Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Síða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 x>v Paul Watson Ferðaáætlunin miöast við ferðir grindhvalanna. Watson á leið til Færeyja á ný Hvalavinurinn Paul Watson und- irbjó um helgina ferð til Færeyja á ný. Watson segir ferðaáætlun sína þó miðast við ferðir grindhvalanna. Watson, sem verið hefur á Hjaltlandseyjum til að sækja fjöl- miðlamenn og skila öðrum, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir grindadráp Fær- eyinga. Með Watson í för verða frétta- menn frá Bandaríkunum, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Auk þess er talið að nokkrir þekktir kvik- myndaleikarar verði með um borð í flaggskipi Sea Shepherdsamtak- anna, Ocean Warrior. Lík átta ára telpu fundið í Bretlandi Lík Söruh Payne, átta ára gamall- ar breskrar stúlku, sem varð við- skila við þrjú systkini sín 1. júli síð- astliðinn, fannst í gær. Vegfarandi fann líkið á akri, í um 16 kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem Sarah hvarf í Sussex. Sarah hafði verið að leik með systkinum sínum en sneri heim til húss afa síns og ömmu þegar hún varð þreytt. Bróðir Söruh kvaðst hafa séð hvítan sendibíl aka eftir vegi stutt frá þar sem Sarah gekk. Gífurleg leit hefur farið fram í Englandi að litlu stúlkunni. Á fóstu- daginn voru foreldrar hennar beðn- ir um að búa sig undir hið versta. Lögreglan fékk um 19 þúsund vís- bendingar frá almenningi frá því að leitin hófst. Frelsinu fegln Renate ásamt syni sínum. Gíslinum fagnað í Þýskalandi Þýsku konunni Renate Wallert, sem var gísl uppreisnarmanna á Fil- ippseyjum í 12 vikur, var fagnað innilega er hún kom til Þýskalands í nótt. Renate, sem var sleppt í gær, studdist við son sinn sem hafði fært henni blóm við komuna. Annar sonur Renate og eiginmað- ur hennar eru enn meðal gíslanna sem uppreisnarmenn rændu af eyj- unni Sipadan á páskadag. Ekkert lausnargjald var greitt fyrir Renate en uppreisnarmenn krefjast sjálf- stæðs múslímsks ríkis á Filippseyj- um. Litlar horfur á að samkomulag náist í Camp David: Styrinn stendur um Jerúsalem Engin lausn var í sjónmáli i við- ræðum ísraela og Palestínumanna í Camp David í gær og nótt. Aukin áhersla var lögð á málefnalega um- ræðu leiðtoganna og verður sömu- leiðis lítið slegið af hörku viðræðn- anna í dag. Forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, hefur lýst því yfir að hann vilji sjá einhvem árangur af viðræðum síðastliðinnar viku áður en hann heldur i Japansfor sína á miðvikudag. Deiluaðilar héldu viðræðum áfram í nótt og ræddu framtíð Jer- úsalem sem hefur verið miðdepill átaka Palestínu og ísraels síðastlið- in 52 ár en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuborgar. Heimildarmenn úr röðum ísraela segja aö Barak, forætisráðherra ísraels, hafi komist að samkomulagi um framtíð palestinska rikisins, ör- lög palestínskra flóttamanna og framtíð ísraelsku landnemana á Vesturbakkanum. Einnig virðist Þjóð án ríkisfangs Samúð Bandaríkjamanna er með Paiestinumönnum. liggja nokkuð ljóst að ísraelsk yfir- völd eru tilbúin til að láta 94,5-95 prósent af Vesturbakkanum í hend- ur Palestínumanna ef þeir hverfa frá tilkalli til Jerúsalem sem höfuðborg- ar. Háttsettur palestínskur ráðamað- ur sagði um fyrrgreint tilboð ísraels að Arafat myndi aldrei samþykkja tillögu sem kvæði á um að Palestínu- menn ættu ekki tilkall til Jerúsalem. Clinton hefur hvatt Barak og Ara- fat til að komast að samkomulagi en lét einnig þau orð falla að friðarvið- ræður ríkjanna væru eitt erfiðasta mál sem hann hefði tekist á hendur. Hafa margir háttsettir ráðamenn, bæði bandarískir, israelskir og palestínskir, lýst yfir vantrú sinni á að samkomulag náist. Ef svo fer að samkomulag næst ekki má allt eins búast við því að eina niðurstaða fundarhaldanna verði boðun nýrra funda ríkjanna á næstu vikum eða mánuðum. í lausu lofti Kennari í fallhlífarstökki losar