Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 43 Útgáfufélag: Fijáls fjölmiBlun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&sto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt tll aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Slys og einbreiðar brýr Hörmulegt slys skammt norðan Grímsstaða á Fjöll- um, þegar rúta með erlenda ferðamenn valt út af brúnni yfir Hólsselskíl, hefur enn á ný vakið upp um- ræður um einbreiðar brýr á íslenskum þjóðvegum. Um leið hljóta áhyggjur af öryggi farþega í langferðabílum hér á landi að aukast, ekki síst þar sem öryggisbelti virðast heyra til undantekninga og eins vegna þeirrar staðreyndar að eðlileg endurnýjun hefur ekki átt sér stað á bílaflotanum. Hátt í tugur alvarlegra rútuslysa hefur orðið hér á landi frá árinu 1991, eins og kom fram í fréttaljósi DV í gær. Auk þess eru mörg minni háttar slys. Augljóst er að alvarlegar brotalamir eru í öryggis- málum íslenskra hópferðabifreiða. Eftir að tvær konur létust og nokkrir slösuðust alvarlega í rútuslysi árið 1995 var sérstök rannsóknarnefnd skipuð. Nefndin lagði meðal annars til að bílbelti yrðu notuð í hópferða- bílum og nú eru allir bílar sem framleiddir eru eftir október 1999 með bílbelti. Vandinn er hins vegar sá að bílafloti hópferðafyrirtækja er kominn til ára sinna og margar rútur þannig gerðar að varasamt er að setja í þær bílbelti. Afkoma þeirra fyrirtækja sem stunda rekstur hóp- ferðabíla hefur ekki verið á þann veg að þau hafi talið sér unnt að endurnýja bíla með þeim hætti sem eðlilegt getur talist. Og ekki hjálpa opinberar álögur til í þeim efnum - ekki frekar en dýrt verkfall bifreiðastjóra sem eru í Sleipni. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að smíða tvöfaldar brýr á þjóðvegum landsins þar sem umferð er mest. Slíkar framkvæmdir eru í takt við uppbyggingu þjóðvegakerfisins sem þó hefur gengið allt of hægt. En einbreiðar brýr verða áfram til, ekki síst á fáfarnari þjóðvegum. Staðreyndin er sú að við ís- lendingar höfum ekki efni á að smíða tvíbreiðar brýr yfir allar ár landsins, enda slíkt hvort sem er ekki hag- kvæmt. Það væri fásinna að reyna að stefna að því að breikka allar einbreiðar brýr - öryggismál ferða- manna, innlendra sem erlendra, verður að leysa með öðrum hætti. Þar gildir fyrirhyggja og skynsemi. deCODE á markað deCODE genetics, móðurfélag íslenskrar erfðagrein- ingar, hefur verið skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkað- inn í Bandaríkjunum en hlutabréf fyrirtækisins verða einnig skráð á Easdaq, evrópska hlutabréfamarkaðinn. Skráning hlutabréfa deCODE markar nokkur tíma- mót fyrir íslenskt atvinnulíf og sýnir enn og sannar hve langt íslendingar eru komnir í alþjóðavæðingu. Enn er of snemmt að dæma hvernig til tekst eða hversu arðvænleg hlutabréf fyrirtækisins verða - margir mánuðir, ef ekki ár, munu líða þangað til þeirri spurningu verður svarað. Fyrstu vísbendingar gefa til- efni til bjartsýni. Margir íslenskir aðilar hafa fjárfest í hlutabréfum deCODE - sumir á að því er virðist svimandi verði. Hvort sú fjárfesting skilar arði í framtíðinni kemur í ljós. Vert er að óska Kára Stefánssyni, frumkvöðli og for- stjóra íslenskrar erfðagreiningar, til hamingju með áfangann og óska honum og samstarfsmönnum hans velfarnaðar í framtíðinni. Óli Björn Kárason Skoðun Svona verður þetta Þar kom að einhverjir fóru að stunda spákaup- mennsku með krónuna. En það verður lítið úr því. Það er vegna þess að þjóðin á endumýjanlega auðlind og þjóðin mun selja veiðileyfi og þjóðin