Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 2 7 Útgðfufélag: Frjáls fjölmíölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jðnas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskllur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Beðið eftir aðgerðum Þegar menn vilja ekki fást við vandamál, er þægilegast fyrir þá að segja, að vandamálið sé ekki til. Þegar forsæt- is- og fjármálaráðherra vilja ekki taka á verðbólgunni, er þægilegast fyrir þá að segja, að verðbólga sé ekki svo slæm og að lætin út af henni gangi út í öfgar. Málgagn ríkisstjórnarinnar fékk um helgina himna- sendingu í ráðgjafa Clintons Bandaríkjaforseta, sem sagði verðbólgu geta verið ágæta, að minnsta kosti ef hún færi ekki yfir 10%. í sumum tilvikum gæti verið betra fyrir þróunarlönd að hafa hana meiri frekar en minni. Ráðgjafinn var að vísu að tala um lönd, þar sem at- vinnuleysi er margfalt meiri vandi en við höfum séð hér á landi síðustu sextíu árin. Hann var að tala um skipulega verðbólgu sem tæki í baráttu gegn atvinnuleysi í fátækum ríkjum, ekki um verðbólgu í löndum fúllrar atvinnu. Ef sérstaklega er fjallað um ríku löndin í heiminum, það er að segja í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu, eru allir sérfræðingar sammála um, að vont sé að hafa meiri verðbólgu en nágrannaríkin. í öllum þróuðum löndum er lagzt af hörku gegn því, að verðbólga fari yfir 2%. Svo hart var gengið fram í Evrópusambandinu, að ríki fengu ekki að taka þátt í sameiginlegum gjaldmiðli, nema þau kæmu verðbólgunni niður fyrir eðlileg vikmörk frá meðaltali. ítalir náðu þessum eftirsótta árangri i tæka tíð, en Grikkir ekki fyrr en í annarri umferð. Til þess að koma verðbólgunni niður á stig, sem talið er þolanlegt í ríku löndunum, var ráðizt í uppskurð á ríkis- kerfinu, spamaður hins opinbera aukinn og verklegum framkvæmdum frestað, opinberar skuldir greiddar niður og reynt að búa til svigrúm fyrir blómlegt atvinnulíf. Með þessu er almennt talið, að mikill sigur hafi unnizt. Það er sams konar sigur og vannst hér á landi, þegar verð- bólgu var komið niður í svipaðar tölrn: og i viðskiptalönd- unum. Við þurftum enga ráðgjafa Clintons til að segja okkur, að þetta hafi verið okkur vond breyting. Okkur er í fersku minni hvílíkur munur er á lú-20% verðbólgu annars vegar og 2-3% verðbólgu hins vegar. Vinnumarkaðurinn róaðist og vinnudeilur urðu fátíðari, menn fóru að geta hugsað til langs tíma. ísland varð að þroskuðu viðskiptalandi í samfélagi auðugra ríkja. Nú er verðbólgan hins vegar farin af stað aftur. Meðan hún er um og innan við 2% í alvörulöndunum, er hún hér komin upp í tölur á bilinu 5-7% og fer heldur vaxandi. Við þetta hefur rýmað trú manna á verðgildi gjaldmiðilsins og margir em farnir að losa sig við krónur. Seðlabankinn hefur neyðzt til að kaupa krónur fyrir gjaldeyri til að hamla gegn áhlaupi á krónuna. Hann hef- ur hækkað og hækkað vexti til að spoma gegn þenslunni. Bankamir hafa einu sinni haft fomstu um, að verzlun með gjaldmiðla var hreinlega stöðvuð í tvær stundir. Nú er komið að endimörkum þess, sem Seðlabankinn getur gert. Hann getur ekki endalaust hækkað vexti langt upp fyrir