um fallhlífina þar sem hann kennir hópi geimfara í frjálsu falli í 3 kílómetra hæö yfir borginni Berdsk í Síberíu í Rússlandi. Fallhlífarstökk eru hluti af kennsluáætlun tilvonandi geimfara þar i landi. George Speight ósáttur við nýjan forsætisráðherra Fídji George Speight, leiðtogi uppreisn- armanna á Fídji sem héldu 29 ráða- mönnum landsins í gíslingu þar til i síðustu viku, hefur hafnað skipan Laisenia Qarase sem forsætisráð- herra Fídji og hótar nú að grípa til ófriðar að nýju. Speight hélt sem kunnugt er Ma- hendra Chaudry, þáverandi forsæt- isráðherra landsins, í gíslingu en Chaudry varð fyrsti forsætisráð- herra eyjanna sem er af indversku bergi brotinn. Þessu hefur Speight mótmælt og vill tryggja yfirráð fidji- ættaðra yfir Fídji. í síðustu viku sleppti Speight loks forsætisráðherranum fyrrverandi eftir nærri 60 daga varðhald. Speight hefur þó undirstrikað að baráttan sé rétt að byrja og að heil- mikið verk sé fyrir höndum í mótun og mannaskipan í stjórnarstöður Josefa lloilo Forseti Fídji, lloilo, er ábyrgur fyrir til- skipun forætisráöherrans landsins. Qarase, sem var skipaður í forætisráðherrastól að þessu sinni, nýtur fulls stuðnings hermálayfir- valda á eyjunum. Speight er hins vegar ósáttur. „Við lítum á þetta sem algjörlega óviðeigandi og alls ekki í takt við þjóðarsálina. Þeir eru að fótumtroða hættulegar slóðir. Þetta mun orsaka afturfór," sagði Speight. „Ég held að einhverjir séu að fara á bak við mig og þeir munu mæta harðri andstöðu," bætti Speight við. Þá sagði Speight að allt eins mætti búast við nýjum átökum. Hinn nýji forseti Fidji, Josefa Hoilo, sem jafnframt var tilnefndur af Speight, setti Qarase í embætti. Qarase er einkum illa liðinn af upp- reisnarmönnum vegna þess að hann þykir leggjast um of á sveif með ind- versk-ættuðum Fídjibúum. Dvínandi vinsældir Verkamanna- flokkur Tonys Bla- irs, forsætisráð- herra Bretlands, hefur nú einungis 7 prósentustiga for- skot á íhaldsflokk- inn. Hefur forskotið ekki verið minna síðan í kosningunum 1997. Verka- mannflokkurinn nýtur nú fylgis 42 prósenta kjósenda en íhaldsflokkur- inn 35 prósenta. Gjaldþrot í Japan Annað stóra gjaldþrotið á einni viku varð í morgun er Seiyo-sam- steypan bað um skiptameðferð. Öflugur jarðskjálfti Öflugur jarðskjálfti, 6,2 á Richter, reið yfir Afganistan í morgun. Tveir létust á landamærunum við Pakist- an. Pútín í Kína Forseti Kína, Jiang Zemin, lýsti í morgun yfir nýju tímabili í sam- skiptum Kína og Rússlands er Vla- dimir Pútín Rússlandsforseti kom til fundar við hann í Peking. Leið- togarnir munu meðal annars ræða vopnaeftirlit og viðskipti. Ráðist á friöargæsluliða Friðargæsluliðar í Kosovo beittu táragasi og skutu viðvörunarskot- um til þess að dreifa hópi Serba í Mitrovica. Serbamir höfðu fleygt grjóti í friðargæsluliðana í kjölfar handtöku serbnesks manns. Ekkert hjónaband Einn helsti ráð- gjafi Karls Breta- prins segir í bréfi til siðanefndar breska blaða- mannafélagsins að ekkert sé hæft í frétt Sunday Times um að prinsinn hyggist kvænast ástkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Blaðið hafði sagt að prinsinn væri í leyni- legum viðræðum við skosku kirkj- una um hjónavígslu. Oliuverð lækkar Olíuverð lækkaði i gær á mörkuð- um í kjölfar yfirlýsingar yfirmanns Opec, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að þau væru reiðubúin að auka framleiðsluna í lok mánaðarins. Flóttamenn í kælibíl Yfirvöld í Grikklandi handtóku í gær 38 íraka sem voru í felum í kælíbíl frá Búlgaríu. Jöfn barátta Þrjár nýjar skoðanakannanir sýna að bilið milli Áls Gores, forseta- efnis repúblikana, og Georges Bushs, forsetaefnis demókrata, minnk- ar. Bush hefur forystu með 45 pró- sentum á móti 41. Fjöldamótmæli á Spáni Hundruð þúsunda Spánverja efndu í gær til mótmæla gegn morði ETA, samtaka aðskilnaðarsinna Baska, á stjómmálamanni i Malaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.