mun fá allan afla i land. Þessi auðlind aflar gjaldeyris þannig að hægt verður að verja krónuna. Það þýðir að ekki borgar sig að stunda spákaup- mennsku með hana. Þetta er aðalatriði varðandi auð- lindina, vegna þess að hún er ríkjandi í virðissköpun fram um annað. Og vegna þess að svo er verð- ur auðlindin skattlögð, þannig að önnur starfsemi hafi nokkuð sam- bærilega arðsemi. Það getur verið að einhverjir vOji eiga þennan arð en auðlindin er hluti af fullveldisrétti okkar. Við getum ekki skilið helstu og arðbærustu auðlind okkar frá annarri efnahagsstarfsemi handa einhverjum útvöldum. Aðalstign er bönnuð á ísland og það sem hún byggir á í eðlisatriðum, en aðalstign byggir á léni. Lén er sérstakur erfanlegur ráð- stöfunarréttur á eignum þjóðar. Lén og aðalstign verða ekki aðskilin. Útvegurinn Meðan veiðar voru frjáls- ar réð gengiskráning arði útgerðar og vinnslu af auð- lindinni. Það var veiðileyf- issala. Það er öfugt að farið að meta hvernig eigi að standa að nýtingu auðlind- arinnar að miða við núver- andi útgerðaraðferðir. Rétt að farið er að selja veiðleyfi og láta markað ráða því hvaða út- gerðarform hentar til að borga veiði- leyfin. Sú hugmynd að til sé físki- hagfræði, sem miðar við hagsmuni þeirra sem veiða, er forsendulaus fyrir þjóðina. Það sem skiptir máli fyrir þjóðina er að arðurinn komi mestur fram. Það gerist ekki nema fram fari verömat á öllum stigum þess máls að nýta auðlindina. Af þessu verðmati ræðst um veiðar og vinnslu. Veiðileyfi verða þá seld með tilliti til mats. Það er að segja til skamms tíma í einu, með mati á Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjórí „Þegar þeir skilja í hverju hann er fólginn, stööugleika krónunnar, þá hættum við að hlusta á vitleysu. T.d. að það skipti reikningslega ekki máli að tugum þúsundum tonna sé hent, bara ef það er ekki breytilegt frá ári til árs.“ Bravó, sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherra hef- ur ákveðið að taka umræð- una um brottkastið alvar- lega. Loksins kemur maður sem vill taka á málinu. Hann hefur þegar bent á leiðir sem hann ætlar að láta athuga nánar. Víst er vandi að glíma við þetta vandamál en það er ekki af- sökun fyrir því að stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn og láta sem vandamálið sé ekki til. For- stjóri Hafrannsóknastofnun- _ ar telur aö of háar töur séu nefndar varðandi brottkastið. þarf ekki að deila lengi um það. Aðalatriðið er að fara ofan í málið og taka á því. Fortiðin er liðin, þetta er búið og gert, framtíðin er það sem skiptir máli. Ég treysti því að sjávarútvegs- ráöherra fylgi málinu eftir og brottkast verði í fram- tiðinn í algjöru lágmarki. Leiðir sem athuga þarf eru ekki bara aukið eftirlit og Gu&mundur G. refsingar. Kanna þarf leið- Þórarinsson ir til þess að koma með verkfræöingur þennan afla að landi án refsingar, án tjóns, utan Nú kvóta og án hagnaðar útgerðar. Til greina kemur að greiða eitthvert lág- marksverð fyrir slíkan afla en mis- munur þess verðs og markaðsverðs fari til rannsókna á auölindinni. Þeir sem játað hafa Af orðum þeirra sem um brottkast hafa fjallað og gerst þekkja til þess- ara mála má ráða að brottkast er gríðarlega almennt. Þótt um al- menna vitneskju hafl verið að ræða hafa yfirvöld ekki sinnt málinu þar til nú að nýr sjávarútvegsráðherra tekur á því. Það er því ekki furða þó margir sjómenn hafi nú opnað sig um umfang vandamálsins. Til þess að ná yfirsýn yfir vandann á auðvit- „Loksins kemur maður sem vill taka á málinu. Hann hefur þegar bent á leiðir