Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 11 Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Einar Már og Þorsteinn Gauti í Lónkoti Á morgun verður haldin listahátlð 1 Lónkoti í Skaga- flrði. Hátíðin verður haldin í samkomu- tjaldi staðarins, en þar verður fléttað saman ritlist, tónlist, leiklist og högg- myndalist. Páll Guðmundsson frá Húsafelli sýnir skúlptúra, Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari leikur og þrir þjóðkunnir rithöfundar, þeir Einar Már Guðmundsson, Bragi Ólafsson og Guðmundur Andri Thors- son lesa úr verkum sínum. Ólafur Jónsson staðarhaldari mun flytja nokkur ljóð eftir Halldór Lax- ness og söngvararnir Jóhann Már og Örn Viðar taka lagið við undirleik Guðjóns Pálssonar. Leikritið tvær konur við árþúsund verður sýnt og Sigurður Flosason leikur djass. Dag- skráin stendur frá 13.30 til miðnættis. Ekki á bæn við Þór og Freyju Eins og Frakkar sáu ísland Þjóðminjasafn íslands og Reykjavík, menningarborg Evr- ópu árið 2000, standa nú fyrir ljósmyndasýningunni ísland með augum Fransmanna 1 Hafn- arborg í Hafnarfírði. Utan Danmerkur var Frakk- land það land Evrópu sem hafði hvað mest tengsl við ísland. Frakkar voru einnig forystuþjóð í ljósmyndagerð og urðu fransk- ir ferða- og vísindamenn fyrstir til þess að taka ljósmyndir á ís- landi. Myndirnar á sýningunni eru allar frummyndir og ýmist í eigu Þjóðminjasafns íslands eða fengnar að láni frá Frakklandi. Sólmyndir steindarfræðingsins Descloizeaux frá 1845 eru elstu ljósmyndir teknar utan dyra á íslandi og eru þær alla jafna varðveittar á franska iðnaðar- safninu CNAM. „Þessar tvær myndir af Reykjavík 1845 þykja mjög merkilegar og alveg einstakt að þær séu lánaðar hingað til lands í tilefni sýningarinnar," segir Æsa Sigurjónsdóttir, höfundur bókarinnar ísland i Sjónmáli. Elsta ljósmyndatæknin er Daguerretýpurnar. Ef hægt er að lýsa ljósmynduninni þá var ljós- myndin tekin á koparplötur og síðan varð að framkvæma alla athöfhina í einu. Þaö varð að undirbúa plötuna til þess að hægt væri að taka mynd rétt áður en myndin var tekin. Smyrja plöt- una með efnunum, taka myndina og framkalla hana strax. Allt átti að gerast í einum rykk. Svo er það ekki fyrr en eftir 1880 sem koma tilbúnar plötur og þá þurfti ekki lengur að gera þetta allt samtímis." Rausnarlegir Frakkar „Á Norðurlöndum er svo lítið til af myndum teknum með þessari aðferð utan dyra að það má telja þær,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, deild- Æsa Sigurjónsdóttir og Inga Lára Baldvinsdóttir Þær hafa unniö aö Ijósmyndasýningunni ísland meö augum Fransmanna í sameiningu. Inga Lára er deildarstjóri myndadeildar Þjóðminjasafnsins en Æsa er höfundur bókarinnar ísland í sjónmáli sem kemur út hjá JPV forlagi samhliöa sýningunni. arstjóri myndadeildar Þjóðminjasafnsins. „Og þetta eru einu ljósmyndimar sem teknar eru á ís- landi. Það er sérstök rausn af Frökkum að lána okkur myndimar í tilefni sýningarinnar og það er öruggt að íslendingar fá aðeins þetta eina tæki- færi til þess að sjá þær.“ Hvenær kviknaði áhuginn á því að fara að leita uppi svo gamlar ljósmyndir? „Það em mörg ár síðan Æsa skrifaði mér bréf og viðraði áhuga sinn á þessu efni,“ segir Inga Lára. „Svo liðu fleiri ár þar til ég hafði samband við hana og hún fór að vinna sem starfsmaður hjá Þjóðminjasafninu við að skoða íslenskt myndefni í frönskum söfnum og síðan hafa verið nokkrir áfangar í því starfi. Þetta er margra ára meðganga og lokahnykkurinn er útgáfa bókarinn- ar ísland í sjónmáli og þessi sýning.