Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 6
22
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000
Vigdís og Vilmundur tekin í gegn:
Breyttir blaðamenn
Blaðamannastéttin hefur hingað til ekki verið talin
meðal þeirra stétta sem til fyrirmyndar eru í útliti og
klæðaburði. Það voru því hæg heimatökin þegar
DV ákvað að fara á stúfana og finna fólk sem væri
til í að gangast undir algera umbreytingu. Fyrir val-
inu urðu þau Vigdís Stefánsdóttir og Vilmundur
Hansen sem bæði starfa sem blaðamenn DV Til að
aðstoða við breytinguna var leitað til Hönnu Krist-
ínar Guðmundsdóttur, eiganda hárgreiðslustofúnn-
ar fCristu í Kringlunni, og Margrétar R. Jónas förð-
unarfræðings. Þær stöllur tóku málaleitan okkar vel
og sjást verk þeirra hér á síðunni. Þegar verki þeirra
var lokið var haldið á vit tískubúðanna. Vilmundur
fór í verslunina Donna Karan og Vigdís fékk góða
aðstoð hjá Karen Millen. Við hjá DV erum hæstá-
nægð með útkomuna en dæmi nú hver fyrir sig.
Ahárgreiðslustofunni Kristu í
Kringlunni tók Hanna Kristín
Guðmundsdóttir hárgreiðslu-
meistari á móti Vigdísi. Hún byrjaði á því
að lita hárið með ljósum og frekar gylltum
tónum sem þó voru aðeins dekkri en litur-
inn sem Vigdís var með fyrir. Litimir eru
settir þannig í hárið að þeir mynda flæði
frekar en harðar linur og hom. Vigdís var
með mjög stuttan topp og stutt hár í
hnakkanum og því var Hanna Kristín
töluvert bundin þegar kom að því að
klippa hana. „Sem betur fer þá klæðir það
Vigdísi vel að hafa stuttan topp og ég ætla
að nýta mér það,“ segir Hanna Kristín.
Fyrst var undirhárið klippt frekar stutt og
síðan yfirhárið, en það var haft örlítið
lengra, mjög skorið og hringlaga. Svona
klipping hæfir mjög vel konu á Vigdísar
aldri auk þess sem frekar auðvelt er að
gera sig (Ina án mikillar fyrirhafnar.
Lokaútkoman. „Þetta er mjögflott en þetta er ekki ég, “ segir Vigdis um nýja útlitið.
DV-mynd Einar J.
Margrét R. Jónas fórðunarfræðingur sá
um forðunina. Á Vigdísi notaði hún farða
frá Sebastian sem hún segir að sé í mjög
góðum litum. I þeim er gulur undirtónn
sem gefúr húðinni hlýlegan blæ. Margrét
segir að íslenskar konur eigi það til að
nota make með appelsínugulum og bleik-
um tónum og þegar þær sjá að það kemur
ekki nógu vel út þá fari þær út í að nota
gráa tóna. Þeir hins vegar gera konumar
fölar og litlausar. Þvi sé guli tónninn mjög
hentugur. Yfir allt augnlokið var settur
ljós augskuggi, Luminesse, sem gmnnur,
og síðan var skyggt eftir kúnstarinnar
reglum með fjórum öðrum litum,
Evocative, Ficeile, In Pale og Shade.
Varaliturinn var fallegur appelsínulitur,
Bare, og yfir hann var sett gloss, Viva Ve-
gas.
