Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 29 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Augiýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjöimiölun hf. Filmu- og plótugerö: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Boðberum kennt um Kristnihátíð var haldin með pomp og prakt á Þingvöll- um um helgina. Hátíðin var þrautskipulögð og dagskráin metnaðarfull. Vegna hremminga í umferðarmálum á lýð- veldishátíðinni 1994 var mikil áhersla lögð á samgöngur að og frá Þingvöllum og lagt í umtalsverðar vegabætur. Óhætt er að fullyrða að vel hafi tekist til með allt sem að hátíð- inni sneri og veður var meira að segja afar blítt báða há- tíðardagana. Þrátt fyrir þetta var aðsókn dræm og hlýtur að valda vonbrigðum. Um var að ræða þjóðarhátíð og fyrri slíkar á Þingvöllum, 1930,1944,1974 og 1994, hafa dregið að sér tugbúsundir manna. Lögreglan áætlar að alls hafi verið 26 til 32 þúsund manns á Þingvöllum um helgina. Miðað við fjölda einka- bíla og rútufarþega er talið að á laugardeginum hafi hátíð- argestir verið 12 til 15 þúsund og 14 til 17 þúsund á sunnu- deginum. Þótt biskup hafi sagt í helgarviðtali í DV að stór- kostlegt væri ef 20 þúsund manns kæmu til Þingvalla, vegna kristnihátíðar, þá verður ekki fram hjá því litið að bátttakan var dræm. Við undirbúning var gengið út frá því að hægt væri að taka á móti 50 til 70 búsund manns hvorn dag hátíðarinnar. Eðlilegt og sjálfsagt var að fagna bví að þúsund ár eru liðin frá bví að kristni var lögtekin á Þingvöllum. íslensk stjómvöld stóðu að undirbúningi og framkvæmd hátíðar- innar af stórhug og á það bendir biskup réttilega í fyrr- greindu viðtali. Um kostnað vegna beirra má endalaust deila en vart verður hjá því komist að kosta miklu til þeg- ar boðið er til bjóðarhátíðar. Tilefni hátíðarinnar var því ærið enda er kristni samof- in íslenskri sögu og menningu. Það stóð því mikið til. Gest- gjafar sem leggja mikið á sig og spara hvergi í undirbún- ingi hijóta að reikna með og vonast eftir góðri bátttöku. Fari það á annan veg hljóta menn að spyrja sjálfa sig og leita skýringa. Þeir sem mættu til ÞingvaUa áttu þar góð- ar stundir en þeir voru allt of fáir miðað við eðlilegar væntingar. Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri Kristnihátíðamefnd- ar, sagði i gær að framkvæmdaaðilar hefðu búist við og vonast eftir fleiri gestum en raun varð á. Sem hluta skýr- ingar á dræmri bátttöku nefndi hann gamlan draug um- ferðarvandans frá árinu 1994 og jarðskjálftahremmingar undanfarinna daga. Þá má nefna að bein útsending var frá hátíðinni í útvarpi og sjónvarpi. Eflaust kann þetta að hafa haft einhver áhrif en tæpast afgerandi. Ljóst var báða há- tíðardagana að umferð gekk greiðlega og var vart meiri en á góðum góðviðrissunnudegi. Þær fréttir voru reglulega fluttar á laugardag og sunnudag. Kristnitökuhátíðin mætti andbyr á undirbúningsstigi og fjöldinn sat heima begar að henni kom. Biskup vildi, í fyrr- greindu helgarviðtali, kenna sumum fjölmiðlum um nei- kvæða umræðu og nefndi DV sérstaklega. Af því tilefni er rétt að minna biskup á að fjölmiðlar, þar á meðal DV, eru speglar samtímans. Þeir greina frá straumum samfélagsins og bví sem hæst ber hverju sinni. Afstaða almennings til tilekinna atburða, jákvæð eða neikvæð, er fyrir hendi og skilar sér í fjölmiðlana. Fráleitt er að ætla að einstakir