Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUÐAGUR 18. JÚLÍ 2000 7 Fréttir Skildinganes 50: 25 milljóna króna hús rifið - vegna deilna um höfundarrétt Eigendur hússins að Skildinga- nesi 50 í Skerjafirði í Reykjavík létu rífa hús sitt fyrir síðustu helgi vegna ágreinings við eríingja arki- tekts hússins um breytingar á þaki þess. Samkomulag um breytingar náðist ekki og því gripu eigendur til þess ráðs að rífa húsið og hyggjast byggja nýtt á staðnum. Húsið sem nú er horfið var teiknað af Gunnari Hannssyni arkitekt, 400 fermetrar að stærð og metið á 25 milljónir króna. Eigendur hússins voru þau Árni Erlingsson sjómaður og Auður Einarsdóttir, systir Ágústs Einars- sonar prófessors og Sigurðar Ein- arssonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum. „Að sjálfsögðu var hægt að grípa til annarra ráðstafana en þeirra að rífa húsið. Það var auðveldlega hægt að gera við þakið án þess að breyta því algjörlega. Nýtt þak, eins og það var teiknað fyrir eigendur, hefði gerbreytt öllu útliti og úr orðið allt annað hús en það sem pabbi teiknaði," sagði Helga Gunnarsdóttir arkitekt, dóttir Gunnars Hanssonar og eiginkonu hans, Huldu Valtýsdóttur blaða- manns. Gunnar Hansson er nú látinn en hann er arkitekt fjölmargra bygg- inga sem setja svip sinn á höfuð- borgina og nægir þar að nefna höf- uðstöðvar Morgunblaðsins sem voru í Aðalstræti svo og nýtt hús blaðsins við Kringluna. Þá teiknaði Gunnar Hansson einnig DV-húsið við Þverholt og kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg. „Menningarverðmæti eru varin með höfundarrétti en eignarréttur- inn er sterkari. Engun dettur í hug að breyta málverki eða bók en það er hægt að eyðileggja Kjarvalsmál- verk án þess að nokkur fái rönd við reist,“ sagði Helga Gunnarsdóttir sem harmar að búið sé að jafna höf- undarverk föður síns við jörðu í Skildinganesinu vegna deilna um breytingar á þaki. Ekki náðist í Auði Einarsdóttur eða Árna Erlingsson, eigendur húss- ins sem nú er horfið í Skildinga- nesi, þegar eftir því var leitað í gær- kvöldi. -EIR Skildinganes 50 Eins og þaö leit út á teikniboröi Gunnars Hanssonar. Héraðsdómari Vesturlands og hundur í gönguferð á Holtavörðuheiði: Komdu nú, nafni! Nafnamir Finnur r Torfi Hjörleifsson, hér- aðsdómari Vesturlands, og labradorhundurinn Finnur deildu byrðunum bróðiu'lega þegar þeir gengu frá bænum Sveinatungu í Norðurár- dal upp á Holtavörðu- heiði þar sem þeir dvöldu eina nótt. „Hundur á að geta borið helming af þyngd sinni. En þeir draga bet- ur,“ sagði Finnur Torfi þegar hann hitti DV á bakaleiðinni. Hann og hundurinn höfðu þá m.a. gengið Hellisárdrög og verið við Gislavatn og gist eina nótt í leitar- mannakofa í kyrrðinni á heiðinni. Aöspurður hvort hundurinn héti í höfuðið á húsbóndanum sagði Finnur Torfi að um slíkt væri alls ekki að ræða - hundurinn hefði fengið nafnið löngu áður en þeir félagar kynntust - fyrri eigandi hans, sem nú er fallinn frá, hefði gefið honum nafnið Finnur þar sem hann hefði m.a. átt að vera leitarhundur. Dómarinn og hundur- inn voru hvíldinni fegnir þegar þeir komu aftur að Sveinatungu eftir langa göngu á miðvikudag. „Komdu nú, nafni,“ sagði Finnur Torfi þegar hann lagði bakpokann frá sér og sagði fjórfætt- um félaga sínum að koma heim að húsi. -Ótt ■ytmvttm -V. DV-MYND PJETUR Finnur Torfi HJörleifsson og Finnur labradorhundur Þeir deildu byröunum bróöurlega og ásýnd þeirra lýsirglöggt hve náiö samband veröur milli manns og hunds. Þeir félagar voru aö nálgast aöseturstaö sinn í Sveinatungu, efsta bænum i Noröurárdal, þegar DV hitti þá. Öflugur neyðarkassi fyrir náttúruhamfarir! % Neyðarkassinn inniheldur allar sjúkra- og áfallabirgðin - Útvarp m/rafhlöðum - Vasaljós - Inn- og útöndunargrímu - Ljósastauka (éta ekki súrefni) - Vatnsbirðir (3ja ára ending) - Þurrmat (3ja ára ending) - Brunasmyrsl - Bækl. um undankomuleiðir - Uppl. um sérþarfir f. meðlimi fjölskyldunnar t.d. astma- og hjartalyf. - Augndropa - ofl. ofl. Neyðarkassinn er sérútbúinn fyrir jarðskjálftahamfarir. Hann inniheldur allar þær nauðsynjar sem þörf er á við slíkar aðstæður. Kassinn sem er viðurkenndur af Kanadíska heilbrigðis- kerfinu hefur reynst einstak- lega vel á jarðskjálfta- svæðum í Norður-Ameríku. Hægt er að sníða kassann að þínum óskum, hvort sem er við snjóflóða-, jarðskjálfta- eða önnur svæði. Allar upplýsingar og sala í síma rrm455o GJALDFRJALST ÞJONUSTUNUMER ' Kvf-MrP' Heildarlausnir í áfalLa- og neyðartiLfeLLum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.