Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 I>V Fréttir Afrakstur vinnu og vitnisburða Gísla Guðjónssonar, réttarsálfræðings í Bretlandi: Sleppt eftir 25 ár og fékk 1 milljón punda - Andy var dæmdur fyrir morð á 14 ára stúlku - Gísli sýndi fram á ótrúverðuga játningu 17 ára var Andy Evans dæmdur fyrir morð. Hann sat inni í 25 ár, aldarfjórðung, áður en Gísli Guð- jónsson réttarsálfræðingur frá Is- landi kom til skjalanna og átti stærstan þátt í að hann var sýknað- ur. Gísli gerði mat á málið og sál- fræðimat á Andy sem sýndi fram á að játningar hans voru ekki trú- verðugar. Gísli bar síðan vitni fyrir Hæstarétti. 25 ára afplánun er mettími hjá breskum fanga sem síðar reynist saklaus. Andy hefur nú sett annað met. Dómstóll dæmdi honum nýlega metupphæð i skaðaðbætur fyrir fangelsisafplánun - 750 þúsund sterlingspunda viðbót við þau 250 þúsund sem hann hafði þegar feng- ið. Andy hefur því fengið greidda 1 milljón sterlingspunda, jafnvirði 118 milljóna íslenskra króna. „I fyrstu byrjaði ég að eyða pening- um eins og brjálæðingur," segir Andy í viðtali við The Guardian. „Eitt sinn gaf ég leigubilstjóra 200 punda þjórfé (um 24 þúsund krónur). Þegar tölvan mín bilaði keypti ég mér fimm aðrar... Gísli fékk Andy lausan eftir 25 ár Gísli Guöjónsson var nýlega við- staddur brúdkaup Andys Evans, 45 ára Breta, sem sat inni í 25 ár fyrir morö sem hann framdi ekki. Frelsi sitt í dag getur Andy aö langmestu leyti þakkaö réttarsáifræöingnum frá íslandi. Eldhúsið mitt var fúlit af guð veit hve mörgum blöndunarvélum," segir Andy sem var búinn að kaupa sér 12 stóra heftara áður en hann vissi af. En hann er orðinn ráðsettari í dag. Það var lögreglan í Stoke on Trent - í borginni sem Guðjón Þórðarson og hans menn búa - sem handtók Andy dag einn í október árið 1972. Hann ját- aði þá á sig aö eigin frumkvæði morð á 14 ára stúlku. Andy var einfari, gat varla lesið né skrifað, tók þunglyndis- lyf og var að bíða eftir að fá sig lausan úr hemum vegna vanheilsu. „Líf mitt var í rúst,“ segir Andy. Áður en hann fór til Stoke-lögreglunnar dreymdi hann draum þar sem hann sá óræða blöndu af ímynduðum kvenmannsand- litum. Þar með varð Andy fullviss um að hann bæri ábyrgð á dauða hinnar 14 ára skólastúlku! „Með því að játa taldi ég mig verða lausan við aUa vitleysuna í kollinum á mér.“ Hann var yfir- heyrður í 4 daga án lögmanns. Eng- ar sannanir lágu til grundvallar játningu Andys. Til að skerpa minni hans gáfu geðlæknar honum „sann- leiksmeðul". „Þau rugluðu mig og ég taldi mig kominn á aðra plánetu," segir hann. Hann hlaut lifstíðardóm. Vandi við breskt réttarfar, segír Gísli Rúmum 2 áratugum síðar kom Gísli Guðjónsson til sögunnar. „Vandinn við breskt réttarfar er að ef dæmdur morðingi fer í fangelsi og dregur játningu sína til baka vinnur slíkt á móti honum. Eina leiðin er að „iðrast". Þá er mönnum sleppt út áður en mjög langt um líður. Ef Andy hefði ákveðiö að neita ekki sök eftir að hann fór inn og þykjast iðrast, þó hann hafi ekki framið morðið, hefði hann slopp- ið miklu fyrr út,“ sagði Gísli í samtali við DV. Gísla vai- nýlega boðið í brúðkaup Andys í Bretlandi. Sambandið