það, sem þekkist með þróuðum þjóðum. Hann getur ekki endalaust keypt krónur fyrir gjaldeyri. Og ekki dugar að stöðva gjaldeyrisviðskipti aftur og aftiu-. Mánuðum saman hafa helztu málsaðilar, þar á meðal Seðlabankinn, hvatt ríkisstjómina til að gripa til aðgerða til að stöðva þessa uggvænlegu þróun. Hún hefur verið hvött til að skera niður útgjöld, fresta opinberum fram- kvæmdum og draga úr öðrum umsvifum sínum. Meðal þeirra, sem máli skipta í ríkisstjóminni, virðist hins vegar ekki vera áhugi á að verða við óskum um að standa vörð um festu og öryggi í peningabúskapnum. Jónas Kristjánsson I>V Niðursetningar nútímans „Hann nefndi sem dœmi um stöðugt andstreymi nýj- ustu lyfjaverðshœkkunina sem kœmi hart við pyngju hans, þótt krónuhœkkunin vœri ekki mikil...“ Það heyrist stundum hjá þeim sem sjá allt í rós- rauðri dýrð verðbréfa- brasksins að menn taki full- stórt upp í sig í forystu sam- taka fatlaðra og gjaman heyrist örla á hneykslun í orðræðunni svo yndisljúft sem allt er nú í öllu góðær- inu og stöðugleikanum. Það er greinilegt að sumir lifa ærið fjarri þeim raunveru- leika sem því miður er hinn ískaldi kjaragrunnur alltof margra þeirra sem verða að láta sér nægja þau laun ein sem rík- isvaldiö af alkunnu „örlæti" sínu skammtar þeim. Enn síður virðast þeir hinir sömu hlýða á raddir þeirra sem við þessi kjör búa eða þá að þeir taka ekki hið minnsta mark á þeim neyðarköllum sem svo sann- arlega berast þaðan. í hörðu sjúkdómsstríði Þessar raddir heyrum við sem á vettvangi störfum dag hvem og það sem meira er, á borð okkar eru lagð- ar blákaldar staðreyndir mikillar fá- tæktar allt yfir í hreint allsleysi og fullyrðingar okkar um kjör þessa fólks fölna og blikna þegar þetta oft allslausa fólk tekur til máls og lýsir eigin raun- veruleika. Til mín kom á dögunum maður einn sem heyr hart sjúkdómsstríð og hefur gert lengi og eins og hann sagði sjálfur era enda- lokin ekki svo langt undan, því miður. Þessi greindi og gjörhuguli maður kvað fast að orði og að baki stað- reyndir einar um eigin hag. Hann bað mig að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri um sannindi sinna mála og vildi að yflrskriftin yrði sú sem hér er að ofan, því hann sagðist engin orð önnur eiga um sig og sína líka en að þetta fólk væra niðursetningar nútímans og það sem verra væri að svo virtist sem alltof mörgum sem málum ráða þætti þetta í góðu lagi. Ekki væri á beinar tekjutölur hlustað eða þá að fullyrt væri að þetta væri fullgott fyrir þá sem við ættu að búa og væri í raun aðeins eðlileg afleiðing af aumingjaskap þeirra. Hann lýsti erfiðri baráttu sinni við kerfið sem væri sífellt eins og á varðbergi fyrir einhverjum sem ætluöu sér að hafa of mikið út úr því og jafnvel mætti hann oft óeðlilegri tortryggni á ýmsa lund þrátt fyrir alltof augljósa fötlun sína og hana mjög alvarlega. Missti allt Hann kvaðst í gegnum þetta sjúk- dómsstríð hafa misst allt sitt; íbúð- ina, eiginkonuna og að miklu leyti fjölskyldu sína, enda tæpast von að nokkur vildi binda trúss sitt við tekjulausan aumingja, eins og hann orðaði það. Hann nefndi sem dæmi um stöðugt andstreymi nýjustu lyfja- verðshækkunina sem kæmi hart við