Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Qupperneq 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 I>V Rútuslys eiga sér stundum stað nokkrum sinnum á ári - árið 2000 mannskætt: Belti í rútur árið 2001 Eftir að tvær konur létust og þó nokkrir slösuðust í mjög alvarlegu rútuslysi í Hrútaflrði árið 1995 var rannsóknanefnd skipuð. Megina- frakstur starfs hennar var að leggja til að bílbelti yrðu notuð í hópferða- bílum á íslandi. Eftir því var farið að því leyti að eftir rúmt ár, í október 2001, eiga allir slikir bílar að vera búnir bílbeltum og skylda verður að nota þau. Allir rútubílar sem fram- leiddir eru eftir október 1999 eiga þegar að vera komnir með bílbelti. Bílbelti hafa engu að siður þegar ver- ið sett í allmarga hópferðabíla sem framleiddir eru fyrir þann tíma. A5 meöaltali eitt rútuslys á ári Hátt í tugur slysa hefur átt sér stað sem telja má alvarleg frá því árið 1991 - að meðaltali um eitt á ári. Þann 25. maí 1991 var hópferða- bUl með 21 um borð, flest konur frá kvenfélaginu á Blönduósi, í skoðun- arferð við virkjunarsvæðið hjá Blöndu. Þegar rútan var við Kolku- stíflu fór hún á hliðina. Vegurinn var ófrágenginn á slysstað. Engin slasaðist alvarlega en margar konur hlutu mar og minni háttar áverka. Rútan var frá Halli Hilmarssyni. Að áliti lögreglu var aðstöðuleysi við veginn og þess vegna óvarkárni miðað við aðstæður það sem gagn- rýna mátti við slysið. Á fjórða tug erlendra ferða- manna í Botnastaðabrekku 29. júlí 1994 var rútubil frá fyrir- tæki á Akranesi á ferð með 34 far- þegum ekið upp „gömlu“ Botna- staðabrekkuna fyrir ofan Húnaver innst í Langadal áleiðis upp Vatns- skarðið. Bílstjórinn var að gera sig tilbúinn til að mæta annarri rútu sem ekið var niður. Fór hann of ut- arlega með þeim afleiðingum að vegkanturinn gaf eftir og rútan valt á toppinn. í bílnum voru erlendir ferðamenn, íslenskur fararstjóri og íslenskur bílstjóri. Ekki urðu alvar- leg slys á fólki en talsvert um bein- brot og minni áverka. Mest var um ferðamenn á miðjum aldri i bílnum. Rútan fór fremur hægt, seig þegar hún hafði verið stöðvuð og var því ekki um glannaskap að ræða. Rútan var hins vegar óumdeilanlega of ut- arlega. Rúta með skíðakrakka valt í Reyðarfirði Þann 6. maí 1995 voru samtals 23 í rútu frá Sérbílum Suðurfjarða, þar af 18 böm og unglingar, á leið úr skíðaferð í Oddsskarði áleiðis að Fá- skrúðsfirði. Rétt eftir að bílnum var ekið af bundnu slitlagi sunnanvert og innarlega í Reyðarfirði brotnaði ventill sem stjórnaði þrýstingi á vökvastýri. Rútan beygði skyndi- lega stjómlaust út af veginum og fór á hliðina. Sá sem alvarlegast slasað- ist hlaut lærbrot, einhverjir aðrir beinbrotnuðu og sumir tognuðu eða hlutu önnur eymsl, s.s. bakmeiðsl, m.a. talsvert eftir á. Alvarlegt slys haustið 1995 22. október 1995 var bílstjóri hjá Norðurleið nýbúinn að leysa félaga sinn af við Staðarskála í Hrútaflrði. 