Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 Tilvera lí f iö Ljósmyndir, mál- verk og skúlptúr I gær opnaði Tómas Lemarquis, nemi í myndlist- ardeild Listaháskóia Isiands, sýningu á Ijósmyndum, mál- verkum og skúlptúr í Gallerí Geysi. Sýningin er sett upp á vegum Hóps Fólks - Lista- verksmiðju, fjöllistahóps sem samanstendur af nem- um og er styrktur af Rpykja- vík menningarborg og ITR. Klúbbar__________________________ ■ UPPHITUW Á THOMSEN UDPhitun á Thom- sen í kvöld. Ýmir + Sweet Chilli hita þig upp fyrir helgina. Alla fimmtudaga eru 5 Carlsberg á 1500kall. Krár_____________________________ ■ í SVÖRTUM FÖTUM Á SPORTKAFFI Hljómsveitin í svörtum fötum leikur f kvöld á Sportkaffi og er búist viö leiftrandi stemningu eins og hún er þekkt fyrir. Meistarinn er nýtt lag þeirra félaga sem ætti aö vera farið f spil- un á útvarpsstöðvunum og hafa drengirnir lof- aö aö þaö fái að hljóma f kvöld. Fólk er ein- dregið hvatt til að mæta því hljómsveitin er þekkt fyrir aö sleppa ekki út án þess aö hafa stigið sporin. ■ UÚR Á CAFÉ ROMANCE Lifandi tónlist er öll kvöld á Café Romance með enska píanó- leikaranum og söngvaranum Miles Dowley frá 20-1. Kabarett_________________________ ■ ALPJÓPLEGI USTAHÓPURINN STOMP í HÁSKÓLABÍÓ STOMP er alþjóölegur hópur listamanna sem fariö hefur um heiminn og vakiö gfgantfska lukku. STOMP notar hvorki hljóðfæri né texta, dansar ekki né syngur en heldur samt uppi stanslausu stuði f tvo klukkutíma. Hljómsveitin leikur á næstum hvaö sem er, ber, blæs og skapar ótrúlega hljóðveislu úr pottum og pönnum, öskutunn- um, hjólböröum, slöngum og vatnskönnum. STOMP veröur hér til 9. júlí og verður meö 8 tónleika á tímabilinu. Miðasala er f Skifunni í Kringlunni og á Laugaveginum. Frekari upplýs- ingar- www.stomponline.com. ■ PJÚPA LAUGIN Á ASTRÓ Á fimmtudags- kvöldum er Djúpa laugin tekin upp á Astré. Þetta er stefnumótaþáttur sem sýndur er f beinni útsendingu á Skjá einum. Sagan segir að búsiö sé ódýrt (jafnvel ókeypis) og frfksjó- iö sé algjört. Ekkert er eins gaman og aö horfa á fólk gera sig að fífli. Opnanir _________________________ ■ LANDBÚNAÐUR í LAUGARDAL Landbún- aöur er lifsnauösyn er yfirskrift sýningar um fslenskan landbúnaö við aldahvörf sem hald- in verður f Laugardal á sama tfma og Lands- mót 2000. Sýningin er vöru- og þjónustusýn- ing sem á aö varpa Ijósi á mikilvægi landbún- aöar ( nútímaþjóðfélagi. Áhersla er lögö á aö kynna nýjar búgreinar og sýna nýja tækni sem landbúnaöurinn hefur tekiö f þjónustu sína. Bíó______________________________ ■ FILMUNPUR Næsta mynd Kvikmynda- klúbbsins Fllmundar heitir Last Night (1998) og fjallar um heimsenda. Þetta er mynd um viöbrögö fólks gagnvart þeirri vissu að heimur- inn sé aö farast. Leikstjóri myndarinnar er Don McKellar sem er jafnframt höfundur handrits, auk þess sem hann fer meö aöal- hlutverkiö. Myndin er sýnd f Háskólabíél í kvöld klukkan 22.30. Sport ___________________________ ■ LANPSMÓT 2000 j VIÐIPAL Landsmót 2000 er alþjóölegt hestamannamót sem verö- ur haldiö I fyrsta skipti á Vfölvöllum í Reykja- vík. Þar verða sýnd bestu kynbótahross lands- ins og fremstu gæöingar Islands etja kappi saman. Fariö veröur í 2000 hesta hóprelö og slegiö upp dansleik. Aögangur verður ókeypis fýrstu dagana. SJá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is DV * Frú Engler er að koma í 25. skiptið til íslands: Islandsvinur nr. 1 - sem veit fátt betra en að ferðast um fjöll og firnindi Það eru 22 ár síðan Gertrude En- gler frá Munchen í Suður-Þýska- landi fór í sína fyrstu ferð til íslands og í ár er hún að koma í 25. skiptið hingað tii lands. Nafnbótin „íslands- vinur“, sem veitt er af minna til- efni, á því vel við hina fótfráu frú Engler sem er 79 ára og veit fátt betra en að ferðast um fjöll of fim- indi og finna angan af íslensku fjallalofti. Frú Engler hefur í nær öll skipt- in, sem hún hefur komið hingað til lands, ferðast með sama hópnum. Þessi hópur er misbreytilegur að stærð, skipaður 10-16 mönnum, sem eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á íslandi og njóta þess að koma hingað aftur og aftur. Hópurinn er undir dyggri leiðsögn Harðar Erlingsssonar sem hefur stýrt frú Engler og félögum í nær öllum ferðum þeirra hingað til lands. Hörður talar um þennan ákveðna hóp sem „tilraunahópinn" sinn sem nýtur þess vafasama heið- urs að prófa hin ýmsu hótel og staði á undan öllum öðmm og áður en Hörður ákveður að gera staðinn að föstum viðkomustað. Þetta kunna meðlimir hópsins hins vegar vel að meta og það eykur á ánægjuna að sögn Harðars. Smitaðist