pyngju hans, þótt krónuhækkunin væri ekki mikil, aðeins væri svo fáum krónum tO að dreifa í hans launaumslagi mánaðarlega að hver einasta króna væri dýrmæt. Alls konar aukaútgjöld leiddi af fotlun hans og þó komið væri að nokkru til móts við þau þá stæðu ótrúlega háar upphæðir út af og hvergi nærri í hans valdi með sínar tæpu 70 þúsund krónur á mánuði þar sem fast að helmingur færi í húsaleiguna eina. í stuttri grein er ekki unnt að koma nema broti af skilaboðum hans á framfæri en hann hélt sig fast við áðurpantaða yfirskrift og kvað okkur í forystunni hvergi nærri duga sem skyldi né kveða nógu fast að orði. Hann vildi þó í lokin koma því að, að í þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra hefði í fyrsta sinn örlað á skilningi á kjörum þeirra sem seint sæktist og sagðist nú bíða óþreyjufullur eftir aðgerðum i þá veru sem honum þóttu orð hníga að. En skýrum skila- boðum er hér með komið á framfæri. Helgi Seljan Ómagar nútímans greitt lögboðna skatta finnst það mikið óréttlæti, að þurfa að standa að hluta til undir sjúkra- og náms- kostnaði þessa skattlausu ómaga, sem auðgast á heiðarleika annarra. Sennilega nema skattaþjófnaðir á ís- landi um 20 milljörðum árlega. Fátt er manni minnisstæðara í þessum efnum, en þegar kona á ní- ræðisaldri, sem vann við ræstingar á nokkrum herbergjum í gömlu flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli, benti mér stolt á frétt í blaði, sem varðaði hana sjálfa. Þar stóð; „Ræstingakona á níræðisaldri greiðir ein hærri tekjuskatt en þrír forstjórar stærstu fyrirtækjanna á Suðurnesjum." Áhugaleysi löggjafarvaldsins Af einhverjum ókunnum ástæðum virðast þingmenn ekki hafa sinnt þessum málaflokki um alllangt skeið innan sem utan þings. Alla vega virð- ist málefnið ekki vera vinsælt til at- kvæðaveiða, sökum þeirra tugþús- unda sem með einum eða öðrum hætti tengjast skattlagabrotum. Al- menn og síendurtekin skattsvik virka ekki á þjóðarsálina sem alvarleg fjársvikamál og grafa því hægt og bít- andi undan réttarvitund þjóðarinnar. Það verður að þyngja refsingar fyrir skattlagabrot og að öllum sé ljóst, að hér er um að ræða undan- skot á fjármunum, þjófnað af al- mannafé. Menn æða fram og aftur í leit og söfnun fjármuna með fá- keppni og einokun markaðshyggj- unnar að leiðarljósi, en finna hvorki sjálfa sig né veruleik vona sinna. Við þurfum fyrst og síðast að treysta grundvöll heilbrigðrar samkeppni gegn einokun risafyrirtækja. Kristján Pétursson „Almenn og síendurtekin skattsvik virka ekki á þjóðarsálina sem alvarleg fjársvika- mál og grafa því hægt og bítandi undan réttarvitund þjóðarinnar. “ - Á skattstof- unni í Reykjavík. Fyrir stuttu síðan heimsótti ég aldna vinkonu mina á Landspítal- ann. Hún var hress að vanda: „Það amar ekkert að mér Kristján minn, ég er nú orðin 89 ára. Starfsliðið hér gerir allt fyrir mann, hlýleiki og góð- vild skín úr hverju andliti. Ég hef unnið eins og þú veist í frystihúsi og ræstingu allt mitt líf. Borgað ávallt mína skatta til þjóðfélagsins, og því get ég notið þess með góðri samvisku að vera hér i umsjá færustu lækna og starfsliðs án þess að greiða tú- skilding." Eftir að við höfðum rætt