Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 PV________________________________________________ Útlönd Elian Gonzalez Eliart hefur dvaliö viö lærdóm í Havana undanfarnar vikur. Fidel Castro í heimsókn hjá Elian litla Fidel Castro Kúbuforseti hefur heimsótt Elian litla Gonzalez. Þetta var fyrsti fundur Castros og drengs- ins sem kom heim til Kúbu 28. júní síðastliðinn eftir sjö mánaða dvöl í Bandaríkjunum. Elian bjargaðist úr sjávarháska i nóvember síðastliðn- um undan strönd Flórída. Móðir hans og stjúpi drukknuðu ásamt fleiri flóttamönnum frá Kúbu. í yfirlýsingu, sem yfirvöld á Kúbu gáfu út um helgina vegna heimsókn- ar Castros, sagði að forsetinn hefði óskað Elian til hamingju með að hafa fengið sérkennslu í Havana til að ná skólafélögum sínum í nám- inu. Talið er að Castro hafi beðið með að heimsækja Elian þar til nú til að vera ekki sakaður um að notfæra sér fund þeirra pólítískt. Selen gegn alnæmi og krabbameini Rannsóknir sýna að steinefnið Selen kann að vinna gegn krabbameini, hjartasjúkdómum, asma, vöðvaverkjum og ófrjósemi. Rannsóknir sýna jafnframt að selen viröist geta seinkað því að alnæmi brjótist út hjá þeim sem eru smitaðir af HTV-veirunni, að því er fram kemur í hinu virta læknariti, The Lancet. Stjórnandi rannsóknarinnar, Margaret Rayman, sem starfar við háskólann í Surrey í Bretlandi, segir inntöku selens litla i Bretlandi og annars staðar í Evrópu. Rayman segir nauðsynlegt að rannsaka nánar hversu mikið selenmagn mannslíkaminn þurfi í raun. Poul Nyrup Rasmussen Danski forsætisráðherrann vill ekki tjá sig um kröfur Grænlendinga. Grænlendingar vilja aukið sjálfstæði Grænlenska heimastjórnin vill aukinn fjárhagsstuðning frá Dönum og aukið sjálfstæði. Núverandi samningar við Danmörku eru úrelt- ir, segir í nýjum drögum að samn- ingi. í kröfu Grænlendinga er jafn- framt ákvæði um að samið verði á ný um náttúruauðlindir og óháða rannsókn á öryggispólítík Dana í Grænlandi. Þessi krafa kemur fram samtímis því sem Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, reynir að ljúka samninga- viðræðum við Færeyinga um aukið sjálfstæði. Grænlendingar mun leggja fram kröfur sínar í október um leið og samið verður á ný um fjárhags- stuðning til Grænlands. Poul Nyrup Rasmusen vildi ekki tjá sig um kröfurnar við danska fjöl- miðla en hann gat þess þó að dönsk stjórnvöld væru reiðubúin að hefja samningaviðræður þegar nefndin, sem fjallar um sjálfstæði Grænlend- inga, hefði lokið störfum sínum á næsta ári. Kúariða í unglingum vegna skólamatar Breskir vísindamenn, sem rann- saka Creutzfeldt-Jacob sjúkdóminn, sem er kúariða í mönnum, telja að í ungbarnamat og mat, sem fram- reiddur er í skólum, hafi verið not- að kjöt, sýkt af kúariðu. í þennan mat voru notaðar kjöt- leifar sem tættar voru af nautgripa- skrokkum með vélum. Vísinda- mennimir telja að i þessu ódýra hráefni kunni að hafa verið mænu- leifar en mænan er sérstaklega við- kvæm fyrir kúariðu. Þessi vinnslu- aðferð var einkum notuð á níunda áratugnum. Hráefnið var notað í hamborg- ara, pylsur, skyndirétti og ung- barnamat. Böm og unglingar borða meira af skyndimat en fullorðnir og telja vísindamennirnir að þarna sé jafnvel að leita skýringarinnar á því að nýtt aíbrigði Creutzfeldt-Jacob leggst á yngra fólk. Þó svo að jafnaði líði 10 ár frá því að fólk smitast þar til sjúkdómurinn brýst út komu fram einkenni hjá tveimur yngstu fórnarlömbunum þegar þau voru 14 ára. Margir aðrir hafa veikst á unglingsaldri. Venju- legt aíbrigði af Creutzfeldt-Jacob sjúkdómnum sést sjaldan hjá þeim sem em undir fimmtugu. Flestir þeirra sem hafa veikst hafa verið á sjötugsaldri. Bresk yfirvöld hefja í þessari viku rannsókn á orsök Creutzfeldt- Jacobsjúkdómsins í þremur bæjum norður af Leicester. Á þessu svæði létust fjórir af völdum sjúkdómsins á nokkrum vikum árið 1998. Tvö yngstu fórnarlömbin þar voru 14 ára þegar einkenni komu fram. Frá 1996 hafa 67 Bretar látist af völdum nýja afbrigðisins, þar af hafa 25 látist undanfarið ár. Samkvæmt frétt breska blaðsins The Times hafa stjórnvöld fyrirskip- að rannsókn á öllum hálskirtlum og botnlöngum sem teknir hafa verið úr fólki í Leicesterskíri frá árinu 1985. Kanna á hvort fleiri tilfella er að vænta. Yfirvöld fullyrða að nafn- leyndar verði gætt. Þar til nýlega var ekki hægt að greina sjúkdóminn fyrr en sjúklingurinn var látinn, að því er The Times greinir frá. Helsti sérfræðingur Breta í Creutzfeldt-Jacob sjúkdómnum, doktor Robert Will, sagði í gær í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Sky að það væri synd hverslu lítils böm og unglingar neyttu af lamba- kjöti. Kapphlaup Fjórtán fílar tóku í gær þátt í fyrsta fílakapphlauþinu í Evrópu. Hlaupiö fór fram á veöhlaupabraut nálægt Berlín í Þýsklandi. Hlauþiö var í tilefni 50 ára sjálfstæðisafmælis Indlands. www.romeo.is Stórglæsileg netverslun meö ótrúlegt úrval af unaösvörum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Frábært úrval myndbanda. Frábær verö, ótrúleg tilboð. VW Golf, f.skrd. 29.04.1998, bsk., 5 dyra, MMC Carisma, f.skrd. 30.04.1999, ssk., MMC Lancer, f.skrd. 23.05.1997, bsk., MMC Spacewagon, f.skrd. 31.01.1997, Skoda Felicia, f.skrd. 19.08.1997, bsk., 5 ekinn 53 þ.km, blár. 4 dyra, ekinn 18 þ.km, v-rauður. 4 dyra, ekinn 63 þ.km, v-rauður. ssk., 5 dyra, ekinn 80 þ.km.v-rauður. dyra, ekinn 44 þ.km, svartur. Verð 1.190.000. Verð 1.880.000. Verð 1.120.000. Verð 1.560.000. Verð 610.000. Boigartúni 26, ámar 561 7510 & 561 7511 úrval no+a*ra bíla af öllowi sfasrSuw 03 3er*u»n! Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hægt ad greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.