Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 28
44 Bíógagnrýni M:i-2 - Háskólabíó, Laugarásbíó, Bíöhöllin og Borgarbíó Akureyri ★★Á MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 DV Tilvera . Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is 1 Ati.ð .* —k;.ijiivi _ ijna: Glæsileg landafunda- og kristnihátíð á Grænlandi: Grænlenski biskupinn kom í veg fyrir fjölda- brúðkaup - þegar Þjóðhildarkirkja var vígð að við- stöddum forseta íslands og Danadrottningu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Margrét Þórhildur Dana- drottning og Jónatan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjóm- arinnar, voru fremst í flokki þegar Þjóðhildarkirkja var vígð í Bratta- hlíð á Grænlandi um helgina. Vígsla kirkjunnar var liður í landafundahátíð á Grænlandi sem stóð cdla helgina þar sem menn minntust afreka Eiríks rauða og Leifs heppna, sonar hans, svo og kristnitökunnar á eyjunni grænu. Að sögn viðstaddra fóru hátíðar- höldin vel fram og tókust vel í hvi- vetna. Þjóðhildarkirkja er nefnd eftir Þjóðhildi, móður Leifs heppna og eiginkonu Eiríks rauða, sem T'% * . / 1 BjörnÆ Ris hæst í hasarnum s Það er búið að bíða lengi eftir henni þessari. Sumarið hefur verið óvenjumagurt af hasarsmellum og margar myndir valdið vonbrigðum. M:i-2 er vinsælasta myndin það sem af er árinu í Bandaríkjunum og mun vafalaust ná miklum vinsældum hér- lendis sömuleiðis - enda allt lagt und- ir í markaðssetningu hennar. Hvort sprengipúður leikstjórans John Woo standi undir snyrtipúðri auglýsinga- herferðarinnar er vafamál. Ethan Hunt (Tom Cruise) er kallað- ur heim úr fríi af yfirmanni sínum (Anthony Hopkins). Ástæðan er sú að starfsbróðir hans, Sean Ambrose (Dougray Scott), hefur svikið málstað- inn og náð hættulegri veiru á sitt vald. Til að komast að fyrirætlunum hans hefur Ethan upp á gamalli kær- ustu Sean, hinni ægifógru Nyah (Thandie Newton). Þau fella hugi saman og því einkar erfitt fyrir Eth- an að senda hana í gin ljónsins sem hann neyðist þó til. Smátt og smátt Dougray Scott, Richard Roxburgh og William Mapother „Dougray Scott stelur senunni en hann er frábær sem illmenniö Sean Ambrose og Richard Roxburgh stendur sig sömuleiöis vel sem hans hægri hönd. “ koma í ljós óhugnanlegar fyrirætlan- ir Sean og veröa Ethan og félagar að taka á öllu sem þeir eiga svo miiljón- ir manna liggi ekki í valnum. Leikstjórinn John Woo er öðrum fremri í útfærslu hasaratriða um þessar mundir og grefur M:i-2 ekki undan orðstír hans hvað það varðar. Vandamálið er aftur á móti að hasar- atriðin eru of fá og framan af ekki í samhengi við atburðarásina (t.d. kappakstur Ethan og Nyah í byrjun sem hefur engan tilgang nema að koma að hefðbundnum bUahasar). í stað hasarsins er rómantíkin í brennidepli en hún ristir ansi gnmnt. Hin ágæta leikkona Thandie Newton fær úr litlu að moða meðan fókusinn er á Tom Cruise sem er sem sniðinn i hlutverk Ethans, en Woo og mynda- vélin daðra við hann við hvert tæki- færi. Engu að síður er það Dougray Scott sem stelur senunni, en hann er frábær sem Ulmennið Sean Ambrose, og Richard Roxburgh stendur sig sömuleiðis vel sem hans hægri hönd. Áhersla Mission: Impossible þemasins á ofurtækni heldur einnig aftur af hasarlist John Woo. Hvað eft- ir annað eru menn að fikta í tölvum og öðrum tólum og þegar á líður fer manni að leiðast þófið. Annað slagið koma síðan magnaðar senur sem slíta af sér hömlur hefðbundins HoUywood-hasars. Dúfurnar hans Woo eru á sínum stað og undir lokin reynir hann að sameina hasarinn ást- inni og náttúruöflunum. Og þótt það takist nú ekki fyUUega á hann skUið lof fyrir aö reyna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef Woo hefði ekki búið við Mission: Impossible okið hefði niðurstaðan orðið betri mynd. M:i-2 er ein albesta myndin í kvik- myndahúsunum um þessar myndir. Hvort það er lof um myndina eða áfeUisdómur yfir úrvalinu í kvik- myndahúsunum, sem fer síminnk- andi, skalt ósagt látiö. Leikstjórn: John Woo. Handrit: Robert Towne. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Thandie Newton og Dougray Scott. DV-MYNDIR JOHN RASMUSSEN Með kross á brjósti Minnisvaröi um Leif heppna afhjúpaöur á Grænlandshátíöinni sem öörum þræöi var haldin til aö minnast kristnitökunnar á eyjunni grænu og Leifur heppni var forgöngumaöur um. A fremsta bekk Hinrik prins, Margrét Danadrottning, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Is- lands, Kristjana Guömundsdóttir og eiginmaöur hennar, Jónatan Motz- feldt, voru fremst í flokki meöal hátíöargesta í Brattahlíö um helgina. fyrstur norrænna manna nam land á Grænlandi. Grænlenski biskupinn varð þó að Gestum heilsað Inúítar á kajökum fagna íslendingi, víkingaskipinu sem lagöi upp frá íslandi fyrir skemmstu með stefnuna á Grænland líkt og foröum. grípa í taumana og beita embættis- valdi sínu til að koma í veg fyrir fjöldabrúðkaup í nývígðri Þjóðhild- arkirkju því fjöldi hjónaefna hafði óskað etir að fá þar blessun prests i hjónaband á þessum hátíðardegi og var fjöldi þeirra þvUíkur að raskað hefði hátíðardagskrá ef eftir hefði gengið. Varð þar með draumur margra heimamanna um hjóna- vigslu inúíta og norræns einstak- lings, í ÞjóðhUdarkirkju á vígslu- degi, að engu. Veður var gott í Brattahlíð um helgina en heiðursgestir klæddu sig í takt við stað og stund og var Margrét ÞóðhUdur Danadrottning til að mynda í grænlenskum viðhafnarbún- ingi, Hinrik prins, eiginmaður henn- ar, í sjóðliðsforingjabúningi og forseti íslands í ljósri uilarpeysu og dún- úlpu. Formaður grænlensku lands- stjórnarinnar var hins vegar í jakka- fotum og íslensk eiginkona hans, Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, í skinnjakka og siðbuxum. -EIR : . ' V ■ VATNAFRÆÐIRAÐSTEFNA UM STORFLOÐ Alþjóöleg vatnafræðiráð- stefna um stórflóö sem ber heitið „The Extremes of the Extremes" v verður haldin á Grand Hótel Reykja- * vík á næstu dögum. Ráöstefnan er styrkt af innlendum og erlendum aðilum og er í samstarfi viö Reykja- vík menningarborg 2000. Nánari upplýsingar má finna á www.os.is/vatnam/extremes2000. Sirkusinn kominn norður Norölendingar! í dag er Jan Ketil aftur á Akureyri meö sinn frækna Cirkus Agora.Hin víöfræga Liubow Gorbachova sýnir það besta úr hefö húlahringja en þess má til gamans geta aö hún er frænka Gorbatsjovs. Rússnesku trúðarnir lori og Leona skemmta gestum auk fjólda annarra ótrúlegra llstamanna. Sýn- ingin hefst kl. 20. Sveitin______________________ > ■ STgP I STÖP Konúr rífa af sér fötin og karlar naga eyru sín þegar Stoö í Stöö hefst á ný eftir árshlé. Dagskráin er sniðin fyrir alla fjöl- skylduna. Jón Gnarr sýnir fram á að hann var einu sinni nörd, Skriöjökl- arnir spila fyrir trylltum dansi ásamt Agli Ólafssyni, slegið verður upp harmoníkuballi, þrjár stöðfirskar unglingahljómsveitir koma fram, haldin dvergveiðikeppni, leiktæki sett upp fyrir börnin, grillað og sung- ið á Græna bala, gönguferðir farnar um nálæg fjöll og dali, útimarkaður starfræktur, spiluð knattspyrna o.fi. Tryggt er að veðrið verður gott þessa helgi enda er alltaf blíða á * Stöðvarfirði, líka þegar hann rign- ir.Stjað í Stöð var fyrst haldin árið 1996 til að fagna hundraö ára versl- unarafmæli staðarins og hefur hátíð- in öðlast fastan sess í lífi Stöðfirð- inga. Nafnið er valið til heiðurs og varnar þeim vanmetna framburði Austfirðinga, flámælinu. Opnanir ■ GALLERÍ UST Nú stendur yfi'r '' sýning á verkum Vögnu Sólveigar Vagnsdóttur í Gallerí List, Skipholti 50d. Síðast hélt Vagna sýningu í Gallerí Fold og þá seldist allt upp. Hún er sjálfmenntuö. Þessi sýning er frábrugðin síðustu sýningu því nú er Vagna komin með stærri verk en síðast ásamt nokkrum öðruvísi hlut- um sem hægt er að hengja upp á vegg, suma hverja. ■ GALLERÍ0HLEMMUR.IS Ásta Þórisdóttir opnar myndlistarsýning- una „Milli vita“ í Garöskagavita i dag kl. 14. Ásta sýnir á öllum hæð- um vitans innsetningu með Ijós- myndum, skúlptúrum og málverkum. Sýningin er unnin út frá hughrifum úr fjólda vita vítt og breitt um landið. Vitinn er gerður að trúarlegri bygg- ingu, kirkju sem hýsir vangaveltur um leitina að hamingjunni út frá hjónabandinu, bæði hinu veraldlega, og sem trúarlegri táknmynd. ■ ÍSLENSK GRAFÍK Ljósmyndæ samsýning Evu Jiménez Cerdanya og Alexöndru Litaker stendur nú yfir í húsi íslenskrar grafíkur, Tryggva- götu 17 (hafnarmegin). Eva er myndlistarmaður frá Spáni en I dag er hún búsett í New York. Hún stundaði nám í bókmenntum við Universitat Autonoma de Barcelona og svo Ijósmyndun í International Center of Photography í NY. Alex- andra er líka myndlistarmaður en hún er Bandaríkjamaður sem býr hér á íslandi. Hún stundaöi nám í bók- menntum við Columbia University í NY og kvikmyndun í Rlm Video Arts. Fundir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.