Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 28
60 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 H Tilvera I>V •Ý ' ~"í Óperan á laugardagskvöldi: Anna Júlíana syngur í Borgar- neskirkju í kvöld munu þær Anna Júlíana Sveinsdóttir messósópran og Sól- veig Anna Jónsdóttir píanóleikari halda söngskemmtun í Borgarnesi. Tónleikarnir fara fram í Borgarnes- kirkju. Emisskráin er fjólbreytt. Krár ¦ RÓLEGHEIT Á CAFÉ ROMANCE Enski píanóleikarinn og söngvarinn Miles Dowley spilar sig inn í rómat- ískt sinnuö hjörtu á Café Romance. Kertaljós og Ijúfir tónar. Leikhús ¦ LISTAKLUBBURINN Dagskrá Llstaklúbbsinsí kvöld er helguö hinu heilaga forna hljóðfæri frumbyggja Ástralíu, DIDGERIDOO, en hún hefst'klukkan 20.30. Myndlist ¦ 14 FORINGJAR A DILLON Svo nefnist myndlistarsýning listamannsins Þorkels Þórissonar sem var opnuð um helgina. Á sýningunni eru fjórtán olíumálverk. ¦ JOHN KROGH í GUK Um helgina opnaði danski myndlistar- maðurinn John Krogh sýningu 1 GUK - Exhibltion Place. Opnunin var á Selfossi en GUK er sýningarstaður fyrir myndlist sem er að flnna í þremur löndum; í húsagarði á Selfossi, í gar&húsi í Lejre í Danmörku og I eldhúsi í Hannover í Þýskalandi. ¦ OLGA PÁLSDÓTTIR Listakonan Olga Pálsdóttir opnaði sýningu í Fella- og Hólakirkju um helgina. Sýningin verður opin daglega frá 13 til 17 til 15.9. ¦ GEÐVEIK UST Á laugardaginn var opnuð sýningin Geðveik list í Galleri Geysi, Hinu húsinu v/lngólfstorg. Þrír listamenn eiga verk á sýningunni. Það eru myndlistarmennirnir Katrin Níelsdóttir og Leiftir G. Blöndal og skáldið Vilmar Pedersen. ¦ GHEiPARÆGIS Fyrir nlu árum byrjaði listamaðurinn Greipar Ægis að vinna Tár timans, sameiginlegt nafn yfir einstök verk hans, úr hinum svarta og sér- kennilega sandi íslands. Listamaðurinn afhjúpaði verkið Tár tímans um helgina í tilefni af flmm ára afmæll Gleraugnaverslunarinnar Sjáöu, Laugavegi 40, milli kl. 17 og 19. ¦ RÍS ÚR SÆ j USTASAFNI ASÍ Helga Magnúsdóttlr sýnir um þessar mundir verk s!n I Ásmundarsal, Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Listakonan kallar sýningu sína Rís úr Sæ. Opnanir ¦ CAFE9NET 16-18:Gestgjafar kynna verkefni og hjálpa gestum við að setja inn efni. Hátíð talaðrar tónlistar Orðið tónlist var yflrskrift hátíð- ar talaðrar tónlistar sem Smekk- leysa ehf. efndi til í Óperunni á laugardagskvöld. Markmið hátíðar- innar var að fagna hvers kyns sam- slætti orða og tónlistar þar sem mörk skáldskapar og tðnlistar verða fljótandi. Fjölbreyttur hópur innlendra og erlendra listamanna, tónlistar- manna og skálda kom fram á hátíð- inni; þeirra á meðal múm, Ása Ket- ilsdóttir, Sigur Rós, Bragi Ólafsson, Erpur Eyvindarson, Linda Vil- hjáhnsdóttir, Einar Örn Benedikts- son og margir fleiri auk Möggu Stínu sem var kynnir kvöldsins. Tónlistaratriði Bragi Curver ásamt myndlistarkon- unni Berglindi. Háboröiö Margir kvöddu sér hljóðs á hátíðinni. Bræðralag Þórdís slagverksleikari ígóð- um félagsskap Pollock-bræðr- anna, Mikka og Danna. Baksviðs Hljómsveitin Sigur Rðs læt- ur fara vel um sig baksviðs í Óperunni. Valdabarátta og heitar tilfinningar Valdabarátta og heitar tilfinning- ar réðu ríkjum á stóra sviði Borgar- leikhússins á fóstudagskvöldið þeg- ar einn mesti harmleikur leikbók- menntanna, sjálfur Lér konungur eftir Shakespeare, var frumsýndur. Það er Pétur Einarsson sem túlkar Lé konung en Halldóra Geirharðs- dóttir er i hlutverki fiflsins sem fylgir honum eftir. I sófanum Rósa Sigurbergsdóttir kennari og Jónatan Garðarson sjónvarps- maður höfðu tyllt sér í