Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 DV Ættfræði Umsjön: Helga D. Sigur&ardóttir 90ára______________________________________ Jöna Kristjánsdóttir, Karlsbraut 29, Dalvík. 80 ára_____________________________________ Aðalheiður S Skaftadóttir, Grenimel 20, Reykjavik. Sigfríður Th Bjarnar, Hlíöarvegi 19, Kópavogi. Þorlákur Gunnarsson bóndi, Bakkárholti, Selfossi. Hann tekur á móti gestum sunnudaginn 13.8. á Básnum, Efstalandi, Ölfusi, frá kl.15.00 75 ára_____________________________________ Bára Guðmundsdóttir, Aðalgötu 5, Keflavík. Fjóla Þorsteinsdóttlr, Hvanneyrarbraut 42, Siglufiröi. Jón Ingibergur Herjólfsson, Suöurgötu 7, Vogum. Páll Halldórsson, Eskihlíö 16, Reykjavík. 70 ára_____________________________________ Gully E Pétursson, Holtsgötu 13, Reykjavík. Helena Banach, Póllandi. Jóna María Jónsdóttir, Bandaríkjunum. Katrín Árnadóttlr, Höfðagrund 17, Akranesi. Sigurveig Kristín Jónsdóttir, Bandaríkjunum. Þórir K Bjarnason, Holtageröi 15, Kópavogi. 60 ára_____________________________________ Ásmundur Sigurðsson, Grænási 2a, Njarðvík. Birgitta Arnardóttir, Þýskalandi. Ingileif Gunnlaugsdóttir, Kanada. Jóhanna Garðarsdóttir, Selsvöllum 12, Grindavík. Hún tekur á móti gestum í sal Slysavarnafélagsins, föstudaginn 11. ágúst kl. 20.00. Rúnar Kristinn Jónsson, Yrsufelli 7, Reykjavík. Sigurður Kristinn Haraldsson, Nýbýlavegi 32, Kópavogi. 50 ára_____________________________________ Hjalti Gunnlaugsson, Grundarstíg 22, Sauðárkróki. Hjörtur Júlíusson, Merkurteigi 8, Akranesi. Hólmfríður Kristinsdóttir, Hraunbæ 172, Reykjavík. Maöur hennar er Gunnar Christiansen. Þau hjónin taka á móti gestum á afmælisdaginn í safnaöar- heimilinu Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, kl.18.00 i dag. Inglbjörg Svafa Siglaugsdóttir, Laufási, Grýtubakkahreppi. Jónas Halldórsson, Hvanneyrarbraut 54, Siglufiröi. Róbert Óskarsson, Brautarholti 20, Ólafsvík. Stefán Agnar Finnsson, Grófarseli 11, Reykjavik. 40 ára_____________________________________ Anna Linda Sigurðardóttir, Úthaga 13, Selfossi. Anton Ásgrímur Kristlnsson, Efri-Rauðalæk, Holtahreppi. Arngrímur Baldursson, Borgarhrauni 28, Hveragerði. Ásdís Emilia Björgvinsdóttir, Háteigi 8, Akranesi. Björgvin Þór Steinsson, Eyrarbraut 18, Stokkseyri. Charlotta María M Evensen, Brekkubyggð 12, Blönduósi. Edda Alexandersdóttlr, Steinagerði 17, Reykjavík. Gunnar Kristinn Sigurjónsson, Birkigrund 56, Kópavogi. Gyða María Marvinsdóttir, Svíþjóð. Hildur Helga Gísladóttir, Klausturhvammi 15, Hafnarfirði. Jón Valur Smárason, Kolbeinsmýri 3, Seltjarnarnesi. Jóna Björg Vilbergsdóttir, Smyrlahrauni 1, Hafnarflrði. Lisa Maria Pétursson, Nýja-Sjálandi. Ómar Jóhannsson, Jafnaseli 6, Reykjavík. Páll Skúli Leifsson, Danmörku, Útlönd. Sigrún Sveindís Kristlnsdóttir, Hraunteigi 24, Reykjavík. Símun Jacob Hildibrand Hansen, Færeyjum, Útlönd. Stelngrimur Thorarensen, Leynisbrún 6, Grindavík. Valborg Þóra Snævarr, Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi. Andlát Jón Slgurðsson skipstjóri, áður tii heimilis að Byggðarenda 19, Reykjavik, lést sunnudaginn 6.8. Jóhannes Slgfússon, Engihjalla 1, Kópavogi, lést mánudaginn 7.8. Ólöf Ingvarsdóttir, Miklubraut 54, Reykjavik, andaðist á Landakotsspítala mánudaginn 7.8. Kristbjörg Jóhannesdóttlr lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli, sunnud. 