vitt og breitt um líflð og tilveruna kvaddi ég þessa sæmdarkonu og fór leiðar minnar. Handónýtt skattaeftirlit Nokkrum dögum áður lenti ég i orðaskaki við unga og mið- aldra athafnamenn út af skattamálum. Ég skýrði þeim frá því, að ég hefði oft flett skattaskránni og þar væri sárafáa atvinnurek- endur að finna sem greiddu nokkum tekjuskatt. Flestir gæfu upp laun sem miðast við skattleysismörk. Umræddir athafhamenn era allir vel efnum búnir, brugðust illa við, sögðu mig öfundsjúkan og sljóan, sem ekki þekkti markaðs- og rekstrarkerfl samtímans. „Við reyn-. um að sjálfsögðu að hafa sem mest út úr okkar störfum, ýmist sem verk- takar eða bara dúllum okkur sjálf- stætt þess á milli á þeim gráa. „Skattaeftirlitið er handó- nýtt, það þarf ekki einu sinni að beygja fram hjá því,“ sagði sá yngsti í hópn- um. Ég benti þessum athafna- og auðhyggjumönnum á, að í gamla daga hefðu þeir sem ekki greiddu gjöld til ríkis og sveitarfélaga verið nefndir ómagar og þurfalingar. Ættu þær nafn- giftir vel við þá, þó aðrar ástæður hefðu þá legið til grundvallar slíkum heitum. Náms- og sjúkrakosnað, trygginga- bætur og aðra almenna þjónustu vildu þeir engu að síður fá fría frá ríkinu á kosnað annarra skattgreið- enda. Launþegum sem ávallt hafa Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri Meöogámóti tttkast fisks komin úr böndunum? ■ ■■■—• Tvíbent vaxtahækkun „Við teljum að á þessu augna- bliki sé vaxta- hækkun ekki skynsamleg þar sem við hækkuð- um vexti síðast hinn 19. júni sl. Þá var vaxta- hækkunin mjög rífleg þannig að ég held að það sé ljóst að áhrif hennar séu ekki öll komin fram. Því teljum við að vaxtahækkun nú sé tvíbent og alls óvíst um hvaða áhrif hún hefði.“ Birgir ísleifur Gunnarsson Seölabanka- stjóri, í Morgunblaðinu 15. júlí 2000 Mannanna verk „Svo verða menn að horfast í augu við það að ailt era þetta mannanna verk og það þarf að höfða til ábyrgðarkennd- ar manna. Menn eru ekkert friir við að sýna félagslega ábyrgð þótt þeir eigi peninga, nema síður sé. Ríkis- stjómin verður líka að átta sig á því að hún hefur verið að búa þetta um- hveríi til í nafni frelsisins og segir nú að þetta sé allt eðlilegt. Svona getur þetta ekki gengið lengur.“ Ögmundur Jónasson, formaöur Vinstri grænna, í Degi 15. júlí 2000 Vonir og vonbrigði „Það er vonandi að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vinni sér líka inn hrós á næstu dögum með að- gerðum í efnahagsmálum. Það væri afar auðvelt fyrir þá. Það eina sem þeir þyrftu að gera væri að ganga harðar fram í einkavæðingu ríkis- fyrirtækja, afnema skylduáskriftina að RÚV og gefa áfengissölu frjálsa.“ frelsi.is 15. júlí 2000 • • Ofgakennd umræða „Umræðan er þörf en fréttaflutn- ingur er áberandi öfgakenndur á annan veginn. Sjómenn og útgerðarmenn eru allir sem einn dæmdir lögbrjótar og sóðar. Vitan- lega er ástandið ekki svona slæmt og það er ósanngjamt að setja alla sjómenn og út- gerðir tmdir sama hatt. Brottkast á verðlausum meðafla, sem slæðist með í veiðarfærin, hefur alltaf verið til staðar. Þetta vita all- ir sem nálægt sjómennsku hafa kom- ið og svona var þetta löngu fyrir daga kvótakerfisins. Kvótalausu útgerðirnar, sem Hæstiréttur