Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 Tilvera DV 1 1 f i fS Kiljubiblía: Sellótónleikar í Listasafni Sigurjóns Á tónleikunum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar klukkan 20.30 kemur fram Ólöf Sigur- +sveinsdóttir sellóleikari og með henni leika þær Agnieszka Bryn- dal píanóleikari og Nora Sue Komblueh sellóleikari. Á efnis- skrá era eftirtalin verk: Sóló- svíta nr. 1 í G-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach, Tilbrigði við enskar barnavísur eftir Paul Hindemith, Sónata nr. 9 í g-moll eftir Antonio Vivaldi og Fantasiestúcke op. 73 eftir Ro- bert Schumann. Klúbbar ■ SOLEY A THOMSEN Það ættu allir að vera farnir aö kannast við litlu pabbastelpuna Sóleyju sem heldur uppi stemningunni á Thom- sen í kvöld eins og ónnur þriðju- dagskvöld. Góð verð á barnum. Krár ■ KÆFUROKK A GAUKNUM I kvöld er það hljómsveitin Uri sem mun spila á þeim g,eðþekka stað Gauki á Stöng. Staðurinn ætti að vera flest- um kunnur en hljómsveitinna þekkja kannski ekki alveg allir. Þeir sem vilja verða fullir endilega mæti á Gaukinn. Edrú fólki er reyndar líka hleyþt inn, en þaö er svona æski- legt aö það sé keypt eitthvað á > barnum. Kabarett ■ CIRKUS AGORA Norðlendingar! I dag er Jan Ketil aftur á Akureyri með sinn frækna Cirkus Agora. Kannski laumar Jan á Ijónum, dvergum, skeggjuöum konum og töframönnum. Kannski er hann bara bóndi af Vestfjörðum sem mætir með börnin sín fjögur og lætur þau standa á hestbaki og fjarhundinn sinn Leppa rúlla sér fyrir sykurmola. Þetta er allt saman æsispennandi. Sýningin hefst kl. 19. ■ ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Um þessar mundir stendur yfir Þjóðlagahátíð á Siglufirði þar sem fólki gefst kostur , á aö kynnast fjölbreytilegum 'tþjóðlagaarfi þjóðarinnar á tónleikum, fyririestrum og námskeiðum frá morgni til kvölds. Sérhver dagur er helgaður sérstöku viöfangsefni, börnum boðið upp á barnadagskrá fyrir hádegi o.s.frv. í dag heldur Guðmundur Andri Thorsson fyrirlestur og þjóðlagahópurinn Embla tekur lagið. Fundir ■ the extremes of the EXTREMES Alþjóöleg vatnafræði- ráðstefna um stórflóð sem ber heit- iö „The Extremes of the Extremes" A/eröur haldin á Grand Hótel Reykja- vík á næstu dögum. Ráðstefnan er styrkt af innlendum og erlendum aðilum og er í samstarfi við Reykja- vík Menningarborg 2000. Nánari uþplýsingar um hasarinn má finna á www.os.fs/vatnam/extremes2000. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Biblían er um þig - hugmyndin að ná til ungs fólks Nýlega sendi Hið íslenska Biblíu- félag frá sér nýja útgáfu af Biblí- unni í kiljuformi, útgáfan hefur vakið talsverða athygli vegna frum- legs útlits. Samkvæmt upplýsingum frá Biblíufélaginu er eitt af mark- miðum félagsins að auka lestur Biblíunnar og er hugmyndin á bak við þessa útgáfu að ná tU ungs fólks. Alda Lóa Leifsdóttir hönnuður á veg og vanda af útliti kiljubiblíunn- ar. Sammannleg vandamál Alda Lóa segir að hún og Gunnar Smári Egilsson hafi unnið hug- myndina saman. „Við erum að reyna að gera Biblíuna forvitnilega á annan hátt en fólk á að venjast, ekki að þetta sé bók um Guð heldur hók um fólk, einnig reynum við að vekja athygli á henni sem bók- menntaverki. Við göngum út frá ákveðnum persónum í sögunni og vekjum athygli á þeim með slagorði. Hver persóna lendir i ákveðinni lífs- reynslu sem við teljum að megi heimfæra á nútímafólk. Eðli mann- eskjunnar hefur svo sem ekkert ver- ið að breytast í gegnum aldirnar þannig að nútímafólk er að glíma við sömu vandamál og fólk á ritun- artíma Biblíunnar. Ég var lengi að velja fólkið á kápuna, það þurfti að passa við per- sónumar úr Biblíunni sem við vor- um að fjalla um. Ég ætlaði mér upp- haflega að hafa kynjahlutfallið jafnt en það endaði með því að ég valdi sex karlmenn og fjórar konur. Þetta stjómaðist að vísu af persónunum í bókinni því það er minna fjallað um konur en karlmenn í henni, annars á þetta ekki að skipta máli þar sem vandamálin eru ekki kynjaskipt, þau eru sammannleg." Ungu fólki finnst þetta smart Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, segir að félagið hafl fengið Gallup til að gera könnun á Biblíueign fólks eftir aldri og sam- kvæmt henni les fólk á aldrinum 25-35 ára ekki Biblíuna. „Þetta er í samræmi við það sem prestar eru að segja. Fljótlega kom upp sú spuming hvemig við gætum náð til ungs fóks og í framhaldi af því kom hugmyndin um kilju. Við teljum að það felist