Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 r>v Banaslys þegar rúta með 31 innanborðs ók á brúarstólpa og valt: Þýskumælandi prestur kallaður til sáluhjálpar - einn maður lést og 15 slösuðust Einn maður um sextugt lést og 15 slösuðust, enginn lífshættulega, þeg- ar rúta frá Hópferðamiðstöðinni ók á brúarstólpa á einbreiðri brú og valt út i ána Hólsselskíl við eyðibýl- ið Hólssel í S-Þingeyjarsýslu um tvöleytið í gærdag. í rútunni voru 27 ferðamenn frá Þýskalandi, tveir frá Austurríki og þýskur fararstjóri ásamt íslenskum bílstjóra. Rútan var að koma frá Neskaupstaö og var á leiðinni að Mývatni með ferða- mennina. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á vettvang og flutti tvo af hinum slös- uðu á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Fjórir voru sendir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Sjúkra- bílar og þyrla fóru með 11 manns til Akureyrar þar sem meðhöndluð voru beinbrot af ýmsu tagi og aðrir áverkar. Þeim sem ekki voru meö mikla áverka var ekið í rútu til Ak- ureyrar þar sem þeim var veitt áfallahjálp af starfsfólki Rauða krossins. Almannavarnanefndin á Húsavík var virkjuð um leið og af slysinu fréttist og sett var upp stjómstöð á DV-MYNDIR SIGURÐUR BOGI DV-MYND BIRGIR GUÐMUNDSSON Komlð með slasaða Tveir farþegar voru fluttir meö þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar. Ljót aðkoma Mikill fjöldi björgunarmanna hjálþuöust aö viö aöhlynningu feröamannanna sem lentu í slysinu í gær. Húsavík og vettvangsstjórn á slys- stað. Aðgerðir voru samræmdar af Almannavömum ríkisins í Reykja- vík. Bjami Höskuldsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík, var einn þeirra fyrstu sem komu á slysstað- inn. „Ástandið á vettvangi var gott miðað við aðstæður þegar ég kom að. Þarna var töluverður fjöldi ferðamanna og í þeirra hópi björg- unarsveitarmenn sem höfðu þegar unnið gott starf og náð tökum á ástandinu. Einn maður hafði misst meðvitund og var hann úrskurðað- ur látinn stuttu eftir að við komum. Óljóst er þó með dánarorsök. Ferða- mennirnir voru ótrúlega rólegir miðað við aðstæður.“ Ólöf Bóasdóttir hjá Hópferðamið- stöðinni sagði í samtali við DV í gær að allt yrði gert til þess að gera ferðamönnunum þennan harmleik léttari. „Við höfum sent á vettvang allt það þýskumælandi fólk sem við höf- um á okkar snærum, auk þess sem við höfum fengið á slysstað þýsku- mælandi prest til sáluhjálpar. Viö munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að aðstoða fólkið og ekkert verður til sparað. Okkur þykir þetta hörmulegt.“ Presturinn sem hér um ræðir er séra Ömólfur Jóhannes Ólafsson á Skútustöðum í Mývatnssveit en hann var við guðfræðinám í Þýska- landi. Ferðamennimir voru á íslandi í 12 daga pakkaferð á vegum þýsku ferðaskrifstofunnar Studiosus. Ferðamennimir komu til íslands 9. júlí og ætluðu að dvelja næstu tvo daga við Mývatn í vettvangsferöum um svæðið. -ÓRV Tugir manna unnu að björgun fólksins Komið meö fórnarlömb rútuslysslns Fjórir farþegar rútunnar sem fór út af veginum viö Grímsstaöi á Fjöllum um tvöleytiö í gær voru fluttir meö sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi. Enginn þeirra var talinn í lífshættu og eftir fyrstu skoöun sjúklinganna var ekki taliö aö neinn þeirra þarfnaöist aögeröar. Þorlákshöfn: Fólksbíl ekið í veg fyrir rútu Fólksbíl var ekið í veg fyrir rútu við Svartaskeiðsbryggju í Þorláks- höfn um hádegi á fóstudaginn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi virti ökumaður fólksbílsins ekki bið- skyldumerki. Ökumaður fólksbílsins slasaðist lítiUega við áreksturinn og var íluttur á heilsugæsluna í Þor- lákshöfn en ökumaður og farþegar hópferðabílsins sluppu ómeiddir. Fólksbillinn er talinn ónýtur en rút- an er lítillega skemmd. -SMK Loftpúðar blésust upp: Bíllinn endaði utan vegar Fólksbfll endaði um 18 metra fyrir utan veg er hann fór út af veginum í Vattamesskriðum um kiukkan 23 á laugardagskvöldið. ökumaðurinn ók á grjót með þeim afleiðingum að loft- púðar bifreiðarinnar blésust upp. Þar sem bifreiðin stöðvaðist ekki við höggið missti ökumaðurinn stjóm á henni og fór hún út af veginum og rann niður brekku. Bíllinn stöðvaðist loks á stórgrýti. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsflrði slapp ökumaðurinn, sem var í bflbelti, ómeiddur, og er bif- reiðin fúrðanlega lítið skemmd.-SMK „Menn hafa bmgðist hratt og vel við en við emm enn að vinna í slys- inu og emm því enn þá að horfa á næstu skref," sagði Sólveig Þorvalds- dóttir, framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins, í gærkvöld. Hún bætti því við að starfsfólk Almannavarna mundi fara yfir allan framgang að- gerðanna síðar. Er rúta með 31 manni innanborðs fór út af veginum við Grímsstaði á Fjöllum um tvöleytið í gærdag var hópslysaáætlun Almannavama ríkis- ins sett í gang. Lögreglustjórinn á Húsavík, sem fór með stjóm aðgerða þar sem slysiö varð í hans umdæmi, kallaði, ásamt Neyðarlínunni, út björgunarlið. Lögreglustjórinn setti einnig vettvangsstjóra á svæðið sem starfaði í nafni lögreglustjórans. Sól- veig vissi ekki hversu margir björg- unarmenn tóku þátt í aðgerðunum en ljóst er að þeir skiptu tugum. Hlut- verk Almannavama ríkisins er að skipuleggja utanaðkomandi aðstoð og flutning út úr umdæminu. Fjórir hinna slösuðu vora sendir til Reykja- víkur og allir aðrir farþegar, slasaðir og heilir heilsu, fóra til Akureyrar. Bílstjóri rútunnar er íslenskur ríkis- borgari en aðrir farþegar era erlend- ir ferðamenn. Einn maður lést í slys- inu. -SMK mmm Mesta magn fikniefna í einu Þrír menn um tvítugt hafa verið úr- skurðaðir í mánaðargæsluvarðhald vegna gruns um flutning á átta kílóum af hreinu amfetamíni til landsins. Toll- verðir fundu efnið í sendingu á Ðmmtudag. Jafligildir þetta 25 kílóum af blönduðu efni sem myndi seljast fyr- ir um 90 milljónir króna á götunni. Talið er að efnið sé hluti birgða fýrir komandi verslunarmannahelgi. Stöð tvö greindi frá. Jaröskjálftar á Selfossi Jarðskjálfti upp á um 2,7 á Richter varð við Selfoss um hálfliíuleytið í gærkvöld og fannst hann greinilega. Fjórir skjálftar yfír 1 vora á svæðinu i kringum háifiiíu og varð sá síðasti tæplega 2 á Richter, klukkan 20.36. Stangast á við stjörnarskrá í kjarasamningi Bifreiðastjórafélags- ins Sleipnis er ákvæði þess efiiis að félagið hafí samn- ingsrétt fyrir hönd sérleyfis- og hóp- ferðabílstjóra á sinu félagssvæði. Héraðs- dómur Reykjavíkm’ staðfesti hins veg- ar lögbann rútufyrirtækja á þeim grundvelli að samningsréttur Sleipnis stangist á við 74. grein stjómarskrár- innar um félagafrelsi. RÚV greindi frá. Hnseyjarferjan heim Nýja Hríseyjarfeijan, sem hlotið hef- ur nafnið Sævar likt og gamla ferjan, kom til heimahafhar í gær. Ár er síðan hún átti í fyrstu að snúa til hafiiar en búist er við að hún hefji áætlunarferðir milli lands og eyjar um næstu helgi. Altari til Eyja Norðmaðurinn Ragnar Thorseth mun 19. júlí næstkomandi sigla vík- ingaskipinu Kvitserk frá Háholmen, rétt sunnan við Kristiansund í Noregi, til Vestmannaeyja. Tilgangur ferðar- innar er að minnast kristniboða sem þangað komu árið 1000 auk þess að gefa stafkirkju, þjóðargjöf Norðmanna, sem vígð verður við hátíðlega athöfii. Bilun í vél íslandsflugs Bilun varð í flugvél íslandsflugs sem var á leið til Rimini á Ítalíu í gær. Loft- þrýstingur í farþegarými féll óeðlilega mikið og því varö vélin að millilenda í Brussel. Upphaflega var farþegum tO- kynnt að um loftleka með fram hurð væri að ræða en við nánari athugun reyndist bilunin vera í einstefiiuloka framarlega undir vélinni. Áhöfnin af- réð að snúa vélinni til næsta flugvallar og var henni mjJlilent í Brassel þar sem gert var við hana. Ferðinni var svo haldið áfram 6 tímum síðar. Kallar eftir þjóöarsamstööu Ögmundur Jónas- son, fyrsti þingmaður Vinstri grænna í Reylgavík, sagðist í samtali við Dag vera mjög fylgjandi því að reynt væri að mynda breiða samstöðu í þjóðfélaginu og sátt um aðgerðir i efnahagsmálum sem koma myndi þjóðfélaginu öllu til góða. Að sögn hans litur stjómarandstaðan efiiahagsástandið, gengisfall krónunn- ar, áframhaldandi viðskiptahalla og vaxandi verðbólgu svo alvarlegum augum að hún kallar eftir þjóðarsam- stöðu til lausnar vandanum. Árekstrahrína Sannkölluð flóðbylgja árekstra hef- ur verið hér á landi að undanfómu samfara fjölgun bUa í umferðinni. TjónbUar streyma inn tU tryggingafé- laganna og kostnaður vegna tjóna hleypur á hundruðum mUljóna króna. Stöð tvö greindi frá. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.