Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 Skoðun Spurning dagsins Ertu rómantísk/ur? Linda Rakel Jónsdóttir: Já, ég gef fótki rósir og þaö finnst mér mjög rómantískt. Sölvi Snæbjörnsson nemi: Alveg rosalega rómantískur, mér finnst gaman aö gefa rósir. Ketilbjörn Tryggvason verkfræöingur: Já, svona meöal. Mér finnst sólsetur á rólegu sumarkvöldi á íslandi meö konunni minni mjög rómantískt. Kerstin Tryggvason kennari: Já, mér finnst rómó aö vera án barn- anna og boröa kvöldverö meö róm- antísku ívafi. Hilmar Kristinsson forstöðumaöur: Alveg rosalega rómantískur, þaö er lykillinn aö ástinni aö gefa af sér. Ég uppsker eins og ég sái. Janus Afberg sölustjóri: Ekkert of hasttulega, bara svona í hæfilegu magni. Prestssetrið á Utskálum Örskammt frá hinni fallegu Útskálakirkju. Raunasaga prestsbústaðar „Og nú stendur prestssetrið líkt og tóft með neglt fyrir glugga og enn bíður ágœtur sóknarprestur eftir því að komast í öruggt húsnœði með sína fjölskyldu. “ Halldór Halldörsson skrifar:_______________________ Eftir aö hafa lesið bréf í DV sl. fimmtudag (13. júlí) um niöurníðslu prestssetursins að ÍJtskálum í Garði fmnst mér hlýða að leggia orð í belg og taka undir nauðsyn þess að úr verði bætt. - Á Útskálum hefur verið prestssetur frá árinu 1703, ef rétt er með farið, þegar séra Gísli Jónsson kom á staðinn. Síðan hafa þar þjónað margir prestar og sumir landsþekkt- ir. Þar sem ég þykist þekkja nokkuð til þar syðra er rétt að geta nokkurra staðreynda um húsið að Útskálum á seinni árum. Þegar séra Guðmundur Guðmunds- son fór frá Útskálum var farið að huga að endurbótum á prestssetrinu áður en nýr prestur tæki við. Á með- an beiö nýi presturinn (Hjörtur Magni Jóhannsson) eftir að komast í húsnæðið og drógust lagfæringar óeðlilega lengi. Þrautalendingin var að klæðning var sett utan á húsið en Hraðavarsla Grjetar skrifar: Söfnunarsjóður tryggingafélag- anna rekur tilurð sína tO ofáætlaðra tjónabóta undanfarna áratugi. í sjóð- ina hafa safnast fjármunir sem nema tugum milljarða. Ég tel að félögin hafi engan einkarétt á sjóðum þess- um, og ekki eðlilegt að þau noti þessa fjármuni að vild tii auðsöfnunar fyr- ir hluthafa sína. Fjársöfnun þessi verður til fyrir framlög ökumanna, sem greiða ið- gjöldin. Ég tel því hiklaust að öryggi í umferðinni eigi, frekar en einhver markaðsöfl, að njóta sjóðsins. Ég legg til að tryggingafélögin greiði úr sjóðn- um, að hluta til eða að fullu,-laun lög- það var engan veginn nægilegt en dýrt samt. Séra Hjörtur bjó síðan á Útskálum þar til hann fór til náms er- lendis og á meðan þurfti presta til af- leysinga. Þeir prestar sem þá komu við sögu töldu íbúðarhúsið ekki vera íbúðarhæft og annar þeirra aftók að flytja inn. Þegar séra Hjörtur kom frá námi varð hann að fara í leiguhúsnæði þar til hann fór til starfa hjá öðrum söfn- uði. Þá var núverandi prestur kosinn í sóknina, séra Bjöm Sveinn Bjöms- son, og þá loks var farið að kanna hvað hægt væri að gera. Nefhdir á nefndir ofan komu að málinu en lítið gerðist. Loks varð að ráði að allt yrði rifið innan úr húsinu. Síðan ekki sög- una meir. Og nú stendur prestssetrið líkt og tóft með neglt fyrir glugga og enn bíður ágætur sóknarprestur eftir því að komast í öruggt húsnæði með sína fjölskyldu. Á meðan hefur verið leigt húsnæði fyrir prestsfjölskylduna á að a.m.k. þremur stöðum og er fyr- irhugað að prestur flytji enn einu sinni í október nk. