Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 n>v Fréttir Kynjaskipting á Laufásborg: Foreldrar í uppnámi - stefnunni kúvent án samráðs „Ég hef haft samband viö Dagvist bama út af þessu. Ég vil síst af öllu leggja það á bamið mitt að byrja í leikskólanum eftir sumarfrí í nýju umhverfi, með nýjar fóstrur og helmingur félaganna farinn; það er að segja allar stelpurnar," sagði Kristín Ólafsdóttir, ein af foreldrum barna í leikskólanum Laufásborg í Reykjavík en þar tekur nýr leik- skólastjóri til starfa um miðjan næsta mánuð sem aðhyllist Hjalla- stefnuna svokölluðu í uppeldismál- um sem þekkt er úr Hafnarfírði og byggir á aðskilnaði kynjanna í leik- skólanum. „Ef ég hefði viljað að Breytingar á Laufásborg Foreldrarnir þurftu aö lesa um breytingar á uppeldismálum barna bamið mitt ælist upp við Hjalla- stefnuna hefði ég sett það í leikskól- ann Hjalla í Hafnarflrði. Nú á að skella þessu á í Laufásborg án nokk- urs samráðs við okkur foreldrana. Stefnunni er kúvent og við þurfum að frétta það með því að lesa DV,“ sagði Kristín sem telur sig tala fyr- ir munn fjölmargra foreldra bama á Laufásborg. Nýr leikskólastjóri á Laufásborg kemur af einkarekna leikskólanum Ósi við Bergþórugötu og heitir Sól- rún Ólafsdóttir. Sólrún sagði í DV á dögunum að hún aðhylltist kenning- ar og starfsaðferðir Margrétar Pálu Ólafsdóttur í leikskólanum HjaUa í Hafnarflrði en þar hefir Margrét Pála unnið brautryðjendastarf í upp- eldismálum með því að aðgreina kynin í leik og starfi á leikskólanum. „Ég vinn eftir ákveðnum uppeld- iskenningum og hyggst halda því áfram,“ sagði Sólrún í DV. „Ég hef mikla reynslu og veit hvað ég er að gera.“ Kristín Ólafsdóttir og aðrir for- eldrar barna í Laufásborg hyggjast þó ekki taka böm sin af leikskólan- um vegna breytinganna: „Það er of seint að gera það núna. Hefðum við vitað þetta fyrr hefðu margir vafalaust hugsað sitt ráð. Nú reynum við Hjallastefnuna og sjá- um hvað setur,“ sagði Kristín Ólafs- dóttir. -EIR Verkfalli Sleipnis frestað til 12. ágúst: Uppgjafartónn kominn í menn - segir Óskar Stefánsson Ákveðið var í gær að fresta verkfalli Sleipnis- manna til 12. ágúst næstkomandi. Óskar Stefánsson sagði í sam- tali við DV í gær að ákveðið hefði verið að bregða á þetta ráð þegar fyrirséð var að ekki fengist lausn í deilunni á laugardag. Með þess- um hætti væri ekki hægt að saka Sleipnis- menn um það að reyna að ganga að ferðaþjón- ustu landsins dauðri. „Þaö er vonandi að menn eigi auðveldara með aö ná saman nú þegar engin spenna er i mönnum. Það er aldrei að vita nema að þetta verði til þess að við eigum auðveld- ara með að semja.“ Óskar sagði að hann hefði heyrt því fleygt fram að einhverjir væru að hugsa um að hætta í greininni sökum launamála smna, „enda ekki skrýtið þegar menn eru með um 90 þúsund krónur i mánaöarlaun eftir 15 ára starf. Ég veit þó með vissu að nokkrir menn eru að hugsa um að segja upp hjá sínum fyrirtækjum og reyna að ganga til liðs við eitthvert af þeim 15 fyrirtækjum sem hafa þegar gert samning við Bifreiða- stjórafélagið Sleipni." Heimildamaður DV innan Samtaka at- vinnulífsins reiknaði með þvi að þetta verk- fall og aðgerðir Sleipn- ismanna yrðu þeim dýrkeyptar. „Það kom glögglega í ljós í dómi héraðsdóms 14. júlí að Sleipnir hef- ur staðið í ólöglegum aðgerðum á meðan á verkfalli þeirra hefur staðið. Þeir mega vænt- anlega reikna með því að nú fari að rigna yfir þá skaðabótakröfum frá atvinnu- rekendum sem hafa orðið fyrir tjóni sökum þessa. Það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem farið yrði í mál við þá og þeir þyrftu aö borga bæt- ur. Síðasti aðilinn til þess að gera það var Sæmundur á Akranesi og hafa þeir passað sig á því að sneiða hjá honum í þessu verkfalli." Þórir Garðarsson frá Allrahanda segir að ekkert hafi breyst í deil- unni og að staðan sé alveg óbreytt. „Vonandi tekst deiluaðilum að ná saman nú á meðan á frestun verkfallsins stendur. Þó hefur ekk- ert breyst og atvinnurekendur eiga ekki meiri peninga til þess að greiða laun þann 12. ágúst, nema síður sé.