Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 DV_____________________ Útlönd Helmut Kohl Fylgiö hrynur af kanslaranum fyrrverandi. 70 prósent vilja afsögn Kohls Sjö af hverjum tíu Þjóðverjum vilja aö Helmut Kohl, fyrrverandi Þýskalandskanslari, segi af sér þingmennsku samkvæmt skoðana- könnun sem birt var í gær. Sjálfur hefur Kohl sagt að gagnrýnin gegn honum komi frá lítilli klíku stjórn- arandstæðinga. Fylgi Kohls hrynur einnig meðal stuðningsmanna Kristilega demó- krataflokksins. 48 prósent þeirra vilja að hann segi af sér. Þeir eru færri sem vilja að hann sitji áfram á þingi. Kohl kemur á ný fyrir rannsókn- amefnd þingsins í dag. Þegar kansl- arinn var yfirheyrður í síðustu viku neitaði hann að segja hverjir hefðu gefið í leynisjóði Kristilega demókrataflokksins. Hann kvaðst heldur ekkert vita um hundruð þúsunda skjala sem eytt hefur verið úr tölvum stjómarskrifstofu hans. Sakar CIA um yfirhylmingu Joyce Horman, ekkja Bandaríkja- mannsins Charles Hormans, sem var myrtur í valdaráni Pinochets í Chile 1973, sakar bandarísku leyni- þjónustuna CIA um að hylma yfir eigin þætti í morðinu. Ekkjan segir að sex skjöl sem CLA gerði opinber séu mjög ritskoðuð og að leyniþjón- ustan haldi enn eftir tíu skjölum. Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af 550 skjölum sem tengjast dauða tveggja Bandaríkjamanna og hvarfi hins þriðja á valdatíma hers- ins í Chile 1973 til 1990. „Annað hvort halda þeir eftir skjölum eða gerðu ekkert til að rannsaka hvarfið," segir ekkjan. Kveðjustund Selnum Pappo, sem var bjargaö alvarlega særöum á strönd í Úrugvæ fyrir hálfu ári, var sleppt í hafiö í gær. Á kveöjustundinni brá einn björgunarmannanna á leik meö Pappo. Breskar hersveitir í eftirlitsferðum um Belfast: Tilfinningaþrungn- asta augnablikið Nærvera hermannanna Fidel Castro Kúbuforseti sagði í ræðu í gær að heimkoma Elians litla Gonzalez hefði verið tilflnningaþmngnasta augnablik lífs síns. í ræðunni, sem Castro hélt við athöfn til heiðurs foður Elians, Juan Miguel Gonzalez, bar hann deiluna um forræðið yfir Elian og lausn hennar saman við aðra mikilvæga atburði eins og byltinguna á Kúbu 1959 og misheppnaða innrás Bandaríkjanna í Svínaflóa 1961. Kvaðst Castro aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum tilfinningum og þegar hann sá Juan Miguel og Elian litla stíga út úr flugvélinni sem fluttti þá heim frá Bandaríkjunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Castro tjáði sig opinberlega um málið frá því að Elian litli sneri heim í siðustu viku. Við athöfnina í gær var faðir Elians sæmdur orðu. Castro heiðrar föður Elians Heimkoma Elians var tilfinningaþrungnasta augnablikiö í lífi Kúbuforsetans. Orkan er komin í Gra farvoginn og það munar um minna B'NUS Orkuboltarnir Pison og Andrés Magnússon na ganga í dag kl. 5. kiptavinir fá fría áfyllingu. Grafarvogsbúum býðst nú mikil búbót, nýsparileið - í Spöngina, þarsem Orkan hefuropnað bensínstöð við verslunarmiðstöðina. Leitaðu ekki langtyfir skammt eftir ódýrasta kostinum. Því að borga 4-5kr. meira annarsstaðar fyriralveg einsbensín? ÞAÐ MUNAR UM MINNA dro ur gotuoeirðunum Breskar hersveitir voru sendar út á götur Belfast á Norður-írlandi í fyrsta sinn í tvö ár í gærkvöld til að bæla niður óeirðir harðlínuafla úr röðum mótmælendatrúarmanna. Mikill fjöldi lögreglu og her- manna á götum úti varð til þess að minna varð um óspektir í gærkvöld en næstu þrjú kvöld á undan. Mót- mælendatrúarmenn eru ævareiðir yfir þeirri ákvörðun yfirvalda að banna þeim að ganga um hverfi kaþólskra á sunnudag. Breski herinn tilkynnti í gær- kvöld að hermenn yrðu sendir út á götur á óróasvæðunum á Norður-ír- landi eftir að yfirlögregluþjónn hér- aðsins, Ronnie Flanagan, varaði við því að harðlínumenn mótmælenda væru að undirbúa sprengjutilræði og vopnaðar árásir. Eldar loga í Belfast Ung stúika gengur hjá logandi bifreið eftir óeiröir mótmæienda í Belfast. Friöarferlið á Norður-írlandi er nú í enn meira uppnámi en áður. Svo virtist sem þokaði í rétta átt þegar samstjórn kaþólskra og mót- mælenda var endurreist fyrir skömmu. Óeirðimar í gærkvöld voru nær eingöngu bundnar við Belfast þar sem sjónarvottar segja að bensín- sprengjum hafi verið varpað á lög- regluna. Þá var bifreiðum stoliö og kveikt í þeim. Óeirðalögregla í brynvörðum bif- reiðum stökkti sextíu grímuklædd- um unglingum í grjótkasti á flótta í hverfi mótmælenda nærri miðborg Belfast. Unglingamir höfðu áður rænt strætisvagni. Bresk stjómvöld, stjórnmála- menn á Norður-írlandi og leiðtogar kirkjunnar hvöttu til stillingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.