Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 Fréttir Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Suður-Grænlandi: Boðar 16 yfirdýra- lækna á sinn fund - fær ekki að selja íslendingum ódýrt hreindýrakjöt Svínað á hreindýrakjöti Stefán Hrafn Magnússon er óánægöur meö aö fá ekki aö flytja hreindýrakjöt til íslands. Samstarfssamningar þjóöanna hafa ekkert aö segja og hann veröur aö lúta því aö kjöt hans sé sett undir kröfur Evrópusambandsins. DV, ISORTOQ:_________________ „Sláturhús okkar hér í Isor- toq er með staðal sem heimilar framleiðslu á Grænlandsmark- að. En það er ekki með Evrópu- staðal. ísland og Grænland eru hvorugt EU-lönd og það eru ekki neinir sjúkdómar héma. Þess vegna ættu íslensk yfirvöld að samþykkja grænlenskt hrein- dýrakjöt á íslenskan markað," segir Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Isortoq á Suð- ur-Grænlandi, sem vill flytja grænlenskt hreindýrakjöt á ís- lenskan markað en hefúr enn ekki fengið samþykkt. Stefán Hrafn og félagi hans Ole Kristiansen reka hreindýra- bú og sláturhús í Isortoq þar sem hreindýrahjörð þeirra með nokkur þúsund dýrum heldur sig á svæði sem að stærð sam- svarar Reykjanesskaganum á ts- landi. Árlega selja þeir um 50 tonn af hreindýrakjöti sem fer mest til neyslu innanlands en að hluta til Danmerkur. Þau dýr sem slátrað er á Danmerkurmarkað þarf að flytja lifandi langa leið til Narsaq þar sem sláturhúsið er með Evrópu- staðal. „Slátrun hjá okkur fer fram und- ir eftirliti dýralæknis. Við höfum undanfarin ár sótt nokkrum sinn- um um en fengið það svar um hæl frá íslandi að leyfi fáist einungis ef sláturhúsið sé með EU- eða US- stimpil. Þetta hefur verið staölað prótokollsvar og ég veit ekki af hverju því Grænland hefur ekkert með Evrópu eða Bandaríkin að gera. Kannski er nei auðveldasta leiðin fyrir yfirdýralækni i stað þess að setja sig inn í málin og kanna dýrasjúkdómasögu Græn- lands sem er engin þar sem sjúk- dómar eru ekki til staðar," segir Stefán Hrafn. Stefán Hrafn segir óskiljanlegt að ekki hafi fengist að flytja kjöt sem unnið er í Isortoq til íslands. Fyrir tveimur árum hafi Jonathan Motz- feldt, landstjóri Grænlands, og Dav- íð Oddsson, forsætisráðherra ís- lands, undirritað samstarfssamning milli þjóðanna tveggja. „Ég veit ekkert hvað þessi sam- starfssamningur inniheldur. Ég held að hann innihaldi mest hræsni," segir Stefán Hrafn. Hann segir innflutning á græn- lensku hreindýrakjöti tvímælalaust koma almenningi á íslandi til góða. „Með þvi að heimila okkur innflutning myndi verð á hrein- dýrakjöti til neytenda lækka. Verð á hreindýrakjöti á íslandi er svívirðilega hátt. Þar er um að kenna framboði sem er eig- inlega ekkert. Kvótinn er 200 dýr sem er dropi í hafið fyrir 250 þúsund manna þjóð. Þetta eru bara örfá grömm á einstak- ling,“ segir hann. Stefán Hrafn segist einu sinn hafa selt kjöt til íslands en þar hafi verið um að ræða 1,5 tonn af lærum sem seld hafi verið Kjötbúri Péturs á sínum tíma. Þar hafi verið um að ræða dýr sem slátrað var í Narsaq og við- skiptin urðu endaslepp. „Þetta datt bara upp fyrir því maðurinn hvarf. Við fengum kjötið greitt en urðum að borga fragtina," segir hann. í haust verður haldin sam- norræn yfirdýralæknaráðstefna í Qarqotoq. Stefán Hrafn segist þeg- ar hafa boðið dýralæknunum 16 á búið til sín til að sjá hvemig málin gangi fyrir sig. „Þeim er öllum boðið hingað og ég er tilbúinn til að starta slátur- húsinu til að sýna þeim hvernig þessi vinnsla gengur fyrir sig. Þeir geta fengið að slátra sjálfir til að upplifa hvemig allt gengur. Ég set þá bara á sláturlínuna,“ segir Stefán Hrafn. -rt Vegrið hindrar útsýni „Þetta vegrið er gjörsamlega gagnslaust og bara til þess að auka hættuna. Það virkar eins og massif- ur grár veggflötur,“ sagði Mats Wibe Lund, eigandi ljósmyndastofunnar Mats Ljósmyndir sf. Hann lenti í árekstri um hádegisbilið í gærdag á mótum Laugavegar og Bolholts, þar sem nýveriö var sett upp vegrið á Laugaveginum. Mats var að beygja inn í Bolholtið þegar annar ökumað- ur, sem hafði ekki séð hann, ók í hliðina á bíl hans. Atvinnurekendur á svæðinu hafa kvartað undan vegriðinu til lögreglu því teinarnir í því liggja svo þétt saman að öku- menn sjá ekki fyrir þeim. Vegriðinu er ætlað að koma í veg fyrir að gang- andi vegfarendur fari yfir götuna, en Mats sagði að lítið væri um það á þessum vegarkafla. Hvorugur bíllmn skemmdist mik- ið við atvikið og engin slys urðu á mönnum. „En það verður