sem hann œtlar að láta athuga nánar. “ að að gefa þeim upp sakir sem koma fram og skýra frá gangi mála. Brott- kastið er vandamál sem allir hafa vitað um og sett kíkinn fyrir blinda augað. Upplýsingar sem fram koma með þessari aðferð geta leiðbeint mönnum við að finna góða og rétt- láta lausn. Refsigleði og refsingar eru engin lausn. Yfirvöld og sjómenn eiga að taka höndum saman við lausn vandans, gleyma fortíðinni að öðru leyti en því að hjálpast að við að kortleggja umfangið til að auð- velda lausn. Raunar finnst mér að skoða þurfi málið frá víðari sjónarhóli ef menn vilja ekki fallast á sakaruppgjöf með skilyrðum um samvinnu. Þá er nauðsynlegt að stjómvöld geri grein fyrir hvernig á þvi stendur að þau hafa ekkert aðhafst í meira en ára- tug þrátt fyrir að upplýsingar hafi legið fyrir um brottkast og umræða verið mikil. I blöðum hafa verið birt afrit af bréfum frá málsmetandi mönnum til réttkjörinna yfirvalda um gríðarlegt brottkast, bréfum sem send voru fyrir einhveijum árum, og beðið um rannsókn. Yfirvöld vissu um málið en aðhöfðust ekkert. Hver er ábyrgð þeirra? Ætli menn að elta sjómenn sem hafa opnað sig í von um aðgerðir, verður að skoða ábyrgð yfirvalda. Loksins, loksins Aðalatriðið er að nú er kominn sjávarútvegsráðherra sem vill taka á málinu. Við eigum að styðja hann í því og leita bestu leiða. Síðan er að vona aö vinnunefnd hans skili skyn- samlegri niðurstöðu, sem og auð- lindanefndin, varðandi fiskveiði- stefnuna sjálfa. Guðmundur G. Þórarinsson Með og á móti Bætt þjónusta er öllum í hag ipting leigubílaaksturs úrelt? Viðskiptavinurinn er númer eitt 4 „Að fenginni reynslu eftir Sleipnisverkfalliö tel ég nauðsynlegt að skoða það skipulag sem verið hefur í gildi um skiptingu leigubíla- aksturs í atvinnusvæði. Ég hef nú þegar gert ráðstaf- sturia anir til þess að farið verði Bödvarsson faglega í saumana á þessu samgönguráöherra að leiðarljósi. Bætt þjónusta skipulagi nú á næstunni. Það Suðumesja og Vesturlands. Ég vil að sjálfsögðu ekki gefa mér neitt fyrir fram um nið- urstöður. En ef niðurstaðan verður sú að breytinga sé þörf til að bæta þjónustuna mun ég að sjálfsögðu beita mér fyrir slíkum breytingum. Hér skiptir auðvitað mestu máli að hafa bætta þjónustu sem einkum kemur til álita er skipt- ing atvinnusvæða sem verið hefur í gildi milli höfuðborgarsvæðisins, er öllum til hagsbóta því eftir því sem þjónustan verður betri, þeim mun fleiri nýta sér þjónustu leigu- bíla.“ '"r=i»í« Sleipnisverkfallið | var óvenjulegt undantekningar-á- r stand. Þaö er því rangt að ætla sér að fara að draga af því ein- hvem lærdóm. Skipulagið á að miðast við regluna en ekki undantekninguna. Að öllu jöfnu er leigubila- markaðurinn í jafhvægi á Suðumesjum. Bílstjórar þar hafa yfirleitt næga vinnu en á vet- uma þurfa þeir oft að bíða í sex til átta klukkustundir eftir túr við Astgeir Þorsteinsson, formaöur Frama Leifsstöð. Þetta er því engin gullnáma sem ástæða er til að sjá ofsjónum yfir. Ef atvinnusvæði Suðumesja, höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands yrðu sameinuð myndi það einungis hafa það í fór með sér að leigubílstjór- ar í Reykjanesbæ myndu flykkjast í bæinn og skilja sin svæði eftir bíllaus. Með “ svæðaskiptingunni er verið að tryggja fólki framboð á bílum á sem flestum stöðum, enda setjum við viðskiptavininn númer eitt.