Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
r>v
9
Rekstraraðilar við Þingvallavatn töpuðu miklu vegna lokaðra vega um helgina:
Við förum fram
i á skaðabætur
- segir framkvæmdastjóri Nesbúðar - ekkert að gera í Þjónustumiðstöðinni
Rekstraraðilar Nesbúðar,
Þjónustumiðstöðvarinnar á
Þingvöllum og a.m.k. 3-4
aðrir aðilar sem stunda við-
skipti við Þingvallavatn
hyggjast leita réttar síns
gagnvart því að þeir töpuðu
miklu rekstrarfé þegar veg-
ir voru lokaðir að þjónustu-
stöðum þeirra - án sérstaks
fyrirvara til þeirra sjálfra -
á meðan Kristnihátíð stóð
um helgina. Framkvæmda-
stjóri Nesbúðar segir að
málið sé þegar í skoðun hjá
lögfræðingum og fari örugg-
lega fyrir héraðsdóm verði
honum ekki bættur hund-
ruða þúsunda króna skaði.
Júlíus Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Kristnihátið-
ar, segist álfarið vísa þess-
um erindum til ríkislög-
reglustjóra. Það embætti
hefði ákveðið að loka vegun-
um.
„Við ætlum að fara fram
á skaðabætur. Auk þess er
þetta mikill dónaskapur. Ég
las um þetta í bæklingi að
allar leiðir til mín yrðu lok-
aðar á meðan hátiðinni
stæði. Menn höfðu ekki svo
mikið sem fyrir því að
hringja í okkur og láta vita,“ segir
Hörður Ingi Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Nesbúðar að Nesja-
völlum, þar sem fjölsótt kaffihlað-
borð eru m.a. á sunnudögum. Þá,
eins og á laugardag, voru bæði
Grafningsvegur og Nesjavallavegur
lokaðir almennri umferð.
Þóra Einarsdóttir, rekstraraðili
Þjónustumiðstöðvarinnar á Þing-
völlum, sagði í samtali við DV í gær
að fyrstu helgina í júli kæmi yfír-
leitt um 10 prósent af rekstrarfé
stöðvarinnar inn. Þetta væri fjöl-
sóttasta helgin fyrir utan verslunar-
mannahelgina. Fyrir síðustu helgi
DV-MYNDIR ÞÖK
Tapaði hundruðum þúsunda um helgina
Hörður Ingi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesbúöar, segir engan hafa tilkynnt sér um
að loka ætti öllum leiðum að veitingabúð hans við Nesjavelli meðan á Kristnihátíð
stæði. Hann hafí fyrir tilviljun séð það í bæklingi.
höfðu girðingar hins vegar verið
reistar við þjónustumiðstöðina
þannig að viðskiptavinir komu nán-
ast ekki á staðinn. Þóra sagði eins
og Hörður að henni hefði aldrei ver-
ið tilkynnt um lokun að stað sínum
af neinum - hvorki Kristnihátíðar-
nefnd né lögreglu.
„Ég ætla að leita réttar míns,“
sagði Þóra.
Þegar DV spurði Júlíus Hafstein
hvort það væri óviðeigandi að aðil-
ar sem undirbúa hátíð mánuðum
saman fyrir hundruð milljónir
króna hefðu samband með einhverj-
um hætti við þá sem mest snúast í
rekstri við Þingvallavatn sagði
hann:
„Ég visa þessu alfarið á ríkislög-
reglustjóra.“
Jón Bjartmarz, talsmaður ríkis-
lögreglustjóra, segir að þarna hafi
lögreglan verið að framfylgja
ákveðnu umferðarskipulagi.
„Þetta skipulag hafði verið lagt
fyrir forsætisráðuneytið og það
samþykkt þar - það skipulag sem
umferðamefndin lagði til. Ef fólk
telur sig hafa orðið fyrir skaða
verða lögfræðingar að vinna úr því
og slíkt verður sótt með hefðbundn-
um aðferðum," sagði Jón. -Ótt
Fréttir
Bara lottóbíllinn í heimsókn
Við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum á meðan Kristnihátíð stóð.
Ekkert að gera.
HJ0LAB0RÐ
gadsM.].1.!
MEÐ SKUFFUM
F4C0M-Plastbakkar Oruggur staður fyrir
fyrip Öll verkfæri «C0M verkfœrin.
* og allt á
sínum stað!
..það sem
fagmaðurinn
notar!
i S 0 I. i s
0
r
ArmúU 17, lOB Reykjavík
Sími: 533 1334 fax.- 5GB 0499
StértetlM
vegna opnunar á einum glæsilegasta sýhingarsal í Evrópu á stillanlegum rumum!
Þú eyðir 1/3 hluta
ævinnar í rúminu!
Með því einu að snerta takka getur þú
stillt rúmið í hvaða stellingu sem er.
Með öðrum takka færð þú nudd sem
þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið
þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér.
Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er
allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks
slökun og þannig dýpri og betri svefni.
...gerðu kröfur um
heilsu & þægindi
Einnig fylgir öllum einbreiðum,
stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í júlí.
prffffff f§tmm Éffl'
ffefra
RAMi
)
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477
Opib: Món. - fös kl. 10-18