ákveðin skilaboð í kilju- forminu, menn kaupa sér kiljur þeg- ar þeir fara í fríið, lesa hana og henda henni svo jafnvel. Við ákváð- um því næst að leita til sex graf- ískra hönnuða og biðja þá að koma með tillögur að útliti. Tillögumar voru allar mjög áhugaverðar en hugmynd Öldu Lóu varð ofan á. ! hennar tillögu felst ákveðin fullyrð- ing, þ.e.a.s. Biblian er um þig. Útgáf- an er með flmm mismunandi káp- um og á hverri þeirra eru tveir nú- tíma íslendingar. Viðbrögðin hafa verið mjög góð þó að við höfum heyrt eina og eina gagnrýnisrödd sem flnnst þetta of langt gengið. Prestar hafa tekið mjög vel í þetta og ungu fólki flnnst bókin smart. Það má líka nefna það hér að erlend biblíufélög hafa sýnt útgáfunni mikinn áhuga.“ -Kip Biblían Alda Lóa Leifsdóttir hönnuöur. Bíógagnrýni §§MHp*5iMs v = Stjörnubíó - Committed: Öðruvísi eiginkona Aðalpersónan í Committed, Joline (Heather Graham) er haldin þeim sjaldséða en um leið góða eig- inleika að hún stendur við loforð sín og þá er ekki spuming um hverju er lofað eða hvert tilefhið er, orð skulu standa. Þetta á jafnt við þegar Joline i starfi sínu sem skemmtanastjóri á rokkklúbbi hef- ur lofað einhverjum að koma fram, þá þarf enga undirritaða samninga, eða þegar hún giftir sig og lofar eig- inmanni sínum trúmennsku alla ævi, hún tekur eiðinn bókstaflega. Það sama verður því miður ekki sama sagt um eiginmanninn Carl (Luke Wilson) sem virðist ekki hafa hlustað á prestinn. Það er því engin spuming í huga Joline þegar eigin- maðurinn hverfur á braut, hjóna- bandinu verður að bjarga. Áfallið er mikið og þótt bróðir hennar og vin- ir reyni að telja henni trú um að þetta hafi kannski verið það besta sem gat kom fyrir hana leggur hún meira upp úr skuldbindingunni sem presturinn lét hana hafa eftir. Joline leggur því í ferðalag ein síns liðs á bilaleigubíl frá New York til Texas þar sem hún telur eignmann HJón með ólíkar lífsskoðanir Heather Graham og Luke Wilson í hlutverkum sínum. MYND: ALDA LÓA Aron Þaö er ekki alltaf betri kostur sem meiri sátt er um. Kiljubiblían: Aron og kona Lots Aron Þegar Aron horfði á eftir bróður sínum hverfa upp hlíðar Sinaífjalls sat hann eftir með þunga raun. Hvernig er hægt að halda saman fólki á með- an það bíður þess sem sameinar það? Fólkið hafði ekki fylgt Aroni út í eyði- mörkina. Hann hafði fylgt Móse eins og aðrir. Og þegar fólkið stóð frammi fyrir honum og beið leiðsagnar fann hann sterkt fyrir fjarveru bróður síns. Aron vissi að fólkið vildi það sem var rangt en hann fann ekki orð yfir það sem rétt var. Hann óttaðist að sundra hópnum og kaus samstöð- una. Hann bauð fólkinu að steypa sér gullkálf. Kona Lots Sódóma er enginn sælustaður. Hún virðist hafa upp á allt að bjóða en því ákafar sem fólk teygar i sig lystisemdir hennar því meira þurf- andi verður það. Jafnvel þeir sem mæra borg- ina með orð- um hata hana í hjart- anu. En hún er heimili mitt Þar Vlð soknum llka Þ°ss MYND: ALDA LÓA Kona Lots henti margt mig slæmt sem særir okkur. en líka það góða sem ég þekki. Og þetta hvort tveggja er ég. Ég kann ekki að skilja þar á milli. Ég hef ekki þann styrk að snúa frá öllu sem ég þekki og faðma óvissuna. -Kip sinn vera. Hún finnur hann en rek- ur sig fljótt á veggi. Málið er nefni- lega það að Joline er ekki eins og fólk er flest, hún lítur tilveruna um augum en aðrir. Committed byrjar nokkuð öðr- vel, ★★ Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir hugmyndin er skemmtileg og út- færslan er góð, þá er Heather Gra- ham virkilega góð leikkona, auk þess sem hún hefur mikla persónu- töfra. Fljótlega kemur þó í ljós helsti galli myndarinnar sem er að „fynd- in“ atriði eru ekki fyndin. Róman- tíkina vantar ekki og því síður frumleikann sem birtist bæði í efn- istökum og persónum sem margar hverjar eru vel heppnaðar, litríkar og sérlundaðar. En það er sama hvað reynt er, myndin nær aldrei almennilegu flugi og verður aldrei sú skemmtilega vegamynd sem lagt er upp með. Einstöku sinnum nær hún að lyfta sér upp en koðnar strax aftur niður. Ef ekki væri fyrir He- ather Graham og þá miklu útgeisl- un sem hún hefur væri Committed einfaldlega leiðinleg, en Graham bjargar miklu og gerir myndina að sæmilegri afþreyingu. Leikstjórn og handrit: Lisa Krueger. Kvik- myndataka: Tom Krueger. Tónlist: Calex- ico. Aöalhlutverk: Heather Graham, Casey Affleck, Luke Wilson og Goran Vis- bjic.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.