fjöl- miðlar búi þá umræðu til. í aðdraganda svo mikils viðburð- ar, sem kristnihátíð á Þingvöllum er, kynna fjölmiðlar fjöl- margar hliðar mála, dagskrá, samgöngumál að gefnu til- efni, kostnað og aðstöðu alla. Gagnrýni á framkvæmd, komi hún fram, er getið og svara þeirra sem að standa leitað. Biskupi væri því sæmra að líta sér nær og huga að stöðu bjóðkirkjunnar en kenna boðberum tíðinda um. Jónas Haraldsson DV Sannar smámyndir Þær voru á Ingólfstorgi. Hitinn var ótrúlegur þama í skjólinu og sólinni og dans- inn dunaði á sviðinu. Reyndar var útsýni ekki gott en það mátti ráða af drynjandi tónlistinni að mikið gengi á. Móðirin tölti með sofandi litla þamið i vagninum áleiðis upp Lækj- argötuna - hávaðinn var svo mikill. Þegar svo jörðin hélt áfram að titra undir fótum hennar flaug sú hugsun óá- reitt um kollinn að það gæti hreinlega ekki verið hollt að standa nálægt öðmm eins bassahljóðum og þama voru greinilega í gangi. Klukkustundu síðar, þegar hún hafði margsinnis reynt að ná sam- bandi við samferðafólk sitt sem hún hafði auðvitað týnt og þar með eldri börnunum, nefndi einhver að orðið hefði jarðskjáifti. Æ - hún hafði misst af honum. Fullur bátur af stelpum Þær voru loksins komnar af stað i bátsferðina. Fullur bátur af stelpum á Pæjumótinu hafði beðið eftir þeim. Sigfrí&ur Björnsdóttir tónlistarkennari Þær höfðu gleymt sér en tek- ið sprettinn þegar ljóst varð hvað klukkan var. Sam- ferðamenn þeirra vora ekki ánægðir með þær en þær sjálfar mjög glaðar að missa ekki af heliaferðinni. Bátur- inn sigldi nú hægt undir hamarinn áleiðis í hellinn. Fararstjóri benti upp og spurði bátsstjórann hvað væri að gerast þarna uppi. Jarðvegur rann til og litlir steinar byrjuðu að hrynja í sjóinn. Ryk þyrlaðist upp og steinarnir stækkuðu. Á meðan þau stóðu þama furðu lostin hafði maðurinn við stýrið tekið sjálfstæða ákvörðun og bakkaði nú greinilega með miklum hraða frá hamrinum. I sama mund tóku berg- flísar að spýtast úr bjarginu og björg að hrynja með látum fyrir framan þau. Sjórinn gekk í bylgjum og ailt í einu varð loftið svart. Öll lundabyggð- in hafði loks flogið upp og byrgði nú sýn til sólar. Lamandi skelfing Hann stóð þarna undir hamravegg Morgunblaðshallarinnar. Dansar- amir ungu á sviðinu stóðu sig vel og krakkarnir virtust hafa gaman af því að horfa á þetta. Hávaðinn var mikill en samt var notalegt þama og heitt. Eitthvað vakti at- hygli hans og hann leit upp hús- hliðina. Það var eins og húsið hristist og ljósið brotnaði á mikilli hreyfmgu í bylgjandi rúðunum. Andartak fór um hann lamandi skelfmg og honum fannst sem hús- ið væri að hrynja yfír þau þarna. Hann leit í kringum sig. Hann sá nokkur andlit þar sem hann gat lesið sömu hugsun úr svipnum en ótrúlega margir virtust ekki hafa tekið eftir neinu. Hann pikkaði í krakkana og gaf þeim merki um að koma. Nú skyldi stefnan tekin á Arnarhól af mörgum ástæðum og sumar þeirra myndi hann aldrei ræða við neinn. Gráturinn tók öll völd Þær systur vora ekki sofnaðar. Dagurinn í sumarbúðunum hafði verið skemmtilegur. Um kvöldið hafði þeim verið sagt að sofna með dyrnar á herbergjunum opnar og „Eitthvað vakti athygli hans og hann leit upp húshliðina. Það var eins og húsið hristist og Ijósið brotnaði á mikilli hreyfingu í bylgj- andi rúðunum. Andartak fór um hann lamandi skelfing og honum fannst sem húsið væri að hrynja yfir