Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 24
52 _________________________________MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 Tilvera DV 11 fiö E F T I R V I N N U #5Él§ Funk í Deiglunni í kvöld verða funktónleikar í Deiglunni á Akureyri á vegum Listasumars. Það er hljómsveitin Jagúar, sem nú er í sinni fyrstu tónleikaferð, sem stígur á stokk en sveitin hyggst leika á 19 tón- leikum á 20 dögum. Hljómsveit- ina skipa Börkur Hrafn Birgis- son, Daði Birgisson, Ingi S. Skúlason, Kjartan Hákonarson, Samúel Jr. Samúelsson og Sigfús Öm Óttarsson. Tónleikamir -*■ heíjast kl. 21.30. Klúbbar ■ MH>VIKUSTEIVINING A THOM- SEN Ojá, það er kominn miðviku- dagur og það þýðir bara eitt. Fólk röltir niður á Thomsen í kvöld þar sem Herb Legowits og Tommy White sjá um músíkina og þar að auki eru góö tilboö á barnum. Skot- helt! Krár ■ ANDRES A 22 Café 22 hefur komiö sterkur inn eftir breytingar og nú er bryddað upp á þeirri nýþreytni að plötusnúðar spili á neðri hæö hússins á virkum dögum. Dj Andrés sér um stemninguna í kvöld þannig að um er að gera að mæta T stuðið. Klassík 1TÓNLEIKAR BLÁU KÍRKJUNNAR A SEYÐISFIRÐI Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyö- isfirði verða kl. 20.30 en þá munu Ydun Duo frá Danmörku, Lise Lotte Riisager messósópran ásamt gítar- leikaranum Morten Spanggaard flytja sönglög eftir dönsk tonskáld. Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaðurinn í Landssímadeildinni: Er forfallinn íþróttasjúklingur FLUGELDASAlAh iÐAVOLLUM j Guðmundur Steinarsson Hann hefur leikið knattspyrnu frá fjögurra ára aldri. „Ég á þjálfara mínum, Velemir Sargic, allt að þakka,“ segir Guð- mundur Steinarsson, sóknarmaður Keílavikurliðsins í knattspymu, en liðið sló meðal annars nýlega út bik- armeistara KR þar sem Guðmundur fiskaði víti og skoraöi úr því. Guðmundur er markahæstur i deildinni þegar tímabilið er hálfnað en hann skoraði fyrsta markið i deildinni í sumar og hefur átt þátt í öllum mörkum sem Keflavík hefur skorað í deildinni. Guðmundur hef- ur stundað fótbolta frá fjögurra ára aldri og spilaði með Keflavík upp alla yngri flokkana og með u-16 og u-18 landsliði. Eftir að Keflavík varð bikarmeistari árið 1997 æfði Guð- mundur með Watford í Englandi um tveggja vikna skeið. Sumarið 1999 spilaði hann með KA á Akur- eyri. „Velemir hefur þjálfað mig í sjö ár og hann hefur ásamt foður mínum hvatt mig og stutt en faðir minn er mikill íþróttaáhugamaður og fer á alla leiki.“ Guðmundur segist þó eitt sinn hafa bannað föður sínum að koma á leiki. „Ég kom einu sinni heim þeg- ar ég spilaði með yngri flokkunum, sæll og ánægður eftir að hafa skor- að 3-4 mörk í leik. Kallinn tók mig þá í gegn og sagði að ég hefði getað hlaupið þetta eða hitt og staðið mig enn betur og skorað fleiri mörk. Þetta varð til þess að ég leyfði hon- um ekki að koma á leiki heilt sum- ar en aflétti síðan banninu en auð- vitað meinti hann bara vel og var að leiðbeina mér. En hver er hann þessi ungi og efnilegi knattspyrnumaður? Guðmundur er innfæddur Kefla- víkingur, sonur hjónanna Sigur- laugar Kristinsdóttur og Steinars Jóhannssonar sem var á árum áður einn helsti markaskorari Keflavík- urliðsins, en Steinar og Jón bróðir hans eru einu bræðurnir frá Suður- nesjum sem hafa orðið markahæstu leikmenn efstu deildar hér á landi. Iþróttaáhuginn liggur í báðum ætt- um en afi Guðmundar, Kristinn Gunnlaugsson, spilaði með gullald- arliði Skagamanna á sínum tíma. Guðmundur, sem er 21 árs, er lærð- ur símsmiður og starfar hjá Lands- símanum í Keflavík og hefur