Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000_______________________________________________________________________________________________ PV __________________________________ Útlönd Gripaflutningabíll og rúta skullu saman á Spáni: Tugir unglinga á leið I sumarbúðir týndu lífi Tuttugu og sjö manns týndu lífi þegar gripaflutningabíll og lang- ferðabíll með unglinga á leið í sum- arbúðir skullu saman nærri bæn- um Soria, um 110 kílómetra norð- austur af Madríd, í gær. Lögreglan sagði að gripaflutn- ingabill fullur af svinum hefði skyndilega farið yfir á rangan veg- arhelming og skoflið framan á rút- unni sem kom úr gagnstæðri átt. Rútan fór út af veginum við árekst- urinn og niður háan bakka. Flest fómarlambanna voru 14 og 15 ára unglingar úr tveimur fram- haldsskólum í Barcelona á árlegu sumarferðalagi. Tuttugu og tveir létust á slysstaðnum en fimm til viðbótar létust af sárum sínum eft- ir að á sjúkrahús var komið. Sjúkrabílar komu þegar á slys- stað og fluttu hina slösuðu á sjúkrahús. Margir þeirra voru al- varlega sárir. Fjölmiðlar á Spáni sögðu að mifli fimmtán og þrjátíu manns hefðu slasast. Jóhann Karl Spánarkóngur og Soffla drottning sendu samúðar- skeyti í skóla unglinganna. Erki- biskupinn í Barcelona lýsti yfir hryggð sinni vegna þessa mikla harmleiks. Einhverjir nemendur komust ekki með vegna sætaskorts. „Við vorum heppnir," sögðu þeir. Mannskætt umferöarslys á Spáni Lögregluþjónn stendur viö lík unglinga sem fórust þegar skólabíllinn þeirra rakst á gripaflutningabíl fullan afsvínum á miðhluta Spánar i gær. Tuttugu og sjö létust í slysinu, flestir 14 og 15 ára unglingar á leiö í sumarbúöir. Pínlegt fyrir fööurinn Blair meö tveimur barnanna, Euan og Katherine, í fríi 1997. Sextán ára sonur Blairs handtek- inn sauðdrukkinn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að Euan, 16 ára sonur hans, yrði að svara til saka samkvæmt lögum eftir að hafa verið handtekinn sauðdrukkinn á Leicestertorgi í London á miðviku- dagskvöld. Blair lýsti því jafnframt yfir að sonurinn væri inn við bein- ið góður krakki þrátt fyrir aö hann hefði fundist drukkinn og ósjálf- bjarga. Euan lá á grúfu og hafði ælt þegar lögreglan kom að honum. Lögreglan kallaði á sjúkrabíl en ek- ið var með drenginn á lögreglustöð. Þar sagði hann rangt til nafns, ald- urs og heimilisfangs en lögreglan fann skilríki á honum. Euan hafði verið að fagna skólaslitum með vin- um sinum á miðvikudagskvöld. Málið þykir pínlegt fyrir Blair sem fyrir stuttu lagði til að lögregl- an fengi meiri völd gegn drukknum ribböldum. Lagði Blair meðal annars til að þeir yrðu sektaðir um 100 pund á staðnum. frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. eí o n oj\n£iiLj\új\Lj\n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.