Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 DV Byggmg^vcrktakar - Járnabindingamenn. KYNNUM „U-TIER“ SJÁLFVIRKA JÁRNBINDIVÉL FRÁ J.A.M. í JAPAN. • Auðveld í notkun. • Hraðvirk. • Vegur aðeins 2,5 kg. • Tvær gerðir (styttri og lengri gerð). Vélin hleður, vindurvirinn umjárnið og klippir, allt í sömu aðgerðinni sem tekur aðeins 2 sekúndur. Einkaumboð á íslandi: JEPPAFJAÐRIR - JEPPALOFTPÚÐAR. LO FTPÚÐAFJ ÖÐRU N I BILA - VAGNA - TRAILERA -TJALDVAGNA HÚSBÍLA - KERRUR - FELLIHÝSI O.FL. í VÖRUBÍLA - VAGNA - RÚTUR - KERRUR. FJAÐRABLÖÐ - FJAÐRAKLEMMUR - FÓÐRINGAR - SLITBOLTAR - MIÐFJAÐRARBOLTAR - GÚMMÍHRINGIR. DRATTARBEISLI A FOLKSBILA OG JEPPA frá 7.700. Vönduð vara frá Evrópu og Ameríku. GOTT VERÐ. Fjaðrabúðin Partur, Eldshöfða 10, Reykjavík. Símar 567 8757 og 587 3720. Nuddpottar í MIKLU ÚRVALI Akrýlpottar Veríi Irá kr. 99.000 Hrísmóum 4, Garðatorgi 210 Garðabæ Sími 565 9242 • 861 6167 Fax 565 9241 Veffang: www.centrum.is/abctec Netfang: abctech@centrum.is Verksmiðja í Narsaq stefnir á markaðsyfirráð: Grjóthörð samkeppni við Dani um múrsteina - og íslenskra samstarfsaðila leitað DV, NARSAO: „Við erum fyllilega samkeppnisfærir við Dani um múrsteinaframleiðslu. Það hefur tekið langan tíma að fá viðurkenningu. Við reyndum i Danmörku en á endanum leituðum við til Þjóðverja sem gáfu okkar múrsteinum háa einkunn og þar með feng- um við nauðsynleg leyfi til framleiðslunnar," segir Jakob Knudsen, fram- kvæmdastjóri og eigandi Sikublock í Narsaq, sem stjórnar verksmiðjufram- leiðslu á múrsteinum. Fram að þessu hafa Danir séð Grænlending- um fyrir múrsteinum en nú er að verða breyting þar á þar sem fyrirtæki Jakobs framleiðir 5000 múrsteina á dag. í því samhengi má nefna að í 100 fermetra einbýlishús þarf um 10 þúsund steina þannig að það tekur fyrir- tækið aðeins tvo daga að framleiða steina í eitt hús. „Danir hafa nú um 80 prósenta markaðshlut- deild en við stefnum á það að ýta þeim að miklu leyti út. Framleiðsla okkar er mun betri en sú sem Dan- ir eru að flytja hingað. Það ræðst fyrst og fremst af því að við notum granítsand sem er fima- sterkur. Þá erum við að bjóða steinana á sama verði og Danir,“ segir Jakob sem þekkir vel til íslands eftir að hafa um árabil verið vélstjóri á rækjutogurum sem lönd- uðu í Hafnarfirði og á ísa- firði. Reynsla hans sem vél- stjóri varð til þess að sjálfur hannaði hann vinnslulínuna fyrir fram- leiðsluna. Hann segist vilja færa út kvíamar og lítur í þeim efnum til Islands og Kanada. „Múrsteinar okkar henta einkar vel á köldum svæðum og eiga vel við í frosthörkum. Þeir hafa hátt einangrunargildi og það er ekki spurning að byggingaraðilar í Frumherji í múrsteinum Jakob Knudsen, framkvæmdastjóri og eigandi Sikublock í Narsaq, er stórhuga fram- kvæmdamaður sem vill ná undir sig markaöi fyrír múrsteina á Grænlandi. Hér er hann við hluta af framleiðslu sinni. Kanada og á íslandi eiga að kanna möguleika þess að kaupa af okkur. Reyndar er ég að leita að samstarfs- aðila á íslandi. Ég reikna með að koma og kynna múrsteinana á Is- landi,“ segir Jakob sem fékk hug- myndina að framleiðslunni fyrst fyrir 10 árum. Hann segir múrstein- ana henta vel á jarðskjálftasvæðum. „Vísindamenn í Kaliforníu hafa