Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Side 5
5 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 1>V Fréttir Helgi Pétursson viðrar nýstárlegar hugmyndir: Vill 18 holu golfvöll í Viðey - séra Þóri Stephensen, staðarhaldara í Viðey, líst vel á hugmyndina Helgi Pétursson, borgar- fulltrúi R-listans, vill að kannað verði hvort hag- kvæmt og náttúruvænt sé að byggja 18 holu golfVöll í Við- ey. I greinargerð sem Helgi hefur skrifað um málið kem- ur fram að golfíþróttin sé i stöðugmn vexti hérlendis og ferðamönnum sem komi til landsins fjölgi stöðugt. Golf- völlur í fullri stærð myndi verða veruleg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. „Það væri gaman að láta kanna þetta mál. Golfíþróttin er í stöðug- um vexti og mér hefur sýnst golf- vellir falla mjög vel inn í landslagið án nokkurra náttúruspjaila. Með þessu móti myndi sú uppbygging sem hefur átt sér stað í eyjunni nýt- ast mun betur og ekki þyrfti að ráð- ast í heilmiklar framkvæmdir sök- um þessa.“ Undir þessi ummæli tek- ur Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar. Aðspurður kvaðst Helgi Péturs- son ekki telja að borgin kæmi að rekstri golfvallarins ef af verður - betra væri að eftirláta það þeim golfklúbbum sem til eru fyrir. Helgi ætlar að kynna málið fyrir borgar- stjórn hið fyrsta og vonast eftir góðum viðbrögðum. Séra Þórir Stephensen er staðarhaldari í Viðey. „Þetta þykir mér vera góð hugmynd og sjálfur var ég með hugmyndir á sínum tíma um níu holu golfvöll. Þetta má vel skoða. Það eru mikil tún á vesturhluta eyj- arinnar sem eru algjörlega ónýtt og þau og umhverfi þeirra yrðu ágæt sem golfvöllur. Þetta myndi auka ferðamannastrauminn hingað og þar með nýtingu eyjarinnar. Þarna þyrfti að sjálfsögðu að fara fram vandað umhverfismat og skoða mál- ið frá öllum hliðum. Eyjan er stór og þolir vel að geng- ið sé um hana. Ég veit að Ólafur Stephensen, eigandi eyjarinnar á móti Reykjavíkurborg, er einnig hlynntur því að þessi hugmynd verði skoðuð.“ Þórir sagði þó að hann væri ekki Helgi Pétursson -18 holur í Viöey. Fjölskylda á Hólmavík: Fjölskylda stofnar fiskvinnslufyrirtæki - saltfiskverkunin Særoði tekur til starfa PV. HÓLMAVÍK: Nýlega tók til starfa fiskvinnslu- fyrirtæki í eigu einnar fiölskyldu á Hólmavík. Það eru hjónin Bjamveig E. Pálsdóttir og Sævar Benediktsson sem reka fyrirtækið ásamt bömum sín- um en þetta er salt- fiskverkunarfyrir- tæki og húsnæðið er tveir 40 feta gámar en samfestar hliðar þeirra hafa verið fjarlægðar og ný þakgerð smíðuð. Húsnæðið er bæði bjart og vistlegt og þar eru bæði flatnings- og flökunarvélar fyrir vinnsluna, auk beitningaraðstöðu. Sævar segist vinna meginhluta þess afla sem hann veiðir á bát sem ber nafn fyrirtækis- ins, Særoði, og er gerður út á línu yfir vetrartímann og með færi yfir sumar- tímann. Lítilsháttar hefur verið keypt af afla annarra báta fyrir vinnsluna. Sævar hefur réttindi fiskimatsmanns og þarf lítið aðfengið vinnuafl að kaupa, en böm þeirra hjóna vinna við framleiðsl- una þegar aðstæður leyfa. Sævar segir afla hafa verið mjög góðan undanfarið í Húnaflóa og sem dæmi um hve fiskur getur verið hátt í sjó segist hann nýverið hafa fengið kríu úr einum þorsk- maganum. -GF DVJvlYND GF Fiskvinnslufjölskylda Sævar Benediktsson og Bjarn- veig E. Pálsdóttir kona hans ásamt dótturinni Guöfinnu Magneu í nýja og glæsilega fiskvinnsluhúsinu á Hólmavík Jastrandi gott hey í brakandi þurrki Það var sama hvert litiö var á leiöinni austur um Suöurland um helgina, alls staöar voru menn og tæki á fullu í heyskap og heyfengur sýnilega góöur. Ingi- mundur bóndi á Skógum undir Eyjafjöllum tínir hér bagga á vagn á Skóga- sandi í blíöunni. Borgarnes: Aukið álag á lögregluna - álag eykst með tikomu Hvalfjarðarganga Mikið hefur reynt á lögregluna í Borgamesi í sumar en álagið hefur stóraukist með tilkomu Hvalfjarðar- ganganna að sögn Stefáns Skarphéð- inssonar sýslumanns en þetta kem- ur fram í Skessuhomi, fréttablaði Vestlendinga. Aðeins sex lögreglu- þjónar em fastráðnir hjá sýslu- mannsembættinu í Borgarnesi, auk yfirlögregluþjóns og tveggja héraðs- lögregluþjóna. Umdæmi Borgameslögreglu er víðfeðmt og nær frá Hvalfjarðar- botni að Hítará og upp á miðja Holtavörðuheiði. Gífurleg umferð hefur verið um héraðið í sumar og um helgar er talið að allt að tuttugu þúsund aðkomumenn dvelji í sum- arhúsum og á tjaldsvæðum í Borg- arfirði. Sýslumaður segir í samtali við Skessuhorn álagið á mannskap- inn vera mikið en fjárveitingar til embættisins leyfi ekki fjölgun í lög- regluliðinu. viss um að þetta yrði samþykkt. um ekki taka vel í þessa hugmynd Tillaga Helga Péturssonar verður Sumir íhaldssamir menn innan og beita sér fyrir því að þetta yrði lögð fram í borgarráði í júlímánuði. borgarinnar myndu að öllum líkind- ekki gert. -ÓRV Á tímum síhækkandi bensínverðs skiptir eyðslan bíleigendur gríðarlegu máli, sérstaklega þegar Ijóst er að lítraverðið fer í 100 krónur. Það er vandfundinn bíll sem eyðir minna bensíni en Daewoo Matiz. Nýlega komst hann í Heimsmetabók Guinness fyrir litla bensíneyðslu, þegar honum var ekið 3.899 km. á aðeins 122 lítrum í Ástralíu - geri aðrir betur! Ef þú sérð brosandi bíleiganda á bensínstöð, þá er hann eflaust á Matiz! Nýr Matiz fyrir 457 krónur á dag!* Verð: Matiz S kr. 829.000, Matiz SE kr. 899.000, Matiz SE-X kr. 966.666, * Matiz S, útborgun kr. 165.800,- eftirstöðvar til 72 mánaða. Miðað við bílasamning og verðbólguspá. Gamli bíllinn þinn getur líka verið útborgun. Bílabúð Benna 'Vagnhöfða 23 og Kringlunni • Sími 587-0-587 • www.benni.is - og kominn í heimsmetabókina! DAEVKX)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.