„í haust verður mikið í tísku að vera
með dökka augnmálningu, t.d. í mosa-
grænum lit. Á varir em beijalitir ýmiss
konar og appelsínulitir að verða ráðandi.
hátt ef þœr eru slœmar. Hár-
ið á mér er mjögfmt, þetta
er meiri háttar upplifun. Ég
er mjög sátt við þessa klipp-
ingu og litinn. Þessi hár-
greiðslustofa varyndisleg,
þar voru greinilega fagmenn
að verki og stúlkan sern mál-
aði mig kann lika vel til
verka þó hún sé hrifnari af
haustlitum en ég. Stofan er ftn og ég og
er til í að fara þangað aftur. Þetta tók
langan tíma en útkoman er geysilega
flott þannig að þetta var sennilega tim-
ans virði. Eg á sennilega eftir að halda
þessari klippingu en skipti örugglega um
liti I andlitsmálningu og held mig við
mina eigin. “
Hjá Karen Millen í Kringlunni tók Ragn-
heiður Óskarsdóttir verslunarstjóri á móti
Vigdísi. Þar var hún klædd í svarta kasmír-
rúllukragapeysu, svart pils úr þægilegu
stretch-efni og hálfsíða kápu. Pilsið er með
rennilás að framan og hnésítt, en sú sídd er
mikið i tísku um þessar mundir. Kápan er
með dýramynstri en þau em áberandi í
hausttískunni. Henni fylgir einnig leðurbelti
sem nú eru að koma aftur með tísku níunda
áratugarins. Stígvélin em frá italska fyrir-
tækinu Stiller og fást I versluninni GS skór.
Þau em támjó hnéstígvél, með háum hælum
og passa mjög vel við kápusiddina. Punkt-
urinn yfir i-ið er svo taskan frá Karen Mil-
len en það fyrirtæki leggur mikið upp úr því
að hanna bæði töskur og skó sem hæfa fatn-
aði fyrirtækisins.
„Svona fatnað myndi ég aldrei kaupa
mér. ífyrsta lagi eru jotin svört og égfer
ekki í svört föt, i öðru lagi er ég aldrei I
stuttum pilsum og í þriðja lagi þá kann
ég ekki að vera í svona tiskufatnaði.
Lokaútlitið var þannig að ég þekkti ekki,
sjálfa mig og vœntanlega gera aðrir það
ekki heldur. Mér fannst þetta þó mjög
flott en þetta er ekki ég, það var ekkert af
mér þarna. Ég er frekar svona gamal-
dags amma. “
Á hárgreiðslustofunni Kristu. Hanna Kristin Guðmundsdóttir með hendur i hári \rigdisar.
DV-mynd E.Ól.
|S P O R T ^»4
NANOQ+
* - lífið er áskomn!
Vigdís Stefánsdóttir, blaðamaður DV: „Ég
eyði engum tíma i útlitið. Égfer í sturtu og
renni flngrunum i gegnum hárið og lœt það
duga. “
Það er gaman að sjá aftur græna litinn því
hann hefur ekki verið í tísku í töluverðan
tíma,“ sagði Margrét að lokum.
„ Útkoman kom á óvart. Ég er þó enn
á þeirri skoðun að sumarlitir fara mér
betur en haustlitimir. Þetta kom samt
ágœtlega út. Ég á reyndar eftir að sjá
myndirnar og mér segir svo hugur að
þær eigi eftir að hvetfa á dulatfullan
Vigdís:
„Ég klæðist yfirleitt einhvetju helð-
bundnu og þá oftast nær gallabuxum eða
öðmm þægilegum buxum. Flest fotin
mín em blá eða í bláum tónum, og græn-
bláum, bleikum og stöku sinnum Ijósgul-
um. Ég er aldrei i jarðlitum og því síður í
svörtum fotum. Þegar ég mála mig, sem
er afskaplega sjaldgæft, þá nota ég alltaf
bleika og bláa tóna. Ég eyði nær engum
tíma í útlitið heldur fer í sturtu og renni
fingrunum i gegnum hárið og læt það
duga. Mér fannst nokkuð gaman að taka
þátt I þessari umbreytingu, ég er alltaf til
I einhver ævintýr. Mig gmnaði reyndar
ekki að það tæki átta klukkutíma og hefði
kannski ekki verið alveg svona fljót að
segja já ef það hefði legið fyrir og það er
víst að fyrirsætustörf eiga ekki við mig.“