6.8. Jón Bryngeirsson, verksmiðjustjóri frá Búa- stööum í Vestmannaeyjum, lést á Landspítal- anum mánudaginn 7.8. Alan Sturla Sverrisson, Bakkastíg 4, Reykja- vik, lést af slysförum fimmtudaginn 3.8. GuðJón Guðmundsson, fyrrv. rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríkisins, Kópavogsbraut 1B, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 6.8. Sjötíu og fimm nra Páll Halldórsson fyrrverandi skattstjóri Páll Halldórsson, fyrrverandi skattstjóri, Eskihlíð 16, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Páll fæddist í Reykjavík og átti þar heima til 5 ára aldurs. Þá ílutti hann meö móður sinni austur á Eskifjörö þar sem hann ólst upp til 16 ára aldurs hjá móöur sinni og seinni manni hennar, Davíð Jó- hannessyni, símstjóra og póstaf- greiðslumanni. Páll varð stúdent frá MR árið 1947, hann lauk BA-prófi í hagfræði frá University of Toronto í Kanada árið 1957. Hann gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi árin 1957-1960, starf- aði hjá Kötlu hf. í Reykjavík frá 1960 til 1961 og var fulltrúi á Hagstofu ís- lands 1962. Páll var skattstjóri Aust- urlandsumdæmis frá 1. október 1962 til ársloka 1979. Hann var deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu 1980- 1995. Páll sat í stjórn frjálsíþróttadeild- ar KR árin 1944-1948 og var formað- ur árið 1947. Hann var einnig for- maður íþróttafélags stúdenta sama ár. Árin 1946, 1956 og 1962 sat hann í stjórn Frjálsíþróttaráðs Reykjavík- ur. Páll var einnig í liði íslands á Ólympíuleikunum í London árið 1948. Hann var ritstjóri Þórs, þlaðs sjálfstæðismanna á Austurlandi, ár- in 1958-1960. Árin 1967-1974 var hann formaður skólanefndar Egils- staðaskóla og árin 1970-1971 var hann formaður kjördæmisráðs sjálf- stæðisfélaganna á Austurlandi, auk þess sem hann hefur starfað í ýms- um nefndum á vegum flokksins. Frá 1957-1960 var Páll búsettur í Neskaupstað, frá 1960-1961 átti hann heima í Reykjavík og árin 1962-1979 bjó hann á Egilsstöðum. Fjölskylda Páll kvæntist 5. október 1957 Ragnheiði S. Jónsdóttur, fyrrver- andi skrifstofustjóra á geðdeild Landspítalans. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Sturlaugsdóttir forstöðukona og Jón Ólafsson, bankastjóri og alþingismaöur. Böm Páls og Ragnheiðar eru Gunnar, f. 25.1. 1955, sendiherra og fastafulltrúi Islands hjá NATO í Brussel, kona hans er Elín Snorra- dóttir húsmóðir og börn þeirra eru Ragnheiður Soffia, f. 24.4. 1992, Snorri Páll, f. 12.2. 1995, og Gunnar Helgi, f. 27.5. 1998; Sigrún Hólmfríð- ur, f. 21.2.1958, leiðsögumaður, mað- ur hennar er Eggert Bjami Ólafs- son, héraðsdómslögmaður, fulltrúi hjá ESA í Brussel, þau eiga börnin Pál Ragnar, f. 12.6.1996, og Margréti Þórhildi, f. 27.10. 1999; Halldór Páls- son, f. 29.8. 1959, skrifstofumaður; Ragnar Kristinn, f. 13.1. 1961, bygg- ingaverkfræðingur, kona hans er Elín Þöll Þórðardóttir, lektor í heymarfræði og talmeinafræði við McGill University, Montréal í Kanada, þau eiga dæturnar Auði, f. 10.9.1987, Ragnheiði, f. 28.5. 1990, og Ingu Guðrúnu, f. 24.2. 1999; Kristín Ingibjörg, f. 24.4. 1964, háskólanemi, hennar maki er Ib Göttler, land- búnaðartæknifræðingur en Kristín eignaðist með Guðmundi Karli Arn- arsyni dæturnar Margréti, f. 27.9. 1988, d. 4.12. 1991 og Sigrúnu, f. 07.11.93; Sigurður Sturla, f. 31.1. 1966, hagfræðingur hjá íslands- banka hf., maki hans er Helga Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Sjóvá- Almennum, böm þeirra eru Guð- rún, f. 20.8. 1993, Stefán Páll, f. 11.5. 1995; Ragnheiður Kristín, f. 09.10. 1976, háskólanemi. Háiíhróðir Páls, sammæðra, er Bolli Davíðsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 5.11.1933. Uppeldisbræður hans voru synir Ingibjargar Árnadóttur systur Sig- rúnar og seinni manns hennar, Dav- íðs Jóhannessonar: Haukur héraðs- dómslögmaður, f. 10.4. 