Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Page 7
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 I>V 7 Fréttir Umsjðn:_ Sm Garðar Örn Ulfarsson netfang: sandkom@ff.ls Sandkom Flissað að forsetanum Hin viðamikla hópreið við upphaf Landsmóts hesta- manna þótti eftir- tektarverð. Fylk- ing glæsi- og fyr- irmenna I farar- broddi reið gæð- ingum og var sveipuð skart- klæðum. Vandlátur hestamaður, sem fylgdist með, sagði suma for- ystusauðina ekki hafa komið sér fyrir sjónir sem þaulvanir hesta- menn. Þannig hafi pískur Sivjar Friðleifsdóttur staðið undan hand- arkrika hennar og verið við það að rekast í auga reiðskjóta næsta stór- mennis. En verst þóttu hestatísku- löggu Sandkoms þó reiðstígvél for- setans, Ólafs Ragnars Grímsson- ar, sem hafi verið áberandi of víð um kálfana. Hestamaðurinn segir stigvélin hafa vakið niðurbælt fliss meðal landsmótsgesta... Sádar klúðruðu málinu Það er engin verðbólga í landinu til að hafa áhyggjur af segir Davíð Oddsson, a.m.k. ekki undirliggj- andi. Davíð segir hins vegar allt vera að hækka; mat, hús, bíla- tryggingar og bensín og fmnst það stórfurðulegt. í vikunni sá hann meira að segja ljós fram undan þeg- ar fréttir bárust frá Sádi-Arabíu um fyrirhugaða framleiðsluaukningu á olíu með tilheyrandi lækkuðu bens- ínverði á íslandi einhvem tíma í fjarlægri framtíð eftir hentugleika olíufélaganna. Þetta þótti Davíð staðfesta hálfsmánaðar gömul spá- dómsorð sin mn lækkandi bensín- verð. Hann var hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu en nýjar fréttir bárast frá arabaheiminum um að ekkert yrði af framleiðslu- aukningu, hún hefði aðeins verið misskilningur fjölmiðla... Svekktur kardínáli Páfinn í Róm sendi okkur ís- ; lendingum kardí- nálann Cassidy til að vera viðstadd- ur Kristnihátíðina á Þingvöllum og fór Cassidy vin- samlegum orðum um íslendinga og íslenskt veðurfar á meðan hann dvaldist hér. Hins vegar segir heimildarmaður Sandkorns með tengsl inn í kaþólska söfnuðinn hér á landi að kardínálanum hafl mis- líkað stórum að hafa verið blekkt- ur til að leiða iðrunargönguna til minningar um íslensk fómarlömb galdraofsókna. Cassidy hafi ekki áttað sig á því að verið var að iðr- ast glæpa sem kaþólska kirkjan kom hvergi nærri enda hafi glæp- imir ekki verið framdir fyrr en löngu eftir að fylgjendur Lúthers settust að stjómartaumum kirkju- mála í landinu... Ágreiningur í Hiíðahverfinu Frásögn ljós- r— myndara af viður- r eign við Paul jÆ McCartney í Hlíða- RS hverfinu varpaði skugga á heim- sókn þess-arar M gersemi til ís- S lands. Sagan segir HjM að ljósmyndarinn hafi elt Paul þar sem hann ók með unnustu sinni frá Perlunni en Paul þá ekið í veg fyrir ljósmyndarann og hótað lífláti ef hann ekki hunskaðist úr sjónmáli. Ljósmynd- arinn varð gersamlega klumsa við þessi tilmæli og tiðindi öll og kom ekki upp orði, hvað þá að hann sinnti starfi sínu og myndaði fyrir- brigðið. Sem ofurstjaman stóð ógn- andi í fasi í seilingarfjarlægð datt ljósmyndaranum bara ein setning í hug og mælti hana af munni fram: Can I have your autograph?... Átta af ellefu sakborningum í e-töflumáli kenndu við Guðmund Inga Þóroddsson: Rúmlega 27 ára fang- elsi fyrir 3.850 e-töflur - dómari dæmir ákærðu til að greiða 6,7 milljónir fyrir ætlaðan fíkniefnagróða Átta sakbomingar af ellefu i e- töflumálinu, þar sem Guðmundur Ingi Þóroddsson var höfuðpaur, fengu í gær samtals rúmlega 27 ára óskilorðsbundna fangelsis- dóma fyrir innflutning, sölu og dreifíngu á 3.850 e-töflum á seinni hluta síðasta árs. Þeim er einnig gert að greiða samtcds 6,7 milljón- ir króna í sekt innan 4 vikna - ella sæti þeir mislöngu fangelsi. Allir þeir lögmenn sem DV ræddi við f gær, jafnt ákæruvald sem verjendur, voru á einu máli um að þeir hefðu aldrei fyrr séð dóm kveðinn upp þar sem sak- bomingum er eins skýrlega refs- að einnig