Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 Skoðun I>V Finnst þér að það ætti að herða dóma í fíkniefnamálum? Kristján Ómar Másson sjómaöur: Já, mér fyndist þaö. Trausti Bragason, starfsmaöur í prentsmiöju: Já, tvímælalaust. Óli Hallsson gæðastjóri: Ég veit þaö ekki. Þaö er ekki auövelt aö dæma um þaö. Valgerður Hallgrímsdóttir, heimavinnandi: Já. Á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. - Leiöir allra liggja í Sjóvá-Almennar. Viö, í Kardimommubæ Magnús Sigurösson skrifar:__________________________ „Við læðumst hægt um laut og gil og leyndar þræðum götur...“ segir í hinum bráðsnjalla söngleik um bæj- arfógetann Bastian og þá bræður Kasper, Jesper og Jónatan. Mér varð hugsað til þessa leikrits nú þegar fréttir báust af hinum geig- vænlegu hækkunum á bifreiða- tryggingum og bensíni. Fréttamenn i ljósvakamiðlunum fara enn „fim- um og mjúklegum höndum“ um við- mælendur sina, forsvarsmenn þess- ara þjónustugeira. Nýtt fjölmiðla- fólk tekur sífellt upp takt og tón þeirra sem yfirgefa starfið vegna lágra launa. Það notar sömu gagn- rýnislausu spurningamar og kinkar ákaft kolli til viðmælendanna með- an á spurningalotunni stendur. - Það kemur því nákvæmlega ekkert út úr öllum viðtölunum við þá olíu- félags- og tryggingafeðga. Við Reykvíkingar greiðum hæstu gjöldin. Við erum jú á áhættusvæði allra áhættusvæða og hér eru hættu- „Við eigum enga vöm, við eigum ekki einu sinni góð- viljaðan bœjarfógeta eins og hann Bastian í fyrir- myndar-Kardimommubœn- um til að kveða upp sann- gjama dóma. legu gatnamótin, um hver allir öku- menn leggja leið sína og flýta sér hvað mest yfir svo þeir megi komast til Sjóvár-Almennra til að greiða ið- gjöldin. Við kaupum mesta magn eldsneytisins samanlagt en fáum engan magnafslátt. Við verðum að sæta mati tryggingarfélaganna, hvemig þau dæma árekstrana. Við eigum enga vörn, við eigum ekki einu sinni góðviljaðan bæjarfógeta eins og hann Bastian í fyrirmyndar- Kardimommubænum tÚ að kveða upp sanngjarna dóma. Reykjavík er Kardimommubær fáránleika og fyrirsláttar, þar sem höfðingjar trygginga og olíu ganga á fund bæjarstjórans og leggja línurn- ar. Líkt og „olíubræður" er gengu á fund bæjarstjórans til að fyrirskipa að úthluta engri lóð til erlends „inn- rásarliðs" frá Kanada sem vildu ólmir komast inn á olíumarkaðinn hér. Þeir fóru þvi sneyptir og lóðar- lausir til síns heima. Og hvemig var það með EES- samninginn? - Við áttum að njóta hans, m.a. með því að geta keypt tryggingar erlendis hjá viður- kenndu tryggingafyrirtæki, en þau bjóða eins og kunnugt er miklu betri kjör á bifreiðatryggingum en hér fást. Nei, slík viðskipti ganga ekki nema gegnum umboðsmann (les: tryggingafélag) hér. Ég sé ekki annað ráð hér en að taka upp hætti þeirra bræðra í Kar- dimommubæ. Læðast hægt um laut og gil og þræða leyndar götur til þess að losna undan áþján okurs og einokunar. - Hvetja til erlendrar íhlutunar á tryggingamarkaðinum hér og það sem fyrst. Umönnun aldraðra ekki eftirsótt C.J. skrifar: Umönnun aldraðra er því miður langt frá þvi að vera eftirsótt. Mað- ur spyr sjálfan sig hvaða orsakir liggi að baki. Allir vita að umönnun aldraðra og sjúkra er hörð og krefj- andi, auk þess að vera mikið ábyrgðarstarf. Það verður aldrei hálft starf. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða og mörgum tekst vel upp í starfi með nærgætni, varkámi og hlýleik að leiðarljósi. Hér skal og minnst á starf hinna ófaglærðu, stúlkna og drengja, sem eru mest og næst öldruðum vegna ýmissar umönnunar. Þá sem fara höndum um hina sjúku og öldnu við þvotta og böð, klæða þá og mata og „Fyrir þá sjúku og öldruðu skiptir það miklu að hver einstaklingur sé tekinn á sinn sérstaka hátt. Oft þarf að beita kœnsku og rök- festu ásamt gœtni og þolin- mœði, en um leið alvöm. “ þerra tár hinna öldruðu þegar þeir komast til. Það eru sannarlega ekki bara „æðri“ verkin sem miklu máli skipta í þessum þjónustugeira. Fyrir þá sjúku og öldruðu skiptir það miklu að hver einstaklingur sé tekinn á sinn sérstaka hátt. Oft þarf að beita kænsku og rökfestu ásamt gætni og þolinmæði, en um leið al- vöru. Til þess að geta unnið þannig mega þeir sem vinna þessi störf ekki að vera í 120-150% vinnu til þess að geta lifað áhyggjulausu hversdagslífi. Þetta fólk þyrfti að geta farið í or- lofsferðir til tilbreytingar svo að það geti tekið til við starfið aftur með endumýjuðu þreki. En hvar er slíkt að fá? Allt yfirþyrmandi af peningagræðgi sem forsvarsmenn og -konur gefa fordæmi fyrir. Og hvers vegna þá ekki hinir líka? Á meðan umönnunarfólkinu eru ekki greidd mannsæmandi laun þarf eng- inn að undrast þótt störfin séu ekki fullmönnuð. Fyrr 82 þúsund kr. í 100% vaktavinnu fæst ekki starfs- fólk lengur. Ómenntuð stúlka í sjoppu ber meira úr býtum. Kamera í hverjum koppi Allir sem það hafa viljað vita hafa í mörg ár vitað að brottkast á fiski er fremur regla en undantekning. Þetta er auðvitað harðbannað en er fylgifiskur kvótakerfisins. Menn koma aðeins með verðmætasta aflann í land. Smáfiskurinn, sem minnst verð fæst fyrir, gossar því aftur í sjónn, mávum til ómældrar gleði en Hafró til hrellingar. Atferlið ruglar alla útkomu úr reiknilíkönum stofnunarinnar. Þess vegna verð- ur forstjórinn reglulega að biðjast afsökunar á ráðgjöf um hámarksafla einstakra tegunda i sjónum. En Hafróstjórinn á vini meðal sjómanna og fiskverkenda. Þeim hefur blöskrað bág staða hans og vilja því styrkja hann eftir mætti. Þess vegna hafa þeir að undaniomu játað á sig synd- ir í hrönnum. Þeir viðurkenna ýmist að hafa hent fiski í stórum stíl af skipum sínum eða keypt undirmálsfisk af sjómönnum á svörtum markaði og selt hann síðan með sama htnum. Við þessum ósköpum varð sjávarútvegsráðherr- ann blessaður að bregðast. Hann setti hausinn í bleyti og það kviknaði á perunni. Ámi mundi skyndilega eftir njósnamyndavélunum í miðbæ Reykjavíkur og á skólalóðum nokkurra skóla í borginni þar sem prakkarastrik hafa keyrt úr hófi fram. Af upptökum úr þessum njósnatækjum má sjá glæpalýðinn sem ýmist pissar utan í Jón Sig- Við þessum ósköpum varð sjávarút- vegsráðherrann blessaður að bregð- ast. Hann setti hausinn í bleyti og það kviknaði á pemnni. urðsson á Austurvelli eða teiknar skrípamyndir á skólaveggi. Dýralæknirinn góðkunni úr Hafnarfíröi ætlar að beita sama trikkinu á sjómennina. í fyrsta lagi ætl- ar hann sér að koma eftirlitsmönnum í sem flesta dalla. Hann veit þó jafn vel og sjómenn- irnir að það dugar skammt. Fleytm- við íslands- strendur eru margar. Því er það þrautalending- in að fara að hætti borgaryfirvalda í Reykjavík og njósna hreinlega um sjómennina. Því verður komið upp kameru í hvern kopp. Fram hjá al- sjáandi auga myndavélarinnar skal ekkert sleppa. Væntanlega verður apparatið í siglutré og snýst svo ekki sé undankomu auðið. Trúlegt er einnig að beintenging