Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 Fréttir I>V Tekið a fakeppn inni í haust Ertu sátt við skýringar stóru tryggingafélaganna sem öll hafa hækkað iðgjöld ökutækjatrygg- inga um u.þ.b. 30 prósent? „Ég er mjög ósátt við að trygging- arnar þurfi að hækka svona mikið. En það er frjáls verðmyndun í land- inu þó ákveðnar reglur gildi sem þessi fyrirtæki þurfa að vinna eftir. Eftirlitsstofnanir sem heyra undir þetta ráðuneyti eru að fara yfir þessi mál. Fjármálaeftirlitið er meðal ann- ars að fara yfir röksemdir trygginga- félaganna. Samkeppnisstofnun fylgist hins vegar með því hvort um ólög- legt samráð um verðmyndun sé að ræða. Þessar stofnanir hafa ákveðið hlutverk og ég hef lagt mikla áherslu á sjálfstæði þeirra. Þó þær heyri undir þetta ráðuneyti þá er þeim ekki fjarstýrt héðan heldur vinna þær samkvæmt lögum.“ EES til bjargar neytendum Harðri gagnrýni um verðsamráð hefur einnig verið beint að oh'ufé- lögunmn. „Við höfum tekið þá ákvörðun að vera sjálfstæð þjóð og búa í þessu landi. Auðvitað þarf alltaf að fara að lögum og reglum en það er hættara við fákeppni í fámenni. Samkeppnis- stofnun hefur ekki verið nægilega sterk. En í vor voru samþykkt ný „Ákveðnum hluta þess fjármagns sem verður til við sölu ríkisfyrirtœkis verði veitt til byggða- mála. “ samkeppnislög og ég geri mér vonir um að eftir að þau taka gildi í haust muni neytendur verða varir við það með því að samkeppnisyfirvöld hafa meiri möguleika til þess að grípa inn í þegar ástæða er til að koma í veg fyrir fákeppni. En lögin eru ekki ís- lensk uppfinning heldur er það EES- tilskipun sem gerir það að verkum að við erum knúin til að setja þessi lög.“ Ertu hlynnt því að verðmyndun á matvörumarkaði sé könnuð sér- staklega af yfirvöldum? „Já, og ég beitti mér fyrir því í ríkisstjórn að farið verður i sérstaka rannsókn á þessu og er reiknað með því að niðurstaðan liggi fyrir í haust. Það sýnir sig að hátt gengi krónunn- ar gagnvart evru hefur ekki skilað sér í matvöruverði á íslandi og það er óeðlilegt. Eins eru uppi miklar sögusagnir, sem eru ekki síst sprottnar frá íslenskum iðnfyrirtækj- um, um óeðlilega viðskiptahætti sem felast í hótunum og ýmsu sem ekki er eðlilegt." Gallar á sameíningu ríkisbanka Hvenær heldur sala á hlut ríkis- ins í ríkisviðskiptabönkunum áfram? „Það hefur ekki verið ákveðið. Fyrst ekki náðist að móta stefnu um þetta fyrir þinglok í vor höfum við sumarið til að móta framtíðarmark- mið fyrir bankakerfið. Þar eru ýmsir möguleikar. Einn er sá að halda áfram að selja bankana. Annar möguleiki er að sameina þá. Það er stefna stjómvalda að hagræða í bankakerfmu og má segja að þar hafi ákveðin hagræðing átt sér stað þegar FBA og íslandsbanki voru sameinað- ir. Sameining Landsbanka og Búnað- arbanka er í sjálfu sér möguleiki en þar er líka bent á að það bjóði upp á ákveðna fákeppni á þessum markaði vegna þess að þá yrðu hér tveir stór- ir bankar starfandi með gríðarlega stóran hluta af markaðnum. Þriðji möguleikinn er að styrkja bankana hvorn fyrir sig og mætti hugsa sér að það yrði gert með erlendri eignar- aðild.“ Þörf á spákaupmennsku Telur þú þá að ekkl eigi að sam- eina Landsbankann og Búnaðar- bankann? „Ég hef ekki útilokað það en bara bendi á að þetta er ákveðin hætta sem er til staðar. Við þekkjum þetta varðandi tryggingafélögin, olíufélög- in og matvöruna." Krónan hefur veikst verulega að undanförnu. Ertu sátt við hlutverk ríkisviðskiptabankanna í þeim við- skiptum? „Það þarf ákveðin spákaup- mennska að eiga sér stað, það er ein- faldlega eðli frjáls markaðar. Mér finnst ekki hægt að gagnrýna við- skiptabankana fyrir þeirra fram- göngu í sambandi við þetta mál en auðvitað er það mjög óhagstætt hvernig þróunin hefur verið núna varðandi krónuna." Umhverfisáhrif kísilgúr- vinnslu óljós Hvers vegna er gefið grænt Ijós á námagröft í Syðriflóa í Mývatni þegar íslenskar rannsóknir sýna að kísilvinnslan er skaðleg um- hverfinu? „Mývatn hefur verið rannsakað mjög mikið og þar ber ekki öllum rannsóknum saman. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé sannað að Kísilgúrverksmiðjan skaði lifríkið. í því hafa verið sveiflur en að það hafi verið vegna verksmiðj- unnar er ósannað mál þó ég útiloki það ekki. Verksmiðjan er gríðarlega mikilvægt atvinnutæki fyrir byggð- arlagið og þegar engan veginn er hægt að sanna að hún skaði lifríkið er ekki verjandi að skella í lás og hætta. Það er talað um það að nátt- úran eigi að njóta vafans og það eru Yfirheyrsla Garöar Orn Ulfarsson og Jón Trausti Reynisson blaðamenn ýmsir sem halda því fram en svo eru líka aðrir sem halda því fram að vegna vatnsins verði að dæla úr því - að ef ekki hefði verið dælt úr Ytri- flóa þá væri hann að miklu leyti ekki vatn í dag.“ Hagsmunir starfsfólks ráða ekki Hefur einhver fimmtán starfs- manna Byggðastofnunar sagst ætla að flytja með stofnuninni á Sauðárkrók? „Mér er ekki kunnugt um það. Ég veit að starfsfólkinu hefur verið boð- ið starf við stofnunina á Sauðárkróki og það hefur mánuð til að hugsa sig um. Auðvitað vona ég að fólkið flytji sem flest með stofnuninni.“ Hvaða afleiðingar hefði það fyrir Byggðastofnun ef enginn starfs- mannanna eða aðeins örfáir flytja með henni? „Þetta fólk hefur unnið lengi hjá stofnuninni og hefur mikla reynslu. Það yrði bagalegt ef enginn flytur með en almennt er það nú þannig að það kemur maður í manns stað og ég vona að það verði í þessu tilfelli líka. Ég hef margoft tekið það fram að ég geri ekki lítið úr áhyggjum stars- fmanna af starfi sínu en það er ein- faldlega ekki það sem getur ráðið ferðinni í þessu.“ Eftirlitsstofnun EFTA segir alla 20 byggðastyrki Byggðastofnunar Sandkorn Nafn: Valgerður Sverrisdóttir. Staða: Iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Efni: Sameining ríkisviöskiptabankanna. á þessu ári vera ólöglega vegna ónógra upplýsinga héðan og ætlar að rannsaka styrkveitingarnar. Er þetta ekki áfellisdómur? „í bréfi sem ráðuneytinu barst frá Eftirlitsstofnuninni í apríl vegna þessa máls var ekki settur neinn tímafrestur og ráðuneytið var því í góðri trú. Við munum hins vegar hraða þessari vinnu og senda stofn- uninni umbeðin gögn eins íljótt og imnt er.“ Ekki stjórnvalda að ákveða búsetu Ertu sammála þeirri hugmynda- fræði að styrkja fáa útvalda byggðakjarna en láta aðra síður njóta aðstoðar við uppbyggingu? „Það þarf að styrkja ákveðna byggðakjarna þannig að þar sé þjón- usta á svo háu stigi að það fólk sem sækist eftir því að búa í byggðarlagi í líkingu við það sem er á höfuðborg- „Eins eru uppi miklar sögusagnir, sem eru ekki síst sprottnar frá íslensk- um iðnfyrirtœkjum, um óeðlilega viðskiptahcetti sem felast í hótunum. “ arsvæðinu eigi eitthvert val. Sterkir byggðakjarnar í öllum landsfjórðung- um, og jafnvel fleiri en einn í hverj- um fjórðungi, styrkja mjög baklandið því með bættum samgöngum er það býsna stór radíus í kringum hvem byggðakjama sem nýtur þjónustunn- ar. En það er ekki endilega verið að tala um að draga úr styrkjum heldur það að á ákveðnum stöðum er kannski ekki hægt að ganga lengra en að halda í horfinu. Ég er alger- lega á móti allri umræðu um að stjórnvöld eigi að kortleggja landið og ákveða hvar á að vera byggð og hvar ekki. Það er einfaldlega ekki hlutverk stjórnvalda heldur val ein- staklingsins." Óráðin varðandi varaformannsembætti Hvert er mikilvægasta skrefið í byggðastefnunni? „Það sem ég var að nefna en það er einnig mjög mikilvægt að byggja upp hálaunastörf á landsbyggðinni. Stjórnvöld eiga ekki fyrst og fremst að slökkva elda heldur að byggja upp störf sem vekja áhuga unga fólksins. Ef við höldum ekki unga fólkinu á landsbyggðinni þá er voðinn vís. Þess vegna mun ég beita mér fyrir því að ákveðnum hluta þess fiár- magns sem verður til við sölu ríkis- fyrirtækja verði veitt til byggða- mála.