skapaði illu heilli, gerði það að verkum að tækifærissinnaðir aðilar með einkahagsmunarugl að leiðarljósi hafa með sínu brottkasti á fiski sett ljótan blett á allar útgerðir. Þessum skipum þarf Fiskistofa að fygljast með. Umræðan er á villigötum. Henni er haldið á lofti af óábyrgum aðilum sem eru í heilögu stríði gegn fiskveiðikerfínu, sem vissulega er ekki gallalaust.” Emil Thorarensen stjómarmaöur LÍÚ Handjárnum dinglað „Það er engin ástæða að ætla að þessi umræða sé komin út í öfgar. Brottkast á fiski er alvarlegt og það þarf að fá sem flesta til að tjá sig um það mál þannig að hægt sé að átta sig á umfangi brottkasts- ins. Sjávarútvegsráðherra byrj- aði vel og opnaði á það að óhætt væri fyrir sjómenn að tjá sig um þetta. Núna hafa þeir snú- ið blaðinu við og dingla handjárnum framan í alla sem voga sér að segja sina sögu af brottkasti. Það er vísvitandi tilraun til að stöðva umræðuna sem er af hinu verra. Það er útilokað að segja til um hversu mikið brottkast á sér stað. Það geta verið 10 þúsund tonn eða tugir þús- unda tonna. Það er augljóst mál að brottkast er of mikið. Hér þarf að koma í veg fyrir brottkast fisks með því að taka upp sama fiskveiðikerfi og Fær- eyingar era með.“ Grétar Mar Jónsson forseti FFSÍ Hávær umræða hefur verið að undanförnu um brottkast á fiski. Sjómenn hafa marglr vitnað um að hafa tekið þátt í slíku. Sumir halda því fram að brott- kastið sé hverfandi en aðrir segja stórmál á ferðinni. Komi til þess... „Framundan er ein mesta útisam- komuhelgi ársins. Lögregla og toll- gæsla era þá jafn- an á varðbergi þvi reynslan hefur sýnt að þá er reynt að nýta aðstæður til að koma efnum sem þessum á framfæri. Yfirvöld munu gera sem fyrr það sem þau geta til að spoma við innflutningi eiturlyfja og halda uppi eftirliti en komi til þess að ein- hveijum verði boðin eiturlyf er rétt að minna á að þá gefst þeim tækifæri til að haiha slíkum efnum..." Ómar Smári Ármannsson aöstoöar yfirlögregluþjónn, í Morgunblaöinu 16. júlí 2000 Skoðun Almenningur er orðinn snarruglaður á DeCode og spákaupmennsku. Auðmenn eigi ísland í DV þriðjudaginn 11. júlí sl. birt- ist mjög fróðlegt viðtal við Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra undir fyrirsögninni: „Ríkisjarðimar verða seldar hæstbjóðanda". Þar greinir ráðherra frá því að hann hafi lagt fram tillögur í ríkisstjórninni um stórfellda sölu ríkisjarða og að þessi hugmynd hans hafi fengið þar góðar undirtektir. Einhverjir starfsbræður hans hafa þó slegið varnagla, því hann bætir við að hann hafi verið beðinn um að útfæra hugmyndir sínar betur. Og Guðna hrjóta nokkur gullkom af vörum. Hann sér enga ástæðu til að óttast um náttúruperlur í höndum fjársterkra einstaklinga og því til sönnunar bendir hann á Geysi. Hann segir: „Það þarf ekki annað en að koma að Geysi í Haukadal til að sjá hvað einstaklingar geta áorkað." Og áfram: „Það er óskaplega gott að láta þessa menn sem eiga fjármagn eyða því til að byggja upp eitthvað sniðugt fyrir þjóðina." Og Guðni er fullur af hugmyndum um hvemig sniðugir hlutir geti kom- ið fyrir fleiri náttúruperlur vítt og breitt um landið. Hann nefnir Málm- ey á Skagafirði: „Öflugur maður sem keypti Málmey gæti búið þar til stór- kostlegan hlut.