Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000
Viðskipti_____________________________________________________________________________________________________________________________PV
Umsjón: Viöskiptablaðiö
500 milljóna króna rekstr-
arbati hjá Vinnslustöðinni
- veiking krónunnar getur styrkt félagið
Vinnslustöðin hf.
Þegar á heildina er litiö var tæplega 53 milljóna króna hagnaóur á rekstrinum en um 583 milljóna króna tap á sama
tímabili í fyrra, samkvæmt óendurskoöuöu innanhúsuppgjöri.
Afkoma Vinnslustöðvarinnar hf.
fyrstu 9 mánuði yfirstandandi
rekstrarárs var betri en gert var ráð
fyrir í endurskoðuðum áætlunum
frá því i mars síðastliðnum. Þegar á
heildina er litið var tæplega 53
milljóna króna hagnaður á rekstrin-
um en um 583 milljóna króna tap á
sama tímabili í fyrra, samkvæmt
óendurskoðuðu innanhúsuppgjöri.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
fyrstu 9 mánuði rekstrarársins var
um 53 milljónir króna samanborið
við 445 miújóna króna tap á sama
tímabili i fyrra. Aíkoma fyrirtækis-
ins er þannig 499 milljón króna
betri en á fyrra rekstrarári.
í frétt frá Vinnslustööinni segir
að rekstrartekjur félagsins á tíma-
bilinu frá 1. september 1999 til 31.
mai 2000 hafi veriö um 1.870 milljón-
ir króna en 1.977 milljónir króna á
sama tímabili í fyrra. Tekjumar
drógust þannig saman um rúmlega
100 milljónir króna. Rekstrargjöld
voru um 1.464 milljónir króna nú en
um 1.859 milljónir króna á sama
tímabili í fyrra. Útgjöld drógust því
saman um tæplega 400 milljónir
króna. Framlegð rekstrar félagsins
jókst því um 288 milljónir króna, fór
úr 6,0% í fyrra í 21,7% nú, þrátt fyr-
ir að hátt gengi íslenskrar krónu og
lágt gengi evru hefði haft neikvæð
áhrif á vetrarvertiðinni, þegar fram-
leiðsla og sala er jafnan í hámarki.
Framlegð uppsjávarveiða og
vinnslu var lakari en áætlanir
gerðu ráð fyrir en framlegð bolfisk-
Flugleiðir-Frakt ehf., nýtt dótturfyr-
irtæki Flugleiða, flutti 16.400 tonn
fyrstu sex mánuði ársins sem er 56%
aukning frá flutningum Flugleiða á
sama tímabili í fyrra. Þetta góða gengi
má rekja til vaxandi markaðar í flug-
Gjaldeyrisjöfnuður bankanna
versnaðl iJúní
í júnímánuði drógust erlendar
eignir bankakerfisins saman um 4
milljarða á meðan erlendar skuldir
jukust um 21 milljarð. Nettó-skuldir
bankakerfisins gagnvart erlendum
aðilum jukust því um 25 milljarða í
júní. Frá þessu er greint í Morgun-
komi FBA í gær. Þar er tekið fram
að hér er um reikninga innlána-
stofnana að ræða. í júnímánuði
bættist efnahagsreikningur FBA því
inn í þessar tölur og skýrir það stór-
an hluta þeirra breytinga sem urðu
í júní. í Morgunkomi FBA segir að
gjaldeyrisjöfnuður bankastofnana
hafi hins vegar ekki aukist í sam-
ræmi við þetta þar sem bankamir
hafi talsvert gert af því aö endur-
lána í erlendri mynt. Það hefur þau
áhrif að skuldir bankannaviö er-
lenda aðila aukast en eignin á móti
myndast hins vegar gagnvart inn-
lendum aðilum. í Hagtölum Seðla-
banka íslands kemur einnig fram að
gjaldeyrisjöfnuður bankastofnana
var neikvæður um aðeins 816 millj-
ónir í lok júní. Skortstaöa (gjaldeyr-
isskuldir umfram gjaldeyriseignir)
bankakerfisins hækkaði lítillega í
júní en hefur annars verið að lækka
á undanfomum mánuðum.
KLM eykur hagnaö um 20%
Hollenska flugfélagið KLM var
rekið með 42 milljóna evru hagnaði
á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er nokk-
uð betri afkoma en á sama tíma árið
áður þegar hagnaðurinn nam 35
milljónum evra og einnig nokkuð
betra en spár á fjármálamarkaði
höfðu gert ráð fyrir.
vinnslu og veiða var hins vegar
betri en gert var ráð fyrir. Ennfrem-
ur er bent á aö afskriftastofnar fé-
lagsins hækka vegna aukinnar
verðbólgu og þar með eru afskriftir
þess meiri en ráð var fyrir gert. Þá
var tekjufærsla vegna verðbreyt-
inga hærri en ætlað var, af sömu
ástæðu.
frakt til og frá íslandi þar sem 19%
aukning varð í útflutningi og 39%
aukning í innflutningi en einnig í
sókn fyrirtækisins inná nýjan markað
yfir Norður-Atlantshaf i samstarfi við
alþjóða hraðflutninga-fyrirtækið TNT.