þau þarna. “ snúa höfðum frá gluggum. Sú yngri hafði verið á Pæjumóti fyrir nokkrum dögum og var því öðrum lífsreyndari á þessu sviði. En það var bara svo gaman að spjalla. Allt í einu hristist allt og skalf. Gífur- legir kippir rykktu í allt fast og laust. Eldri systirin reyndi að harka af sér því hin börnin í búð- unum máttu ekki sjá skelfingu hennar. Allir höfðu nú safnast saman í borðstofúnni og aðeins fundust litlir skjálftar öðru hvoru. Hún fór inn í herbergi og hall- aði. Gráturinn tók öll völd. Hún reyndi að láta ekki heyra i sér en það var erfitt. Hún ákvað að hringja í mömmu þó henni væri fullljóst að maður mátti ekki hringja. „Þetta verður í lagi,“ sagði mamma. „Ekki fara neitt með neinum. Brýmar þarfnast at- hugunar. Við komum til ykkar strax og hægt er. Ekki gráta góða! Hin bömin þurfa á stuðningi þín- um og fordæmi að halda. Sjáumst elskan mín. Góða og blessaða nótt - við sjáumst á morgun." Henni leið strax betur. Sigfriður Bjömsdóttir Skipta formerki máli? Til er gömul saga af manni sem seldi þorskhausa, sennilegast á Ak- ureyri. Hann seldi hvem þeirra á fhnm aura stykkið en hann sagðist tapa tveimur aurum á hverjum. Hann var þá spurður hvemig hann gæti stundað þessi viðskipti. „Jú, sjáðu til, það gengur með því að selja nógu marga“. Fyrir aldarfjórð- ungi var höfundur staddur á fundi fulltrúa framleiðenda flskafurða með rannsóknarmönnum. Einn full- trúinn lýsti ástandinu í sinni grein og sagði: „Eiginlega er allt í besta lagi hjá okkur, við fáum bara ekki nóg fyrir afurðimar". - Semsagt smámál. Enginn grætur íslending Vissulega eru margs konar upplýs- ingar i fréttamiðlum sem lesendur eiga erfltt með að átta sig á, enda oft- ast bara smámál þar sem spumingin er einungis um formerki. Stjórnmála- menn hælast um vegna mikils tekju- afgangs í ríkissjóði en á sama tíma er viðskiptajöfnuður við útlönd nei- kvæður og í sögulegu hámarki. Hver er munurinn á skuldasöfhun fyrirtækja og rikisins í útlöndum? „Hefur t.d. forstjóri Baugs margsinnis birst á sjón- varpskjánum vegna mikillar hœkkunar verðs á inn- fluttum matvœlum í ársbyrjun. Engin skýring hefur fundist en forstjórinn tönnlast enn á aukinni hag- kvœmni í rekstri stórfyrirtœkisins. “ Með og á móti Voru með besta liðið Það fer víst eftir því hvort lánsféð fer í arðsama hluti eða ekki, fjárfestingar....eða þannig. Sif umhverflsráð- herra hælir sér fyrir að hafa lagt til í útlöndum að land- græðsla verði viðurkennd aöferð til að binda kolefni á sama tíma og gróðureyðing á sér stað hér; enn ein spumingin um formerki. Bankabólga og stór rekstur Mismunur á innláns- og útláns- vöxtum er óeðlilega hár hérlendis en skýringin er óhagkvæmni i bönkun- um. Fólk hefur því tekið áformum um sameiningu banka með velvild. Nú segja talsmenn Íslandsbanka/FBA eftir sameininguna að viðskiptamenn bankans muni ekki fá bætt viðskipta- kjör. f hvað fer þá hagræðingin marg- prísaða, bankastjórar brosandi? Öll í aukinn arð? Hefur t.d. forstjóri Baugs marg- sinnis birst á sjónvarpskjánum vegna mikillar hækkunar verðs á innflutt- um matvælum í ársbyrjun. Engin skýring hefur fundist en forstjórinn tönnlast enn á aukinni hagkvæmni í rekstri stórfyrirtækisins. Neytendur geta því glaðst yfir því að hafa fengið verðlækkun með öfugu formerki. Framsóknarmenn í fyrirrúmi Landsmenn mega ítrekað láta sér lynda að hlusta á yflrlýsingar