“ Sleipnisverkfallið jók mjög eftirspurn eftir leigubílum við Leifsstöð. Þar mega einungis leigubílstjórar af Suðurnesjum taka upp farþega sem ekki hafa pantað bíl fyrir fram. Þessi svæðisskipting leigubílaaksturs hefur því sætt nokkurri gagnrýni aö undanförnu. haft veiðiaðferð, veiðislóð, veiðitima. En ekki með tilliti til langtimahags- muna sumra fýrirtækja í sjávarút- vegi en ekki annarra eins og nú er. Þjóðin fer að skiija. Þá hlustum viö ekki Þegar spákaupmennska er komin á krónuna, þá skiljum við að vöm hennar er aðalatriði. Og það er ekki hægt að aðskilja vörn krónunnar og nýtingu þeirrar auðlindar sem gefur mest af sér. Rakarinn, bókarinn, leigubilstjórinn og opinberi starfs- maðurinn eiga mikla hagsmuni í stöðugleika. Þegar þeir skilja í hverju hann er fólginn, stöðugleika krónunnar, þá hættum við að hlusta á vitleysu. Til dæmis að það skipti reikiningslega ekki máli að tugum þúsundum tonna sé hent, bara ef það er ekki breytilegt frá ári til árs. Eða að tíu eftirlitsmenn geti annað eftir- liti með hvort fiski sé hent. Eða hvers vegna sjávarþorp eru á heljar- þröm vegna þess fisks sem er hent og ekki má vinna í þessum plássum. Nú gilda orð Nixons á íslandi, „Það er ekki hægt að fifla alla alltaf.“ Þorsteinn Hákonarson Ummæli___________ Til lengri tíma litiö „Við vitum það að mikill áhugi er hjá fólki fyrir landi, almenningur vill eignast lönd og jarð- ir seljast hvar sem þær eru á landinu. Ég mun gefa ríkis- stjóminni nánari upplýsingar um ríkisjarðinar og einnig flokka þær upp og skipta... Ég er þeirrar skoðunar að þegar rikis- jarðir losna beri fremur að reyna að selja þær til einstaklinga en að leigja.“ Guöni Ágústsson landbúnaöarráö- herra, í Degi 18. júlí. Líklegra nú „Áframhaldandi verkfall hefði enn dregið úr möguleik- um fyrirtækja til að mæta þeim kröfum sem uppi em í þess- ari kjaradeilu... Ég get þess vegna tekið undir það að á með- an við höfum ekki verkfallið yfir okkur geti þær aðstæður frekar skap- ast að einhver niðurstaða eða lending finnist í þessari erfiðu deilu.“ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu 18. júlí. Hér amar ekkert að „Það vekur at- hygli að þrátt fyrir að forsætisráðherra tali enn eins og ekk- ert sé að í efnahags- lífi landsmanna, þá virðist fjárlagaund- irbúningurinn allur vera í þeim farvegi að þörf sé á griðarmiklum niður- skurði framkvæmda... Óumdeilt er að aðhaldssemi í framkvæmdum og niðurskurður á því sviði er eitt af því sem ríkisvaldið (og sveitarfélög) geta gert til að sporna við þenslunni. Því virðist i fljótu bragði vera fyrir hendi þverpólitískur grundvöllur..." Birgir Guömundsson i Degi, 18. júli. Nektardans og kosningaloforð ..er það skoðun borgarfulltrúans að hlutverk hins opinbera sé meðal annars að hlutast til um pörunar- mynstur og makaleit á skemmtistöð- um... Skyndikynni og nektardans eru hinsvegar ekki meinsemd miðborgar- innar. Það eru gæjar og píur í stjóm- málum sem korter fyrir kosningar hafa lausn á hvers manns vanda sem síðan er sótt í hvers manns vasa...“ Af Vef-Þjóöviljanum 18. júli. t-í?=7tMf-W Y'JRF? H.ETF?tXi(=í P7E? ÍVÍ, b-tt=?KtN/ F,ÉrR_M^ SL^ÍNIORl., 'F<±>‘‘3TFc’T, F=T&> RTÍl€>Ht:Fef?í=7f? i_ÍT~JO RNNlRE? EN TFIKR MÁTI B^TTLlNlETRNiOOH R'L-V'T'ÚCRr Litla gula hænan Já, skemmtileg er hún þessi gamla saga um Litlu gulu hænuna og hin húsdýrin sem öll böm fá að lesa á fyrsta skólaári. Eins og kunnugt er þá segir sagan að aðeins þeir sem sái til koms uppskeri. Hundurinn, kött- urinn og svínið vildu öll fá brauð að borða, en ekkert þeirra vildi taka þátt í gerö þess. Haft hefur verið eft- ir M. Friedman að enginn hádegis- verður sé ókeypis; það var reyndar Litla gula hænan sem er höfundur að þessu. Það var líka skemmtilegt og kannski