Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 Utlönd Veikur forseti Ratu Josefa lloilo, forseti Fídjieyja, er veikur og hefur því embættistöku stjórnarinnar veriö frestaö. Embættistöku frestað á Fídjieyjum Nýr forsætisráðherra Fídjieyja, Laisenia Qarase, sagði í morgun að embættistöku stjórnar hans hefði verið frestað vegna veikinda forsetans. Þjóðernissinnaðir uppreisnarmenn, sem hótað hafa nýjum óeirðum, fullyrtu hins vegar að þeir hefðu þvingað yflrvöld til að fresta athöfninni. Leiðtogi uppreisnarmanna, George Speight, kvaðst vera óánægður með að ekki skyldi hafa verið haft samráð við hann áður en nýir ráðherrar voru kynntir á þriðjudaginn. Sagðist Speight ætla að ræða við Qarase og Ratu Josefa Doilo síðar í dag. Þrettán ára skaut skóla- félaga tll bana Þrettán ára pUtur í Honduras skaut átta ára skólafélaga sinn tU bana í gær og særði kennara sinn. Pilturinn, sem býr i Santos Guradiola á Roataneyju, reiddist kennaranum á mánudaginn og kom með byssu í skólann í gær. Skólafélaginn, Gabriela Pulido, var skotin í höfuðið og lést samstundis, að sögn lögreglu. Kennarinn, Ferdinandi Rivera, fékk í sig þrjú skot og er alvarlega særður. Vlð góða hellsu Renata Wallert, þýski gíslinn sem fékk frelsi, er viö góöa heilsu aö sögn lækna í Þýskalandi. Fleiri gíslum sleppt á Filippseyjum Búist var viö í morgun að uppreisnarmenn á FUippseyjum myndu sleppa öllum sjö gislum sínum frá Malasíu í dag. Yfirmaður samninganefndar yfirvalda kvaöst í morgun Ujúga til borgar nálægt Joloeyju tU aö taka á móti gíslunum sem var rænt á páskadag. Hingað tU hafa uppreisnarmenn sleppt tveimur Malasíumönnum og þýskri konu. Uppreisnarmenn krefjast sjálfstæðs íslamsk ríkis á eyjunum. „Friöarviðræðunum fyrir bestu,“ segir Clinton: Frestar Japansför- inni um einn dag Friðarviðræður Israela og Palest- ínumanna í Camp David höfðu engan árangur borið undir kvöld að banda- riskum tíma í gær. Enn sem fyrr strönduðu viðræðurnar á framtíð Jerúsalem en ísraelar og Palstínu- menn gera hvorir tveggju tilkaU tU borgarinnar sem höfuðborgar. Forseti Bandaríkjanna, Bill Clint- on, hefur frestað for sinni til Ok- inawa í Japan um einn dag en þar fara fram viðræður átta helstu iðn- ríkja heims. Þetta gerir Clinton í ljósi þess að enginn árangur hefur orðið af viðræðum ísraela og Palestínu- manna í Camp David en Clinton hef- ur fram að þessu lagt mikla áherslu á að einhver árangur verði sjáanlegur af viðræðum rikjanna undanfama viku. Viöræðurnar héldu áfram fram eft- ir nóttu og tók Clinton fuUan þátt í þeim. „Þeir eru á kafi í vinnu," sagði talsmaður öryggisráðs, P.J. Crowley, Á milli steins og sleggju Ekki hefur síöur mætt á talsmanni Hvíta hússins síöustu daga. um klukkan 22 í gær að staðartíma en þá hafði Clinton ekki ljóstrað upp að hann myndi fresta fórinni tU Jap- ans um einn dag. Þegar komið var fram yfir mið- nætti Uutti talsmaður Hvíta hússins, Joe Lockhart, yfirlýsingu fyrir hópi fréttamanna: „Forsetinn harmar að þurfa að fresta fórinni tU Japans um einn dag. Forsetinn mun halda tU Japans á fimmtudag,“ sagði Lockhart en ráð- stefnan verður sett á fóstudag. „Forsetinn trúir því að þetta sé friðarviðræðunum fyrir bestu,“ bætti Lockhart við. Forseti Bandaríkjanna og leiðtogar Palestínu og ísraels hafa sem sagt daginn í dag tU að útkljá deilurnar en enn sem fyrr eru ráðamenn ekki bjartsýnir á árangur. Þó virðist sem samkomulag hafi náðst í öllum meg- indráttum en strandar sem fyrr á framtíð Jerúsalem og talið að hvor- ugur leiðtoganna gefi eftir þar. Herra Kína árið 2000 36 keppendur hvaöanæva úr Kína voru samankomnir í Peking í fyrradag í keppni um titilinn