Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 I>V Helmut Kohl Kanslarinn fyrrverandi er enn sagöur hafa vald yfir flokksfélögum sínum. Nefndarmaður víki í kjölfar yfir- heyrslu yfir Kohl Aukinn þrýstingur er nú á Andr- eas Schmidt, flokksbróður Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara Þýska- lands, að víkja úr þingnefndinni sem rannsakar leynisjóði Kristilega demókrataflokksins og meinta mútuþægni Kohls. Schmidt átti fundi með Kohl áður en hann var yfirheyrður. Græningjar vilja að Schmidt sjálf- ur verði yfirheyröur þrátt fyrir að hann sitji í rannsóknamefndinni. Segja þeir ekki útilokað að Schmidt viti hverjir það voru sem gáfu fé í leynisjóði kristilegra demókrata. Jafnaðarmenn segja greinilegt að Kohl hafi enn vald yfir mörgum flokksfélaga sinna. Umfangsmikil leit að átta ára telpu á Bretlandi Breska lögreglan leitar nú átta ára telpu sem hvarf nálægt heimili afa sinnar og ömmu í Ferring í West Sussex á Englandi síðdegis á laugar- daginn. Telpan, Sarah Payne, var að leik með tveimur bræðrum sínum, 13 og 11 ára, og 6 ára systur sinni þegar hún ákvað að fara ein heim. Systkinin höfðu verið i risaeðluleik á akri og Sarah hafði orðið þreytt. Fjölskyldan var í helgarfríi hjá af- anum og ömmunni. Foreldramir hafa komið fram í sjónvarpi og biöja alla um að gefa ekki upp vonina í leitinni að litlu prinsessunni þeirra. Hrelnsaö eftlr árás Hermaöur viö störfí herstööinni sem Tsjetsjenar réöust á á sunnudagskvöld. Öryggisgæsla hert eftir árás Tsjetsjena Rússneskir hermenn í Tsjetsjeníu hafa hert öryggisgæslu eftir sjálfs- morösárásir Tsjetsjena að undan- fórnu. Þremur stærstu borgum Tsjetsjeníu auk höfuðborgarinnar Grosní var lokað í gær. Rússneskir fjölmiðlar greindu frá herflutning- um til staðanna þar sem flmm sjálfsmorðsárásir vom gerðar á sunnudagskvöld. Yfirvöld i Kreml sögðu að minnsta kosti 37 Rússa hafa látið lífið og 74 særst. Clinton fagnar kosningaúrslitunum í Mexíkó: Stuttar fréttir Ekki á dagskrá ESB Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði að hugmyndir sínar um stjórnarskrá fyrir Evrópusamband- ið yrðu ekki á dagskrá sambandsins í formannstíð Frakka næstu sex mánuðina. Koch til fjárfesta Carsten Koch, fyrrum ráðherra í dönsku stjóminni, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku og taka að sér að stýra stærstu fjár- festasamtökum Danmerkur. Blair gegn fylliröftum Tony Blair, for- sætisráöherra Bret- lands, skoraði alla helstu lögreglu- stjóra landsins í gær að herða barátt- una gegn fylliröft- um og glæpamönn- rnn. Þannig vill Bla- ir bjarga andliti ríkisstjómarinnar sem lofaði að beijast af hörku gegn glæpalýð landsins. Tók E-töflur og dó Tvítugur maður í Fredericia í Danmörku lést um helgina af völd- um E-töfluneyslu. Að sögn tók mað- urinn fjórar töflur í partíi. Tannlæknir í steininn Dómstóll í Kosovo dæmdi i gær serbneskan tannlækni í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir morðið á albönsk- um unglingi í átökunum í héraðinu á síðasta ári. Vill ekki málið Dómari í Arkansas í Banda- ríkjunum hefur haöiað að hlýða á mál gegn Bill Clint- on forseta sem hef- ur það að mark- miði að svipta for- setann lögmanns- réttindum. Annar dómari hafnaði þessu i síöustu viku og báru menn- imir við hagsmunaárekstri þar sem Clinton skipaði þá í embætti. Laun drottníngar fryst Búist er við að Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, tilkynni í dag að launin sem Elísabet drottn- ing fær úr ríkissjóði verði fryst næstu tíu árin. Drottning fær tæpan milljarð króna. Gusmao upp að altarinu Xanana Gusmao, leiötogi sjálfstæöissinna á Austur-Tímor, og Kristy Sword frá Ástralíu voru gefin saman í hjónaband í kirkju í Dare, nálægt höfuöborginni Dili, á sunnudaginn. Gusmao haföi áöur veriö kvæntur í 28 ár. PLO styöur Arafat Þing Palestínu- manna hefur lýst yfir