stjóm- málamanna um hagræðingu sem síð- an verður ekki. Fyrrverandi umhverf- isráðheira taldi flutning á Landmæl- ingum íslands upp á Akranes vera gott mál og hagkvæmt. Kostnaður hef- ur vaxið og hvað með það? Páll Péturs- Kjallari Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur son félagsmálaráðherra legg- ur Húsnæðisstofnim rikisins niður og kastar út krötum fyrir framsóknarmenn og stofnar íbúðalánasjóð sem á að valda spamaði sem síðan reynist neikvæður. Jafnrétt- isráð vill hann senda norður á land þar sem það er setið af þreyttu fólki; nýr nei- kvæður sparnaður í uppsigl- ingu? Páll Pétursson er líklega þreyttasti maðurinn sjálfúr og fráleitt sá sex vetra foli sem hann þóttist vera. Hugmyndin um að koma þroskaheftu fólki fyrir í Hrísey er til- efni til alvarlegrar umhugsunar. Ráð- herrann sagði í sjónvarpi, fullur af umhyggju og gamalli nýtni úr sveit- inni, að laust húsnæði í eynni mætti nota fyrir eitthvert fólk úr hópi áður- nefndra. Ef einhver húskofi er á lausu í sveitinni er hann nýttur til einhvers, þó ekki væri nema til að geyma gömui verkfæri og reiðtygi. Þegar maður hefur verið sauðfjár- bóndi í mörg ár veit maður að sauð- fjárrækt er hagkvæm og ef peninga- dæmið gengur illa upp er einfaldast að láta ríkið borga mismuninn og greiða niður afurðaverð svo að fólk fáist til að kaupa kindakjötið. Þegar ráðherr- ann áttaði sig á því að hann hafði vað- ið um eins og naut flagi í einu við- kvæmasta máli sem til er, sagði hann svekktur: „Ég átti ekki þessa hug- mynd í upphafi. Ef fólk vill þetta ekki getur það svo sem verið áfram á biölistum." Ungu kynslóðimar, sem hafa sennilega ekki skilið orðið „sveitarómagi" í gömlum bókum, era nú nokkurs vísari. Jónas Bjarnason j Frakkar voru ein- faldlega með besta liðið. Þeir spiluðu vel alla keppnina ef undan er skilinn úrslitaleikurinn sem er skilj- anlegt þar sem svo mikið var í húfi. Það er engum blöðum um það að fletta að franska landsliðið er það besta í Evr- ópu ú dag. Þeir með besta leikmanninn, 11 1 Zinedine Zidane. Hann er sá yfirburðamaður sem hvert lið þarf til þess að í jafn sterkri keppni og Evr- ópukeppnin er. Frakkarnir era með Andri Sgþórsson, sóknarmaóur KR toppmenn í öllum stöðum, frá- bæra knattspyrnumenn sem geta bæði sótt og varist. Ég er mjög ánægður með að Frakkamir skyldu vinna frek- ar en ítalamir því að það er gott fyrir knattspyrnauna sem slíka að það lið sem spilaði sóknarknattspyrnu mótið út í gegn skyldi sigra en ekki vamarsinnaðir ítalir. 7rákkar sigurinn skilinn? Hollendingar bestir Eg er hundfúll yfir I því að Hollending- Bjjjy"** ar skyldu ekki (r komast í úrslita- leikinn þar sem mér fannst þeir, vera með langbesta lið keppninnar. Þeir spiluðu reyndar ekkert sér- staklega vel í fyrsta leiknum en fyrir utan hann spiluðu þeir frábæra knattspymu. Það hefði verið draumaúrslitaleik- ur ef Holland og Frakkland mæst og ég er fullviss um að leikurinn hefði orðið meiri háttar knattspyrnu- veisla. Frakkar áttu samt sem áður Pétur Pétursson, þjálfari KR hefðu frekar skilið að vinna heldur en ítalimir því þeir reyndu að spila sóknarknattspymu. Ég er þó fúllviss um að Hollend- ingar gefðu klárað dæmið ef þeir hefðu komist í úrslitaleik- inn þar sem þeir era með besta og skemmtilegasta lið Evrópu. Flestir era sammála um það að Evrópukeppnin í ár hafi verið sannköÚuð knattspyrnu- veisla. Það era þó