með sektum eins og raun bar vitni- í dóminum í gær. Guðmundur Ingi fær þyngsta dóminn, 7 ára fangelsi og 3 millj- óna króna sekt - greiði hann ekki sektina innan 4 vikna fær hann 6 mánaða fangelsi að auki. Sumir höfðu á orði í héraðsdómi í gær að 7 ára fangelsi er jafnlöng fangelsis- refsing og Kio Briggs, maðurinn sem hann „setti upp“ árið 1998, var dæmdur i áður en hann var sýkn- aður af Hæstarétti á síðasta ári. DV-MYND TEITUR Guðmundur Ingi fékk þyngsta dóminn Þegar Guðmundur Ingi Þóroddsson gekk út úr dómsalnum í gær var búið aö dæma hann 1 7 ára fangelsi og 3 milljónir króna í sekt - fyrir að flytja inn e-töflurnar, dreifa þeim og selja. Rekja má til framferðis hans að 10 aðrir ungir menn fengu refsingar - sáyngsti 17 ára. Sveinn Ingi Bjarnason fékk 5 ára fangelsi fyrir að hafa lagt til fé og stuðlað að innflutningi á 1.850 e-töflum. Sama dóm fékk Ingi Arnarson. Báðir eru dæmdir til að greiða 1 milljón króna í sekt - ella sæti þeir 3 mánaða fangelsi að auki. Jón Ágúst Garðarsson, sem dómurinn segir að „virðist hafa verið leiðitamm' meðákærða Guð- mundi Inga“, er dæmdur í 4 ára fangelsi og er gert að greiða eina milljón króna í sekt, annars komi 3 mánaða fangelsi í stað sektar- innar. Hann tók að sér að taka við efn- um, geyma og afhenda öðrum fyr- ir Guðmund Inga. Anton Þórarinsson fékk 3 ára fangelsi og 300 þúsund krónur í sekt, Þórir Jónsson fékk 2 ára fangelsi og Hinrik Jóhannsson fékk 12 mánaða fangelsi. Aðrir fengu skilorðsbundnar refsingar. Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Sakborn- ingar munu taka sér lögbundinn frest til að taka ákvörðun um áfrýjanir til Hæstaréttar. -Ótt Veðurklúbburinn Dalbæ: Gott veð- ur í júlí DV, DALVÍK: Félagar Veðurklúbbsins Dalbæjar telja að júlí verði góður og taka fram að gott veður er ekki bara sól og sæla. Hlýtt, rólegt og vætusamt veð- ur með góðum þurrki á réttum tíma getur verið gott fyrir bændur. En júli verður hlýrri en júní og jafn- framt vætusamari, sem klúbburinn telur að sé mjög gott vegna þess hve júní var þurr og gróðrinum veitti ekki af vökvun. Það kvikna tvö tungl í júlí, það fyrra kviknaði 1. júli í vestri og tók hann tunglinu mjög vel. Samkvæmt því vona spámennimir að það end- ist út mánuðinn en hann gæti eitt- hvað breyst þann 13. júlí því þá byrja hundadagar. Ef veðrið breytist þá er meiri óvissa með framhaldið en ef hann verður áfram góður get- um við átt von á mjög góðu sumri áfram og fram yfir 20. ágúst eða alla hundadagana. Þegar var rætt um vætuna þá vildu flestir meina að hún yrði meiri seinni hluta júlímán- aðar, jafnvel í kringum 16. júlí. Hundadagamir byrja í ár á Mar- grétarmessu og oft er talað um að ef hann er vætusamur þann dag þá boði það vott haust. Þá vilja sumir meina að veðrið á Jakobsmessu 25. júlí skipti máli. Ef það er þurrt þá þá verði góð nýting á heyjum. Ef bjart sólskin er allan daginn verði næsti vetur harður og kaldur og ef rignir verði næsti vetur góður. Sagt er að oft breyti um veður um hunda- dagana og oftast öfugt miðað við dagana á undan. -hiá/HH Dæmdar fyrir nærfataþjófnað PV, AKUREYRI: Fjórar ungar konur á aldrinum 17-24 ára hafa i Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmdar fyrir þjófnað úr verslun á Akureyri sem átti sér stað fyrr á árinu. í versluninni, sem er í miðbæn- um, stálu konurnar náttkjól og nær- fotum en upp um þær komst. í hér- aðsdómi var ákveðið að fresta refs- ingu þeirra og að hún falli niður að tveimur árum liðnum haldi þær al- mennt skilorð. -gk ' Snarvitlaust > verð Kæli- og frystiskápar Takmarkað magn af pínulítið útlitsgölluðum kæli- og frystiskápum i frá AEG og Husqvarna á j \ verði sem er allt að I 50% lægra en S venjulega. ® Husqvarna Kæli- og frystiskápar • Sími 530 2800 Allt að 50% lægra verð | 'IIIH J 3SSa^5$SSSagaBs i www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.