“ Hvert sýnist ykkur vera áhugasvið Fransmaimanna? „Sá sem kemur hingað með herskipi franska flotans er liðsforingi og sjómælinga- maður. Hann kom hér ár eft- ir ár. Á þessum tíma voru Fransmenn famir að hafa mjög mikinn áhuga á þvl að mæla strandlengju íslands vegna þess að hér voru gjöf- ul fiskimið og það voru bein- línis kröfur uppi um að það yrðu gerðar sjómælingar á þessum slóðum. Á þessum tíma var líka algengt að ljós- myndatæknin væri notuð til þess að búa til kort.“ Höfðu þeir einhvern áhuga á því að mynda fólk? „Já, en það er meira af fólki á myndunum hjá Lacroix, vegna þess að hann dv-mynd gva var náttúrufræðingur og ferðamaður. Hann hafði mannlegan áhuga og tók myndir af fólki sem hann hafði samskipti við á ferð- um sínum um landið," segir Æsa. Hvaða erindi eiga þessar myndir við okkur? „Það er margvíslegt," segir Æsa. „Það er auð- vitað merkilegt að þessar myndir séu til, sem hlutir og sem menningarverðmæti. Frakkamir sáu ísland á ákveðinn hátt og sáu það áreiðanlega ekki eins og íslendingar þess tíma sáu það. Á þeirra myndum getum við séð fortíð okkar en það er mjög lítið til af öörum myndum til þess að sýna okkur hana.“ „Það má segja að allt efni sem menn uppgötva frá 19. öld sé gríðarlegur fengur," segir Inga Lára. „Við erum svo fátæk af myndefni frá þessum tíma. Nú er líka ansi gott tilefni þar sem Reykja- vík er menningarborg Evrópu og Reykjavíkur- myndimar eru margar á þessari sýningu.“ Mannlíf á Vestfjördum Mannlíf og saga fyrir vestan, 7. hefti í ritröðinni sem íjallar um mannlíf fyrr og nú á svæð- inu frá Bjargtöngum að Djúpi, er komið út. Meðal efnis er langt viðtal við Sig- urjón G. Jónasson, bónda á Lokin- hömram, um kristnihald á norður- strönd Amaríjarðar á fyrri hluta tutt- ugustu aldar, þar sem fjallað er um kennimenn sem komu við sögu og starfsaðstæður þeirra. Ejallað er um Jón í loftinu, sem var mjög sérstakur hleðslumaður í Dýrafirði og ham- hleypa til vinnu, en veggir sem hann hlóð stóðu misjafnlega lengi. I grein- inni Skútuöldin á Vestfjörðum eftir Helga Pálsson frá Haukadal er skútu- lífinu lýst nákvæmlega og í bókinni eru vestfirskar sagnir einnig á sínum stað. Ritstjóri er Hallgrímur Sveinsson og útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. MsanSeíS^í JviÍIWtJB Japönsk list Á morgun verður opnuð í Hafnar- borg sýning á steinskúlptúrum jap- anska listamannsins Keizo Ushio. Hann er einn fremsti steinskúlptúristi samtímans og þekktur fyrir stærðfræðileg - líf- ræn skúlptúrform sem hann vinnur aðal- lega í ýmsar granítteg- undir. Lista- maðurinn verður staddur hér á landi meðan á sýning- unni stendur og mun vinna verk í íslenskan grástein utan við vinnustofu Ljósaklifs, vettvangs fyrir skúlptúr og umhverfislist, 9.-23. júlí. Eru áhugasamir velkomnir að fylgjast með. Sýning Keizo Ushio og koma hans hingað til lands er hluti af verkefninu Japanskir listamenn og listviðburðir á vegum Ljósaklifs í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Reykjavík, menn- ingarborg Evrópu árið 2000. „Þessi sýning er fyrir mig og það fólk sem nennir að koma. Útlendingar eru hrifnir af sýningunni en Is- lendingar hafa svolítið hrist hausinn yfir henni,“ segir Haukur Halldórsson myndlistarmaður um markhóp sýningarinnar sem var opnuð um daginn í Vest-Norræna menningar- setrinu í Hafnarfirði og er haldin í samvinnu við Jó- hannes Viðar Bjarnason, eiganda Fjörukráarinnar. Þar sýnir Haukur myndir sem hann hefur rnmið út frá hugmyndum um fornt dagatal sem byggir á goða- fræði. Beinast liggur við að biðja hann að segja hvenær hann fór að hafa áhuga á hinum fornu goðum - og jafnvel svo mikinn að hann tók þau upp á sina arma sem myndefni. „Þetta byrjar sennilega í Þýskalandi 1992 fyrir al- vöru. Þá var ég að ferðast mn Þýskaland og lék þar víking með fleira fólki,“ segir Haukur. „Það var geysilega gaman að finna fyrir áhuga Þjóðverjanna þegar maður fór að tala um Edduna og foman átrúnað - ekki síst áhuga þýskrar æsku. Þá kviknaði einhvers staðar sú hug- mynd að ráðast í þetta verkefni þó að ég vissi ekkert hvernig ég ætti að nálgast það.