“ Næsta flokksþing Framsóknar- flokksins verður haldið í mars á næsta ári i staðinn fyrir í nóvem- ber næstkomandi eins og upphaf- lega var áformað. Þá verður flokknum valinn nýr varaformað- ur í stað Finns Ingólfssonar. Ætl- ar þú að gefa kost á þér í það embætti? „Nú er einfaldlega enn þá lengri tími til að hugsa sig um. Ég hef enga ákvörðun tekið í þessu efni og er ekkert sérstaklega að sækjast eftir þessu embætti. Ég er ákaflega sátt við mina stöðu eins og er - það er nóg að gera hér.“ ____________■Hjþsjðn: Garöar Öm Úifarssan netfang: sandkom@ff.is Fuiisaddur af Aiþingi Pétur Blöndal al- þingismaður segir í samtali í nýju aug- lýsingahefti Toyota að hann efist um að hann bjóði sig fram til áframhaldandi þingsetu. Pétur er auðvitað þekktur fiármálaspekúlant og er einn brautryðjenda í nútíma fiármálaviðskiptum hérlendis. Pétur hefur átt erfitt uppdráttar á þingi og þurft að sætta sig við endalausar pólitískar málamiðlanir og hrossa- kaup flokkssystkina sinna á kostnað hugsjóna um einstaklingsfrelsi og þar endalaust fram eftir götunum. Pétur trúir auglýsingabæklingi Toyota m.a. fyrir því að ráðherra- dómur felist í að halda tækifæris- ræður eða opna brýr ellegar taka á móti betlinefndum og finnst það ekki fýsilegt hlutskipti... Varstu aö tala viö mig? Pétur var ekki sá I eini sem úttalaði sig í Toyotabæk- lingnum því sjálfur Sigurbjörn Ein- arsson biskup er j þar í forsíðuviðtali. I Óhætt er að segja að einmitt forsíða I blaðsins, þar sem gefur að líta nefndan biskup, hafi vakið óhefta aðdáun. Ólofaðar konur, sem sumir segja algera séfræðinga í að túlka svipbrigði og jafnvel óvið- bjargandi andlitsdrætti sem einhver sérstök skiiaboð, mimu telja að með þessari mynd skipi Sigurbjöm Ein- arsson sér á bekk með mest aðlað- andi karlmönnum landsins. Það er víst eitthvað svo Clint Eastwood-legt við hinn ofursvala biskupi sem gæti verið að segja við ofurviðkvæma og brenglaða gagnrýnendur Kristnihátíð- ar: Make my day... Kanóna í sjómannadeilu Sjómannádeilan endalausa hefur ver- ið að vefiast fyrir Þóri Einarssyni rikissáttasemjara. Nú mun Þórir hafa | fengið sérlegan að- stoðarmann sér til halds og trausts í því að reyna sætta útgerðaraðalinn og sjómannastéttina. Sá útvaldi er ekkert slor enda duga víst enginn vettlingatök í þessu máli. Um er að ræða mann sem getur á hvaða andartaki sem er dregið upp fyrir deiluðaðilum mynd af þjóðhags- legum afleiðingum þeirra hugmynda sem þeir þykjast vilja hrinda í fram- kvæmd. Aðstoðarmaðurinn sérlegi er enginn annar en Þórður Frið- jónsson þjóðhagsstofustjóri.,. Vildi slá út húlahoppið Þeir frændur af Kleifaætt, Sveinn Magnús Sveins- son, hjá Plús film og Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hestafréttaritari hjá Stöð 2, fóru mikinn á lands- mótinu í Víðidal. Fæstir vissu hins vegar hvað þeir frændur á Fjalli voru raunverulega að bralla. Sveinn Magnús hefur lengi gengið með það í maganum að slá út hið fræga atriði þegar Sigurliði Ægisson hleypti brúna gæðingnum á eftir Guðlaugi á Gaddstaðaflötum á Landsmótinu 1994 og lét Guðlaug dansa húlahopp svo alþjóð engdist af hlátri. Hugmyndin nú var sú að Guðlaugur gengi i hitanum að Sleipnisbikarnum fyrir framan fimmtán þúsund manns, tæki lokið af bikamum, styngi fingri ofan í og kjamsaði mikið, lyfti síða gersem- inni og fengi sér sopa fyrir framan alla, sem veltast myndu af hlátri. Guðlaugur varð þó snögglega að yf- irgefa svæðið vegna fréttaritara- starfs síns, en áhorfendur á hesta- mótum vita hér með á hverju þeir eiga von á næsta móti...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.