Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 27
35 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 DV Tilvera Eye of the Beholder frumsýnd í Stjörnubíói: Heillaður af morðkvendi Ashley Judd Hún þráöi hlutverk Joönnu og fékk þaö á endanum. Leikstjórinn Stephan Eliiott var efins í fyrstu en segir hana koma stórkostlega út á tjaldinu. Eye of the Beholder er sálrænn spennutryllir Ewan McGregor leikur persónu ófíka öllu ööru sem hann hefur áöur túlkaö. Brussugangur eldri mynda víkur fyrir firrtri yfirvegun. gegnum hvers lags rafeindabúnað. Þegar hann síðan sér Joönnu Eris (Ashley Judd) verður ekki aftur snú- ið. Hann tekur að fylgjast með henni hvert sem hún fer og býður þannig hættunni heim. Ewan McGregor þekkjum við úr myndum sem Shallow Grave, Train- spotting, A Life Less Ordinary, Vel- vet Goldmine og The Phantom Menace. Yfirleitt leikur hann fjör- mikla karaktera en annað er upp á teningnum núna - hann leikur róleg- an maður sem heldur sig fjarri glaum samfélagsins. Enda segir leik- stjórinn, Elliott, hafa sérstakt yndi af því að nota leikara í persónutýpur sem þeir hafa sjaldnast sést glima við. Lengst gengur þó leikstjórinn með Jason Priestley, Brandon Walsh úr 90210, sem leikur nú illmenni af verstu gerð. Upphaflega vildi Elliott svo fá leikkonu yfir fertugt í hlutverk Joönnu en þær voru einfaldlega ekki tilbúnar að ganga jafnlangt og hlut- verkið krafðist. Judd sóttist mjög eft- ir hlutverkinu og gaf Elliot á endan- um eftir - en segist ekki sjá eftir því. Eye of the Beholder er sálrænn spennutryllir, uppfullur af óvæntum atburðum. Hann verður frumsýndur á morgun í Stjörnubíói. Leikstjórmn Stephan Elliott (The Adventures of Priscilla Queen of the Desert) segir bók rithöfundarins Marc Behm, sem myndin byggir á, hafa gripið sig samstundis. Hann var heillaður af því hvernig „góði gæinn“ féll fyrir „illmenninu“ og áhorfendur sömu- leiðis gegn eigin vilja. Aðalpersónan, Augað (Ewan McGregor), er eftir- litsmaður sem sam- félagslega firrtur fylgist með sam- borgurum sínum í The Skulls í SAM-bíóunum: Dularfullt leynifélag Leynifélög fyrirfmnast í mörgum æðri menntastofnunum Bandaríkj- anna. í The Skulls segir frá einu slíku en völd þess eru næstum tak- markalaus. Það hefur á stefnu- skránni að móta leiðtoga framtíðar- innar en að minnsta kosti þrír for- setar Bandaríkjanna voru meðlimir. Einungis þeim allra bestu er hleypt inn. Einn þeirra er Luke McNa- mara. Það er hinn geðþekki Joshua Jackson úr þáttunum Dawson’s Creek sem leikur Luke. Þar er um að ræða afburðanámsmann við menntaskóla þeirra ríku. Hann er aftur á móti sjálfur ekki mjög efnað- ur og þarf að vinna fyrir sér með því að þjóna skólafélögum sínum til borðs. Þykir honum það heldur slæmt auk þess sem hann hefur ekki efni á að fara í góðan háskóla í lögfræðinám. Til að bæta gráu ofan á svart þykir moldrikum foreldrum kærustu hans, Chloe (Leslie Bibb), hann ekki verðugt hjúskaparefni. Það er því ekki að ástæðulausu að Luke tekur tilboði Höfuðkúpanna um inngöngu opnum örmum enda lofa þeir honum bæði fjármunum og fyrirgreiðslu. Eitt skyggir þó á en það er mót- staða herbergisfélaga hans Will Beckford (Hill Harper) sem leggur stund á blaðamennsku. Will gengur til liðs við félagið undir folsku flaggi - hann ætlar að varpa ljósi á raun- verulegan tilgang þeirra. Hefur það skelfllegar afleiðingar sem fær Luke til að hugsa sinn gang. En er það ekki of seint? Leikstjórinn Rob Cohen (The Rat Pack, Daylight, Dragonheart) og handritshöfundurinn John Pogue (U.S. Marshals) lofa því að hér sé ekki um dæmigerða unglingamynd að ræða heldur áleitið verk sem spyr lykilspuminga um lýðræði í Bandaríkjunum. Myndin verður frumsýnd á morgun í Bióborginni, Kringlubíó og Nýjabíói Akureyri og Keflavík. Aöalpersóna The Skulls á flótta Myndin fjallar um óhugnanlegt leynifélag viö bandarískan menntaskóla. BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Kjalarnes, Árvellir í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi að Árvöllum á Kjalarnesi. Gert er ráð fyrir að auk núverandi húss megi reisa innan til- greinds byggingarreits: allt að 300m2 vistheimili, 250m2 áhaldahús og geymslu, 180m2 starfsmanna- bústað auk gróðurhúss, tengiganga og skjólveggja. ÍSelásbraut 109, Seljaskóli í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóðar Seljaskóla. Lóðirnar nr. 6 og 8 við Viðarás sameinist skólalóðinni og skóla- bygging stækki um u.þ.b. 1500m2. Laugarnes, deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi Laugarness. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 -16:00 frá 5. júlí til 2. ágúst 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 16. ágúst 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir. _________wmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.