herra Kína áriö 2000. Sigurvegarinn tekur þátt í alþjóölegu Manhunt-keppninni sem haldin veröur í Singapore í september. Svartsýnisspá ráðgjafa Blairs lekur í fjölmiðla Ríkisstjórn Tonys Blair fékk ann- an skeU í morgun er trúnaðarskjal, þar sem háttsettur ráðgjafi ríkis- stjórnarinnar varar við miklu fylgistapi ríkisstjómar vegna skadd- aðrar ímyndar hennar, komst í hendur fjölmiðla. „Ég held að staðan hjá okkur núna sé grafalvarleg. Sá möguleiki er nú fyrir hendi að meirihluti okk- ar muni faUa með látum,“ segir sér- legur ráögjafi Blairs, PhUip Gould, í skjali sem hann reit í maí síð- astliðnum og birt var í Times og The Sun í morgun. „Verra er þó eUaust... að Verka- mannUokkurinn er iUa sýktur. Hann er oröinn tUefni tU stöðugrar gagnrýni og það sem verra er, skot- spónn háðsyrða," segir Gould jafn- framt í umræddu skjali. Gould segir Uokkinn einnig til- Tony Blalr Hefur fyrirskipaö rannsókn á fjölmiölalekanum. finnanlega skorta heiðarleika og sannfæringarkraft. Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, sem hefur að undan- fornu orðið fyrir hverju áfaUinu á fætur öðru, hefur fyrirskipað rann- sókn á því hvemig skjalið komst í hendur blaðamanna. Skjalið var ritað af Gould ein- hvern tíma í maí eftir að VerkmannaUokkurinn galt afhroð í borgar- og sveitarstjórnarkosning- um og tapaði hundruðum sæta tU IhaldsUokksins. Almennar þingkosningar verða í BreUandi í maí árið 2002 en undan- famar vikur hefur Blair sagt stríð á hendur svartsýnismönnum og stjórnarandstæðingum sem hafa gagnrýnt forsætisráðherra duglega. Fylgi VerkamannaUokksins hefur sjaldan mælst jafn lágt og nú. Elian í heimildaþætti Ríkissjónvarpið á Kúbu sendi í gær heimUdaþátt sem á að sýna hversu vel Elian litli Gonzalez hefur aðlagast á ný heimkynnum sín- um. Ekkert sást tU Fidels Castros for- seta í heimildaþættinum. Hins veg- ar heyrðist rödd forsetans. Læknir ákærður fyrir morð Læknirinn Michael Swango, sem grunaður er um 35 morð, var á mánudaginn ákærður i New York fyrir morð á þremur sjúklingum. Moskítóveira í New York Veira, sem berst með moskítóUugum og getur reynst ban- væn, hefur lifað af veturinn í New York. Veiran veldur alvarlegum heUabólgum og heilahimnubólgu. 100 ára afmæli í dag verður haldin í London enn ein hátíðin í tilefni 100 ára afmælis Elísabetar drottningarmóður 4. ágúst næstkomandi. Meðal þátttak- enda er ofurfyrirsætan Jerry HaU sem verður klædd eins og gyðja. Breskir stjórnmálamenn heimsóttu drottningarmóður í gærkvöld og árnuðu henni heiUa. Fangar á flótta í Belgíu Þrír fangar sluppu úr fangelsi í gær með því að sprengja gat á vegg. Fjórði fanginn reyndi aö fylgja þeim eftir en náðist. Pútín til Noröur-Kóreu I Uaug í morgun tií loknum fundi með Bp\ ÁúJ kínverskum ráða- mönnum. Er það í fyrsta sem rússneskur leiðtogi heimsækir landið. Erlend íhlutun Lögreglustjóri Indónesíu sagði í gær að nauðsynlegt kynni að verða að þiggja hjálp alþjóðlegra friðar- gæsluliða til að binda enda á blóð- baðið á Kryddeyjum. Sakaður um morð Hægrisinnaður stríðsherra í Kól- umbíu, Carlos Castano, var i gær sakaður um að hafa myrt vinstri sinnaðan skæruliðaleiðtoga, Carlos Alonso Lucio, sem síðar gerðist þingmaður. Vilja Vilhjálm fyrir konung Naumur meiri- hluti Breta viU að Karl Bretaprins víki tU hliðar og leyfi eldri syni sín- um, VUhjálmi prinsi, að verða næsti konungur. 42 prósent vUja VU- hjálm fyrir konung en 41 prósent styður Karl. Fjallað um friðhelgi Hæstiréttur i ChUe mun I dag hefja yflrheyrslur um það hvort svipta eigi Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra, friðhelgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.