táknrænt að bömin á Drangsnesi í Strandasýslu sungu kvæðið um Litlu gulu hænuna fyrir forseta landsins fyrir nokkrum dög- um. í Putalandi ríkir bara sýndar- stjórn á málefnum landsins. Lög eru sett um hverskyns efni í stfl við það sem stóra löndin, sem kennd era við lýðræði, gera; en lög eru marklaus ef ekki er farið eftir þeim. Einhvem veginn vantar eitthvað síðan gömlu fóstu viðmiðin á kalda- stríðsárunum hurfu. Þá hafði maður þó á hreinu hvað Þjóðvfljinn sagði eða mundi segja löngu áður en hann setti á prent, það var einfaldlega vit- að hvað hann myndi segja. Hið sama átti við um önnur flokksblöð og menn skiptust upp í hjarðir með sannleikann og sín mál á þurru. Nú virðist sem þjóðfélagið sé opið fyrir næðingi úr öllum áttum og hvergi skjól að finna. ísraelsmenn misstu líka sjónar á markmiðum sínum í eyðimörkinni forðum og hófu dans- inn um gullkálftnn. Sumir vilja nú leita hófanna hjá Stór-Evi- ópu, en aðrir eru staðráðn- ir i að viðhalda veiðilend- um markaðssóknar opnum fyrir skotleyfi á allan al- menning og án alls eftirlits. Hundurinn sagði... Því fer íjærri að eftirlit með lögum sé nægilegt á mörgum sviðum. Fisk- sólundun, skatta-, sam- keppnis-, tækja-, bygginga-, mengunar-, matvæla-, fóð- ur-, innflutnings-, smygl-, fikniefna- eftirlit o.s.frv. eru öll á sviðum þar sem framkvæmd laga er í mýflugu- mynd. Smæðin er okkar tálmi um margt en einnig kostur. Ekki getur þjóðin skipst upp í jafna hópa al- mennings annars vegar og eftirlits- menn hins vegar þar sem hver fylgist með öðrum. En augljós kostur og góður „bisness" er að geta smyglað að vild og selt gæðahross á slátur- verði til Þýskalands eða flutt inn matvæli, sem eru útrunnin á tíma eða vafasöm á annan hátt. Einnig er það kostur að geta gert út skip á steinbít og fleygt öllum þorski sem kemur með eða setja hann í svarta poka. Frelsi eftirlitsleysisins hefur hvatt margan manninn tfl dáða og til að beita ímyndunarafli sínu, enda er landinn frægur fyrir það. Hundurinn sagði ekki ég, Forystusauöirnir segja... Sérkennilegar uppákomur birtast þjóðinni sífellt. Það er eins og engin lögmál haldi nema þyngdaraflið, jafnvel ekki lögmálið um framboð og eft- irspurn. Samkeppnisstofn- un ræður ekki við einokun eða fákeppni þrátt fyrir lög sem áttu að tryggja eðlilegt verð. Landbúnaðarráðherra vill lækka matarverð með lækkun skatta en forystu- sauðir verslunarinnar segja hátt matarverð hér stafa af háu verði landbúnaðaraf- urða. Sjávarútvegsráðherra vill fá að vita hversu miklu af fiski sé fleygt á sama tíma sem hann veifar refsi- vendi. Eiginlega veit maður fyrir fram hvað allir hagsmunaaðilar ein- stakra sviða munu segja við tiltekn- um vandmálum og hvers vegna; það er því ónauðsynlegt aö spyrja þá eða leita eftir fréttum frá þeim. Köttur- inn sagöi ekki ég. Litla gula hænan veit þó hvað veldur hverju en hún er ekki allra. Smám saman er farin að myndast ákveðin festa í tilverunni án þess að kirkjan eða stjómvöld eigi þar hlut að máli eins og sýndi sig á þjóðhátið. Nýju goðin eru popparar, tölvur, vef- urinn, kauphallarspekingar, sértrú- arleiðtogar, hagsmunaforingjar og framtaksmenn, sem slá um sig með peningum. En ekki dugir að skamma verðbólguna eða reyna að blása burt þróun sem við blasir og skorti á framtíðarsýn almennings. Jónas Bjarnason „En augljós kostur og góður „bisness“ er að geta smyglað að vild og selt gœðahross á sláturverði til Þýskálands eða flutt inn matvœli, sem eru útrunnin á tíma eða vafasöm á annan hátt. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.