Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Page 14
14 ______FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 Skoðun I>V MM.WIHI Horfðir þú á úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í sjónvarpinu? Kristján Friöriksson nemi: Já, þetta var fínn leikur. Valgeir Halldórsson forstjóri: Já, þetta var ðgætisleikur en heföi mátt vera fjörugri á köflum. Katrín María Birgisdóttir nemi: Já, Ítalía átti aö vinna. Kjartan Ingi Jónsson dyravöröur: Já, þetta var mjög góöur leikur. Sóknarleikurinn vann leiöinlegan varnarleik. A Kristnihátíö ríkisstjómar Breitt er biliö milli skoðana almennings og hinna í fílabeinsturninum. F j ölskylduhátið Gunnar Guðmannson skrifan Kristnihátlöin á Þingvöllum árið 2000 hefur farið fram. Hún var ein- stök hátíð fyrir margra hluta síikir. Varla þarf að endurtaka það, svo oft sem gert hefur verið, að undirbúning- ur hátíðarinnar reyndist nánast full- kominn. Jafnvel of fullkominn. Við- burðir og afþreying á hátíðinni var í samræmi við tilefnið, óaðfmnanlegt að flestra mati. En svo kemur i ljós að þama mætir aðeins lítill hluti lands- manna, og þá hefst eftirleikurinn. Hvað olli þátttökuleysinu? Það mál er ekki útrætt og á heldur ekki að vera. Úrtölur drógu úr aðsókn, segir í uppslætti eins dagblaðanna. Auðvit- að er það fjarstæða. Það er líka íjar- stæða að skætingur og alls konar ósmekklegheit hafi dregið úr áhuga Hér er nefnilega nærtœkast að líta til aðstandenda þess- arar mikilfenglegu hátíðar, áður en útkljáð verður fyrir fullt og fast hvað olli fá- menni á Kristnihátíðinni. landsmanna á að mæta eins og haft er eftir biskupi í sama fjölmiðli. Ósmekk annarra en obba þjóðarinn- ar verður þá fremur um kennt. Hér er nefhiiega nærtækast að líta til að- standenda þessarar mikilfenglegu há- tíðar, áður en útkíjáð verður fyrir fullt og fast hvað olli fámenni á Kristnihátíðinni. í Kastljósþætti Sjónvarps sl. mánu- dag komu fjórir aðilar til að ræða há- tíðina. Þar var það eftirtektarverðast að mínu mati að enginn, hvorki gagnrýnendur né aðstandendur há- tíðarinnar, minntust einu orði á það sem margir telja ósmekk eða frama- gimi nokkurra einstaklinga úr hópi aðstandenda hátíðarinnar. Þetta og annað augljóst og borð- leggjandi í þessum stíl var sniðgeng- ið í hinum opinbera og gagnslausa fjölmiöli. Þetta var þó hátíð ríkis- stjómar fyrst og fremst ekki kirkj- unnar, að sögn! Staðreyndin er sú að breitt er bilið milli skoðana almenn- ings og hinna i fílabeinsturninum. Liðin er sú tíð að embættismenn ráðskist með fólkið. Það þarf ekki á leiðsögn að halda, aðeins leiðbeining- um. Ríkið getur ekki haldið fjöl- skylduhátið. Það getur kristin kirkja hins vegar. Einkaumboð fyrir lýðskrum Grétar Guömundsson skrifar: Alveg er hann dæmalaus farsinn með stjómarmenn í Lfnu-neti, fyrir- tækinu sem borgin á. í stjóminni sátu þrir borgarfulltrúar, að mér skilst - tveir frá R-listanum og einn frá sjálfstæðismönnum. Hér er um aö ræða hátæknifyrirtæki og spum- ing kom upp í fyrra um að skipa í stjómina menn meö þekkingu á þeim málum. Nú nýverið tilnefndu sjálfstæöis- menn ungan verkfræðing fyrir sína hönd í fyrirtækið. Þá varð allt vit- laust. Langt mál stutt; sjálfstæðis- menn skulu skipa borgarfulltrúa í