Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Page 7
Ruth Reginalds er að koma aftur fram á sjónarsvið lands- manna með glænýja plötu sem lagahöfundar Whitney Houston, Christinu Aguilera og Celine Dion eiga þátt í. Platan kemur út í haust en lagið Nowhere and Everywhere hefur vakið verð- skuldaða athygli í útvarpi síðustu daga. Fókus tók Ruth á tal og spurði hana um það sem stefnir í að vera heitasta kombakk íslandssögunnar. Ruth Reginalds með nýja spútnikplötu Ruth Reginalds er snúin aftur með nýja og ferska plötu. Hún vakti fyrst athygli á áttunda ára- tugnum þegar hún söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna á barnsaldri en síðan þá hefur hún látið lítið á sér bera í fjöl- miðlum. Nýja platan kemur út í haust og er fyrsta sólóplata hennar í tuttugu ár og það er einvalalið alþjóðlegra tónlistarmanna sem kemur að þessari plötu. Meðal þeirra sem vinna að plötunni eru miklir spámenn eins og Gunnlaugur Briem tónlistar- gúrú og Jonn Savannah sem meðal annars hefur unnið með Van Morrison og Tinu Turner. Þeir sem frumsömdu lög fyrir plötuna eru til dæmis lagahöf- undur Christinu Aguilera og Diane Warren sem hefur samið fyrir Aerosmith (Armageddon lagið), Celine Dion og Whitney Houston. „Þetta er frábært fólk og ég er mjög heppin að vinna með því. Þau pikkuðu mig í rauninni upp en ég hef verið að spila á ýmsum stöðum hér og þar um landið. Ég gat bara ekki sagt nei við þessu tækifæri því söngur er mín draumavinna og ég hef alltaf sungið. Þau buðu mér í upphafi að flytja út en ég vildi vera á ís- landi en hef haft annan fótinn úti í London frá síðasta hausti en þar er platan unnin. Hún er reyndar mixuð í Stúdíó Sýrlandi en öll önnur vinna fer fram í London. En ég hef í raun engan áhuga á því að búa í London því ísland er frábært land og það er líka mikið af hæfileikafólki hérna og hingað liggur straum- urinn,“ segir Ruth Reginalds söngkona sem hefur verið að vinna að sinni fyrstu plötu í 20 ár. Tónlistin á plötunni verður að hluta til popp en einnig ægir þar saman R & B og blústónlist. Ruth segir tvö lög líkjast því vinsældapoppi sem hefur náð sér á strik með styrk Britney Spears og fleiri en persónulega hallast hún frekar að Christinu Aguilera. 12 lög verða á plötunni og hafa 10 þegar verið fullunnin en öll eru þau á ensku. Lagið Nowhere and Everywhere hef- ur verið í spilun i útvarpi á landinu en engin smáskifa er enn komin út. Ruth gefur plöt- una út sjálf á íslandi en segir planið ekki endilega vera að meika það í útlöndum. „Markaðurinn á íslandi er auðvitað ekki jafn fjölbreyttur og hann er í fjölmennari löndum en ég tel íslendinga hafa mjög góðan smekk á tónlist, þeir gera jafnvel meiri kröfur en aðrir. Sumir spyrja af hverju lög séu á ensku en ég held að það sé miklu auðveldara að koma sér á framfæri í tónlistinni ef maður gerir það. Enskan er eins og ítalskan í óperusöng og það set- ur enginn út á að óperur séu alla jafnan sungnar á ítölsku. Auk þess er ég hálfensk og því er þetta móðurmálið mitt líka,“ segir Ruth Reginalds, eitt stærsta kombakk Islands ef ekki það stærsta. Kúlutýald 2ja manna Allt í útileguna Ferða- matar- sett fyrir fjóra Tjalddýnur p Vatnspuki 5 gallon Ferða- svefnpoki úr flísefni Áttaviti 2ja manna tjald Fjölnuta skæri Olíufélagiö hf www.esso.is 28. júlí 2000 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.