Pétur J. Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Flugleiða-Fraktar, segir að
stofnun fyrirtækisins og sókn fyrsta
hálfa starfsárið sé til marks um skýr-
an vilja til að efla flugflutninga til og
frá landinu og sækja jafnframt út á
enn stærri markað þar sem félagið á
mikla vaxtarmöguleika. „Við lögðum
upp með skýra stefnu og erum nú að
styrkja hana með sérstakri áherslu á
þjónustuviðmót, áreiðanleika, trygg-
Mikill órói hefur skapast á innlend-
um gjaldeyrismarkaði undanfarið.
Tvisvar sinnum hefur krónan lent
undir miklum þrýstingi og framboðið
hefur aukist verulega þegar fjárfestar
losuðu stöður sínar og seldu krónur
fyrir erlendan gjaldeyri. Þetta sést vel
ef skoðuð er velta á millibankamark-
aði með gjaldeyri frá árinu 1999. í júní
sl. nam veltan 99,45 milijörðum króna
og er það metvelta. Fyrra metið var
sett í febrúar sl. þegar veltan var 82,65
milljarðar.
Hagstæð gengisþróun
Þegar horft er til loka rekstrar-
ársins 31. ágúst 2000 er gert ráö fyr-
ir að framlegðarhlutfall félagsins
verði svipað til loka rekstrarársins.
Þá segir að gengislækkun íslenskr-
ar krónu í júní og júlí hefi veruleg
áhrif á afkomu félagsins þegar litið
er til næstu mánuða og rekstrarárs-
ins í heild. Gengistap frá byrjun
ingu fyrir tímanlegri afhendingu og
nýjar samskiptaleiðir sem gera við-
skiptavinum auðveldara um vik að
fylgjast með frakt í flutningi. Við ætl-
um okkur einfaldlega að bjóða bestu
fáanlegu þjónustu á þessum mark-
aði.“
Flugleiðir-Frakt starfrækir tvær
fraktflugvélar, eina Boeing 757-200F
og eina Boeing 737-300F, sem báðar
eru að hluta reknar í samvinnu við
TNT. Þá hafa Flugleiðir-Frakt leigt
fraktvélar frá Flugfélagi íslands og ís-
landsflugi til tiltekinna verkefna og
loks hefm- félagið gert samning við
Flugleiðir um leigu á öllu lestarplássi
í farþegaflugvélum félagsins í alþjóða-
Fyrstu sex mánuði ársins var velt-
an 377,23 miiljarðar króna. Til saman-
burðar þá var heildarveltan í fyrra
401,7 milljarðar og árið 1997 var velt-
an aðeins 162 milljaröar.
Áður en krónan lenti fyrst undir
þrýstingi í júní sl. tók Seðlabanki Is-
lands síðast þátt í kaupum á milli-
bankamarkði í júní 1999 en þá fyrir
afar litla upphæð. Á tímabilinu janú-
ar 1999 til maí 1999 átti Seðlabankinn
þónokkur viðskipti og í heild sinni
numu þau um 19,3 milljörðum.
júní fram í miðjan júlí nemur tæp-
lega 200 milljónum króna. Hins veg-
ar aukast tekjur af afurðasölu við
lækkun krónunnar, sem dregur úr
áhrifum aukins launakostnaðar í
kjarasamningnunum. Þegar til
lengri tíma er litið getur gengis-
breytingin styrkt afkomu félagsins
á næstu misserum ef ekki fylgir
hækkun kaupgjalds og verðlags.
flugi.
Vinna er hafin við byggingu nýrrar
fraktmiðstöðvar Flugleiða á Keflavík-
urflugvelli sem verður opnuð næsta
vor. Hún mun auðvelda allt starf við
flokkun og útsendingu flugfraktar og
bæta vörumeðhöndlun og þjónustu.
„Við erum fyrst og fremst að þjóna
viðskiptalífinu og íslenskum fyrir-
tækjum í inn- og útflutningi. Þau
þurfa fyrsta flokks þjónustu og örugga
afhendingu á réttum tíma til að ná ár-
angri hvert á sínum markaði. Það er
einfaldlega markmið okkar að vera
framúrskarandi á þessu sviði,“ segir
Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri
Flugleiða-Fraktar ehf.