ekki allir á eitt sátt- ir hvaða lið hafi raunverulega verið með besta lið keppninnar og hverjir hafi átt sigurinn skilinn. Evrópukeppnin í knattspyrnu hefur vakiö mikla athygli undanfarinn mánuð og hafa sparksérfræöingar lofaö keppnina hástert sem ein besta fótboltaveislan í áraraðir. Mönnum ber hins vegar ekki saman um hvort Frakkar áttu sigurinn skilinn. Engin vægð úr Vatnsmýrinni Æfinga- og skemmti- flug yfir mesta þéttbýli landsins þykir eins sjálf- sagt og að safhast saman og ærast um í miðbæn- um bjartar sumamætur. Þótt einhver kvarti er engin vægð sýnd... Flug- málayfirvöld bregðast skjótt við þegar Innnesjamenn eru komnir upp að Húsa- felli eða lyfta sér upp á Þingvölium, að vernda þá fyrir flugvélagný. En þegar þeir biðja um svipaða vernd heima hjá sér er þverskallast við og jafnvel stað- hæft að það sé ósvífni, eigingirni og byggðafjandsamlegar hvatir sem að baki liggja.“ Oddur Ólafsson blm. f Degi 1. júlí. Maka krókinn „Sviptingar í gengi íslensku krón- unnar á rúmri viku sýna, að við búum við gjörbreyttar aðstæður á gjaldeyris- markaðnum og efnahagslifinu al- mennt... I almennri umræðu um fjár- mál er hlutur spákaupmanna yfirleitt ekki góður. Hugtakið hefur á sér nei- kvæðan blæ og spákaupmenn taldir sinna því hlutverki einu að maka krókinn - jafnvel á kostnað annarra sem sitji eftir með sárt ennið. í stórum dráttum er þetta rétt.“ Úr forystugrein Mbl. l.júlí. Menntunin er lykillinn „Höfuðeinkenni okkar mannanna er að við erum andlegar, hugsandi verur sem stöndum andspænis margvíslegum gátum, eins og þeim hvernig lífið hófst og hvar mörk heimsins séu. Mannsandinn leit- ast við að glíma við óendanleikann og gátur hans og þráir að komast að hinu sanna... Menntun er lykillinn í glímunni við gátuna um tilgang lífsins og því að átta sig á því hvað það er sem færir okkur hamingju." Dr. Páll Skúlason háskólarektur í viö- tali í Degi 1. júlí. Skrúðgöngur og tískusýningar „Nú hefur óðaverð- bólga hlaupið í guðs- orðið og kristnidóms- ritin... Skrúðgöngur kirkjufeðra, biskupa, prófasta og presta minna á tískusýningar hjá Elsu Klensch eða Sævari Karli fremur en guðsþjónustur. 1 hugann koma gallerí og gala fremur en bænir og blessun. Myntslátta og minjagripasala leiðir hugann að sölu aflátsbréfa á dögum páfavillu." Pétur Pétursson í Mbl. 2. júll. Skoðun Kárahn j úkavirk j un Tillaga að áætlun um mat á um- hverfisáætlun hefir nú verið sett fram af hönnuðum framkvæmda um virkjanir á NA-landi. Þetta er gert í nafni Landsvirkjunar, sem er mjög villandi, bæði gangvart almenningi og stjórnmálamönnum, sem standa vamarlausir gagnvart slíkum vinnubrögðum. Að baki standa sömu menn og áður gerðu tillögurn- ar um að veita snjóflóðum úr tveim hættulegum giljum sitt hvorum megin Flateyrar inn yfir bæinn og gera þar síðan mikla vamargarða til að verjast þeim. Þessir vamargarðar á besta bygg- ingarsvæði staðarins kostuðu fimm- falt meira en leiðigarðar neðan gilj- anna hefðu kostað. Allir vita nú hvar Davíð keypti súra ölið á Flat- eyri. Það er ástæða til að vara Aust- firðinga við laumuspili þessara manna. Stjóm Landsvirkjunar á ekki heldur að láta nota nafn henn- ar við slíkar blekkingar. Einstakt tækifæri Hönnuðimir segja ætlun sína vera að athuga „allar hugsanlegar leiðir til að vemda náttúrana.