Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Qupperneq 26
34 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 Tilvera DV m Við mælum með Sweet and Lowdown ★★★i. í síðustu kvikmyndum sínum hefur Woody Alien veriö mislagðar hendur og stundum hefur maður haft það á tilfínningunni að snilligáfan væri horfin. Lævís og lipur sannar þó eftir- minnilega að svo er ekki og er hér um að ræða bestu kvikmynd Allens í lang- an tíma. Mynd um djassgítarleikara sem er snillingur í starfl en ekki merki- leg persóna utan þess. Gerir hana að nokkru leyti í heimildamyndaformi sem gengur vel upp. Snilldarleikur hjá Sean Penn og Samönthu Morton. Woody Allen á skilið stóra rós í hnappagatið fyrir þessa bráðskemmtilegu mynd sína. -HK Gladiator ■kirki Ridley Scott hefur ávallt verið maður myndmálsins og hvergi kemur þessi kostur hans sem leikstjóra betur fram en í Gladiator, mikilli og vel gerðri episkri kvikmynd sem hefur nánast allt sem góð spennumynd þarf að hafa þó sagan sé sjálf ekki ýkja merkileg. Russell Crowe leikur titil- hlutverkið af miklu öryggi og krafti. Hann hefur það til að bera að maður trúir þvi að hann sé mestur allra skylmingaþræla auk þess sem mikill þungi er í túlkun hans. -HK East is East : Hér er alvarlegt viðfangsefni tekið gamansömum tökum og gengur það að flestu leyti upp. Myndin er á köflum bráöfyndin og persónugalleríiö vel út- fært. Um miðbik myndarinnar koma þó í ljós veilur í uppbyggingu sem gera at- burðarásina ósannfærandi og tvær aðal- persónanna þversagnakenndar. Þaö breytir þó ekki því að myndin er ansi hreint skemmtileg og býr yfir úthugs- uðu og heillandi útliti. -BÆN 101 Reykjavik ★★★Hilmir Snær leikur auðnuleys- ingjann Hlyn sem lifir og hrærist i hverfl 101 í Reykjavík. Lif hans er í fostum skorðum þar til vinkona móður hans kemur í heimsókn og úr verður einhver sérkennilegasti ástarþríhyrn- ingur íslenskrar kvikmyndasögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN Toy Story 2 ★★★Þetta framhald fyrstu Leikfanga- sögunnar er, líkt og fyrri myndin, full af fjöri fyrir bæði börn og fullorðna. Tölvutæknin sem notuð er i Toy Story er undraverð, jafnraunveruleg og hún er gervileg, en um leið fyrirheit um ein- stakar sýnir sem eiga eftir að birtast okkur á næstu árum. Hinum fullorðnu er því alveg óhætt að fylgja ungviðinu á þessa mynd og næra bamshjartað með ærlegri skemmtun. -ÁS Fre<|uency Fyrir fram hefði mátt halda að kvikmynd sem fjallaöi i stórum dráttum um talsamband miili föðurs sem er að tala í talstöð árið 1969 og sonar hans sem talar í sömu talstöð þrjátíu árum síðar, væri eitthvað sem ómögulegt væri aö koma höndum yfir, en svo er ekki í þessu tilfelli. Stundum er eins og gleymist hversu sagan er ótrúverðug vegna þess hversu mikii alúð er lögð í persónumar. Þar fyrir utan eru mörg atriði sem tengjast tímaskekkjunni í at- burðarásinni ákaflega vel leyst. -HK Boíler Room ★★i Mynd um unga menn, alla vel undir þrítugu sem hugsa aðeins um eitt, peninga og hvernig græða megi milljón dollara á sem stystum tíma. Hvar skyldu þeir geta gert það á „heiðarlegan hátt“, nema sem verðbréfasalar. Boiler Room hefur kannski þann helsta galla aö hana skortir dýpt. Hún er snjöll á yf- irborðinu og leikarar em jafngóöir, en hinum unga leikstjóra vantar reynslu til að kafa í sálarlíf persóna sinna. Stiák- arnir em nánast eins og símalandi brúður. -HK Three to Tango ickk Sem betur fer leggja menn enn metnað sinn i að gera vandaðar