Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 Fréttir Piltur sem var í Tennisfélagi Kópavogs hlaut örorku eftir upphitunarleik: Tennisþjálfari skaut bolta í auga piltsins - kennaranum stefnt, félaginu, Víkingi, Þrótti, Fjölni, BH, ÍB og UMFB DV-MYND TEITUR Mörg íþróttafélög ótryggö Þorsteinn Einarsson hæstaréttarlögmaöur telur þaö umhugsunarefni aö mjög mörg íþróttafélög í landinu þar sem þúsundir þarna og unglinga stunda íþróttastarf séu ótryggö. 18 ára piltur hefur stefnt fyrrum tennisþjálfara sínum fyrir dóm og krefur hann og félög sem að honum standa að greiða sér hátt í tvær millj- ónir króna í skaðabætur vegna slyss sem átti sér stað á æflngu í Tennis- höll Kópavogs árið 1997. Þorsteinn Einarsson, lögmaður piltsins, segir það umhugsunarefni að mjög mörg íþróttafélög eru ekki tryggð gagnvart tjóni eða meiðslum sem mörg þús- undir barna og unglinga hljóta við ýmsa íþróttaiðkun í landinu. Fjórir á einum velli með tvo bolta Þann 4. apríl 1997 var haldin sam- eiginleg æflng á vegum Tennisfélags Kópavogs, Tennisdeildar Þróttar og fleiri tennisfélaga í tennishöllinni í Kópavogi. Pilturinn var þá ásamt tveimur öðrum unglingum að hita upp á einum velli ásamt þjálfara Tennlshöllln í Kópavogi Slysiö átti sér staö á einum tennis- vellinum í íþróttahöllinni þar sem fjórir voru aö hita upp meö því aö skjóta tveimur þoltum á milli, tveir og tveir. þeirra. Fjórmenningamir voru á ein- um velli en með tvo bolta. Umrædd- ur piltur var að slá bolta yfir net til annars pilts sem var handan netsins hans megin. Þjálfarinn var á sama hátt að leika á móti þriðja unglingn- um. Skyndilega vildi ekki betur til en svo aö þjálfarinn skaut upp bolta sem fór skáhalt yfir völlinn og end- aði í auga umrædds pilts. í stefnu lögmannsins segir að pilt- urinn hafi vankast um stund vegna höggsins sem var mjög fast. Fyrst var lagður kaldur bakstur á augað en eftir eina og hálfa klukkustund var pilturinn meðhöndlaður af læknum. Hann var rúmliggjandi og veikur í 5 daga á eftir. 9 mánuðum eftir slysið sagði í læknisvottorði að nánast engin sjón sé á öðru auga piltsins. Hann sjái þó ljós og móta fyrir einhvers konar skuggum. Annar læknir sagði um svipað leyti að engar breytingar yrðu á sjóninni á öðru auganu - sjónin ætti ekki eftir að lagast. Hálfu öðru ári eftir slysið var varanleg örorka piltsins metin 15 prósent vegna hinn- ar mjög takmörkuðu sjónar á öðru auga vegna slyssins í tennishöllinni. Ekki forsvaranleg upphitun Lögmaður piltsins segir að ekki hcifi verið forsvaranlegt af hálfu þjálfarans og íþróttafélaganna að skipa unglingum fyrir um upphitun með þeim hætti að tveir tennisleikir væru leiknir samtímis á sama vellin- um. Hann telur fyrirkomulag upphit- unarinnar beinlínis hættulegt og að forsvarsmenn hefðu sýnt af sér stór- kostlegt gáleysi. Hann bendir á að sérstök net séu strengd milli tennis- valla í höllinni í Kópavogi og víðar tO að tryggja öryggi þeirra sem þar leika enda viðurkennt að tennisbotl- ar séu harðir og hættulegir. Sjö félögum stefnt fyrir dóm í rauninni er auk þjálfarans sjö íþróttafélögum stefnt í málinu enda telja stefnendur að allir þessir aðilar hefðu staðið fyrir sameiginlegri tennisæfingu í téð skipti. Hér er um að ræða Tennisfélag Kópavogs, Knattspyrnufélag Þróttar, Ung- mennafélag Bessastaðahrepps, íþróttamiðstöðina í Bessastaða- hreppi, Knattspymufélagið Víkigur, Ungmennafélagið Fjölnir og Bad- mintonfélag Hafnarfjarðar. -Ótt Banaslys við Vatnsfellsvirkjun Maður um sextugt lést við vinnu sína við Vatnsfellsvirkjun á fimmta tímanum í gærdag. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi var maðurinn að vinna á krana við að hífa steypu ofan í 25 metra djúpan skurö er kraninn valt ofan í hann. Vinnueft- irlitið og lögreglan á Selfossi rann- saka nú tildrög slyssins. Nafn hins látna hefur ekki verið gert opinbert. -SMK Þjófur gómaður Lögreglan í Reykjavík handtók mann með þýfi í miðbæ Reykjavík- ur um tvöleytið í nótt. Svo virtist sem maðurinn heföi brotist inn í nærliggjandi veitingahús og haft bjór á brott með sér. Hann komst þó ekki langt þar sem lögreglan góm- aði hann og færði í fangageymslur þar sem hann gisti það sem eftir var nætur. -SMK Lögreglan í Reykjavík: Fjórir handteknir eftir árás Ráðist var á mann á Njálsgötunni í Reykjavík um klukkan tvö í nótt. Lögreglan handtók fjóra menn í sambandi við atvikið og vistaði i geymslum sínum í nótt. Meint fóm- arlamb slasaðist í andliti við árásina og var hann fluttur á slysadeild. Aö sögn lögreglu var enn óvisst um at- burðarásina í morgun en yfirheyrsl- ur munu fara fram í dag. -SMK Sjávarútvegsráðherra kynnir aðgerðir gegn brottkasti: Eftirlitsmyndavélar upp á dekk - brandari, segir Grétar Mar Jónsson, formaður FFSÍ Árni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra kynnti í gær hugmyndir sínar um aðgerðir gegn brottkasti á fiski. í samræmi við tillögur Fiskistofu um fyrstu að- gerðir hefur sjávarútvegs- ráðherra ákveðið að ráðn- ir skuli nú þegar 5 eftir- litsmenn til viðbótar við starfslið Fiskistofu og hugsanlega 5 enn í upp- hafi næsta árs. Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands, segir það undarlegt að svo mikU áhersla sé lögð á eftirlit með sjó- mönnum. „Það er stórkostlegt að meiri peningar eru í eftir- liti með hetjum hafsins en eru lagðir i að koma í veg fyrir smygl á fikniefnum. Það sem þarf að gerast er að koma í veg fyrir hvatann og hann liggur í fiskveiðistjómunarkerf- inu,“ segir hann. í tengslum við umræðu um verkefni eftirlits- manna um borð í fiski- skipum hefur komið upp sú hugmynd að setja upp Aögerðlr gegn brottkastl dv-mynd teitur Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra hefurgripiö til aögeröa gegn brottkasti á fiski og kynnti þær í gær. eftirlitsmyndavélar um borð 1 fiskiskipum. Nú liggur fyrir ákvörðun hjá sjávarútvegsráðherra um að skipa starfshóp sem tek- ur þetta sérstaklega tU at- hugunar og mun Friðrik Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegs- manna, verða formaður hans. „Mér finnst þetta vera brandari. Þegar þannig liggur við þá setur maður bara stakkinn á myndavél- ina. Menn ættu frekar að einbeita sér að því að leysa vandann," segir Grétar. TiUögur sjávarútvegs- ráðherra gera ráð fyrir því að fyrsta skref felist í því að meta umfang brottkasts- ins og hefur sérstök nefnd sem skipuð var 1999 tU að meta mun á landvinnslu og sjóvinnslu samið við GaUup um gerð sérstakrar könnunar á umfangi og ástæðum brottkasts. „Það er skref i rétta átt að sjávarútvegsráðherra vUji komast að ástæðum brottkasts en ég held að flestir þekki þær,“ segir Grétar. -jtr Kristnir gleöjast enn í boði forsætis- ráðuneytisins var ýmsum fyrirmenn- um, jafnt veraldleg- rnn sem andlegum og innlendmn sem er- lendum, boðið tU veislu í Perlunni sl. sunnudagskvöld i tU- efhi af Kristnihátíðinni. Dagur sagði frá. Mótmæla eggjamassatolli Samtök verslunarinnar hafa mótmælt hugmyndum um álagningu tolla á innfluttan, gerUsneyddan eggjamassa er harðlega mótmælt. Dag- ur sagði frá. Sævar loks í sjónmáli Nýja Hríseyjarferjan Sævar fer að öllu forfallalausu frá Reykjavík í byrj- un næstu viku áleiðis norður tU Hrís- eyjar. Vandamál með skrúfubúnað hafa tafið afhendingu skipsins um eitt ár. Dagur sagði frá. Ekki unglinga á útihátíðir Samkvæmt könnun Gailup um við- horf fólks á aldrinum 25 til 55 ára á fikniefna- og vímuefnaneyslu vUja 97,6% aðspurðra takmarka aðgang unglinga að útihátíðum. Sjónvarpið sagði frá. Neitar dulbúnum gróða Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennrá, hafnar því fyrir sitt leyti algerlega að tryggingafélögin hafi dulbúið hagnað sinn í gegnum árin með of háu framlagi í svo- Næturlöndun Gunnar Örlygsson, fiskkaupandi á Suðuraesjum, viðurkenndi í samtali við RÚV að hafa keypt um 200 tonn af flökum frá sjómönnum fram hjá vigt í fyrra. Mogginn og 24.7 skilja Unglingablaðið 24.7 fylgir Morgun- blaðinu í síðasta skipti í dag en samn- ingur um dreifingu þess með Morgun- blaðinu var ekki endumýjaður. 24.7 sagði ffá. Ódýrara súkkulaði og popp Neytendur mega eiga von á verð- lækkun á vörutegundum eins og súkkulaði, nasli og poppkomi vegna breytinga á vörugjaldi. Mbl. sagði frá. Tilbúnir í viðræður Forsvarsmenn Kópavogs, Garðabæj- ar og Hafnarfjarðar segjast tilbúnir til að skipa fulltrúa í viðræðunefnd til að ræða um sameiningu sveitarfélaga. Mbl. sagði frá. kailaða bótasjóði Virkar ekki rétt „íslenski verð- bréfamarkaðurinn er stutt á veg kominn og hlutabréfamarkaður- inn virkar ekki sem skyldi," segir Jón Kjartansson, bóndi á Stóra Kroppi og að- stoðarbankastjóri, í samtali við Dag. Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhaldi yfir 23 ára gömlum manni, sem grunaður er um að hafa átt þátt í dauða stúlku sem féll fram af svölum í Kópavogi, hefur verið fram- lengt í fjórar vikur. Mbl. sagði frá. Einkabíllinn vegur þyngst Samkvæmt neysluvísitölu Hagstof- unnar vegur einkabillinn og annað tengt ferðum og flutningum þyngst í útgjöldum heimilanna. Þessi hluti er 19,3%, en húsnæði vegur 19,1%. RÚV greindi frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.