Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 6
6 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskíptablaðíð Mikill viðsnúningur í rekstri Tæknivals - hagnaður þó undir væntingum Tæknival hf. var rekið með 45 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs i stað 144 millj- óna króna taprekstrar árið áður. Þrátt fyrir mikinn viðsnúning er hagnaður félagsins íviö lakari en markaösaðilar höfðu vænst en í spám fjármálafyrirtækja í Við- skiptablaðinu var að meðaltali gert ráð fyrir 73 milljóna króna hagnaði fyrirtækisins. Viðsnúningur i rekstri Tæknivals nemur 189 milijónum kr., miðað við sex mánaða uppgjör í fyrra, sam- kvæmt árshlutareikningi fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem stjórn Tæknivals undirritaði í gær. Upp- gjörið sýnir að Tæknival skilar nú 45 milljóna kr. hagnaði í stað 144 milljóna kr. tapreksturs á sama tíma fyrir ári. Enn meiri breyting hefur orðið í reglulegri starfsemi Tæknivals, eða um 227 milljónir kr. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir fjármagnsgjöld og skatta nem- ur nú 86 milljónum kr. í stað 141 millj. kr. tapreksturs á sama tíma í fyrra. Afkoman um mitt ár 2000 sú besta frá stofnun Tæknivals Velta á hvem starfsmann hefur suKist úr 6;? miiljóniim kr. í 9,0 milljónir kr. sem samsvarar 44% aukningu á hvern starfsmann. f Rekstrartekjur Tæknivals (móöurfé- ’ lags) eru hinar sömu og í fyrra, tæp- lega 2,1 milljarður kr. Starfsmenn eru nú 230 en voru 330 á sama tíma í fyrra. Vörusala hefur aukist um liðlega 7,4% þrátt fyrir fækkun starfsfólks en sala í þjónustu dróst saman við sölu Tæknivals á hug- búnaðardeild sinni sl. haust til AX- hugbúnaðarhúss en henni fylgdu 60 starfsmenn Tæknivals. Launa- og rekstrarkostnaður hefur lækkað um 171 milljón „Árangin- Tæknivals nú er af- rakstur samstillts átaks starfs- manna og stjómenda. I árshlutaupp- gjörinu er gagnger endurskipulagn- ing fyrirtækisins á liðnu ári að skila árangri en hún fólst m.a. í ein- földun skipulags og áherslu á lykil- hæfni, í öflugri samsetningu tækni- lausna til fyrirtækja og sölu tækni- búnaðar til fyrirtækja og einstak- linga. Viðhorf starfsmanna til fyrir- tækisins og framtíðar þess er mjög jákvætt eins og fram kom í könnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur í vor um starfsánægju þar sem met- ið var viðhorf starfsmanna til lykil- þátta í innri gerð eða starfsum- hverfi vinnustaöarins. Þar lenti Tæknival í 2. sæti á meðal stærstu fyrirtækja landsins með 100 félags- menn eða fleiri," segir í frétt frá Tæknivali. Þrátt fyrir þennan mikla viðsnún- ing í rekstri Tæknivals þar sem rekstrartekjur og rekstrargjöld tala skýrustu máli um árangur leggja stjórnendur Tæknivals áherslu á að fjármagnskostnaður sé enn þungur baggi á fyrirtækinu eftir fyrri erfið- Hagnaður Skýrr hf. var 117 millj- ónir kr. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á síðasta ári var hagnaðurinn 31 milljónir króna fyrir sama tímabil. Hagnaðurinn er nálægt því að fjórfaldast milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Verðbréfaþingi íslands í gær. Rekstrartekjur tímabilsins námu alls 814 millj. kr., samanborið við 623 milljónir kr. á síðasta ári og vaxa því um 31% milli ára. Meðal rekstrartekna telst nú söluhagnaður að fjárhæð 124 milljónir kr., sem að hluta til er tilkominn vegna sölu á Agresso-starfseminni á síðasta ári en þó að mestu vegna sölu á ör- bylgjubúnaði félagsins fyrr á þessu ári. Rekstrargjöld tímabilsins námu 625 milljónum króna, samanborið leikaár. Hrein fjár- magnsgjöld nema alls 25,4 milljón- um kr. en sambærileg tala var 10,5 milljónir kr. á sama tíma í fyrra. Munurinn er aðallega fólginn í tæplega 15 milljóna kr. gengistapi sem Tæknival tók á sig í maí og júní sl. og reiknuðu tekjutapi vegna verðlagsbreytinga. „Með skýrri sýn á þá tvo markaði sem Tæknival býður tæknilausnir sínar, fyrirtækjamarkað og heimil- ismarkað, munu viðskiptavinir njóta enn vandaðri þjónustu á við 569 milljónir kr. á síðasta ári og hækka um 10% milli ára. Hrein fjár- magnsgjöld nema alls 12 milljónum kr., samanborið viö 10 milljónir kr. á síðasta ári. Reiknaðir skattar tímabilsins eru um 61 milljón kr., samanborið við 13 milljónir kr. árið áður. Rekstur dóttur- og hlutdeildarfyr- irtækja gekk erfiðlega á tímabilinu. Áhrif Ax hugbúnaöarhúss hf. voru neikvæð um 30 milljónir kr. á rekst- ur Skýrr hf. en þar vega þyngst verulegar afskriftir langtímakostn- aðar sem til varð viö kaup félagsins á hugbúnaðardeild Tæknivals og Agresso-starfsemi Skýrr. Félagið á enn fremur 62,5% eignarhlut í Kuggi ehf. og eru áhrif þess félags neikvæð á rekstur móðurfélagsins um 6,4 milljónir kr. Áhrif þessa næstu misserum," segir i frétt Tæknivals. Á fyrirtækjamarkaði, sem er meginhluti starfsemi Tæknivals, er aukin áhersla á menntun og þekk- ingu starfsmanna að skila við- skiptavinum og Tæknivali auknum árangri. Tæknival er eini „Silver Partner" Cisco-fyrirtækisins á ís- landi, „Senior Partner" Microsoft og öflugur samstarfsaðili Compaq, Fu- jitsu Siemens og fleiri hugbúnaðar- og tæknirisa. BT verslanir Tæknivals leggja áherslu á afþreyingartengda tækni fyrir einstaklinga og heimili og bjóða mikið úrval vandaðrar vöru á sem lægstu verði. BT verslanir eru nú fimm talsins og fjölgar um a.m.k. þrjár á næstu mánuðum. Aukin áhersla á „upplifun" í verslununum gerir þær enn ánægjulegri heim að sækja fyrir alla aldurshópa. nema þvi samtals um 36,4 milljón- um kr. fyrir skatta, eða um 25 millj- ónir kr. eftir skatta. Upphafleg rekstraráætlun félags- ins gerði ráð fyrir um 100 milljóna kr. hagnaði á árinu 2000. Sú áætlun var endurskoðuð í maí sl. þegar söluhagnaður vegna örbylgjukerfis- ins lá fyrir og var þá gert ráð fyrir a.m.k. 170 milljóna kr. hagnaði. Þá var ekki gert ráð fyrir þeim nei- kvæöu áhrifum dóttur- og hlutdeild- arfélaga sem nú er raunin. Aö teknu tilliti til söluhagnaðar hlutabréfa í ágúst og jafnframt ákveðinnar óvissu um afkomu dóttur- og hlut- deildarfélaga seinni hluta ársins er nú gert ráð fyrir að hagnaður ársins í heild geti numið um 170-190 millj- ónum kr. Hagnaður Skýrr nær fjórfaldast milli ára Domino's Pizza óskar eftir starfsfólki í vinnu. Mjög gód laun í boði fyrir gott fólk. Athugið að sveigjanlegur vinnutími er í boði sem ætti að henta öllum. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi í öllum verslunum okkar eða á Netinu, www.dominos.is. 3 DOMINO'S PIZZA Methagnaður hjá Statoil í Noregi Norska ríkisfyrirtækið Statoil AS hagnaðist um 16,8 milljarða norskra króna (ca 150 milljarða ís- lenskra króna) fyrir skatt á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta kom fram í Markaðsyfirliti Landsbank- ans í gær. Þetta er methagnaður hjá félag- inu og 11,7 milljörðum (norskum) króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Af þessum 16,8 fara 11,4 mÚljarðar beint í ríkis- kassann. Ástæður fyrir svo góðu gengi nú er helst að finna í að ol- íuverð hefur verið mjög hátt, nýt- ingin í vinnslunni er betri, tekist hefur að draga úr kostnaðaraukn- ingu og framleiðslan hefur svo verið aukin. Þá hefur félagið verið fundvíst á olíu og gas bæði við Noregsstrendur svo og á erlendum svæðum þar sem það hefur leitar- og vinnsluheimild, t.d. í Kaspía- hafi. FIMMTUDAGUR 10, ÁGÚST 2000 DV Þetta helst m. 3L_ HEILDARVIÐSKIPTI 1494 m.kr. - Hlutabréf 132 m.kr. - Húsbréf 607 m.kr. MEST VIÐSKIPTI © Opin kerfi 32 m.kr. © Marel 26 m.kr. © Nýheiji 19 m.kr. MESTA HÆKKUN © Skýrr 5,16% Q Nýheiji 5,13% © Pharmaco 3,23% MESTA LÆKKUN j © Hraðf. Eskifjaröar 8,77% j © Íslandsbanki-FBA 2,52% 1 © Þróunarfélagið 2,17% ÚRVALSVÍSITALAN 1535,8 - Breyting © -0,48% Bensín- stríð í Danmörku Ólíkt því sem við eigum að venj- ast hér heima hafa helstu olíufé- lög í Danmörku ákveðið að fara í verðstríð við bónusbensinstöðv- amar. Eldsneytisfyrirtækin OK og DK benzin hafa verið með lægra bensínsverð en stóm olíufélögin, s.s. Q8, Hydro Texaco, Uno-X og Statoil. I fyrradag lækkuðu OK og DK bensínverð enn frekar og nam lækkunin um 50 dönskum aurum, eða sem nemur um 5 íslenskum krónum. í kjölfarið ákváðu stóru nlíufélögin að lækka bensinverð um sömu upphæð frá og með deg- inum í gær en lækkunin mun þó aðeins ná til Kaupmannahafnar og nágrennis. 1 MESTU ViÐSKlPTI ■ síöastliöna 30 daga 0 Össur 377.6611 © Landsbanki 321.521 j © Eimskip 291.375 Q Íslandsbanki-FBA 275.570 © Marel 252.159 : rTiTrj'RTirnmÐ síöastllöna 30 daga © ísl. hugb.sjóöurinn 15%; © Jarðboranir 14 % © Landsbanki 10% © Skýrr hf. 9% : 0 Þróunarfélagiö 7 % síöastliöna 30 daga © Loönuvinnslan hf. -20% : © Isl. járnblendifélagiö -17 % l © Vaki fiskeldiskerfi hf. -17 % j © Delta hf. -10 % : o BIIdow jones 10914,62 O 0,57% F*1nikkei 16034,60 O 1,36% Wlls&p 1477,34 O 0,37% BBnaspaq 3888,59 O 1,04% j Éftse 6378,40 O 1.40% Hdax 7229,58 O 1,48% IFJcAC 40 406570,18 O 0,58% 10.08.2000 M. 9.15 — KAUP SALA B Dollar 79,750 80,150 SSiPund 119,620 120,230 1*8 Kan. dollar 53,740 54,070 ESoönskkr. 9,6670 9,7210 rj^jNorsk kr 8,9000 8,9490 ggsænsk kr. 8,6440 8,6910 900. mark 12,1227 12,1956 1 'jPra. franki 10,9883 11,0543 1 | Belg. frankl 1,7868 1,7975 n Sviss. franki 46,6500 46,9100 QhoII. gyllini 32,7078 32,9044 Þýskt mark 36,8532 37,0746 1 |ít líra 0,037230 0,037450 □CAust sch. 5,2382 5,2696 _ Port. escudo 0,3595 0,3617 1 * Sná. peseti 0,4332 0,4358 1 • lJ«P. yen 0,740200 0,744700 1 • lírskt pund 91,520 92,070 SDR 104,450000 105,080000 Hecu 72,0786 72,5117

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.