að gera eitthvað, annaðhvort taka þetta vegrið niður eða bara hreinlega loka irmkeyrsl- unni í Bolholtið, því að fyrr eða síð- ar verður þarna mjög ljótt slys,“ sagði Mats. -SMK Slysagildra Vegriöiö sem sett hefur veriö upp á mótum Bolholts og Laugavegar er meö svo þéttum teinum aö þaö skyggir á útsýni ökumanna og veldur mikilli slysahættu. Sementsverksmiðjan á Akranesi. Þýsk sam- steypa og Sem- entsverksmiðj- an í samvinnu? DV, AKRANESI: Fyrir nokkru flutti Sementsverk- smiðjan inn rúmlega 2500 tonn af háofnagjalli. Efnið var keypt hjá belgisku sementsverksmiðjunni CBR, sem er i eigu þýsku sements- samsteypunnar Heidelberger, sem á auk sementsverksmiðja í Þýska- landi m.a. verksmiðjurnar í Noregi og Svíþjóð og eitt af þremur fyrir- tækjum í þessari grein í Bretlandi. Ekki er ólíklegt að til frekari sam- vinnu geti komið milli sam- steypunnar og Sementsverksmiðj- unnar í næstu framtíð. Háofhagjall myndast við vinnslu járns í jámbræðsluofnum, háofnum. Það samanstendur aðallega af efna- samböndum kalsíums, sOisíums og áls. Háofnagjall til sementsfram- leiðslu er fleytt ofan af jámbráðinni og snöggkælt í vatni. Það hefur ver- ið notað til íblöndunar í Portlands- sement í yfir hundrað ár og árið 1994 voru um 7% af sementi framleiddu í Evrópu háofnasement, þ.e. sement með verulegu af háofnagjalli. Há- ofnasement harðnar hægar en venju- legt Portlandssement en nær góðum lokastyrk. -DVÓ Miðbær Reykjavíkur: Barinn meö flösku Ráðist var á karlmann í Hafnar- stræti i miðborg Reykjavíkur um klukkan 6 á laugardagsmorguninn og hann skallaður í andlitið og bar- inn með flösku. Að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík sem hafði afskipti af málinu vissi maðurinn hvorki hver árásarmaðurinn var né hvert tilefni árásarinnar var. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. -SMK Harður árekstur á Selfossi Harður árekstur varð á Austur- vegi á Selfossi í um klukkan 16 í gær. Báðir bílamir skemmdust mik- ið og varö að fjarlægja þá með drátt- arbíl, en ökumennimir sluppu ómeiddir. -SMK V/ediriiði ii jt.vöilldi SóliargaMHgiiiF og: sja-v/atföda! I VfeíMiia á REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 23.51 00.40 Sólarupprás á morgun 03.14 02.04 Síödeglsfló& 20.33 01.06 Árdegisflóð á morgun 09.04 13.37 Vfeðíiið' ML Skýringar á veðurtáknum Súld Hæg vestlæg eöa breytileg átt. Víöa súld eöa dálítil rigning í fyrstu en síðan skýjað með köflum. Víöa þokusúld í nótt en styttir síöan upp víöast hvar, síst þó noröanlands. ^ *-'-VlNDÁ7T 10°. HiT1 -10° XVINDSTYRKUR Vrnftt;T l nwtrum á sekúndu 'V-KUö l HEIÐSKÍRT o o LÉTTSKYJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ <íS? O o Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Vatnsmiklar kvíslir til fjalla Helstu þjóövegir eru greiöfærir. Þó er Lágheiöi lokaö frá kl. 9 til 13 alla þessa viku. Víöa er unniö aö vegagerö og eru vegfarendur beönir aö sýna tillitssemi og haga akstri eftir merkingum. Flestir hálendisvegir eru færir fjallabílum. Vegfarendur um hálendiö eru beðnir að athuga að vegna hlýinda aö undanförnu getur veriö óvenjumikiö vatn í jökulkvíslum. BZ3HET Hlýjast í innsveitum Fremur hæg vestlæg eöa breytileg átt. Dálítil rigning á Austfjöröum síödegis á morgun. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast inn til landsins. Vindur: v 2-4 m/s Hiti 7® til 15" o Hæg vestlæg e&a breytileg átt. Skýjaö a& mestu og vi&a dálitll þokusúld, einkum yfir nóttina. Hlýjast Inn til landslns. o Fösíiad 511! Vindur: i 2-4 sít/s Hiti 7" til 15° Gert er rá& fyrir hægri vestlægri e&a breytllegrl átt, skýju&u a& mestu og dálítllli þokusúld. Hltl 7 tll 15 stig, hlýjast f innsveltum. LttJSJí'd Vindun 2-4 ssi/s Hiti 8° til 15° Sunnan- og sí&ar su&vestanátt. Rlgnlng e&a súld, fyrst suðvestanlands. Hltl 8 tll 15 stlg. AKUREYRI BERGSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÖ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBUN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VfN WASHINGTON WINNIPEG EBEB85 rigning rigning léttskýjaö súld þokumóöa skýjaö súld úrkoma alskýjaö léttskýjaö skýjaö alskýjaö alskýjaö súld léttskýjaö þokumóöa léttskýjaö skýjaö alskýjaö þokumóöa iéttskýjaö þokumóöa léttskýjaö þoka mistur skýjaö léttskýjaö léttskýjaö alskýjaö þokumóöa hálfskýjaö þrumuveöur hálfskýjaö þokumóöa skýjaö 11 9 9 7 9 7 9 8 12 18 16 14 19 6 10 16 14 24 16 18 14 13 15 16 2 16 15 26 17 8 22 24 17 20 21 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.