einn sófann þar sem þau ræddust við. DV-MYNDIR INGO Popparinn og leikarinn Seli stórpoppari á tali við Benedikt Erlingsson leikara Glaðlr frumsýningargestir Þau Vilhjálmur Kristjánsson, ráðgjafi hjá KPMG, og Kristín Blöndal voru meðal frumsýningargesta. Bíógagnrýni Spjallað saman Þeir Hjálmar H. Hjálmars- son og Sigurður Halldórs- son klarínettuleikari spjölluðu saman á frumsýningunni ¦ImKR^x^^I ¦a-^ "¦*> Ff a ¦ v ^fci (V '**'*¦ WL ,~v É^k ¦¦ ¦¦ — 1 ¦& > ¦•--:'¦' mt ^F**:~"' 1 ^^^B S Anægðar konur Þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Guðfinna Bjarna- dóttir, rektor Viðskiptaháskólans í Reykjavík, og Helga Jóns- dóttir borgarritari voru greinilegar ánægðar með sýninguna. The Emperor artd the Assassin -^- -^ -^- -^ Fyrsti keisarinn Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vlsi.is The Emperor and the Assassins, nýjasta kvikmynd Chen Kaige (Farwell My Concubine) er epísk stórmynd af bestu gerð. Myndin ger- ist í Kína á þriðju öld fyrir Krist og segir frá þeim keisara sem samein- aði konungdæmin í eitt stórt keis- araveldi sem var við lýði fram á sið- ustu öld. Myndin hefur þó aldrei yfir sér raunsæistón heimildar- mynda sem tengjast sögulegum staðreyndum heldur er hún tíma- laust drama þar sem plottað er í stórum stil og engurn hlíft þegar völd eru annars vegar. Kaige hefur sýnt það áður að það liggur vel fyr- ir honum að tengja mannlegan breyskleika stórum atburðum og hann slær enga feilnótu í þeim efn- um. Persónur myndarinnar eru kannski fjarlægar okkur eins og sjálfsagt persónur íslendingasagn- anna eru fjarlægar Kínverjum en þegar viðfangsefnið er völd, hatur, afbrýði, ástir og svik þá eru engin landamæri til. The Emperor and the Assassins skiptist í fimm kafla sem eru í beinu framhaldi hver af óðrum þó áherslumunur sé á þeim. Ófriður hefur lengi ríkt í Kína. Konunginn Tilræðismaðurinn og keisarinn. Stórmynd af bestu gerð. af Quin dreymir um að sameina mörg konungsdæmi í eitt stórveldi. Til að svo geti orðið þarf hann að sanna fyrir öðrum hvers hann er megnugur. Hann vill því setja á svið með aðstoð tilvonandi drottn- ingar sinnar morðtilræði þar sem 29. Mptvmbw - 12. ofctóbar 2QOO Kvikmyndahátíð í Reykjavík hann stendur uppi sem hetja í aug- um almennings. Þetta tilræði getur ekki orðið sannfær- andi nema tilræðis- maðurinn komi frá helsta _ keppinaut hans. Ástkona hans Zhao er því send undir fölsku flaggi til keppinautarins og hittir þar fyr- Hiitnar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. ir þekktan vígamann sem snúið hef- ur við blaðinu og þolir ekki lengur blóð. Þetta er sá maður sem hún vill að komi með sér á fund tilvonandi keisara í Kina. í millitiðinni hefur konungurinn, sem vill að sameining könungdæmanna fari friðsamlega fram, sýnt sitt rétta eðli... The Emperor and the Assassin minnir stundum á sögulegar mynd- ir Akira Kurosawa. Það er mikið um blóði drifin atriði sem ættu að fylla mann óhug en eins og Kurosawa tókst í sínum myndum tekst Kaige að gera þau þannig úr garði að óhugnaðurinn yfirkeyrir aldrei mannlega þáttinn í dram- tískri frásögninni. Leikur í mynd- inni er góður, nálgast að vísu ofleik í hádramatískum atriðum hjá ein- staka leikurum. Þekktust er Gong Li, sem enn eina ferðina sýnir af- burða leik auk þess sem reisn og glæsileiki er hennar aðalsmerki. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Chen Kaige. Handrit: Chen Kaige og Peigong Wang. A&alleikarar: Gong Li. Fengyi Zhang, Xujian Li og Zhou Sun. i-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.