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra í sóknum Útskálaprests þegar ég skora á ráðamenn þá sem með kirkjustaði fara að koma málum prestsbústaðarins í höfn sem allra fyrst. Kannski hefðu sóknarböm í Út- skálasókn átt að leita beint til þess ráðherra sem fer með æðsta vald í kirkjumálum um skjóta úrlausn. Það stingur vissulega í augu að horfa á prestssetrið á Útskálum líkt og flak, örskammt frá hinni fallegu Útskálakirkju. úr sjóðum tryggingafélaga „Ég legg til að tryggingafé- lögin greiði úr sjóðnum, að hluta til eða að fullu, laun lögœslumanna, eins konar „hraðavarða“ við umferðar- eftirlit á vegum. “ gæslumanna, eins konar „hraða- varða“ við umferðareftirlit á vegum. Fram hefur komið að hvert sautján ára ungmenni valdi tjóni fyr- ir u.þ.b. eina milljón króna á þessu ári. Én hvemig fjármagna ungu öku- mennirnir bílakaup sín? Er hugsan- legt að um „bílakaupalán" frá trygg- ingafélögunum sé að ræða í flestum tilfellum? - Þannig verður til tjón- greiðsla á iðgjaldaborðinu en stór- gróði á hluthafaborðinu. Þær eru með ólíkindum ofáætlan- imar sem detta í sjóðinn og telja hluthöfunum gróða. Með næsta bil fylgir svo refsibónus fyrir ungling- inn, sem er bara bætt á næsta lán, auk lántökukostnaðar. Okkur hinum verður siðan send þrjátíu prósent hækkun. Er ekki kominn tími tO að hafa sama gjald um allt land, með sömu rökum og hjá símanum; þá var heimtað jafnrétti. - Og í lokin; Hvað ætli bilalánasjóðimir allir eigi mikla sök á viðskiptahalla íslands? Dagfari Bestir í heiminum Þeir sem ráða ferðinni hjá íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur og íþróttabandalagi Reykjavíkur hafa nú loksins uppgötvað það sem margir hafa vitað lengi, en farið leynt með af ein- hverjum ástæðum. í stórborginni Reykjavík leyn- ist efniviður í mestu afreksmenn heimsins í íþrótt- um í alveg einstökum kynstofni og nú á að kalla þá fram á sviðið og sýna umheiminum hvers þeir em megnugir. Kvennalistakonan Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem er í fararbroddi íþróttafomstunnar í höfuð- borginni, hefur margsýnt það að Kvennalistinn hefur göfug markmið þegar afreksíþróttir eru ann- ars vegar. Það kom t.d. vel í ljós fyrir Heimsmeist- arakeppnina í handknattleik sem fram fór hér á landi árið 1995, en þá hafði R-listinn, með Kvenna- listann í fararbroddi, vit fyrir þeim sem vildu byggja fjölnota íþróttahús í Laugardalnum fyrir keppnina en ákvað þess í stað að byggja útskot á Laugardalshöllina sem lengst af hefur verið tjald- að fyrir síðan. í annað skipti vildi fomsta sund- fólks á landsvísu að byggð yrði alvöru sundlaug fyrir keppnisfólk fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fóm hér á landi, en enn komu Steinunn og hennar fólk vitinu fyrir menn og byggðu heita potta við sundlaugarnar í Árbæjarhverfi. En nú blæs íþróttafomsta borgarinnar til or- Hefði ekki verið nœr að hafa þau fimm svo pláss vœri fyrir alla? ustu, og markmiðin em göfug. íþróttaiðkun í Reykjavík á eftir 10 ár að vera orðin sú mesta í Evrópu, og reykvískir íþróttamenn eiga aö þeim tíma liönum að vera orðnir þeir bestu í heimi. Það er ekkert hálfkák á þvi frekar en fyrri daginn hjá kvennalistakonunni Steinunni Valdísi, enda hefur hún sýnt það í verki um árabil að afreksí- þróttir eiga hug hennar allan, eins og reyndar annarra Kvennalistakvenna. Til að afreksmennirnir í borginni, sem eiga að vera þeir bestu í heimi eftir 10 ár, verði nú ekki að þvælast hverjir fyrir öðram á að skipta Reykja- vík upp í fjögur afrekssvæði. Heföi ekki verið nær aö hafa þau fimm svo pláss væri fyrir alla? Af- reksmennimir eiga væntanlega