“ Litlu síðar rakst Haukur á grein eftir Finn Magnússon um heiðið dagatal. Það vakti áhuga hans á dagatölum og þá fóru hlutimir að gerast. Hann fór að gera skissur og lagði þar meö grunn- inn að heiðnu dagatali Hauks Halldórssonar. Þýskur Hurðaskellir „Þegar ég ferðaðist um Evrópu komst ég að því að bændur í sveitum geymdu með sér visku eldri dagatala," segir Haukur. Ég fór að vinna í þvi að búa til dagatal og lagði mig fram um að grafa eft- ir upplýsingum hvar sem ég fór og ég komst að Haukur Halldórsson myndlistarmaður Haukur heldur um þessar mundir sýningu á heiönu dagatali og myndum sem hann hefur unniö út frá því. Sjálfur segist hann vera hundheiðinn. mörgu áhugaverðu. Meðal annars því að jóla- sveinarnir eru ekki séríslenskt fyrirbrigði. Á þýsku hét 6. desember „dagur Sindra“ smiðs, þess sem smíðaði hamar Þórs. Á þessum degi höfðu Þjóðverjar þann sið að búa til litla hamra og hengja þá utan á dyrastafina hjá sér. Ef það var ekki gert þá sagði sagan að þór lemdi utan húsið og skeOti hurðum.“ Og þá fór áhugi Hauks að vakna fyrir alvöru. „Næturnar fyrir jól hétu goðanætur, jóla- vættanætur, eða jólasveinanætur. Enda eru jólin stórhátíð heiðinna manna; hátíð ljóssins. Kristn- ir halda líka jól vegna þess að Gregoríus páfi hafði rænu á því að segja við sína trúboða: „Alls ekki taka hátíðirnar af þeim heiðnu, heldur gerið hátíðimar kristnar." Þegar Haukur hafði unn- ið við dagatalið um hríð opnaðist leiðin inn í mynd- irnar og hann fór að mála myndir fyrir hverja viku í árinu. Þar fór dagatalið að tengjast goðunum og stjörnumerkin þeirra voru ekki fiskar og hrútar, held- ur var fiskurinn Þór og hrúturinn Óðinn. „Á stjörnuhimninum eru goðin á fleygiferð um allan himininn og Yggdrasill er vetrarbrautin.Urður og Verðandi og Skuld sitja svo og úthluta hverjum ein- staklingi sína dagsrún og skapa þeim örlög. Forfeð- urnir voru snjallir og sögðu: þín rún er ofin í ör- lagateppi sem skarast einnig rúnum foreldra, vina og annarra. Samverk- andi þættir skapa persónu- leikann." Forn átrúnaöur merki- legrl - Hvað með þig? Ert þú heiðinn? „Já, hundheiðinn,“ segir Haukur og glottir við. „Ég hef ekkert við þessa sandalatrú suður frá lönd- um að gera. Ég er eiginlega eins trúlaus og nokkur maður getur verið, en það má þó ekki misskilja á þann veg að ég sé á bæn við Þór og Freyju. Öll trúarbrögð eru búin til af mönnum og með daðri við hin fornu goð er ég bara að skemmta mér, því margar af sögunum eru húmorískar og stórmerkilegar.“ - Fórstu á Kristnihátíð? Nei, ég hef voðalega lítinn áhuga á þessu kvaki þeirra. Mér þykir hinn forni átrúnaður mun merkilegri og þjóðlegri. Við eigum menningu okkar og rætur í Evrópu, en því hættir okkur til að gleyma. Langar þig að læra að syngja? Ingveldur Ýr söngkona heldur söngnámskeið fyrir byrjendur dagana 8. og 9. júlí. Námskeið- ið eru ætluð byrj- endum á öllum aldri og veitir innsýn inn í helstu grannatriði í söng, raddbeit ingu og tónlist. Kennd verða grunnat riði í söng, öndun og heilbrigð líkams staða ásamt einfóldum raddæfinum. Einnig verða fyrstu skrefin i tónheyrn og nótnalestri kynnt. Engin fyrri reynsla er nauðsynleg til þátttöku og lögð er áheyrsla á sem aðgengilegasta kennslu svo nemendur hafi fyrst og fremst gaman af því að kynnast eigin rödd og þeim ótrúlegu möguleikum og krafti sem röddin hefur að geyma. Upplýsingar í sima 898 01 08.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.