42 voru í áætlunarbílnum. Ljóst er að dekkjabúnaði var áfátt og bíllinn ekki búinn fullnægjandi búnaði til vetraraksturs. Rútan var nýlögð af stað og var stödd sunnan við Þór- oddsstaði þegar hún valt í hvass- viðri, krapa, myrkri og vondu færi við slæmar aðstæður. Tvær íslensk- Óttar Sveinsson blaðamaður ar konur biðu bana. Rútan „flaut upp“ í krapinu, yfir á öfugan vegar- helming og síðan langt út fyrir veg og valt. Auk dekkjabúnaðar var talið að hraði rútunnar hefði verið of mikill miðað við aðstæður. Mannskæð rútuslys í ár Þann 20. janúar 1998 fórst ungur maður, innan við tvítugt, þegar rúta frá Norðurleið fór út af í miklu hvassviðri í Hvalfirði. Aðrir sem í rútunni voru slösuðust. Undir lok febrúar síðastliðinn varð gríðarlega mannskætt slys á Kjalarnesi þegar jeppabifreið var ekið í veg fyrir litla rútu. Ökumaður jeppans fórst, svo og tveir aðrir í rút- unni. Margir slösuðust, þar af nokkr- ir alvarlega. Grunur leikur á að rosk- inn ökumaður jeppans hafi sofnað. 14. maí síðastliðinn fór rúta frá Hópferðamiðstöðinni á hliðina í Hvalfirði og slösuðust þá nokkrir. Þann 16. júlí, síðastliðinn sunnu- dag, varð síðan enn á ný banaslys, einn maður fórst, og margir slösuð- ust þegar rútu frá Hópferðamiðstöð- inni var ekið utan í handrið brúar yflr Hólsselskíl I S-Þingeyjarsýslu svo hún valt ofan í ána. Auk framangreindrar upptalning- ar er rétt að taka fram að fjölmörg önnur rútuslys hafa orðið einungis á síðastliðnum áratug þar sem ekki urðu banaslys eða mjög alvarleg meiðsl á fólki en litlu mátti muna að verr færi. DV-MYND SESSEUA TRAUSTADÓTTIR Tvær konur biðu bana í Hrútafiröi Mjög alvarlegt slys varð skammt norðan Staðarskála í október 1995. DV-MYND HILMAR ÞÓR Ungur maður beið bana Rúta frá Noröurleið fór á hliðina í miklu hvassviðri í Hvalfirði DV-MYND SVEINN Rútuslys Rúta fór á hiiðina í Hvalfirði í maí síðastliðinn. DV-MYND MAGNÚS ÓLAFSSON Botnastaðabrekka efst í Langadal á leið upp á Vatnsskarð Rúta frá Akranesi fór á hliöina með 34 erlenda feröamenn árið 1994. DV-MYND SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON Slysið á Noröurlandi á sunnudaginn Einn maður fórst og margir slösuð- ust, þar af nokkrir alvarlega, í slys- inu á sunnudag. áriö 1998. DV-MYND ÆGIR KRISTINSSON Við enda malbiks sunnanvert í Reyðarfirði 18 börn og 5 aðrir voru í rútu sem fór skyndilega á hliðina vegna bilun- ar í búnaði bílsins áriö 1995. DV-MYND SVEINN Þrír biðu bana og margir slösuöust Eitt alvarlegasta umferðarslys ís- landssögunnar varð á Kjalarnesi í febrúar síðastliðinn. Banvænar e-töflur Fíkniefnastofa ríkislögreglunnar vill vekja athygli á því að í umferð í Danmörku eru e- töflur sem geta valdið innri blæð- ingum og dauða. „Okkur er ekki kunnugt um að þessar töflur hafl sést hér á landi, en við sjáum ástæðu til þess að vara við þeim, sem og öðrum flkniefnum," sagði Guðmundur Guðjónsson yflrlög- regluþjónn. „Hafa verður í huga að þetta eru ekki gæðaprófuð efni held- ur er þetta eins konar bilskúrsfram- leiðsla og hættuleg aukaefni kunna að vera sett í töflurnar. Þeir sem neyta þessara efna vita í rauninni ekkert hvað þeir eru að láta ofan í sig.“ Ríkislögreglustjóri í Danmörku varaði almenning við þessum töfl- um eftir að tveir ungir menn létust nýverið þar í landi vegna neyslu pillnanna. Einnig er vitað um tvo unglinga sem létust í Bandaríkjun- um vegna neyslu á sams konar töfl- um. Efnagreining á töflunum hefur leitt í Ijós að þær innihalda afbrigði af e-töflum. Þessar töflur eru merkt- ar vörumerki Mitsubishi-bifreið- anna, og eru litlar, þykkar, hvítar og án skoru til þess að brjóta þær í sundur. -SMK Kind á vegi olli bílveltu Ung kona velti bíl, sem hún hafði fengið lánaðan, er hún reyndi að komast hjá að aka á kind sem hljóp fyrir bilinn við bæinn Lyngholt