“ En öflugum íslend- ingum til sárrar armæðu verður ráð- herrann galvaski að viðurkenna að eyjan sé á forræði samgönguráð- herra. Skagfirðingar vilja að ráð- herrann haldi sig við Hestamiðstöð íslands en láti Mátmey vera. Aö tala í kross Guðni hnykkir á: „aðalatriðið er það að eignast steöiu í málinu". Þá geta flokksbroddar framsóknar- manna notað slagorð eins og „ísland í eigu auðmanna" sem heróp fyrir næstu kosningar í stað „ísland í ESB“ sem allt virðist nú stefna í. Fer þá saman stefna Framsóknarflokks- ins í landbúnaði og sjávarútvegi. Náttúruauðlindir til lands og sjávar skulu vera á höndum örfárra „auð- manna íslands“. En af einhverjum ástæðum virðist yfirlýsingagleði Guðna stangast á við orð annarra framsóknarráðherra. I Morgunblað- inu 13. júlí birtist mynd af Siv Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra með fyrirsögninni: Nauðsynlegt að ríkið eignist Geysissvæðið. Siv segir: „Forsenda þess að hægt sé a’ð taka með viðeigandi hætti á þessu svæði er að ríkið eignist það.“ Þessari fuUyrðingu er fylgt eftir meö itarlegum röksemdum og nú eru hafnar samningaviðræður um kaup ríkisins á Geysissvæðinu. Hér er því talað í kross. Á meðan Guðni ræðir fjálglega um Geysissvæðið sem dæmi um hve einka- væðing þjóðarlandareigna sé „sniðug" vill Siv láta rík- isvæða þetta draumaland til þess að koma því í „viðeig- andi“ ástand. Er því vart að undra að landbúnaðarráð- herra sé beðinn um „að skýra hugmyndir sínar bet- ur“ á ríkisstjómarfundum. Að kasta perlum Tillögur Guðna skjóta hins vegar mjög skökku við gerðir þeirrar ríkisstjórnar sem hann situr í. Þar er nú beitt hvers kyns bolabrögðum og yf- irgangi í skjóli mistúlkaðra laga um þjóölendur til að ná löndum af bænd- um. Svo langt er gengiö að kröfu- gerðarlína ríkisins fer nánast langs- um í gegnum hjónarúm á einstöku bæjum sem eru einmitt í kjördæmi landbúnaðarráðherra. Bændur eru ekki auðmenn, það veit landbúnað- arráðherra. Samkvæmt hinni nýju stefnu ráðherra framsóknar virðist ætlunin að ná landi af bændum til að selja það hæstbjóðanda, „auðmönn- um íslands". íslendingar eru vanir því að geta gengið um landið sitt nálægt því að. vild og það hefur verið tal* in sjálfsögð skylda bænda að sýna ferðafólki þolin- mæði og lipurð. Þetta breytist hins vegar um leið og „öflugir" menn fara að stofna litil konungsriki vítt og breitt um landið. Eftir því sem sífellt stærri hluti af þjóðinni býr i þéttbýli mun virði óspilltrar náttúru fyrir al- menning aukast til muna. Og þaö er sárara en tárum taki að sjá þessar náttúruauðlindir og umhverfisverð- mæti fara sama veg og fiskimið þjóö- arinnar, vera seld í hendur fáum auðmönnum í þeirri von að þeir eyði peningum sínum „til að byggja upp eitthvað sniðugt fyrir þjóðina",- < Jón Bjarnason „Og Guðna hrjóta nokkur gullkom af vörum. Hann sér enga ástæðu til að óttast um náttúruperlur í höndum fjársterkra einstaklinga og því til sönnunar bendir hann á Geysi. “ - Frá Geysi í Haukadal. * Jón Bjarnason þingmaöur Vinstrihreyf- ingarinnar græns fram- boös, Noröuriandi vestra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.