lokið stórum hluta af rafvirkjanámi og stefnir á að ljúka því. Hann segir framtíðaráformin óljós. „Ég stefni núna að því að klára tímabilið og reyna að standa mig sem best en ég hef áhuga á að komast í landsliðið og jafnvel í atvinnumennsku í fram- haldi af því. Hann segist vera for- faUinn íþróttasjúklingur. „Ég spila golf og stunda sjóstangaveiði á sumrin og fylgist með körfunni og handboltanum á veturna." Fyrir utan íþróttimar á fjölskyld- an hug hans allan en hann og unnustan, Anna Pála Magnúsdóttir, eignuðust soninn Guðna ívar í mars. „Ég var viðstaddur þegar hann fæddist og það var stórkostleg- asta upplifun og stærsta stund í lífi mínu tÚ þessa.“ Guðmundur segist vona að hann erfi íþróttaáhugann úr fjölskyldunni. „Hann hefur nú þegar fengið sinn fyrsta fótboltabún- ing en afl hans og amma keyptu á hann Barcelonabúning á Spáni ný- lega.“ Anna Pála er að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri í haust en hún er ekki síð- ur en Guðmundur mikil áhuga- manneskja um íþróttir og hefur tvisvar orðið bikarmeistari í körfu kvenna með Keflavík og tvisvar ís- landsmeistari. -AG Fugl en ekki fiskur Kabarett ■ CIRKUS AGORA Norðlendingar! i dag er Jan Ketil á Sauðárkróki með sinn frækna Cirkus Agora. Kannski laumar Jan á Ijónum, dvergum, skeggjuðum konum og töframönn- um. Kannski er hann bara bóndi af Vestfjörðum sem mætir með börnin sín fjögur og lætur þau standa á hestbaki og fjárhundinn sinn, Leppa, rúlla sér fyrir sykurmola. Þetta er allt saman æsispennandi. Sýningin hefst kl.19. Fundir ■ THÉ ÉXTREMES OF THE EXTREMES Alþjóðleg vatnafræði- -. ráðstefna um stórflóð sem ber heit- ið „The Extremes of the Extremes" verður haldin á Grand Hótel Reykja- vík á næstu dögum. Ráðstefnan er styrkt af innlendum og erlendum aöilum og er í samstarfi við Reykja- vík menningarborg 2000. Nánari upplýsingar um hasarinn má finna á www.os.is/vatnam/extremes2000. SJá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is - fuglaáhugamenn ánægðir á Snæfellsnesi DV, ÓLAFSVÍK: I síðustu viku var vígt upplýsingaskilti um fugla viö Rifsós á Rifi. Upphafið að þessu framtaki átti Sigur- veig M. Kjartansdóttir, kennari í Ólafsvík, sem fékk hugmyndina fyrir þremur árum. Fékk hún fleiri i lið með sér og árangurinn kom í ljós þegar skiltið var af- hjúpað af þeim krökkum sem voru viðstaddir. Á skilt- inu eru 24 myndir af fuglum sem eru í Ósnum en þeir eru fleiri. Textinn er bæði á ís- lensku og ensku og vann Sigurveig íslenska textann upp úr bókinni íslenskir fuglar eftir Ævar Petersen. Ljósmyndimar eru teknar af Jóhanni Óla Hilmarssyni sem jafnframt gerði enskan texta. Uppsetningu á skilt- DV-MYND PSJ Frá vígslu skiltisins Ekki er að efa að margir munu skoöa skiltið og er þetta vafalaust mikill stuðningur við ferðaþjónustuna á svæðinu. Hugmyndasmiðurinn, Sigurveig María Kjartansdóttir, er önn- ur frá vinstri í aftari röð. inu annaðist Vélsmiðja Áma Jóns og planið sem skiltið er á sá Snæfellsbær um að gera. Um prentun sá fyrirtækið Skýjum ofar. Margir styrktaraðilar komu að verkinu, m.a. Menningarsjóður Sparisjóðs Ólafsvíkur sem studdi það af myndarbrag. í stuttu ávarpi, sem Sigurveig hélt við vigsl- una, kom fram að þetta fram- tak kæmi sér vel við líffræði- kennslu og fyrir þá sem áhuga hefðu á fuglum. Á eft- ir vígslunni var farið í skoð- unarferð um Rifsós undir góðri leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar á Rifi en hann er manna kunnugastur um bæði dýralíf og staðhætti alla á Snæfellsnesi. PSJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.