1925, d. 12.02. 1973, og Baldur, landmælingamað- ur, f. 20.1. 1927. Faðir Páls var Hall- dór Pálsson , f. 3.6.1896, d. 15.9.1962 byggingatæknifræðingur og móðir hans var Sigrún Árnadóttir, f. 8.1. 1900, d. 15.10. 1964, húsmóðir. Ætt Halldór var sonur Páls Halldórs- sonar, verslunar og útgerðar- manns á Siglufirði og Svalbarðs- strönd, sonar Halldórs Pálssonar, bónda í Miðhúsum í Vatnsdal, og Hólmfríðar Hannesdóttur Þorvarð- arsonar, prests á Prestbakka á Síðu. Sigrún var dóttir Áma Ámason- ar, bónda og umboðsmanns í Höfða- hólum á Skagaströnd, en hann var sonur Áma Sigurðssonar, Höfnum á Skaga, og konu Áma, Ingibjargar Pálsdóttur húsmóður, dóttur Páls Ólafssonar bónda í Réttarholti á Skagaströnd. Halldór og Sigrún slitu samvist- um. Stjúpfaðir Páls var Davíð Jó- hannesson, f. 18.9. 1896. Foreldrar hans voru Jóhannes Davíð Ólafsson sýslumaður og Margrét Guömimds- dóttir húsfreyja. Afmælisbamið tekur á móti gest- um á Sóloni íslandus milli kl. 17.30 og 19.30 á afmælisdaginn. Sextug Unnur Guðjónsdóttir danskennari Unnur Guðjónsdóttir, danskennari, danshöfundur og fyrirlesari er sextug í dag. Starfsferill Unnur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún tók listdanskennarapróf við Dansháskólann í Stokkhólmi og var atvinnudansari i Svíþjóð í tuttugu ár. Áður er hún fluttist þangað, árið 1963, hafði hún dansað í Þjóðleikhús- inu. Unnur hefur ferðast um Noreg, Finnland, Danmörku og Svíþjóð sem dansari hjá sænska Ríkisleikhúsinu, auk þess sem hún hefur dansað við Dramaten, Drottningarhólmsballet- flokkinn og Cramérballetflokkinn. Unnur stofnaði eigin dansflokk, Fen- ixballetflokkinn og rak hann í fimmt- án ár. Unnur gegndi stöðu ballett- meistara Þjóðleikhússins frá 1972- 1973. Hún hefur unnið sem danshöf- undur og listdanskennari i Svíþjóð og hér á íslandi. Hún hefur m.a. haldið fyrirlestra í Svíþjóð, Finnlandi og á Is- landi. Unnur hefur skrifaði greinar í blöð og tímarit í Svíþjóð og á íslandi. Unnur hefur tvisvar sinnum hlotið menningarstyrk Stokkhólms auk þess sem hún hefur fengið menningarverð- laun sænska Alþýðusambandsins. Unnur stofnaði Kínaklúbb Unnar árið 1992 og hefur skipulagt ferðir, að- allega til Kína, tvisvar á ári síðan. Fjölskylda Unnur var um tíma gift gift, Rolf Bengtsson, tónlistarmanni í Stokk- hólmi. Sonur Unnar er Þór, f. 28.11. 1960, starfsmannastjóri í Stokkhólmi, kona hans er Susanne Aaström og þau eiga þrjú böm. Unnur á þrjú systkini. Foreldrar Unnar vom Guðjón Sig- urðsson, f. 16.2. 1910, d. 26.5. 1998, múrarameistari, og Margrét Gunnars- dóttir, f. 1.11. 1911, d. 28.4. 1991, hús- móðir í Reykjavík. Ætt Guðjón, faðir Unnar, var sonur Sigurðar, verkamanns í Reykjavík, og Ólafíu Jónsdóttur. Sigurður var sonur Sigurðar Brandssonar bónda og Mar- grétar Daníelsdóttur en hún var dótt- ir Daníels, bónda á Arnarhóli, bróður Isleifs, langafa Ólafs ísleifssonar hag- fræðings. Daníel var sonur Guðna ögmundssonar, bónda á Amarhóli, en hann var bróðir Ögmundar, langafa Ástgeirs, afa Ása í Bæ. Ólafía, móðir Guðjóns, var föður- systir Oddgeirs Guð- jónssonar, fyrrverandi hreppstjóra í Tungu í Fljótshlíð. Föðuramma hans var Guðrún, dóttir Odds Eyjólfssonar, hreppstjóra á Torfastöð- um. Móðir Guðrúnar var Ragnhildur dóttir Benedikts bónda í Fljótsdal, bróður Helgu, ömmu Þor- steins Erlingssonar. Ólafía var dóttir Jóns Ólafssonar, bónda í Tungu. Móðir Jóns var Vigdís Jónsdóttir, dóttir Jóns Einarssonar, bónda á Lambalæk, og konu hans, Ingibjargar Arnbjarnardóttur hús- freyju. Ingibjörg var dóttir Ambjam- ar Eyjólfssonar, bónda á Kvoslæk, en hann er ættfaðir Kvoslækjarættarinn- ar. Móðir Ólafíu var Guðrún Odds- dóttir, systir Ólafs, afa Daviðs Odds- sonar forsætisráðherra. Oddur Eyj- ólfsson, faðir Guðrúnar, var bóndi og hreppstjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð, og faðir hans var Eyjólfur Oddsson, bóndi á Torfastööum. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir húsfreyja en hún var dóttir Ólafs Bjarnasonar, bónda á Fossi, sonar Bjama Halldórs- sonar, bónda á Víkingslæk og ættföð- ur Víkingslækjarættar- innar. Margrét, móöir Unn- ar, er dóttir Gunnars Marels, skipasmíða- meistara í Vestmanna- eyjum, bróður Guðna prófessors. Gunnar var sonur Jóns, formanns á Gamla-Hrauni, Guð- mundssonar. Móðir Jóns var Þóra Símonardóttir en faðir hennar var Simon Þorkelsson, formanns á Gamla- Hrauni. Móðir Símonar var Valgerður Aradóttir, dóttir Ara Jónssonar bónda í Neistakoti, en hann var sonur Jóns Bergssonar, b. á Grjótlæk, sonar Bergs Sturlaugssonar, bónda í Bratts- holti, ættföður Bergsættarinnar. Móðir Gunnars var Ingibjörg Jóns- dóttir, dóttir Jóns Jónssonar, bónda í Miðhúsum. Móðir Jóns var Sigríður, systir Guðna, langafa Vigdísar Finn- bogadóttur. Sigríöur var dóttir Gísla Guönasonar, bónda í Reykjakoti, en hann var sonur Guðna Jónssonar, ættföður Reykjakotsættarinnar. Móð- ir Margrétar var Jónina Jóhannsdótt- ir, bónda í Vorsabæ í Landeyjum, Jónssonar. Jarðarfarir Pétur Stefánsson frá Hofi, Hólavegi 42, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 11.8. kl. 15.00. Helgi Steinsson, Hæðargaröi 8, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstud. 11.8. kl. 15.00. Baldvin Magnússon, fyrrv. bóndi, Hrafnastaðakoti, Dalvík, verður jarð- sunginn frá Dalvíkurkirkju föstud. 11.8. kl. 13.30. Hafþór Torfason, Hólabraut 7, Keflavík veröur jarðsunginn frá Kefiavíkurkirkju föstudaginn 11.8. kl. 14.00. Gyða Þorsteinsdðttir, Smárahvammi 2, Hafnarfirði, verður jarösungin frá Foss- vogskirkju föstud. 11.8. kl. 13.30. Pálína Gunnlaugsdóttir, Seljabraut 12, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstud. 11.8. kl. 10.30. Merkir íslendingar Agnar Bogason, ritstjóri Mánudagsblaðs- ins, hefði orðið 79 ára í dag ef hann hefði lifað. Hann fæddist í Reykjavík árið 1921 og var eldri sonur hjónanna Boga Ólafs- sonar menntaskólakennara og Gunn- hildar Jónsdóttur húsfreyju frá Akra- nesi. Agnar ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1940. Eftir stúdentsprófið sigldi hann til Bandaríkjanna og sparaði sér fargjaldið með þvi að gerast léttadrengur á Goða- fossi. Hann hóf undirbúningsnám í tann- lækningum við Southem Methodist Uni- versity í Dallas, Texas. Hann söðlaði íljótlega um og flutti sig yfir til Houston og síðar Chicago Agnar Bogason þar sem hann nam fjölmiðlun og stjómmála- fræði. Hann tók próf þaðan árið 1946, einn fyrstur íslendinga til að ljúka prófi í fjöl- miðlafræðum. Er hann kom heim að námi loknu vann hann um tíma sem enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík og stundaði samhliða þvi blaðamennsku á Morgunblaðinu. Það var árið 1947 sem Mánudags- blaðið hóf göngu sína en blaðið var hið fyrsta á íslandi sem flokkaðist undir hina svokölluðu „gulu pressu“. Agnar ritstýrði blaðinu og gaf það út á meðan honum entust kraftar. Agnar var giftur Jóhönnu Pálsdóttur og eignuðust þau þrjá syni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.