að vera atvinnu- menn í íþróttagreinum sínum næstu árin, og árið 2010 verða þeir kallaðir fram á svið alþjóðlegra íþrótta þar sem þeir munu raða sér í efstu sæti heimslistanna í hinum ýmsustu greinum íþrótta. Reykjavik, sem er að stærð eins og lítið úthverfi í meðalstórum borgum úti í hinum stóra heimi, verður um leið heimsfræg, sem og Steinunn Val- dís og Kvennalistinn. Væri vel ef þeir sem stjóma íþróttamálum í hinum smærri byggðum íslands settu sér svipuð markmiö. Hvers vegna hefur t.d. sveitarstjóm Skagafjarðar ekki sett sér það markmið að árið 2010 verði íþróttafólk frá Hofsósi komið í fremstu röð íþróttamanna á Norðurlöndum? Spyr sá sem ekki veit, en vantar ekki bara foringja eins og Steinunni Valdisi í Skagafjörðinn? _ n . Verndartollur á tómötum Sigurður Ólafsson skrifar: Áreiðanlega blöskrar fleirum en mér hinir geysiháu vemdar- tollar ríkisins á grænmeti. Dæmið um hollensku tómatana, sem Hollenskir forstjóri Baugs tómatar. tók í útvarpsvið- - Neytendur tali fyrir nokkru, plokkaöir meö of- sýnir okkur fárán- urtollum. legheitin. Tómat- ar keyptir inn á 55 kr. kg. Á það leggst verndartoOur u.þ.b. 190 krón- ur, síðan vörugjald og loks virðis- aukaskattur. Hér er verið að plokka neytendur með ofurtoUum og skött- um hins opinbera. Garðyrkjubændur eru líklega ánægðir, en það er ís- lenskur almenningur ekki. Dorritar saknað Kona á Hólmavík hringdi: Við hér á Ströndum vorum afar þakklát fyrir heimsókn forseta ís- lands sem nú er afstaðin. Margir söknuðu þess að hin erlenda kona, sem verið hefur fylgikona forseta í margvíslegum ferðum innanlands sem utan, skuli ekki hafa séð sér fært að fylgja forsetanum hingað. Það eyk- ur á ánægjuna og vægi embættisins að sjá forsetann með glæsilega konu sér við hlið. Sannleikurinn er sá, að mínu mati, að forsetinn ætti ekki að draga mikið lengur að tilkynna þjóð- inni hvað verður úr sambandi hans við Dorrit. Þetta er ekki einkamál forsetans úr því hann á annað borð tilkynnti sérstaklega um samband sitt við hana í upphafí. Helgi Walter, hvar ertu? Gunnar Thorsteinsson skrifar: Ég hef reynt ítrekað að ná í þennan heiðursmann sem síðast var skráður með lögheimili á Klapparstig 37, en dvalarstaður er ókunnur. - Ég þarf nauðsynlega að ná tali af þér, Helgi, vegna mála sem bíða úrvinnslu, m.a. vegna búslóðar frá því við leigðum saman íbúð. Ég hef reynt gegnum sima- númer þitt eftir að þú hafðir samband að kvöldi 10. þ.m., en án árangurs. Nú bið ég þig, Helgi, að hafa samband við mig hið fyrsta. Viti einhver um dvalar- stað Helga bið ég þann eða þá að hafa samband. Sími minn er: 864 6127. Húsió Hjarðarholt - Opiö um helgar þar til yfir lýkur. Fólk, fælar eöa þrælar Jón Grétar Hafsteinsson skrifar: Hjarðarholt, Skógarhlíð 12, er fal- legt gamalt hús, sem fyrirhugað er að rífa. Málið snýst einnig um það hvort þessi borg er fyrir fólk eða „fæla“ (enska: files) eins og undirritaður sagði við blaðamann Fókuss fyrir skömmu, en var misskilið sem „fólk eða þræla“. En þrælar em nú líka fólk, oftast ágætt lika. Segja mætti einnig; menn eða möppur. - Söguna um Hjarðarholt og nýbýlin má lesa á netfanginu: hjardarholt.eu.org - og hjardarholt.vortex.is. Málið snýst einnig um það hvort það sé óopinber stefna að hrekja úr landi það fólk sem annaðhvort getur ekki eða vill ekki kaupa húsnæði. En í Hjarðar- holti mun áfram verða opið hús um helgar, svo lengi sem mögulegt er, en líklega verður reynt aö rýma húsið í vikunni 17.- 21. júlí. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.