ^Verð kr. 1.080.000.-^ V T-11 0 0 C3 6 cyl. • 1520 cc 100 hestöfl • 300 kg Verð kr. 1.499.000.- 2 cyl. • 745 cc 43 hestöfl • 229 kg Verð kr. 880.000,- V T - 7 5 0 C 2 HONDA Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • Sími: 5201100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.