verði í land svo ráðuneyt- ismenn og Fiskistofufólk geti kíkt um borð í báta að vild. Þá verður varla bröndu hent og betra er að gæta sín á öðrum ósiðum. Sumir hafa kannski leyft sér, í þeirri fullvissu að þeir væru nánast einir í heiminum, að miga í saltan sjó. En ekki lengur. Viðkvæmustu líffæri gætu nefnilega blasað við i móttökutækjum í finum ráðu- neytissölum uppi á landi. Það er þó vissara fyrir ráðuneytið að hafa finu myndavélamar vatnsheldar. Fyrir utan ágjöf er al- veg hugsanlegt að einhver sjómaðurinn og dáða- drengurinn beini spjóti sínu beint að græjunni og vökvi hana lítillega - og sýni hugmyndaríkum landkröbbum þar með hug sinn. I Sundlaugunum - Brúnirnar burt og hættan sömuleiöis. Hættulegt inn- rennsli Verkfræðingur sendi þessar línur: Sagt var frá því í fréttum að hár stúlku hefði fest i stút fyrir inn- rennsli i hitapotti í sundlaug. í við- tölum við nokkra menn sem málið varðaði kom fram að enginn skildi hvernig þetta gat gerst þar sem vatnið rann inn um stútinn! Það sem gerðist var auðvitað að hárið vafðist utan um stútinn á bak við brúnina á stútnum. Þar streymir ekkert vatn út. Brúnin er breiðari en gatið á veggnum og á milli henn- ar og veggsins er væntanlega örlítið bil þar sem mannshár kemst á milli. - Takið brúnirnar af og allt sem hár getur vafist um. Svo einfalt er þetta. Evrópuumræða unglinganna Margrét Sigurðardóttir skrifar: Evrópuumræða ungliða Samfylk- ingarinnar minnir um margt á um- ræðu vinstri ungliða fyrir aldar- ijórðungi. Ungliðar til vinstri hafa aldrei haft neina trú á getu íslend- inga né einstaklingsins. Eina fram- tiðarsýn þeirra felst í að ganga inn í stór og altæk „kerfi“, líka efna- hagskerfi. Láta svo skriífinna ríkis- ins ákvarða efnahagsstærðimar, ekki markaðinn. Skriffinnarnir eru svo velviljaðir og vita hvað öllum er fyrir bestu! Á endanum kæfa skrif- finnanmir allt frumkvæði. En þessi hugsun beið skipbrot árið 1989 en henni er haldið á lífi í nokkuð breyttri mynd í EU. Hún er samt dæmd til skipbrots eins og hin fyrri og af sömu ástæðu. Eitt hefur þó bæst við umræðu vinstri ungling- anna sem er ógeðfelldara en áður, það er hinn sífrandi betlitónn. Allt mælt í styrkjum; hvað fæ ég? Hve miklum peningum eigum við rétt á? Eilífur vælutónn undirmálsmanns- ins. - Glæsileg framtíðarsýn það! Reynisvatn Kolbrún Ingvars skrifar: Rétt fyrir ofan Reykjavík er frábær úti- vistarparadís. Þarna á ég við Reynisvatn. Þama eru t.d. dýr sem börn geta skoðað og klappað óáreitt og að sjáifsögðu vatnið sjáift til að veiða í. Einnig er þetta stað- ur til þess einfaldlega að heimsækja, vera á staðnum, fá sér kaffi og njóta staðarins. Ég fer þangað sjálf frá Akra- nesi og finnst þetta hin besta afslöpp- un. Frábær staður - Hestamenn viö Reynisvatn. Myndafargan af látnum GuOrún Helga hringdi: Það er ekkert smekklegt að biðja um myndbirtingu í þrigang af hinum látnu vandamönnum og jafnvel í Qórgang. Fyrst við andlátstilkynningu, þá vegna útfarartilkynningar og svo vegna þakklætis fyrir veitta samúð. Og í fjórða sinn með eftirmælum um hinn látna. í raun er ég mjög mikið á móti jarðarfararserimoníum þeim sem hér tíðkast. Ég virði og met hvern þann látna sem hefur beðið um útfór sína í kyrrþey. En auðvitað er hverjum í sjálfsvald sett hvemig hann vill fara héðan; með stæl eða með virðuleik (“dignity") og í kyrrþey með sínum nánustu. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.