af pabba Þegar blaðamaður DV sló á þráð- inn var hópurinn staddur við Skóg- arfoss og hafði þá nýlokið 12 kíló- metra göngu. Blaðamanni lék for- vitni á að vita hvað hefði dregið frú Engler hingað til lands þegar hún ákvað að halda í sína fyrstu ferð til íslands. „Pabbi hafði lesið mikið í nor- rænum bókmenntum og ég hafði séð myndir héðan og líkaði and- rúmsloftið," segir Engler sem síðan byrjar að rekja ferðir sínar hingað til lands af þýskri nákvæmni. Allt frá því er hún kom í fyrsta skiptið einsömul, þá með vinkonu, síðan með bílaleigubíl, o.s.frv. Að sögn er frú Engler mikil úti- vistarkona og hefur m.a. gengið mikið um Alpana. Til Reykjavíkur eða annarra þéttbýlisstaða leitar hún ekki sérstaklega þegar hún kemur hingað til íslands heldur drífur sig svo að segja beint upp á fjöll enda liggur hugurinn þangað. Hörður bætir inn í: „Margir ís- Bíógagnrýni Blómarós Höröur Erlingsson færöi frú Engler 25 rósir í tilefni af því aö hún er aö koma í sína 25. ferö hingaö til lands. lendingar skilja ekkert í því hvað alltaf er verið að drattast með túrista um fjöll og fímdindi og sjá ekki fjölbreytileikann í íslenskri náttúru." Þegar frú Engler er innt eftir því hvort hún hafi undirbúið næstu ferð sína hingað til lands stendur ekki á svörunum því það hefur hún svo sannarlega gert. „Auðvitað," segir Engler sem heldur mest upp á Vestfirði og Austfirði af öllum stöð- um á landinu. -KGP Háskóiabió - Sweet and Lowdown: ★★★■< Næstbesti gítarleikarinn I síðustu kvikmyndum sínum hef- ur Woody Allen verið mislagðar hendur og stundum hefur maður haft það á tilfinningunni að snilli- gáfan væri horfin. Sweet and Lowdown sannar þó eftirminnilega að svo er ekki og er hér um að ræða bestu kvikmynd Allens í langan tíma, einstaklega lifandi og grá- glettna kvikmynd um mann sem ööram þræði er snillingur en á hinn bóginn sjálfselskur drykkjubolti sem traðkar á tiifínningum ann- arra. Sweet and Lowdown gerist á fimmta áratugnum. Emmet Ray (Sean Penn) er af flestum talinn mesti gítarsnillingur Bandaríkj- anna og hann er í engum vafa um að hann sé snillingur en viðurkenn- ir fyrir sér og öðrum að einn sé fremri, sígauninn Django Rein- hardt. Og Django er rauði þráður- inn í lífi hans og eini maðurinn sem hann lítur upp til, aðrir eru aðeins til afnota. Skrautlegur lífsferill Rays er rakinn í gegnum nokkra sögu- menn sem segja sögur af honum, sannar og lognar, eins og reyndin er um þjóðsagnapersónur. Ray heillar fólk með leik sínum, hann er kven- samur, drekkur sig fullan við hvert tækifæri sem gefst og eyðir umfram tekjur. Einhvem veginn fer hann þó Hílmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir Gítarleikarinn og umboösmaöur hans Emmet Ray (Sean Penn) tekinn á teppiö af umboösmanni sínum. að því að standa í báðar lappimar. Þrátt fyrir að Ray sé frekar ómerki- legur karakter þá er hann skemmti- lega leiðinlegur og plúsinn við hann er auðvitaö sá að hann er snillingur á gítar. Sean Penn fer snilldarlega með hlutverk Rays. Það er ekki aðeins að hann nái að vera óvenjusannfærandi gitarsnillingur, heldur færir hann látbragð handanna yfir í líkamann og býr til persónu sem er skondin í út- liti og sveigjanleg í hreyfmgum. Ekki er siðri leikur Samönthu Morton í hlutverki hinnar mállausu Hattie sem verður yflr sig hrifm af Ray og býr með honum um tíma. Er samleik- ur þeirra tveggja með því besta sem sést hefur. Ég var dálitinn tíma að átta mig á hvaða persónu í kvik- myndasögunni Hattie minnti mig á, en þegar persónan kom efaðist ég ekki um að Allen og Samantha Morton hafi farið í smiðju Fellinis og fengið ýmislegt að láni hjá Giuletta Masina i La Strada. Ef það er einhver kvikmynda Woody Allens sem hægt er að líkja Sweet and Lowdown við er það Zelig. í Zelig bjó Allen til persónu sem hann flytur inn í fortíðina, set- ur inn í fréttamyndir fyrri tíma og nær upp miklum raunveruleikablæ. Sama formið er notað hér þó ekki sé lögð eins mikil áhersla á að persón- an geti verið raunveruleg. Þekktir einstaklingar, meðal annars einn þekktasti djassskríbent i heimi, Nat Hentoff, segja frá Ray eins og um raunverulega persónu hafi verið að ræða og svo er Django, einn mesti snillingur djassins, alltaf nálægur þó honum bregði aðeins einu' sinni fyrir. Woody Allen á skilið stóra rós í hnappagatið fyrir þessa bráð- skemmtilegu mynd sina. Lelkstjórn og handrit: Woody Allen. Kvik- myndataka: Zhao Fei. Tónlistarumsjón: Dick Hayman. Aðalhlutverk: Sean Penn, Samantha Morton, Uma Thurman, Ant- hony La Paglia og Gretchen Mol.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.