hófst með því að eiginkonan, Sue, svaraði smáauglýsingu Andys - „Hreingem- ingarkona óskast". Úr varð hjónaband. Fanginn fyrrverandi er nú að ná áttum í lífmu þó biturleiki og martraðir hrjái hann enn. Hjónin fara brátt í brúð- kaupsferð til Karibahafsins og ætla að kaupa hús í Nottingham. -Ótt Ósamkomulag um laugardagslokanir í miðborginni: Umdeild lokun Laugavegar - stjórnað með tilskipunum, segir stjórnarmaður í Laugavegssamtökunum Gunnar Guöjónsson, stjórnarmaöur í Laugavegssamtökunum, segir gerræðisleg vinnubrögö Kristínar Einarsdóttur, framkvæmdastjóra miöbæjarstjórnar, hafa ráöiö lokunum á Laugaveginum í sumar. 98 prósent kaupmanna á því svæöi Laugavegarins sem lokaö var eru á móti aögeröum miöþæjarstjórnar. „Við höfum hvergi haft tök á að hafa áhrif á þessar lokanir og ekk- ert samráð hefur verið haft við okkur þrátt fyrir að framkvæmda- stjóri miðborgarstjómar hafi til- kynnt það í fjölmiðlum að það ætti að stjórna þessu með hagsmuni kaupmanna í huga,“ segir Gunnar Guðjónsson, stjórnarmaöur í Laugavegssamtökunum, um laug- ardagslokanir sem skipulagðar eru í miðborginni i sumar. Laugavegssamtökin hafa nú sent frá sér mótmælabréf sem stfl- að er á Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Miðborgar- stjómar, þar sem hún er vænd um gerræðisleg vinnubrögð í fram- kvæmd lokananna. 98 prósent verslunareigenda á umræddu svæði skrifuðu undir mótmælin sem eru svohljóðandi: „Við undirritaðir, kaupmenn og rekstraraðilar á Laugaveginum frá Klapparstíg að Bankastræti, vflj- um koma á framfæri harðorðum mótmælum viö borgarstjóra og miðborgarstjórn vegna gerræðis- legra vinnubragða framkvæmda- stjórans, Kristínar Einarsdóttur, við framkvæmd lokana fyrir bOa- umferð um miðborgina á laugar- dögum í surnar." „Þetta er eins og var í Ráðstjóm- arríkjunum gömlu þar sem stjóm- að var með tOskipunum," segir Gunnar Guðjónsson. Hann segir Kristinu hafa ákveð- ið lokanir einhliða og oft með slæmum afleiðingum. „Síðasta laugardag var Lauga- veginum lokað í vondu veðri og þaö sást varla sála á götunni. Þeg- ar verslunareigendur stóöu að lok- uninni sjálfir var aUtaf eitthvað að gerast í götunni og við gerðum þetta þegar veður leyfði því fólk nennir ekkert að labba úti í vondu veðri. Við erum ekki á móti lokun- unum í sjálfu sér heldur vOjum við að samráð sé haft um það hvenær, hvemig og á hvaða for- sendum það verði lokað," segir hann. Hafði fullt samráð Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Miðbæjarstjómar, segir ásakanir Laugavegssamtak- anna um gerræðisleg vinnubrögð koma flatt upp á sig. „Þetta var í samráðsferli í mánað- artíma áður en kom tO lokananna og við höfðum gengið á mOli og rætt við atvinnurekendur á svæöinu um þetta og fengum það út að um 80-90 prósent væru þessu fylgjandi. Stjórn Þróunarfélags Miðborgarinnar var aðgeröunum fylgjandi og það er auðvitað rætt við Þróunarfélag Mið- borgarinnar því Laugavegurinn er bara örlítOl partur af því sem lokað er,“ segir hún. Hún segir erfitt að ákveða skyndi- lega aö hætta við lokanir vegna veð- urs. „Viö ákváðum aö hætta við að loka 8. júli vegna slæmrar veður- spár en svo létum við slag