afþrey- ingarmyndir. Three to Tango er dæmi um slíka mynd þótt hún gangi nú ekki fullkomlega upp. Á köflum er hún eng- um öðrum lík en svo koma aðtriöi þar sem hún reiðir sig á ógurlega væmni og ofnotaða brandara. -BÆN Englar alheimsins með aðsókn á við 15 Myrkrahöfðingja: Stendur íslensk kvikmynda- gerð enn á tímamótum? Hver íslenska kvikmyndin hefur verið frumsýnd á fætur annarri að undanfórnu með pompi og prakt. Einkar góður rómur hefur verið gerður að mynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar Englum alheimsins og aðsókn á hana verið óvenjugóð. Þegar hafa milli 80.000 og 90.000 áhorfendur séð hana og hefur hún þvi gert enn betur en Djöflaeyja Friðriks sem endaði með um 80.000 selda miða. Þessar myndir skera Björn Æ. Norðfjörö skrifar um kvikmyndii 11 sig úr öðrum á síðasta áratug hvað aðsókn varðar en aðrar ná ekki 60.000 áhorfendum. Djöflaeyjan og Englarnir eru reyndar ekki fjarri mest sóttu myndum Islendinga en yfir 95.000 manns sáu myndirnar Land og syni, Dalalíf, Óðal feðr- anna og Með allt á hreinu sem trón- ar á toppnum með 110.000 áhorfend- ur. Styrkjahöfðinginn og ungfrúin Ekki er jafn fagra sögu að segja af öðrum nýlega frumsýndum kvik- myndum. Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugssonar sáu 5950 manns þær 11 vikur sem hún var í sýn- ingu. í ljósi þess að næsta mynd leikstjórans þar á undan, Hin helgu vé, hlaut enn verri aðsókn hlýtur Mig grunar því að er fram líða stundir verði áramótin 2000 talin til mikilla tímamóta síðar meir í íslenskri kvik- myndasögu. Nútímalegar borgarsögur tóku við af gamaldags sveitadrama og útreiðartúrum. Kvikmyndasjóður að fara að endur- skoða afstöðu sína í styrkveiting- um til Hrafns - styrkjahöfðingjans svokallaða. Auðvitað á ekki að ganga eingöngu út frá aðsókn og réttmætt að styrkja óarðbæra list- sköpun - sú röksemdafærsla á bara einfaldlega ekki við um Hrafn. Hann er fastur í gömlu sporunum langdregnum útreiðartúrum í ís lenskri náttúru, hallærislegri tippa dýrkun, óföngulegum skrípakörl- um og berrössuðum snótum. Á þessari blöndu hafa íslendingar ljóslega engan áhuga lengur og hvar hinn listræna „brodd“ er að finna í þessu öllu saman er ráðgáta. Ungfrúin góða og Húsið hlaut öllu betri aðsókn eða rétt rúmlega 20.000 áhorfendur á 27 vikum. Hún á það þó sammerkt með Myrkra- höfðingjanum að vera mynd af Helstu tölur frá framleiðendum Kvi kmy ndaadsókn - tíu efstu no.ooo 100.000 90.000 Rétt er að taka aðsóknartölum eldri mynda með fyrirvara enda ekkert hlutlaust eftirlit með þeim. Aðsóknartölur á nýjar myndir geta einnig verið töluvert breytilegar. T.a.m. hafa 81.042 séð Engla alheimsins samkvæmt talningu PriceWaterhouseCoopers en yfir 90.000 samkvæmt upplýsingum Kvikmyndasamsteypunnar en í þeirri tölu eru m.a. einnig skóla- og tilboðssýningar. gamla skólanum. Islenskar myndir verða ekki mikið klassískari en að- laganir á Laxness. Myndin var Með öðrum orðum hafa íslendingar ekki lengur áhuga á Landi og son- um - sem hefði kolfallið í dag. Ingvar Þórðarson í Englum alheimsins Myndin er að s/á öll aðsóknarmet og þarf að leita aftur til Dalalífs (1984) til að finna sambærilega aðsókn en Dalalífið hefur elst heldur illa líkt og marg- ar aðrar íslenskar myndir. Englar alheimsins er mynd í allt öðrum gæðaflokki og ekki ólíklegt að hún standist tímans tönn. einnig afskaplega epísk í allri upp- setningu og lítið um frumleg stíl- brögð. Hún gekk þó ágætlega upp sem slík en íslendingar virðast