skammt frá Borgarnesi á níunda tímanum í gærmorgun. Að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi er mikið um kindur á vegum við þennan bæ þar sem girðingar við veginn eru 1 slæmu ástandi. Bíll stúlkunnar hafnaði á hvolfi utan vegar. Stúlk- an, sem var í bílbelti, slapp ómeidd en bíllinn er stórskemmdur. -SMK Bílvelta á Skeiðarársandi Fjórir erlendir ferðamenn veltu bílaleigubil sínum á Skeiðarársandi um kvöldmatarleytið á miðvikudag- inn. Ökumaðurinn missti stjóm á bílnum í lausamöl þar sem verið er að leggja bundið slitlag á veginn. Að sögn lögreglunnar í Vík í Mýrdal sluppu ferðamennirnir tiltölulega ómeiddir, enda allir í belti, en bill- inn er talinn ónýtur. -SMK Veðrið í kvöld 0 . L°> s % % ,,13° / Varað viö hvassviðri Athugið aö búist er við hvassviðrí eða meira en 17 m/s á norðvestanverðu landinu fram á kvöld. Spáð er suðvestan 15 til 20 m/s norðvestanlands en annars 10 til 15 og dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Suövestan 8 til 13 m/s í nótt. Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun 23.15 03.53 19.50 08.05 23.25 03.11 00.23 12.38 Skýringar á veðurtáknum ^VINDATT IOV-hiti _10o & ^ViNDSTYRKUR í nifitrum á sfikúmiu ^FROST HEíOSKÍRT O IÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ W © RIGNING SKÚRIR StYDDA SNJÓK0MA © 9 ÍT ===== ÉUAGANGUR PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Fært fyrir alla bíla um... Helstu þjóövegir landsins eru greiöfærir. Víöa er unnið aö vegagerö og eru vegfarendur beönir aö sýna sérstaka tillitssemi og haga akstri eftir merkingum. Hálendisvegir eru nú flestir færir fjallabílum. Enn er ófært um Hlööuvallaveg, inn í Hrafntinnusker og um Öxi. Taliö er fært fyrir alla bíla um Kjöl, í Landmannalaugar af Sigöldu og um Kaldadal. Vagir á skyggðum iveöum •ru lokaðlr þar tll annað vsröur auglýst Skúraveður Víða verða 5 til 10 m/s á morgun, skúrir eöa lítils háttar rigning sunnan- og vestanlands en skýjaö meö köflum og þurrt noröaustan til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi. Sunnan- og suövestan 8 til 13 m/s og rigning sunnan- og vestanlands en þurrt veröur aö kalla noröaustan til. Hlýjast á Noröausturlandl. Sunnan- og suövestanátt og rigning veröur sunnan- og vestanlands Aö mestu leyti þurrt noröaustan til. Hlti 9 tll 18 stlg. Laugar Vindur: \ .■ ■' X-X m/s J ■; / Hiti 9° til 18° Suölæg vindátt og figning á veröur Vesturlandi, annars skýjaö meö köflum og úrkomulítiö. Fremur hlýtt, einkum noröaustanlands. AKUREYRI skýjaö 11 BERGSTAÐIR úrkoma 10 B0LUNGARVÍK skýjaö 10 EGILSSTAÐIR 13 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 8 KEFLAVÍK súld 9 RAUFARHÖFN skýjaö 12 REYKJAVÍK súid 9 STÓRHÖFÐI súld 9 BERGEN þokumóöa 11 HELSINKI skýjaö 19 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 13 OSLÓ skýjaö 17 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR súld 11 ALGARVE skýjaö 20 AMSTERDAM skýjaö 13 BARCELONA skýjaö 19 BERLÍN alskýjað 14 CHICAGO hálfskýjaö 22 DUBLIN þoka 13 HAUFAX þoka 16 FRANKFURT skýjaö 14 HAMBORG súld 12 JAN MAYEN þoka 5 LONDON léttskýjaö 12 LÚXEMBORG þokumóöa 11 MALLORCA léttskýjaö 20 MONTREAL skýjaö 20 NARSSARSSUAQ rigning 10 NEW YORK heiöskírt 23 ORLANDO alskýjaö 27 PARÍS léttskýjaö 14 VÍN skýjað 16 WASHINGTON þokumóöa 20 WINNIPEG léttskýjaö 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.