standa síðustu helgi. Það er ekki hægt að hætta við skyndOega þegar kemur i ljós að veðrið er vont enda viO lög- reglan þaö ekki og það er mjög skOj- anlegt," segir Kristín. Þegar DV hitti Kristínu að máli seinni partinn í gær hafði hún enn ekki fengið mótmælabréf Laugavegs- samtakanna formlega í hendur. „Ég uppgötvaði það óvænt á fundi að þetta bréf væri í gangi en ég hef ekki fengið það sent sjálf. Þetta eru ekki litlar ásakanir á hendur mér en ég stend keik og hef haft fuOt samráð við málsaðeigandi aðfla. Ég vil vinna með þessu fólki og ber engan kala til þess og vona aö þetta hafl verið gert að óathuguðu máli,“ segir hún. -jtr mmm Föst skot Bankastjóri Landsbankans, Hafl- dór J. Kristjánsson, er harðorður í garð seðlabanka- stjóra og forstjóra FBA og segir það ekki stórmannlegt að kannast ekki við aðild að sameigin- legri ákvörðun aö loka fyrir gjaldeyr- isviðskipti. HaOdór segir að um það megi deila hvort ákvörðunin hafl verið rétt en það skipti engu þótt Landsbankinn hafi átt frumkvæðið enda sé ekki við einn að sakast þegar svona atburðir gerast. Dagur greindi frá. Harma afstöðu Heimdallar Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna sem haldinn var í Reykjavík nýlega harmar í álykt- un þá skoðun ungra Heimdellinga að lögleiða beri flkniefni hér á landi. Frá þessu var sagt í Degi. Búist viö flóði Mikið vatn er i Jökulsá á FjöOum við brúna austan Ásbyrgis og mjög mikið við Upptyppinga. Búist er við flóði neðar í ánni. Kári Kristjánsson landvörður sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hann hefði ekki séð svo mikið vatn í ánni í 12 ár. í síðasta flóði í ánni fór vegurinn í sundur austan við Ásbyrgi og við Grímsstaði. Hitabylgja Hitabylgja hefur gengið yfir Aust- urland undanfama daga og ferða- fólk streymt á svæðið. I gær voru öO tjaldstæði á Egilsstöðum fuO og um 500 manns gistu í Atlavík í fyrri- nótt. Hafði einn á orði að Atlavíkin væri eins og fjölbýlishús í Breið- holtinu. Margir urðu frá að hverfa vegna plássleysis og var ástandið svipað á Seyðsfirði. Morgunblaðið greindi frá. Metár í hjónaskilnuöum Árið í ár verður líklega metár hvaða fjölda hjónaskilnaða varðar hérlendis. Á fyrri hluta ársins voru skilnaðir 100 fleiri en á sama tíma í fyrra. RÚV sagði frá. Englarnir fá verðlaun Kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Englar alheimsins, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Karlovy Vary í Tékklandi um helgina. Englarnir voru valdir besta myndin af Alþjóða- samtökum kvik- myndagagnrýnenda auk þess að fá sér- staka viðurkenn- ingu frá aðaldómnefnd hátíðarinn- ar. Að sögn leikstjórans voru við- tökur áhorfenda ótrúlega góðar. Morgunblaðið sagði frá. Sparisjóðir sameinaðir Að undanfórnu hafa staðið yfir viðræður um sameiningu spari- sjóða á Vestfjörðum og bendir margt til að nýr sameinaður spari- sjóöur Vestfirðinga gæti orðið til fyrir næstu áramót. Sparisjóðirnir sem um ræðir eru Eyrasparisjóður á Patreksfirði og Tálknafirði, Spari- sjóður Þingeyrarhrepps, Sparisjóð- ur Önundarfjarðar og Sparisjóður Súðavíkur. Morgunblaöið greindi frá. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.