stjómina. Ekkert að marka sem sagt var í fyrra. En hvemig lítur þetta út í dag? Skattar aldrei verið hærri, skuldir hœkkað um 7 milljónir á dag í sex ár, biðlistar endalausir og ein- stæðar mœður bornar út í jólamánuðinum. Sjálfstæðismenn og aðrir borgar- búar ættu nú að fara að átta sig á því að svo virðist sem R-listinn sé einkaumboð fyrir lýðskmm. Það er sagt eitt í dag og annað á morgun. Lofað er að lækka skatta á borgar- búa, hreinsa burt skuldir borgar- innar, eyða biðlistum á dagheimili og að bæta hag þeirra sem þurfa á félagsþjónustu að halda. En hvemig lítur þetta út í dag? Skattar aldrei verið hærri, skuldir hækkað um 7 milljónir á dag í sex ár, biðlistar endalausir og einstæð- ar mæður bomar út í jólamánuðin- um Svo kemur Helgi Hjörvar fram í fjölmiðlum í Linu-net-farsanum og segir þau vera að gæta að hag borg- arbúa með því að hauga borgarfull- trúum R-listans í stjómina. Málið er bara að við Reykvíkingar trúum ekki þessu rugli. Þvi miður. - Við höfum verið dregin á asnaeyrunum i sex ár og sáum ekki hvernig valda- sjúkt fólk var að leika á okkur. Dagfari Góði dátinn Svejk og erkihertoginn Ruddaháttur og miskunnarleysi þessara sið- lausu rannsóknarblaðamanna eiga sér engin takmörk. í hvert sinn sem örlar á hækkun fá geðprúðir hertogar olíu- og tryggingamála yfir sig sömu dónalegu dylgjumar Þá eru þeir nú búnir að hækka bensínið og bifreiðatryggingamar, blessaðir mennim- ir - og áreiðanlega ekki seinna vænna. Dag- fari getur þá loksins fyllt bílinn af bensíni og farið í innanlandsferðalag án þess að hafa það á samviskunni að hann sé að níðast á út- völdum niðjum athafnakeisarans sáluga, Hallgríms Benediktssonar Thors úr Engey. En þetta er vanþakklát og dónaleg þjóð. í hvert sinn sem olíu- og tryggingafjölskyld- umar sjá sig nauðbeygðar að herða ögn á velferðaról þjóðarinnar með örlitlum hækk- unum ætlar allt um koll að keyra. Menn stinga saman nefjum og hneykslast um allan bæ. Það bullar og sýður í heitu pottum sund- lauganna, og fréttamenn sjónvarps- og út- varpsstöðva vaða með skítuga skóna inn á þá sómamenn sem varðað hafa leiðina til at- hafnafrelsis og framfara og sem i leiðinni hafa séð landinu fyrir eldsneyti og tryggingum frá ómunatíð. Sumir þessara fréttasnápa ganga jafnvel svo langt aö spyrja hvort hækkunin hafi verið nauðsynleg. Að ekki sé nú minnst á þá ósvífni þegar spurt er hvort hugsanlega hefði veriö hægt að fresta hækkuninni, eða komast af með aðeins lægri hækkun. Rétt eins og þessir valinkunnu menn séu að leika sér að því að hækka verðið. Ruddaháttur og miskunnarleysi þessara siðlausu rannsóknarblaðamanna eiga sér engin takmörk. í hvert sinn sem örlar á hækkun fá geðprúðir hertogar olíu- og tryggingamála yflr sig sömu dónalegu dylgjumar. - Og í hvert sinn svara hertogarnir fyrir sig af kurteisi og yf- irvegun, og á nákvæmlega sama hátt og í öll hin fyrri skiptin. Hvílík stiUing! Hvílík þolgæði! Nú í vikunni sáu fréttamenn Sjónvarps- ins ástæðu til að boða sjálfan erkihertoga tryggingamálanna, forstjóra Sjóvár- Almennra, í sjónvarpssal og slepptu síðcm lausum á forstjórann, tveimur óábyrgum málsvöram almannahagsmuna - hortugum og vafalaust vinstrisinnuðum. Annar þeirra er komungur, bráðskarpur og flugmælskur og hefur