fundið leið til að byggja grunn und- ir múrsteinahús sem hentar á jarð- skjálftasvæðum. Okkur eru því allir vegir færir,“ segir Jakob. -rt Nýtt verksmiðju- hús ísprjóns - kröftug ullarvinnsla á Hvammstanga DV, HVAMMSTANGA:_________________ Nýlega var formlega vígt nýtt verksmiðjuhús ullarfyrirtækisins ísprjóns á Hvammstanga. Húsið, sem er um 1350 fm að stærð, var tek- ið i notkun í marsmánuði sl. Hjá ís- prjóni starfa rúmlega þrjátíu manns en auk söluskrifstofu í Reykjavík, sem starfar undir nafni systurfyrir- tækisins Drífu, er það með sauma- stofu á Skagaströnd. Verktakar hjá íspijóni starfa á Sveinsstöðum í Þingi og á Kross- holti á Barðaströnd. Að sögn Kristins Karlssonar framkvæmdastjóra hefur salan gengið vel undanfarið. Evrópu- markaðurinn er langdrýgstur og þar stærst Þýskaland og Noregur. Þá hefur verið selt nokkuð til Jap- ans og Bandarikjamarkaður virðist lofa góðu og vera að lifna við en minnkandi sala á þann markað var m.a. ástæðan fyrir hnignun ullar- iðnaðarins á sínum tíma. Fjölmenni var viðstatt vígslu ís- prjónshússins seinasta laugardag enda um stóran viðburð að ræða. Húnaþing vestra hefur skipað sér á bekk sem mesta ullarvinnsluhérað landsins og ísprjón er meðal stærstu fyrirtækja héraðsins. Guð- mundur Haukur Sigurðsson, stjóm- arformaður Isprjóns, flutti ávarp og séra Guðni Þór Ólafsson flutti bless- unar- og vígsluorð og naut þar að- stoðar tveggja starfsmanna ísprjóns. Það var iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir sem lagði síðan sitt á vogarskálarnar við framleiðslu ís- prjóns með því að sníða hluta úr peysu og naut við það aðstoðar Elín- ar Líndals, oddvita Húnaþings vestra. Tókst þeim stöllum það nokkuð vel. Kristinn Karlsson framkvæmda- stjóri notaði tækifærið og færði ráð- herranum ullarpeysu frá starfsfólki Isprjóns. Iðnaðarráðherra kvaðst ánægður með það frumkvæði sem Húnaþing vestra hefði sýnt í ullar- iðnaðinum og vonaði að það gengi vel og að þessi atvinnugrein eigi sér langa og farsæla framtíð. -ÞÁ/HH Dómsmálaráðherrar: Fjallað um nas- ista og vændi Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, sat fund dóms- málaráðherra Norðurlanda á dögun- um. Á fundinum var meðal annars fjallað um verslun með konur, en talið er að í heiminum sé verslað með hundruð þúsunda kvenna milli landa og þær neyddar til kynlífsstarfa. Sólveig skýrði hinum dómsmála- ráðherrunum frá nýlegum laga- breytingum á íslandi, þar sem kom- ið var í veg fyrir að nektardans- meyjar frá löndum utan Evrópu- sambandsins geti komið hingað til lands án þess að hafa tilskilið at- vinnuleyfi, sem fólki i öðrum starfs- greinum er skylt að hafa. Auk þess kynnti Sólveig rannsókn á vændi á íslandi sem sjálfstætt starfandi rannsóknarfyrirtæki hefur í undir- búningi. Niðurstaðna er að vænta í haust, sem og niðurstaðna annarrar rannsóknar sem kannar hvemig ts- land stendur lagalega séð í þessum málum samanborið við hin Norður- löndin og aðrar þjóðir. Á fundinum var einnig rætt um samhæfðar aðgerðir Norðurlandanna gegn öfgahópum sem kenna sig við hvítt vald, nasista eða kynþáttastefnu, en þeir hafa valdið talsverðum usla annars staðar á Norðurlöndum. -SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.