Með öðrum orðum hafa íslendingar ekki lengur áhuga á Landi og sonum - sem hefði kolfallið í dag. ekki ýkja áhugasamir um gamal- dags frásagnir aftur í tímann og mætti hér einnig nefna mynd Ágústs Guðmundssonar Dansinn en hana sáu ekki nema 10.000 í bíó. Nútímalegar borgarmyndir Það eru Reykjavíkurmyndimar sem ganga best nú um stundir. Sög- ur úr samtímanum og nýliðinni tíð. Nærtækustu dæmin eru auðvitað fyrmefndar myndir Friðriks Þórs, Djöflaeyjan og Englar alheimsins, en þær bera höfuð og herðar yfir aðrar í aðsókn. Sú síðamefnda bjó einnig yfir óvenjuúthugsuðu mynd- máli og kvikmyndalegum þroska sem næstu myndir voru heldur ekki með öllu lausar við - Fíaskó og 101 Reykjavík. Þær eiga það sameig- inlegt að leika sér eilítið með hefö- bundna uppbyggingu söguþráðar - einkum sú fyrmefnda sem brýtur upp atburðarásina í þrjár sjálfstæð- ar sögur sem tengjast þó innbyrðis. Þá fylgir þeim báðum einhver fersk- leiki sem Myrkrahöfðingjann og Ungfrúna sárvantar. Mig grunar því er fram líða stundir að áramót- in 2000, sem sprungu út á milli frumsýninga þessara ólíku mynda, verði talin til mikilla tímamóta í ís- lenskri kvikmyndasögu. Nútímaleg- ar horgarmyndir tóku við af gamal- dags sveitadrama og útreiðatúrum. Aðsóknin á Fíaskó og 101 hlýtur þó að valda aðstandendum mynd- anna vonbrigðum. Fíaskó sáu ein- ungis 7400 manns á 11 vikum en nú hafa selst um 17.000 miðar á 101 Reykjavík og ólíklegt að hún fari mikið yfir 20.000. Og það er ekki laust við að maður spyrji sig hvern- ig standi á svo dræmri aðsókn í ljósi þess að báðar fengu glimrandi dóma hjá gagnrýnendum. Gæti það stafað af því að áhorfendur séu hættir að taka mark á gagnrýnend- um þegar kemur að íslenskum myndum? Gætu menn hugsað sem svo að íslenskar myndir fái hvort eð er alltaf góða dóma? Verðum við gagnrýnendur ekki að hætta að taka á íslenskum myndum með silkihönskum? Er það ekki að sýna sig að kvikmyndagerðarmenn græða ekkert á oflofmu? Ef við segðum sannleikann um slæmu myndirnar myndu áhorfendur kannski leggja við hlustir þegar við bendum þeim á góðu myndirnar. Og svo segir mér hugur að heildarað- sóknin yrði ekki verri fyrir vikið. Heimild: PriceWaterhouseCoopers KU.UUU 70.000 00.000 50.000 40.000 Fimm nýjustu myndírnar 81.000 30.000 20.000 10.000 Fjöldi L- 120.300 16.700 5.900 7.400 gesta Myrkra- Fíaskó 101 Reylqavík Ungfrúin góða Englar EÉkSi höfðinginn og Húsið alheimsins Ijósi þessara aösóknartalna kemur þaö vart á óvart aö Anna Marfa Karls- dóttir kvikmyndaframleiöandi skuli telja þaö óraunhæft aö gera ráö fyrir mefra en 20.000 áhorfendum á heimamarkaöi - annaö væru óskynsamlegir viöskiptahættir. Filmundur sýnir Last Night: Heimsendir um aldamót Næsta mynd kvikmynda- klúbbsins Filmundar heitir Last Night (1998) og fjallar um heimsenda. Þetta er mynd um viðbrögð fólks gagnvart þeirri vissu að heimur þeirra sé að far- ast. Leikstjóri myndarinnar er Don Mc Kellar og er hann jafn- framt höfundur handrits auk þess sem hann fer með aðalhlut- verk myndarinnar. Sem dæmi um þá hylli sem hann nýtur í heimalandinu má nefna að hon- um er jafnan lýst sem óskabarni kanadískrar kvikmyndagjerðar. Last Night er mynd sem örvar huga og hjarta og sýnir fram á fáránleika mannlegra við- bragða. Fyndni án fáránleika, spenna án sprenginga, tragík án yfirdrifni og fegurð án væmni. Sýningar verða í Háskólabíói fimmtudaginn 6. júlí og mánu- daginn 10. júlí klukkan 22.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.