“ -ÓRV Óskar Stefánsson. Verkstæðl eyöilagöist I eldi Eigandi bílaréttingaverkstæöisins, Sævar Pétursson, sést hér standa inni í ónýtu verkstæöinu viö plastbátinn sem einnig eyöilagöist í etdinum. Bílaréttingaverkstæði í Njarðvík: Tveir menn slasast í gas- sprengingu og eldsvoða Tveir menn um tvítugt slösuðust alvarlega í gassprengingu og bnma sem varð á bifreiðaréttingaverk- stæði að Fitjabakka í Njarðvík um hádegi á laugardag. Mennimir tveir voru inni á verkstæðinu, Bílarétt- ingu Sævars Péturssonar, er spreng- ingin varð. Þeir voru lagðir inn á Landspítal- ann við Hringbraut með annars stigs brunasár en eru þó ekki taldir í lífshættu. Verkstæðiö er algerlega ónýtt eftir eldsvoðann, sem og þrír hílar og einn plastbátur sem voru á verkstæðinu. Að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ er enn óvíst um hvemig gaslekinn kom til en málið er í rannsókn. -SMK Árekstur milli hópferðabíls og vörubíls Harður árekstur hópferðabfls og vikurflutningabíls með tengivagni varð við bæinn Krók austan við Þjórsá um tíuleytið á sunnudags- morgun. Báðir bílamir voru á aust- urleið og að sögn lögreglunnar í Rangárvallasýslu virðist sem rútan hafi beygt í veg fyrir flutningabíl- inn. Tuttugu og einn erlendur ferða- maður var í rútunni og mesta mildi þykir að einungis tveir þeirra slös- uðust litiUega. Voru þeir fluttir með sjúkrabfl á sjúkrahúsiö á Selfossi. Ökumenn beggja bUanna sluppu ómeiddir en báðar bifreiðarimar eru mikið skemmdar. Annar hóp- ferðabUl kom og sótti farþegana sem ómeiddir voru. Veginum var lokað með lögreglu- bUum sem lögðu með blikkandi ljós- um þvert á veginn beggja vegna slysstaðarins á meðan á björgunar- aögerðum stóð. Að sögn lögreglunn- ar í RangárvaUasýslu virðist hins vegar sem sumir landsmenn hafi engan skilning á vegamerkingum sem þessum því ökumenn tróðu sér fram hjá báðum bUunum og óku í gegnum slysstaðinn. -SMK Ægisíöa eba Ægissíöa? Viö Ægisíðuna eru nokkur skilti meö nafni götunnar. Þeim ber hins vegar ekki öllum saman um hvernig rita á nafniö. Viö húsiö númer 129 ergat- an sögö heita Ægissíöa en hiö rétta er aö nafniö er Ægisíöa eins og stendur á götuskiltinu sem meöfylgj- andi mynd sýnir. Veðrid í kvriM I Sól3rfcm?,ur og sjarvarfrifí REYKJAVlK AKUREYRI Sólariag í kvöld 23.00 23.30 Sólarupprás á morgun 04.10 03.30 Síödegisflóö 19.18 22.45 Árdegisilóö á morgun 07.32 10.48 Shýj'togsj' á vsöwlíiksmm *°''VINDÁTT NDSTYRKUR i metruin á sckúndu 10°. -io: Nr0ST hhðskírt O o LETTSKYJAÐ HALF- SKÝJAO SKYJAÐ ALSKYJAÐ Bjartviðri Gert er ráö fyrir suðvestanátt, 5 til 10 m/s, en 10 til 15 m/s norðan- og vestanlands um kvöldið. Bjartviöri veröur á Norður- og Austurlandi en skúrir í öörum landshlutum. RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA 9 [ 1 ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF* RENNINGUR ÞOKA m. nftír VöÍu'JJJil Af skýjum Það verða líklegast flákaský sem viö sjáum þegar þykknar upp um helgina. Það eru mjög algeng ský hérlendis, svipuð netjuskýjum en mynda þó samfelldari skýjabreiðu sem er lægra á lofti og dekkri á köflum. Þá eiga líklega eftir aö sjást skúraský sunnan- og vestanlands en þaö eru mjög háreist ský, sem geta náö frá lágskýjahæð upp til veörahvarfa. Rigning eða skúrir Á morgun er gert ráð fyrir 10 til 15 m/s en heldur hægari vindi austanalnds. Rigning eða skúrir veröa sunnan- og vestanlands en bjart veöur á norðaustanveröu landinu. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi. ðfiövíted! Vindur. Hiti 9°til 18 sSSHfŒisfciui 111 Vindur: Hiti 9°til 18 Su&vestlæg átt. Skúrlr vestanlands, en léttskýjafi á austanver&u landlnu. Hlýjast austanlands. Áframhaldandl su&vestanátt, meö dálítllll súld su&vestan- og vestanlands. BJart og hlýtt annars sta&ar. Su&vestanátt, me& dálftllli súld suövestan- og vestanlands en björtu og hlýju ve&ri annars sta&ar. AKUREYRI skýjaö 18 BERGSTAÐIR alskýjaö 19 BOLUNGARVÍK skýjaö 15 EGILSSTAÐIR 17 KIRKJUBÆJARKL. rigning 13 KEFLAVÍK súld 12 RAUFARHÖFN alskýjaö 19 REYKJAVÍK úrkoma í grennd 13 STÓRHÖFÐI tignlng og súld 11 BERGEN léttskýjað 20 HELSINKI skýjaö 18 KAUPMANNAHOFN skýjaö 20 OSLÓ STOKKHÓLMUR þokumóöa 15 ÞÓRSHÖFN skýjaö 12 ÞRÁNDHEIMUR alskýjafi 12 ALGARVE hei&skírt 30 AMSTERDAM skúr 16 BARCELONA skýjaö 22 BERLÍN skýjafi 20 CHICAGO léttskýjað 20 DUBLIN skýjaö 15 HAUFAX jxika 15 FRANKFURT skýjaö 16 HAMBORG skýjaö 18 JAN MAYEN rigning 6 LONDON skýjaö 16 LÚXEMBORG skúr á síö. kls. 13 MALLORCA skýjaö 25 MONTREAL léttskýjaö 18 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 12 NEW YORK þokumö&a 20 ORLANDO þokumóða 24 PARÍS 13 VÍN rlgnlng 14 WASHINGTON þokumóöa 19 WINNIPEG léttskýjaö 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.