Árið 1999 var hlutfall viðskipta
Seðlabankans af heildarviðskiptum
4,1% en það sem af er þessu ári er
þetta hlutfall i kringum 3%. Árið 1998
var þetta hlutfall 12,7% en 36,7% árið
1997. Árin 1994 til 1996 var þetta hlut-
fall á milli 80 og 90% og sýnir það
glögglega að vægi Seðlabankans á
þessum markaði hefur minnkað veru-
lega og markaðurinn sjálfur hefur tek-
ið yfir stjómina.
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 1.290 m.kr.
Hlutabréf 128 m.kr.
Húsbréf 480 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Landsbanki Islands 26,5 m.kr.
f Eimskipafélag íslands 18,7 m.kr.
Q Flugleiðir 13,5 m.kr.
MESTA HÆKKUN
Q Hans Petersen 5,26%
Q Talenta-Hátækni 4,17%
Q Pharmaco 3,23%
MESTA LÆKKUN
Q Tæknival 8,48%
Q íslenska járnblendifélagið 3,33%
O Íslandsbanki-FBA 2,04%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.551 stig
- Breyting Q 0,47 %
380% ávöxtun af X18
í lok síðasta árs festi Nýsköpunar-
sjóður atvinnulífsins kaup á 30% hlut
í X18 fyrir 75 milljónir króna í kjölfar
áreiðanleika- og markaðskönnunar.
Hlutdeild Nýsköpunarsjóðs í fyrirtæk-
inu hefur minnkað á árinu í kjölfar
hlutafjáraukningar stofnenda X18 og á
sjóðurinn nú 20% hlut í fyrirtækinu.
Miðað við nýafstaðið hlutafjárútboð
X18 er markaðsvirði fyrirtækisins
rúmlega 1,8 milljarðar króna og verð-
mæti eignarhlutar Nýsköpunarsjóðs
því 360 milljónir króna. Gengishagn-
aður Nýsköpunarsjóðs hefur því
numið 285 milljónum króna eða sem
jafngildir 380% ávöxtun á árinu.
! MESTU VIÐSKIPTI H! síðastlltna 30 daga
I 0 Landsbanki 337.806]
j Q Össur 255.194
i Q Íslandsbanki-FBA 250.145
! O Baugur 240.746
| O Marel 189.847
pmfTEWMfflP síöastliöna 30 daga
! O ísl- hugb.sjóðurinn 20% i
1 Q Þróunarfélagið 13 %
! Q Fóðurblandan 13% |
o Marel 10% 1
;0SH 9%
ii'i 14-401 y efnarfiMr.il 30 daga
isl. járnblendifélagiö -24 % j
I Q Hraöf. Þórshafnar -14 %
I Q Samvinnuf. Landsýn -14 %
i O ÚA -10 %
jo _________________________________|
Einkaneysla minnkar
enn í Bandaríkjunum
í nýrri skýrslu frá Intemational
Strategy and Investment Group seg-
ir að einkaneysla í Bandaríkjunum
hafi haldið áfram að dragast saman
undanfama þrjá mánuði, þó svo að
einkaneysla væri enn mikil. Þá seg-
ir í skýrslunni að bjartsýni ein-
kenni enn viðhorf almennings í
Bandaríkjunum gagnvart eigin fjár-
málum og efnahagsþróuninni.
( HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITOLUR BUSB
P~OOW JONES 10699,97 o 0,14%
1 • Inikkei 16502,61 o 0,43%
BIs&p 1474,47 o 0,70%
B ’NASDAQ 4029,57 o 1,21%
SSftse 6378,40 o 1,40%
|E3dax 7293,40 o 0,49%
lUiCAC 40 406485,22 o 0,33%
GENGK> 26.07.2000 kl. 9.15
KAUP SALA
! BLj Dollar 78,090 78,490
K^Spund 118,530 119,140
‘ !♦!! Kan. dollar 53,180 53,510
ESoönskkr. 9,8670 9,9220
RRNorskkr 8,9840 9,0330
Sænsk kr. 8,7590 8,8070
HSn. mark 12,3699 12,4442
_ jFra. franki 11,2123 11,2797
I j Bolg. frankl 1,8232 1,8342
! E3 Sviss. franki 47,3900 47,6500
CjHoll. gyllini 33,3747 33,5752
^jpýsktmark 37,6046 37,8305
ÍTlít. líra 0,037980 0,038210
□QausI. sch. 5,3449 5,3771
HQ Port. oscudo 0,3669 0,3691
I v ISná. peseti 0,4420 0,4447
|E?jJap. yon 0,715700 0,720000
8 írskt pund 93,386 93,948
SDR 103,230000 103,850000 :
@ECU 73,5481 73,9901 |
Flugleiðir-Frakt:
56% aukning fyrstu 6 mánuðina hjá nýju fyrirtæki
Velta á millibankamarkaði fer sívaxandi
- vægi Seðlabankans á markaðnum fer minnkandi