stuðningi sín- um við áform Yass- ers Arafats um að stofna sjálfstætt ríki Palestínu- manna þann 13. september i haust, hvort heldur lokafriðarsamningur við ísrael verður í höfn eður ei. Drap ekki börnin Bresk hjúkrunarkona, sem sætir rannsókn vegna dauða 18 fársjúkra bama, sagðist í gær aldrei hafa gert þeim mein. Skotbardagi í Malasíu Til skotbardaga kom í morgun milli öryggissveita Malasíu og vel vopnaðra bófa sem höfðu komist yf- ir mikið magn vopna í tveimur her- stöðvum. Skothríðin stóð i hálfa aðra klukkustund. sigur lýðræðisins Herinn skaut á óbreytta borgara á Fidjíeyjum Bandarisk stjómvöld fögnuðu sigri stjórnarandstöðunnar í kosn- ingunum í Mexíkó á sunnudag sem „stórsigri lýðræðisins“. Fjárfestum á Wall Street leist einnig vel á sigur Vicente Fox, fyrr- um forstjóra Coca Cola og frambjóð- anda stjómarandstöðuflokksins PAN í forsetakosningunum og hækkuðu hlutabréf í mexíkóskum fyrirtækjum í veröi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sló á þráðinn til Fox frá sveitasetri sínu í Camp David og óskaði honum til hamingju með þennan sögulega sig- ur. Þá ræddi Clinton einnig við Ernesto Zedillo, fráfarandi forseta. Umbætur sem hann stóð fyrir gerðu kleift að halda heiðarlegustu kosn- ingamar í sögu Mexíkós. „Mexíkóar ættu að vera stoltir af þeim stóru skrefum sem þeir hafa tekið á undanfömum sex árum til að styrkja stoðir lýðræöislegra Vicente Fox Nýkjörinn forseti Mexíkós getur ekki annaö en veriö ánægöur meö sig. stofnana," sagði Clinton í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér. Með kjöri Fox, sem naut stuðn- ings græningja, i embætti forseta var bundinn endi á 71 árs valdafer- ils stjórnarflokksins PRI. PRI hefur farið með völdin í Mexíkó frá því flokkurinn var stofn- aður árið 1929. Hann tapaöi ekki að- eins forsetaembættinu í fyrsta sinn á sunnudag heldur er hann ekki lengur stærsti flokkurinn á þingi. Þegar PRI var upp á sitt besta stjórnaði hann öllum þáttum mexíkósks lífs og hefur ítökum hans verið líkt við völd kommún- istaflokksins í Sovétríkjunum sál- ugu. í augum Mexíkóa var flokkur- inn ímynd spillingarinnar. Vicente Fox tekur við forsetaemb- ættinu 5. desember næstkomandi. Hann sagðist í gær ætla að sjá til þess að bestu fáanlegu menn tækju sæti í væntanlegri ríkisstjóm. Skotbardagi braust út í morgun milli hermanna á Fidjíeyjum og þjóðemissinnaðra uppreisnar- manna sem haldið hafa forsætisráð- herra landsins, Mahendra Chaudhry, og 26 ráðherrum og þingmönnum í gíslingu i þinghús- inu síðan i maí. Útvarpsstöð greindi einnig frá því að hermenn, hliðholl- ir uppreisnarmönnum, heföu náð herstöö á sitt vald. Skipst var á skotum við þinghús- ið, þar sem yfir 200 manns höfðu safnast saman, nokkrum klukku- stundum eftir að nýr bráöabirgða- forsætisráðherra, Laisenia Qarase, sór embættiseið. Ekki var í morgun ljóst hvort gislarnir voru í hættu við skotbar- dagann. Ljósmyndari Reuterfrétta- stofunnar sagði fjóra uppreisnar- menn hafa særst. Stuðningsmenn Skotinn við þinghúsið Stuöingsmaöur uppreisnarmanna fluttur á sjúkrahús. uppreisnarmanna era einnig sagðir hafa særst. Heryfirvöld sögðu engan hermanna hafa orðið fyrir skoti. Uppreisnarmenn segja hermenn- ina hafa skotið fyrst. Sjálfir hafi þeir aðeins skotið í sjálfsvöm. Um 200 óbreyttir borgarar hafa lýst yfir stuðningi við leiðtoga upp- reisnarmanna, George Speight, og fara stuðningsmennimir að vild inn og út úr þinghúsinu. Færa stuön- ingsmennirnir uppreisnarmönnum mat og aðrar birgðir. Uppreisnarmenn krefjast þess að aðeins þeir sem eru ættaðir af Fidjí- eyjum stjómi landinu. Mahendra Chaudhry er af indverskum upp- runa. Bráðabirgðaforsætisráðherr- ann virðist ætla að ganga að kröfum uppreisnarmanna. Hann útilokaði á fundi með fréttamönnum fjölþjóðflokkastjórn. Sögulegur stór-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.