Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
Fréttir
7
DV
Sandkorn
Umsjön: ||_______________________
Hörður Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.ls
Mæruhátíð
Það hefur
löngum verið
talið að mikið
loft væri i Þing-
eyingum. Hins
vegar vita
sennilega færri
að norður þar
er “Mæra“ í
miklu uppá-
haldi. Svo mikið
merkileg þykir hún að haldnir eru
sérstakir Mærudagar ár hvert og
mun svo einnig verða um komandi
helgi á Húsavík. Mikið verður við
haft og hefst hátíðin reyndar í dag
með pompi og pragt. Fyrir þá sem
ekki þekkja til getur Sandkorn
upplýst að Mæra er ekki formóðir
Húsvíkinga þó sæt sé heldur er hér
um að ræða sælgæti. Segja fróðir
að á tímum endalausra megrunar-
herferða verði þess líklega langt að
bíða að efnt verði til opinberrar
brjóstsykurhátiðar hjá loftlausum
Sunnlendingum...
Trilla en ekki togari
Ásgeir Guð-
bjartsson, hinn
margfrægi afla-
skipstjóri, er síð-
ur en svo sestur
i helgan stein þó
orðinn sé nokk-
uð fullorðinn.
Frægt er þegar
hann seldi Guð-
björgu ÍS til Akur-
eyrar með kvóta og öllu saman. Nú
er Geiri sem sé kominn á kreik á
nýjan leik og hyggst láta smíða
aðra Guðbjörgu. Sagt er að bæjar-
stjóri ísflrðinga hafi brosað út í
bæði við tíðindin, enda ekki á
hverjum degi sem stórmenni blása
lífl í atvinnurekstur þar vestra. Sá
hann fyrir sér tugi atvinnutæki-
færa fyrir duglega sjómenn og
drjúgar tekjur í bæjarsjóð. Eitthvað
mun þó hafa minnkað brosið þegar
ljóst var að nýja Guðbjörgin verður
bara trilla...
Svindlar
Ingibjörg Sól-
riin Gísladóttir
býður alla vel-
■ komna á Reykja-
víkur-maraþon
sem fram fer í
borginni þann
19. ágúst. Gert
; er ráð fyrir þús-
; undum gesta til
að fylgjast með
hlaupinu og menningarnótt sem
fram fer þetta sama kvöld. Einnig
er búist viö mikilli þáttöku í mara-
þonhlaupinu. Það vakti hins vegar
athygli að með frétt um málið í DV
í gær situr Ingibjörg Sólrún á hjól-
hesti. Þykir talsmanni Sandkorns
augljóst að borgarstjóri ætli að fara
létt í gegnum Reykjavíkur-mara-
þonið að þessu sinni og hjóla á
meðan aðrir skokka þessa 42 kiló-
metra eða hvað það nú er...
Ekki að fá’ann
Enn er veiði í
laxveiðiám víðast
hvar á landinu
langt undir vænt-
ingmn. Hafa stór-
veiðimenn eytt
ómældum tíma í
að berja ár án
þess að verða
mikið varir.
Þykja sögur veiðimanna um að
hafa misst þann stóra þvi vera
orðnar ansi lúnar og ótrúverðugar.
Sverrir Hermannsson alþingis-
maður er einn þeirra sem iðinn
hefur veriö við að veifa priki við
árbakka án sýnilegs árangurs. Sem
kunnugt er hefur hann lagt allt
undir í pólitíkinni vegna baráttu
við kvótakerfið en vegna fiskleysis
í ánum segja gánmgar að hann sé
æ oftar farinn að gjóa augum á
auglýsingar um kvóta til sölu.
Hann þoli illa að koma fisklaus
heim úr hverri veiðiferðinni af
annarri og ekki sé laust við að
nokkur eftirsjá sé í meðeign í tog-
araútgerð Jóns bróður í Ögurvík...
Deilt um eignarhald Sigmundar Jónssonar bónda á Vestari-Hóli í Fljótum:
Jörðin skráð á afa bónd
ans sem lést 1941
-barnabörn móðursystur Sigmundar hafa höfðað mál
DV. SAUÐÁRKRÓKI:
„Það er alveg ljóst að maður sem
dó árið 1941 hefur ekki staðið fyrir
framkvæmdum á jörðinni síðan.
Það er óyggjandi að ég á bæði hús
og ræktun þannig að það væru þá
bara fjöllin og flóinn sem væru til
skiptanna en lögfræðingur minn
segir að það sé komin hefð á þetta
fyrir löngu,“ segir Sigmundur Jóns-
son, bóndi á Vestari-Hóli í Fljótum,
en komið er upp nokkuð sérstakt
mál varðandi eignarhald á jörðinni.
Komið hefur í ljós að eignabreyt-
ingum á jörðinni var síðast þinglýst
árið 1934 og því telja nokkur skyld-
menni Sigmundar að jörðin sé enn-
þá á nafni alnafna og afa núverandi
bónda á Vestara-Hóli en sá fæddist
1860 og lést 1941. Það-eru bamabörn
Sigurbjargar Sigmundsdóttur, móð-
ursystur Sigmundar bónda á Vest-
ari-Hóli, sem hafa höfðað mál og er
áætlað að dæmt verði í því í Héraðs-
dómi Norðurlands vestra 12. sept-
ember. Þau halda því fram að amma
sín hafi aldrei samþykkt framsal
jarðarinnar á sínum tíma.