verið málsvari Neytendasamtak- anna frá því fyrir stríð. Sem betur fer sáu báðir þessir róttækling- ar að sér í tíma er tryggingahertoginn geð- prúði hafði farið meö rulluna góðu og brosað sínu bliðasta. Ekkert varð því úr pólitíska til- ræðinu sem sjónvarpsmennimir höfðu þó vonast eftir. Þvert á móti minnti framkoma róttæklinganna helst á auðmýkt og hrekkleysi góða dátans Svejk. En það var líka einmitt góði dátinn Svejk sem mælti manna heilastur er hann sagði hér um árið: „Það getur hver sagt sér sjálfur að ekki er hrist fram úr erminni, að skjóta erkihertoga“. „ DA^fATÍ Lýöræði þolir ekki allt Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Atlaga að gengi íslensku krón- unnar um daginn er enn eitt alvar- legt dæmi þar sem ákveðinn hópur manna getur knúið fram vflja sinn í þjóðfélaginu. Annað líkt dæmi eru hópuppsagnir innan ákveðinna stéttarfélaga. Ofngreind fyrirbæri eru ekki ólögleg en samt verða menn að gæta hófs. Lýðræði þolir ekki aflt. Og alls ekki í svo litlu samfélagi sem hér þrífst - með herkjum. Viljum við ESB- aðild? Kristinn Sigurðsson skrifar: Allt tal ungra framsóknar- manna og krata um að við íslend- ingar sækjum um aðild að Efna- hagsbandalaginu nú þegar er frá- leitt bull og ábyrgðarleysi. Ftfll aðild myndi þýða að risatogar- ar Spánverja, Portúgala og Þjóðverja myndu koma inn í íslenska landhelgi og þurrka upp miðin á fáeinum árum. Hafró gæti gleymt því að úthluta 200 þúsund tonnum, þau yrðu eftir árið 50 þúsund. Nei, takk, guð forði ís- landi frá þeirri ógæfu aö ganga í ESB. Ef Gallup eða DV gerðu könn- un nú ætti að spyrja hvort við vild- um fá ESB-togara inn í landhelgina. Ekki má heldur gleyma því að flóð- gáttimar fyrir fikniefnum og af- brotamönnum myndu opnast tfl fulls. Vfljum við þetta? Hæpið fréttamat B.G.J. skrifar: Ég get vart orða bundist yfir fréttaflutningi í Sjónvarpinu þ. 1. júlí sl. Alvöru stórfrétt frá Dan- mörku þar sem 8 létust á Hróar- skelduhátíðinni og um 1500 íslend- ingar voru á staðnum fékk þriggja mínútna hræódýra „Reuters- afgreiðslu" á meðan fjallað var um góöa veðrið á Kristnitökuhátíðar- leiðindunum í 20 mínútur! Já, það er ekki sama hver hátíðin er. Á Kristnihátíö - Þingmenn sammála Þingmannaplottið á Þingvöllum Vilhjálmur Vilhjálmsson skrifar: Það er ekki að spyrja að farsan- um sem þingmenn leika á Alþingi íslendinga. Venjulega eru þeir ósammála eftir flokkslínum en em þó alltaf sammála um eitt, og aðeins eitt: að skara eld að sinni köku, í formi launa, fríðinda, dagpeninga og þess háttar. Og þegar eitthvað stendur til, svo sem þingveisla, ferð- ir eða samkundur þá gengur ekki hnífurinn á mflli. Þannig var það á Þingvöllum um sl. helgi. Þar komu þingmenn saman ásamt mökum tfl að samþykkja „þjóðargöfina". Allir sammála, enginn á móti. Ömurlegt var að hlýða á formenn þingflokk- anna í farsanum og plottinu. - Þetta er vanhæft lið á Alþingi - nema fyr- ir sjálft sig. Og þetta sjá allir. Ein ástæðan af fleiri fyrir dræmri þátt- töku í Kristnihátíð á Völlunum. , Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyHjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Innganga í ESB - Landhelgin í hættu og fíkniefni sem aldrei fyrr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.