“ (kafli 4.6, bls. 15, 2. ml.) en tillaga þeirra gengur í þveröfuga átt. Hún er sú að veita öllum jökulám úr norðan- og austanverðum Vatna- jökli (þar með taldar Jökulsá á Fjöll- um og Kreppa, sem koma í síðari áfanga) niður í Fljótsdal og þaðan í gegn um Löginn til sjávar. Fljótsdalurinn og allt Héraðið eru með bestu ræktunar- og landbúnað- arsveitum landsins, þar sem um áraraðir hefur verið stunduð skóg- rækt með óvenjugóðum árangri hér- lendis. Þama er einstakt tækifæri tii að vernda náttúruna með því að veita jökulvatni úr Jökulsá í Fljótsdal yfir í Kárahnjúkalón eða Hálslón, sem síðan yrði nýtt í virkj- unum á Jökuldal þar sem jökulvatnið veldur ekki skaða og jökulleirinn fer beint út í Héraðsflóa, svo sem hann hefir ávailt gert. Blekkingarleikurinn Tilgangur hönnuðanna sést best á því að hvergi í ______ texta né á yfirlitskortunum er að finna neinar upplýsingar um hæðarmælingar, hvorki á lónum, stíflum eða virkjunum. Eina hæðar- mælingin sem gefin er er Snæfell 1833 m en ekki sagt hvort það er sumar- eða vetrarmæling. Þetta er nefnilega bara grín. Það er ekki til þess ætlast að almenningur eigi að hafa yfirsýn um blekkingamar. 100 m hæðarlínur era aðeins sýndar á sjálfum Vatnajökli en án hæðar- talna. Matsáætlunin gerir ráð fyrir 700 MW virkjun í Fljótsdal sem sjái 360.000 t álveri á Reyðarfirði fyrir nægilegri orku. „Til þess að fá næga orku fyrir slíkt álver þarf að ráðast í byggingu Kárahnjúkavirkjunar ásamt Jökulsár- og Hraunaveitum.“ (2.1) Fullyrðingin er algjör og ófrá- víkjanleg ósk hönnuðanna. Til þess er ekki ætlast að almenningur eigi að skilja tillögurnar. Þetta er eins og gert var á Flat- eyri. Þar var haldinn fyrirvaralaus borgarafundur 2.5.1996 og samþykkt að byggja vamargarðana svo sem enn má sjá, til háðungar öllum verk- fræðingum landsins um alla fram- _Onundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís tíð. Vonandi láta Austfirð- ingar ekki misnota sig þannig. Hönnuðimir íjalla ekkert um heildar- kostnað mannvirkja eða arðsemi fiárfestingarinu^ ar í tillögunum. Það kem- ur almenningi greinilega ekkert við. Þetta skal samþykkt blindandi eins og á Flateyri. Úrlausnin _________ Niðurstaðan af athug- unum á „matsáætlun Landsvirkjunar“ ætti að vera sú að það er aðeins einn valkostur í stöð- unni. Hann er sá sem hönnuðimir telja sístan, þ.e. þrepavirkjanir nið- ur Jökuldal. Þetta myndi verða eins og í Þjórsá, þar sem frárennsli bæði Vatnajökuls og Hofsjökuls hefir ver- ið sameinað og nýtt i mörgum þrep- um. Þetta er eina umhverfisvæna leiðin til að nýta vatnsorkuna frá»» þessu svæði. Með þessum hætti yrði Fljótsdalur og Hérað samfelldur un- aðsreitur. Vart er hugsanlegt að spilla þessu að ástæðulausu. Það á þannig að hætta að hugsa um virkjun í Fljótsdal en gera öflug jarðgöng fyrir allt afrennsli frá Jök- ulsá i Fljótsdal og Hraunaveitum yfir í Kárahnjúkalón. Þaðan kæmu síðan 4-5 virkjanir niður Jökuldal með mjög öflugum stöðvum. Hugs- anlega yrði þama um einhvem kostnaðarauka að ræða en þetta væri eina rétta leiðin til aö nýta skynsamlega þá virkjunarmöguleika sem þama er að finna, án þess að rýra landkosti eða spilla umhverfi svæðisins til frambúðar. ^ Önundur Ásgeirsson „Þetta er eina umhverfisvœna leiðin til að nýta vatnsorkuna frá þessu svœði. Með þessum hœtti yrði Fljótsdalur og Hérað samfelldur unaðsreitur. - Vart hugsanlegt '* að spilla þessu að ástœðulausu. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.