Sigmundur Jónsson á Vestari-
Hóli segir að það hafi komið sér
ákaflega á óvart þegar farið var að
hrófla við þessum málum, enda hafi
Böövar
Bragason.
Tryggvi
Jónsson.
Varnir gegn vágestum:
Tilraunaverkefni
gegn búðahnupli
og ofbeldi
í gær settu Samtök verslunar og
þjónustu og Lögreglustjóraembættið í
Reykjavík af stað tilraunaverkefni
sem ber heitið Varnir gegn vágestum.
Það felst í því að allt starfsfólk þeirra
verslana sem taka þátt fara á nám-
skeið þar sem farið er yfir öryggismál
verslana, forvamir og rétt viðbrögð
við búðahnupli, ránum og ofbeldi.
Þetta verkefni er byggt á norskri
fyrirmynd og er ætlað að vera svar
við fjölgun rána og auknu búða-
hnupli sem aftur leiðir til hækkaðs
vöruverðs. Böðvar Bragason, lög-
reglustjóri í Reykjavík, og Tryggvi
Jónsson, formaður SVÞ, undirrituðu
árssamning um verkefnið á þjónustu-
stöð Skeljungs hf. við Vesturlandsveg
í gær en Skeljungur hf. er fyrsta fyr-
irtækið sem fær vottun. -SMK
Sparisjóðurinn vill selja:
Viðræður um
sölu gamla kaup-
félagshússins
DV, BQRGARNESI:
Sparisjóður Mýrasýslu hefur fest
kaup á Egilsgötu 11 í Borgamesi þar
sem Kaupfélag Borgfirðinga hefur
rekið verslun um árabil. Fram-
kvæmdir við nýbyggingu, sem hýsa
mun verslunarrekstur KB, em þeg-
ar hafnar i nágrenni Brúartorgs.
Sparisjóðurinn hyggst selja húsið
og eru viðræður um sölu þess þegar
hafnar en ekki fékkst uppgefið
hveija er verið að ræða við. Inn-
lánsdeild Kaupfélags Borgfirðinga
hefur verið færð í umsjá Sparisjóðs
Mýrasýslu. Með þessu hefur Spari-
sjóður Mýrasýslu tekið yfir alla inn-
lánsstarfsemi KB. -DVÓ
DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
Óljóst um eignarhald jarðarinnar
Sigmundur Jónsson á Vestari-Hóli, sem kominn er á átt-
ræöisaldur og hefur alla tíö yrkjað sinn akur á hólnum.
Ættingjar hans vilja aö dómstólar skeri úr um
eignarhald á jöröinni.
hann aldrei lent í neinum vandræð-
um varðandi veðbókarvottorð af
jörðinni og allt
verið i stakasta
lagi með veðbönd.
Sigmundur seg-
ir að þegar Sveinn
Sigmundsson fóð-
urbróður sinn lést
af slysforum 1954
hafi Hermann
Jónsson á Ysta-
Mói, þáverandi
hreppstjóri og full-
trúi sýslumanns,
ritað bréf til sýslu-
manns og beðið
um leiðbeiningar
varðandi breyting-
ar á afsali jarðar-
innar og tilgreint í
bréfinu að öll börn
Sigmundar Jóns-
sonar og Halldóru
Baldvinsdóttur
væru samþykk því
að Sigmundur
Jónsson yngri
fengi jörðina. Þetta
bréf fannst en
þinglýsingar varð-
andi breytingar á
afsali hafa ekki komið fram í dags-
ljósið.
“Ég tók við láni sem hvíldi á jörð-
inni á sínum tíma og þar veðsetur
Sveinn jörðina sem sína eign. Ég
fékk síðan ný lán fyrir byggingum,
fyrst eitt lán fyrir hlöðubyggingu
1972 og siðan tvö fyrir fjósbyggingu
og aldrei voru nein vandamál varð-
andi veðbókarvottorð þannig að ég
hélt að allt væri í stakasta lagi,“ seg-
ir Sigmundur Jónsson, bóndi á
Vestari-Hóli, og honum er óskiljan-
legt hvers vegna ekki hafa verið
gerðar breytingar á afsali allan
þennan tíma. Þar hljóti að hafa orð-
ið mistök hjá embætti sýslumanns
eða gögn glatast á þessum tíma. -ÞÁ
www.romeo.is
Stórglæsileg netverslun
meö ótrúlegt úrval af
unaösvörum ástarlífsins
fyrir dömur og herra.
Frábært úrval myndbanda.
Frábær verð, ótrúleg tilboö.
c
u
AEG þvottavél Lavamat W 1030
1000 snúninga þeytivinduhraði.
3 ára ábyrgð.
Verð kr.
56.900
st.gr.
© Husqvama
Keramik helluborö 77 cm
Ofn hvítur eða svartur
Verð saman kr.
94.590
st.gr.
Sparidagar
Heimilisleg tilboð á úrvals vörum
AEG Þurrkari Lavamat T 50
Barkalaus þéttiþurrkari
Verð kr.
49.900
st.gr.
Lágmarksafsláttur af öllum heimilis- og raftækjum
er 15%, en ekki er veittur aukaafsláttur af verði
tilboðsvara.
Allar vörur endurspegla það besta og aðeins
það besta, sem völ er á - frá heimsþekktum
framleiðendum - upp með sparibrosið.
jfik.
RdDIO hskIIís s
Geislagötu 14 • Sími 462 1300
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is